Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 24

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vopnaleit í flokks- byggingu Spenna í Miðausturlöndum fyrir heimsókn Bandaríkjaforseta Netanyahu skipar hernum að taka hart á óeirðunum Reuters GYÐINGUR gengur framhjá veggmyndum af Bill Clinton, búnum höfuðbúnaði araba, sem ísraelskir and- stæðingar friðarsamninganna við Palestínumenn hengdu upp til að mótmæla heimsókn hans. Jerúsalem, Gaza, Beirút. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, skipaði í gær ísra- elskum öryggissveitum að taka hart á óeirðum Palestínumanna fyrir heimsókn Bills Clintons Bandaríkja- forseta til Israels og palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna sem hefst á laugardagskvöld. Miðstjórn Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) kom saman í gær til að staðfesta ógild- ingu greina í stofnskrá samtakanna þar sem hvatt er til tortímingar Isra- elsríkis. Netanyahu sagði að nauðsynlegt væri að láta hart mæta hörðu til að tryggja öryggi Israels. „Það er skylda okkar að beita ísraelska hern- um og öryggissveitum okkar til að taka á óeirðunum á eins einarðan hátt og mögulegt er.“ Tveir Palestínumenn hafa beðið bana og rúmlega 150 særst í óeirðum sem hafa blossað upp á Vesturbakk- anum í vikunni. Palestínumenn hafa barist við ísraelska hermenn og kraf- ist þess að Israelar sleppi palestínsk- um fóngum, sem hafa verið hand- teknir vegna baráttunnar gegn her- námi Israela. ísraelar leystu 250 palestínska fanga úr haldi í síðasta mánuði, en margir þeirra voru ótíndir glæpa- menn. Netanyahu sagði að leiðtogar Palestínumanna vissu að hann hefði lofað ísraelum að sleppa ekki „morðingjum með blóð á höndun- um“. Daley biðjist afsökunar Talsverð spenna hefur verið í sam- skiptum ísraela og Bandaríkja- manna fyrir heimsókn Clintons og Netanyahu krafðist þess í gær að William Daley, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, bæðist afsökunar á ummælum sem hann lýsti sem óvið- unandi afskiptum af ísraelskum stjómmálum. „Ríkisstjórnir verða yfírleitt að lokum að endurspegla viðhorf þjóð- arinnar. Til þess þarf kosningar,“ sagði Daley í fyrradag. „Vonandi lætur ísraelska þjóðin meira í sér heyra, til stuðnings friði.“ Þessi um- mæli fóru fyrir brjóstið á Netanya- hu, sem krafðist afsökunarbeiðni ef þau reyndust hafa verið rétt eftir höfð. Stjórn Netanyahu hefur riðað til falls vegna óeiníngar um friðarsam- komulag hans við Palestínumenn, sem kveður á um að Israelar flytji herlið sitt af 13% Vesturbakkans gegn því að Palestínumenn skeri upp herör gegn hermdarverka- mönnum. Arafat hafnar kröfu um atkvæðagreiðslu Netanyahu kvaðst ekki enn hafa ákveðið hvort hann vilji eiga fund með Clinton og Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, á mánudag. Hann sagðist ekki ætla að taka ákvörðun um það fyrr en Ijóst væri hvort Palestínska þjóðarráðið (PNC) myndi greiða atkvæði um ógildingu greinanna í stofnskrá PLO þar sem hvatt er til tortímingar Israelsríkis. Clinton hyggst flytja ávarp á fundi PNC og fleiri palestínskra stofnana á mánudag. Netanyahu hefur einnig sagt að ísraelar muni ekki standa við friðar- samkomulagið verði ógilding grein- anna ekki borin undir atkvæði á fundi PNC. Arafat gaf til kynna í gær að Palestínumenn myndu ekki verða við þeirri kröfu. hafnað Bagdad. Reuters. EINN af forystumönnum stjórnai-- flokksins í írak, Latif Nsayif Jassim, sagði í gær að öllum vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði vísað burt ef þeir reyndu aftur að leita að vopnum í höfuðstöðvum flokksins