Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytinga á lögum um fiskveiðistjórn „Hjálpar ekkí Jóni Jóns- syni að liefja útgerð“ Fyrirhugaðar breytingar virðast ekki munu hafa mikil áhrif á gang máia Þó að mikilvægar breytingar virðist nú framundan á fískveiðistjórnun við Island, kann svo að fara að þær verði minni en ætla mætti. Hjörtur Gíslason kynnti sér frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytta fískveiðilöggjöf og telur hann að ekki sé um neina byltingu að ræða. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRELSI til að sækja um og fá veiðileyfi innan íslenzku lögsögunnar, afnám úreld- ingarreglna og færsla allra smábáta inn í aflahlutdeildarkerfið eru veigamestu þættirnir í frum- varpi ríkisstjórnarinnar til breyt- inga á lögum um fiskveiðistjórnun. Fyrst í stað kunna þetta að virðast miklar breytingar, en við nánari at- hugun virðist sem þær hrófli að mjög litlu leyti við núverandi fyrir- komulagi. Verð á gömlum skipum mun væntanlega lækka, einhver fjölgun í flotanum er líkleg, en óvíst hvort verð á aflaheimildum muni hækka, enda er það í sögulegu há- marki. Einn þáttur enn er þó í mál- inu, en það er hugsanleg málshöfð- un á hendur ríkinu vegna afnáms úreldingarreglna. Hundruðum milljóna hefur verið varið á síðustu misseri í kaup á úreldingarrétti. Sumir hafa nýtt sér réttinn, sem þeir hafa keypt, aðrir kunna að glata honum að öilu. Kanna rétt, minn til málshöfðunar „Það er ljóst að ég mun kanna rétt minn og möguleika á því að sækja bætur, vegna úreldingar, sem mér var gert að greiða til að eiga möguleika á raunhæfri endumýjun á nótaskipi mínu Bjama Ólafssyni," segir Runólfur Hallfreðsson, út- gerðarmaður á Akranesi. Runólfur keypti tvo báta með veiðileyfi fyrir einu og hálfu ári, Þorstein GK og Sturlu GK, og greiddi fyrir þá 120 milljónir og úrelti síðan. Runólfur er ekki einn um það að hafa eitt tugum milljóna og jafnvel meiru í kaup á rúmmetrum vegna endurnýjunar. Samkvæmt gildandi reglum má stækka skip um 25% við endurnýjun, en sé stækkunin meiri verður að úrelda á móti henni. Þannig þurfa útgerðarmenn að úr- elda fleiri báta, annaðhvort í eigin eigu eða kaupa báta til úreldingar. Verð á úreldingu hefur lækkað mik- ið að undanförnu. Fyrir ári fór það hæst í 85.000 krónur á hvern rúmmetra, en var nú komið niður í 30.000 krónur. Sem dæmi um kostn- aðinn má benda á að þurfi einhver á 250 tonna skipi að halda upp í úreld- ingu, mælist það nálægt 1.000 rúmmetium. Verðið fyrir það hefur því verið á bilinu 85 milljónir til 30 milljónir króna. Verð á úreldingu hefur hrunið Dæmi um það hvemig verð á úr- eldingu hefur hrapað, er til dæmis frá útgerðarmanni sem hugðist selja rúmlega 1.000 rúmmetra skip úr landi. Hann seldi úreldingarrétt- inn á um 65 milljónir og lagði skip- inu. Salan til útlanda gekk svo til baka nokkru seinna. Utgerðarmað- urinn þurfti þvi að kaupa úreldingu fyrir sig á ný til að geta haldið skip- inu til veiða, en þá var verðið á 1.000 rúmmetrum komið niður í 35 millj- ónir, svo gróðinn við að leggja skip- inu í nokkra mánuði reyndist um 30 milljónir. Sá sem keypti úrelding- una upphaflega á 65 milljónir situr nú uppi með einskisverðan rétt, verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum. Kristján Ragnarsson, for- maður LIU, segir mjög mikilvægt að úreldingarákvæðið skuli af- numið. Það hafi verið óþörf forsjár- hyggja, en nú verði endurnýjun flot- ans með eðlilegum hætti. Skýringin á lækkun á verði úreld- ingar er sú að framboð af kvótalitl- um eða kvótalausum