Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 23 Mál myrtu gíslanna í Tsjetsjeníu Nj ósnaviðurkenn- ing á myndbandi Grozní. Reuters. HATTSETTUR fulltrúi stjórnvalda í Tsjetsjeníu sýndi í gær blaðamanni Reuters-fréttastofunnai' myndband þar sem einn af vesturlandabúunum fjórum, sem myrtir voru af mann- ræningjum, gengst við því að hafa starfað að njósnum í héraðinu fyrir bresku leyniþjónustuna. Höfuð gíslanna fjögurra, þriggja Breta og eins Ný-Sjálendings, fund- ust í poka í vegkanti um þrjá km frá þorpinu Dovydenko á þriðjudag. „Hljóta að hafa neytt þá til að játa“ „Mannræningjaniii' hljóta að hafa neitt þá til að játa. En við vitum það ekki enn fyrir víst, við verðum að kanna þessi gögn,“ sagði Vakha Arsa- nov, varaforseti Tsjetsjeníu, við fréttamann Reuters. Sir Andrew Wood, sendiherra Breta í Moskvu, sagði að við eðlilegar kringumstæður myndi hann ekkert láta hafa eftir sér um mál sem þessi. „En hver heilvita maður myndi sjá og skilja að við höfum engan áhuga á að stunda njósnir í Tsjetsjeníu." A myndbandinu sjást mennirnir fjórir, Rudolf Petschi, Darren Hickey, Peter Kennedy og Stanley Shaw, kynna sig með nafni. „Við höf- um verið ráðnir til starfa af bresku leyniþjónustunni," segir Kennedy síðan á rússnesku. „Við komum fyrir loftneti fyrir gervitungl þannig að þýska, enska og ísraelska leyniþjón- ustan, auk þeirrar bandarísku, geta Fyrsta konan kjc heyrt öll samtöl sem fram fara í Tsjetsjeníu.“ Að sögn Reuters munu mennirnir virðast í ágætu ásigkomulagi á mynd- bandinu og ekki er að sjá að þeir hafi þurft að þola pyntingar. Mun Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsejníu, hafa bannað opinbera birtingu mynd- bandsins uns fram hefur farið ná- kvæm rannsókn á tilurð þess. • • Orverur éti nærklæðin London. Reuters. LAUSNIN á einu torleystasta vandamáli í sambandi við geim- ferðir frá upphafi kann að vera í sjónmáli. Segjast rússneskir vísindamenn hafa fundið lausn á því hvernig losna megi við óhrein undirföt geimfara en það hyggjast þeir gera með örver- um sem „éti“ fötin. Undiríotin eru ýmist úr bóm- ull eða pappfr og hafa haugar af óhreinum nærklæðum verið til trafala í löngum geimferðum, rétt eins og rusl og annar úr- gangur. Nú segjast rússneskfr vísindamenn hins vegai' langt komnir með að finna örverur sem leysi vandann. Vonast þeir til þess að verkinu verði lokið fyrir árið 2017. in forseti Sviss Málefnaleg Ziirich. Morgunblaðið. og látlaus RUTH Dreifuss, innanríkisráðherra Sviss, var kjörin forseti landsins á sameinuðu þingi á miðvikudag. Hún er fyrsta konan til að gegna embætti forseta sambandsríkisins. Ráð- herramir sjö skiptast á um að gegna embættinu í eitt ár í senn. Eliza- beth Kopp, fyrsta konan til að eiga sæti í sviss- nesku ríkisstjóminni, sagði af sér embætti út af ólöglegu athæfi eigin- manns síns áður en röð- in kom að henni. Ruth Dreifuss er einhleyp. Dreifuss hafði ekki látið mikið á sér bera í pólitík þegar hún var kjörin i rfldsstjórnina 1993. Hún sat í borgar- stjóm Bern frá 1989 til 1992 og var ritari svissneska verkalýðssam- bandsins þegar sameinað þing kaus hana ráðherra 10. Mars 1993. Svisslendingar taka afstöðu til flestra mála sem viðkoma stjórn landsins í beinni atkvæðagreiðslu. Þeir greiða atkvæði um endurnýjun elliheimla í sveitarfélaginu, um stækkun sjúkrahúsa í kantónunni