í Bagdad. Vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna í írak (UNSCOM) hætti við leit í höfuðstöðvum flokksins í fyrradag þegar Irakar leyfðu að- eins fjórum starfsmönnum hennar að fara inn í bygginguna og vísuðu átta burt. Amir Muhammad Rasheed, olíu- málaráðherra Iraks, sagði að eftir- htsmönnunum átta hefði verið meinað að fara í bygginguna vegna þess að Irakar hefðu samið við fyrrverandi formann UNSCOM, Rolf Ekeus, um að aðeins fjórir eft- irlitsmenn mættu rannsaka „við- kvæmar" byggingar. „Mjög ánægjulegt" Jassim tók hins vegar miklu harðari afstöðu og sagði að eftir- litsnefndin hefði engan rétt til að rannsaka höfuðstöðvar flokksins, sem hann sagði að tengdust á eng- an hátt „svokölluðum gereyðingar- vopnum". Richard Butler, formaður UNSCOM, sagði að atvikið í fyrradag væri „mjög alvarlegt". Eftirlitsmennirnir héldu vopna- leitinni áfram á öðrum stöðum í gær til að láta á það reyna hvort Irakar myndu standa við loforð sín um fullt samstarf við eftirlits- nefndina. Leiðtogafundur ESB hefst í Vín 1 dag Efnahagsmál efst á dagskrá Vín, Bonn. Reuters. Umræða um ákæru á hendur Clinton hafín Washington. Reuters. BÆTT samvinna í efnahagsmálum er meðal þeiiTa mála sem fyrst verða á dagskrá leiðtogafundar Evrópusambandsins (ESB), sem hefst í Vín í dag og lýkur á morgun. Þetta sagði Viktor Klima, kanzlari Austurríkis, í blaðaviðtali í gær en Austurríki hefur þetta misserið gegnt for- mennsku í ráð- herraráði ESB. „Fyrst á dag- skránni verður samræmd efna- hagsstefna," sagði Klima í dagblaðinu Der Standard. „Sameiginleg mynt krefst sameiginlegrar skattastefnu, sameiginlegrar stefnu í ríkisfjár- málum og samhæfðrar almennrar efnahagsstefnu. Það er hagfræðileg nauðsyn," sagði Klima. Þessi leið- togafundur er sá síðasti áður en Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU, gengur í gildi með stofn- þátttöku ellefu af fímmtán ríkjum ESB. Þar sem þessa dagana er alldjúp- stæður ágreiningur í mörgum mikil- vægum málum milli sumra ríkjanna er ekki við því að búast að neinar sögulegar ákvarðanir verði teknar á Vínarfundinum, sem bindur svo að segja endahnútinn á fyrsta for- mennskumisseri Austurríkis, sem gekk í ESB 1995. Mestur er ágrein- ingurinn um skattasamræmingu innan sambandsins, hve mikið hverri aðildarþjóð beri að greiða í sameiginlega sjóði ESB og um end- urskoðun landbúnaðar- og byggða- styrkjakerfisins. Dagskrá formennskumisseris Þjóðverja Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, lýsti í þingræðu í gær því sem sett verður á oddinn í for- mennskutíð Þjóðverja sem hefst um áramót- in. Lagði hann sérstaka áherzlu á að endurskoð- un fjármála ESB og samevrópskt átak gegn at- vinnuleysi ættu að njóta forgangs á verkefnadagskrá sambandsins. Itrekaði Schröder kröfu Þjóðverja um að greiðslur þeirra til ESB yrðu lækkaðar. Schröder sagði stjóm sína hafa fjögur meginmarkmið sem hún vildi koma áleiðis á formennskumisseri sínu. Það er að ESB-löndin samein- ist um bindandi áætlun um sköpun nýrra starfa, að berjast gegn al- þjóðlegri glæpastarfsemi, að hleypa nýju lífi í sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og að ganga frá víðtækri uppstokkun landbúnaðar- og byggðasjóða sam- bandsins, auk þess að endurskoða fjármál þess í heild. Þessi endur- skipulagning fjármálanna er nauð- synleg áður en hægt verður að hleypa fyrrverandi kommúnista- ríkjum Mið- og Austur-Evrópu inn í sambandið, sem til stendur að gera fljótlega eftir aldamót. DOMSMALANEFND fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hóf í gær umræðu um hvort höfða ætti mál á