skipum hefur aukizt og spurn eftir úreldingu minnkað, meðal annars vegna þess að margir útgerðarmenn hafa smeygt sér framhjá úreldingarregl- unum og látið endurbyggja gömul skip og gert sem ný. Nú er allt þetta úr sögunni, hvaða íslenzkur ríkisborgari sem er getur keypt skip af hvaða stærð sem er og haid- ið því til veiða innan lögsögunnar svo fremi hann hafi veiðileyfi og fari að almennum reglum um veiðarfæri og friðunarsvæði svo dæmi séu tek- in. „Það er þessi úreldingarregla, sem hefur staðið í vegi fyrir því að hægt hafi verið að endurnýja flot- ann,“ segir Björgvin Ólafsson, skipamiðlari. „Nú hefst sú endur- nýjum sem þörf hefur verið á fyrir alvöru. Nú þegar er mikið í gangi, eins og skriða sé að fara af stað og ekki minnkar hún við það að úreld- ingarreglurnar verði afnumdar," segir Björgvin. Verð á eldri skipunum lækkar Nú rýrnar verð skipa um þann þátt er úreldingunni nemur en það getur skipt mörgum tugum milljóna króna eftir stærð þeirra. Spurning- in er hvort um varanlega lækkun á verði skipa verði að ræða. Ljóst er að hver sem er má flytja inn skip að uppfylltum kröfum um haffæri. Það hlýtur að draga úr eftirspum eftir skipum hér heima og eitthvert heimsmarkaðsverð mun myndast. Það er heldur ekki ljóst hve margir hafi áhuga á því að hefja útgerð, einungis með veiðileyfi í tegundir utan kvóta og von um kaup á afla- hlutdeild eða aflamarki. Útgerð af því tagi verður tæpast hagkvæm. Hugsanlega verður einhver hreyf- ing á kvótalitlum eða kvótalausum skipum hér innan lands, en þetta er þróun sem mjög erfitt er að spá um. Líkast til lækkar verðið á eldri skip- unum, en verð á þeim nýriá breytist líklega ekki enda er það í samræmi við verð á skipum hjá fiskveiðiþjóð- unum í kringum okkur. „Afar erfitt er að segja hvaða áhrif þetta hafí á verð fiskiskipa. Reyndar hefur úreldingarrétturinn verið hluti verðsins. Sá þáttur hverfur alveg. í heildina mun þetta því líklega lækka verð á skipum," segir Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Eins og frumvarpið liggur fyrir, eru fiskistofnar utan kvóta ekkert varðir fyrir sókn. Það getur hver sem er farið til veiða úr þeim sam- kvæmt almennum reglum sem um það gilda. Aðgangurinn er sem sagt frjáls en leiðir það ekki til ofveiði? „Menn sjá það ekkert fyi'ir hver þróunin verður," segir Ami Kol- beinsson. „Það er ekki gefið að flot- inn stækki svo mikið, festist þetta keifi í sessi. Afrakstursgeta mið- anna er ekki mikið meiri en það að núverandi floti er hæfilegur til að nýta þau,“ segir Arni. Fijáls sókn í stofna utan kvóta Þannig má segja að efnahagsleg- ur grunnur sé ekki fyrir stærri flota miðað við núverandi aflaheimildir. Líklegt má telja að eitthvert jafn- vægi myndist milli afrakstursgetu fiskistofnanna og stærðar fiski- skipastólsins, en að öllum líkindum verður um nokkra fjölgun fiskiskipa með veiðileyfi, en litla sem enga aflahlutdeild til að byrja með. En komi til þess að það þurfi að tak- marka veiðar í tiltekna stofna eins og löngu og keilu, verður líklega gripið til þess ráðs að setja á þær kvóta. Þá ber, lögum samkvæmt, að úthluta kvótanum samkvæmt veiði- reynslu síðustu þriggja fiskveiðiára. Kæmi til þess að kvóti yrði settur á þessar tegundir við upphaf næsta fiskveiðiárs, kæmi næsta lítið í hlut þeirra, sem kynnu að hefja veiðar samkvæmt nýjum lögum í upphafi næsta árs. Möguleikar þeirra þrengdust þá að sama skapi. Reyndar er ekki sjálfgefið að sóknin aukist svo hratt á einu ári að til þess komi að fjölga þurfi tegundum í kvóta til að koma í veg fyrir