og eiturlyfjalöggjöf landsins í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þeir láta hins vegar þingmennina á þjóðþinginu um að velja ráðherra og forseta landsins. Það er algjör undantekning ef það verða ráðherraskipti í framhaldi af þingkosningum. Fjórir stærstu flokkarnir skipta með sér ráðherra- sætunum og ráðherrarnir sitja yfir- leitt fram undir 65 ára aldur ef heilsa leyfir. Jafnaðarmenn buðu Christiane Brunner, þekkta þingkonu frá Genf, fram í ríkisstjóm 1993. Hún var of róttæk fyrir þingheim og náði ekki kosningu. Flokksbróðir hennar var kjörinn en afþakkaði embættið. Flokkurinn leitaði út fyrir raðir þingmanna og bauð Ruth Dreifuss fram. Fæstir landsmanna höfðu nokkurn tíma heyrt á hana minnst. Dreifuss starfaði í þróunar- og mannréttindadeild ut- anríkisráðuneytisins áður en hún fór til starfa hjá verkalýðs- sambandinu. Hún sagði eftfr að hún var kjörin forseti að hún myndi helst leggja áherslu á mannréttindamál sem forseti. Opinber störf forset- ans bætast við störf hennar í innanríkis- ráðuneytinu. Helsta baráttumál hennai- nú er að koma á mæðra- tryggingu í Sviss. Sviss er eitt af örfáum vest- rænum ríkjum þar sem konur hafa ekki lögum samkvæmt rétt á mæðraorlofi. Neðri deild þingsins samþykkti nýlega lög sem munu tryggja barnshafandi konum laun í 14 vikur. Atvinnuveitendm- hafa hingað til greitt útivinnandi konum fæðingarorlof en heimavinn- andi konur hafa ekki fengið neitt. Þær eiga einnig rétt á fæðingarorlofi samkvæmt nýju lögunum og ríkið mun borga þeim. Dreifuss vill fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í nokkur ár með því að nota peninga sem þegar eru inni í fjárlögum til að greiða fæðingarorlofið. Hún kemst væntanlega ekki upp með það og það er með öllu óvíst að meirihluti Sviss- lendinga kæri sig um fæðingarorlof. Þjóðin er ótrúlega íhaldssöm og rétt- ur kvenna er enn á stigi sem margir eiga erfitt með að skilja. Ruth Dreifuss er málefnaleg og þykir góður ráðherra. Hún er 58 ára, lætur lítið yfir sér og tekur enn strætó í vinnuna. Hún segist ekki hafa breyst mildð síðan hún tók sæti í ríkisstjórn. „Ég klæði mig öðru vísi en annars hef ég lítið breyst,“ sagði hún í blaðaviðtali. Ruth Dreifuss Lifi frelsiö! GSM Frelsi er ný þjónusta hjá Símanum GSM sem felur i sér að símtöl eru greidd fyrirfram. Þannig ákveðurþú hversu mikinn kostnaðþú vilt hafa afGSM símanum og bætir sjálfur við inneignina þegar þérhentar. GSM Frelsi er einföld og þægileg leið til að vera í góðu GSM sambandi. Kostirnir eru ótvíræðir: - engir reikningar - engin mánaðargjöld - engin binding Með GSM Frelsi frá Símanum færðu: - GSM númer - talhólfsnúmer - 2000 ki. inneign - íooo kr. aukainneign við skráningu GSM Frelsi kr. 3.500,- SÍMINN Sölustaðir GSM Frelsis: Síminn: Ármúla, Kringlunni, v/Austurvöll, Akureyri, Sauðárkróki, Selfossi og Síminn Internet Reykjavík og nágrenni: Nýherji, Radiómiðun, Kaplan, Hátækni, Heimilistæki, Rafmætti, Símvirkinn, Smith & Norland og Elkó. Select Opið allan sólahringinn Suðurfelli Breiðholti, Öskjuhlið og Vesturlandsvegi. Opiðtil 23:30 Birkimel (Vesturbær). Landið: Tölvu- og rafeindaþj. Suðurl., Eyjaradíó, Naust Akureyri, Hljómsýn Akranesi, Tölvuþj. Akranesi, Árvirkinn, Rafeind og Bókval. Afgreiðslustaðir íslandspósts. wxvw.gsm. is/frels i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.