hendur Bill Clinton forseta til emb- ættismissis. Lögmenn repúblikana og demókrata hófu umræðuna og nefndarmennirnir fengu síðan að tala í 10 mínútur hver. Abbe Lowell, lögmaður demókrata, sýndi í íyrsta sinn myndbandsupptöku af vitnis- burði Clintons í máli Paulu Jones, sem sakar forsetann um kynferð- islega áreitni. Clinton sást þar sitja þögull og rólegur meðan lög- fræðingur hans, Bob Bennett, og lögmenn Jones deildu í hartnær 15 mínútur um skil- greininguna á „kyn- ferðislegu sambandi". Repúblikanar nefndinni hafa lagt til að höfðað verði mál á hendur Clinton, byggt á fjórum ákæruatrið- um. Tvö þeirra varða meinsæri, en hin mis- beitingu valds og tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Akæruskjölin voru birt áður en verjandi forsetans, Charles Ruff, lauk tveggja daga málflutningi sín- um fyi'ir nefndinni. Talið er nánast öruggt að dóms- málanefndin samþykki að minnsta kosti eitt ákæruatriðið síðar í vik- unni og að nefndarmennirnir greiði atkvæði eftir flokkslínum. Máls- höfðunartillaga nefndarinnar verð- ur síðan borin undir atkvæði í full- Upptaka af vitnis- burði forsetans sýnd í fyrsta sinn trúadeildinni í næstu viku og talið er að sú atkvæðagreiðsla verði mjög tvísýn. Samþykki fulltrúadeildin tillög- una verður það aðeins í annað sinn í sögu Bandaríkjanna sem höfðað er mál á hendur forseta til emb- ættismissis. Óvissa í fulltnia- deildinni Þótt dómsmála- nefndin sé klofin eftir flokkslínum er staðan önnur í fulltrúadeild- inni því að minnsta kosti þrír þingmenn demókrata segjast ætla að greiða atkvæði með tillögu um málshöfðun á hendur forsetanum. Aðstoðarmenn Clint- ons leggja nú mikið kapp á að fá hófsama repúblikana til að greiða atkvæði gegn tillögunni og skírskota til fjölmargra skoðana- kannana sem benda til þess að allt að tveir þriðju Bandaríkjamanna séu andvígir því að forsetinn verði sviptur embættinu. í könnun CNN, USA Today og Gallup, sem birt var í fyrrakvöld, sagði 61% aðspurðra að dómsmálanefndin ætti að hafna málshöfðunartillögunni, en 34% sögðu að þingið ætti að víkja forset- anum frá. í ákæruskjölunum er Clinton sak- aður um að hafa framið meinsæri tvisvar - íyrii' kviðdómi Kenneths Starrs í ágúst og í eiðsvarinni yfii'- lýsingu í janúar í máli Paulu Jones. Forsetinn er ennfremur sagður hafa reynt sjö sinnum að „tefja og hylma yfir“ upplýsingar í máli Paulu Jones. I ákæruskjalinu um meinta misnotkun valds er forset- inn sagður hafa misnotað sérrétt- indi sín sem handhafi fram- kvæmdavaldsins og villt um fyrir stjórninni, aðstoðarmönnum sínum og þjóðinni með röngum og villandi yfirlýsingum. Þá er hann sakaður um að hafa svarað 81 spurningu, sem formaður dómsmálanefndar- innar lagði fyrir hann, með ósönn- um yfirlýsingum. f ákæruskjölunum er því haldið fram að forsetinn hafi með fram- ferði sínu komið óorði á forsetaemb- ættið, grafið undan dómskerfinu og fyrirgert trausti sínu sem þjóðhöfð- ingi. Slíkt framferði réttlæti emb- ættissviptingu og geri Clinton „óhæfan til að gegna virðingaremb- ættum“ í Bandaríkjunum. Demókratar kynntu í fyrradag tillögu um að fulltrúadeildin sam- þykkti vítur á forsetann fyrir „rang- ar yfirlýsingar" fremur en að svipta hann embættinu. Henry Hyde, for- ] maður dómsmálanefndarinnar, sagði að hann myndi heimila að til- lagan yrði borin undir atkvæði í nefndinni. Talsmaður Clintons sagði í gær að forsetinn gæti fallist á tillöguna, en hún gæti orðið til þess að Clinton yrði sóttur til saka fyrir meinsæri eftir að kjörtímabili hans lýkur. Abbe Lowell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.