ofveiði. Líklegra er að það gerist á mun lengri tíma. Verð á aflaheimildum í hámarki Hvaða áhrif hefur breytingin á verð aflaheimilda? Það er líklegt að eftir því sem fleiri keppa um heim- ildir, hækki verðið á þeim. Á móti kemur ákveðin óvissa um framtíð kerfisins, sem á hinn bóginn gæti dregið verðið niður. Verð á afla- heimildum hefur hækkað verulega í haust. Framboð hefur verið lítið og meðal annars hefur leiguverð á þorski hækkað um 18%. Hver er lík- leg þróun nú? Framboðið verður vafalítið lítið áfram og verðið hátt og gæti hækkað, aukist eftirspurnin með fjölgun veiðileyfa. „Eg er þeirrar skoðunar að verð á leigu- kvóta, aflamarki, nú í haust sé allt of hátt. Það þýðir kannski ekkert að segja að verð sé of hátt, þegar markaðurinn er tilbúinn að greiða þetta verð. Kvótaþingið hefur stuðl- að mjög að hækkun á verði þessara heimilda. Eg hef hins vegar þá trú að hvorki verð á leigukvóta né var- anlegum heimildum muni hækka vegna þessara breytinga nú,“ segir Kristján Ragnarsson. Hagræðing í smábátakerfmu Mesta breytingin er fyrir smá- bátana, sem allir fara inn í aflahlut- deildarkerfið. Þannig fá bátar með þorskaflahámai'k, það hámark sem aflahlutdeild í þorski og síðan reikn- aða hlutdeild í öðrum tegundum eins og ufsa og ýsu samkvæmt afla- reynslu. Bátar á sóknardögum fara einnig inn í kerfið og verður þorskaflahlutdeild þeirra væntan- lega um 9 tonn. Eingöngu er heimilt að selja aflaheimildir smábáta innan þess hóps, en smábátar mega kaupa til sín heimildir frá stæm skipum. Verð á þorskkflói í þorskaflahá- marki hefur verið um 420 ki-ónur, en verð á þorskkílói í kvóta í kerfi stærri bátanna hefur verið 820 krónur. Fyrirsjáanlegt er að þessi breyting gefi svigrúm til viðskipta með aflaheimildir innan bátahóps- ins, sem geta leitt þar til aukinnar hagræðingar, en aðrir geta ekki bætzt í þann hóp fyrr en á nýju fisk- veiðiári. Spurningin er þá hvort ætla megi að verð á þorskveiðiheim- ildum smábátanna hækki. Á hinn bóginn er líklegt að verð á sóknar- dagabátum lækki. Um þessar mundir hafa verið boðnar allt að 25 milljónir í sóknardagabátana, en 9 tonna þorskkvóti gefur tæpast til- efni til svo hás verðs. Möguleikar hinna kvótalausu Möguleikar kvótalausra báta með veiðileyfi eru annars vegar þeir að stunda veiðar á tegundum utan kvóta. Hins vegar geta þeir leigt eða keypt varanlegar aflaheimildir. Sam- kvæmt gildandi lögum, er óheimilt að hefja veiðiferð skips, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni nema skipið hafi aflaheimildir, sem telja má líklegt að dugi fyrir afla í ferðinni með hliðsjón af þeim veiðarfærum sem notuð era. Samkvæmt því getur enginn farið á veiðar kvótalaus með öllu, heldur verða að vera heimildir til veiða á „hinum líklega afla“, því ekkert veiðarfæri getur valið úr teg- undir utan kvóta. Þær heimildir þarf því að kaupa. Veiðar utan kvóta myndu líklega helzt beinast í lúðu, keilu, löngu, gulllax, spærling, norsk-íslenzku síldina og kolmunna. Gera má ráð fyrir aukinni sókn í kolmunnann, ekki bara vegna þess að þar er öll- um frjálst að veiða, heldur líka vegna þess að nú þrengja úrelding- arreglurnar ekki lengur kost þeirra sem eiga góð skip fyrir en þurfa enn öflugri. Áætla má að lágmarksverð á notuðu skipi, sem hentar til kolmunnaveiða sé í kringum 600 milljónir. Það er mikil fjárfesting, þegar haft er í huga, að hann hefur ekki alltaf gengið inn í lögsögu okk- ar og stofninn hefur ekki alltaf verið jafn sterkur og nú. Nú eru veidd milljón tonn úr þessum stofni, þeg- ar ráðleggingar fiskifræðinga era að heildarveiði verði takmörkuð við 650.000 tonn á hafsvæðinu öllu, sem er mest utan landhelgi okkar og innan landhelgi annaraa ríkja. Við höfum nú aðeins leyfi til veiða á kolmunna innan lögsögu eins ríkis, Færeyja. Það er því líklega rétt að fara varlega. Norsk-íslenzka síldin Mestu möguleikarnir virðast vera í veiðum á norsk-íslenzku sfldinni. Samkvæmt gildandi Iögum skal veiðum okkar úr þeim stofni stjórn- að með þeim hætti að aðeins komi þau skip til greina við úthlutun veiðileyfis, sem hafi gilt leyfi til veiða í atvinnuskyni innan lögsögu Islands. Síðar eru reglur um skipt- ingu kvótans, sem fer að hluta til eftir fjölda skipa og hluta til eftir stærð þeirra. Þetta fyi-irkomulag gildir árin 1998, 1999 og 2000. Heildarkvóti okkar á næstu vertíð er um 202.000 tonn. Á síðasta ári var kvóti á hvert skip á bilinu 2.000 til 5.000 tonn og er þar því eftir nokkru að slægjast, þó hlutur hvers og eins minnki með fjölgun skipa. Hvað hinar tegundirnar varðar, munu þær ekki halda uppi útgerð margra skipa. Lúðustofninn er tal- inn í verulegri hættu vegna ofveiði. Árlegur afli af keilu og löngu er að- eins um 5.000 og 4.000 tonn og þess- ir stofnar era ekki taldir þola mikla sóknaraukningu. Lítið er vitað um veiðiþol spærlings og gulllax en sókn í þessar tegundir hefur aukizt verulega. Loks má nefna hinn dýr- mæta búrfisk, en engu íslenzku skipi hefur til þessa tekizt að gera sér verulega mat úr honum og hafa veiðarnar verið ákaflega gloppóttar. Það er því ekki á vísan að róa. Litlar breytingar! „Þessar breytingar hjálpa ekki Jóni Jónssyni úti í bæ til að byrja í útgerð,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Hverjir eru líklegir til þess að kaupa skip og sækja um veiði- leyfi? Það liggur að sjálfsögðu alls ekki íyrir, en einhverjir munu vafa- lítið gera það og þá kannski þeir, sem mest fé hafa á milli handanna. Til skamms tíma voru allmörg ís- lenzk fiskiskip komin með svokall- aða B-skráningu. Það er þau vora skráð íslenzk, en án veiðileyfis inn- an íslenzku lögsögunnar. Nú er lík- lega aðeins eitt skip á þessari skráningu og er það á leið í hefð- bundna skráningu eftir því, sem næst verður komizt. Önnur íslenzk skip án veiðileyfis hafa flest verið skráð i öðrum löndum, einkum Eystrasaltslöndunum. Þar hafa þau fengið aflaheimildir, til dæmis á Flæmska hattinum. Verði þau færð heim, tapa þau meiri veiðiréttind- um, en þeim býðst hér. Því er ólík- legt að þessi skip verði flutt inn. Niðurstaðan af þessu öllu virðist í fljótu bragði vera sú, að núverandi breytingar breyti ekki miklu í fisk- veiðistjórninni. Helztu breytingarn- ar eru auðvitað „frjáls" aðgangur allra, sem haffært skip eiga, að veiðileyfi og þar með veiðum úr teg- undum utan kvóta og leyfi til að kaupa til sín aflaheimildir. Þessi kostur virðist ekki svo góður að hann leiði til mikillar fjölgunar fiski- skipa. Afnám úreldingarreglna mun hafa þau áhrif að endurnýjun flot- ans gengur greiðlegar fyrir sig en áður og verð á gömlum fiskiskipum mun líklega lækka. Verð á aflaheimildum hefur verið í hámarki í haust vegna lítils fram- boðs og áhrifa Kvótaþings. Vand- séð er að verð á þeim hækki mikið meira, því þá er það komið langt yfir þau mörk, sem viðráðanleg eru. Smábátaflotinn fer allur inn í aflahlutdeildarkerfið, sem þýðir aukna möguleika á hagræðingu innan þess. Líklegt er að verð á nú- verandi sóknardagabátum lækki verulega en hugsanlega hækkar verð á bátum, sem eru með þorskaflahámark.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.