Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vopnaleit í flokks- byggingu Spenna í Miðausturlöndum fyrir heimsókn Bandaríkjaforseta Netanyahu skipar hernum að taka hart á óeirðunum Reuters GYÐINGUR gengur framhjá veggmyndum af Bill Clinton, búnum höfuðbúnaði araba, sem ísraelskir and- stæðingar friðarsamninganna við Palestínumenn hengdu upp til að mótmæla heimsókn hans. Jerúsalem, Gaza, Beirút. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, skipaði í gær ísra- elskum öryggissveitum að taka hart á óeirðum Palestínumanna fyrir heimsókn Bills Clintons Bandaríkja- forseta til Israels og palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna sem hefst á laugardagskvöld. Miðstjórn Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) kom saman í gær til að staðfesta ógild- ingu greina í stofnskrá samtakanna þar sem hvatt er til tortímingar Isra- elsríkis. Netanyahu sagði að nauðsynlegt væri að láta hart mæta hörðu til að tryggja öryggi Israels. „Það er skylda okkar að beita ísraelska hern- um og öryggissveitum okkar til að taka á óeirðunum á eins einarðan hátt og mögulegt er.“ Tveir Palestínumenn hafa beðið bana og rúmlega 150 særst í óeirðum sem hafa blossað upp á Vesturbakk- anum í vikunni. Palestínumenn hafa barist við ísraelska hermenn og kraf- ist þess að Israelar sleppi palestínsk- um fóngum, sem hafa verið hand- teknir vegna baráttunnar gegn her- námi Israela. ísraelar leystu 250 palestínska fanga úr haldi í síðasta mánuði, en margir þeirra voru ótíndir glæpa- menn. Netanyahu sagði að leiðtogar Palestínumanna vissu að hann hefði lofað ísraelum að sleppa ekki „morðingjum með blóð á höndun- um“. Daley biðjist afsökunar Talsverð spenna hefur verið í sam- skiptum ísraela og Bandaríkja- manna fyrir heimsókn Clintons og Netanyahu krafðist þess í gær að William Daley, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, bæðist afsökunar á ummælum sem hann lýsti sem óvið- unandi afskiptum af ísraelskum stjómmálum. „Ríkisstjórnir verða yfírleitt að lokum að endurspegla viðhorf þjóð- arinnar. Til þess þarf kosningar,“ sagði Daley í fyrradag. „Vonandi lætur ísraelska þjóðin meira í sér heyra, til stuðnings friði.“ Þessi um- mæli fóru fyrir brjóstið á Netanya- hu, sem krafðist afsökunarbeiðni ef þau reyndust hafa verið rétt eftir höfð. Stjórn Netanyahu hefur riðað til falls vegna óeiníngar um friðarsam- komulag hans við Palestínumenn, sem kveður á um að Israelar flytji herlið sitt af 13% Vesturbakkans gegn því að Palestínumenn skeri upp herör gegn hermdarverka- mönnum. Arafat hafnar kröfu um atkvæðagreiðslu Netanyahu kvaðst ekki enn hafa ákveðið hvort hann vilji eiga fund með Clinton og Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, á mánudag. Hann sagðist ekki ætla að taka ákvörðun um það fyrr en Ijóst væri hvort Palestínska þjóðarráðið (PNC) myndi greiða atkvæði um ógildingu greinanna í stofnskrá PLO þar sem hvatt er til tortímingar Israelsríkis. Clinton hyggst flytja ávarp á fundi PNC og fleiri palestínskra stofnana á mánudag. Netanyahu hefur einnig sagt að ísraelar muni ekki standa við friðar- samkomulagið verði ógilding grein- anna ekki borin undir atkvæði á fundi PNC. Arafat gaf til kynna í gær að Palestínumenn myndu ekki verða við þeirri kröfu. hafnað Bagdad. Reuters. EINN af forystumönnum stjórnai-- flokksins í írak, Latif Nsayif Jassim, sagði í gær að öllum vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði vísað burt ef þeir reyndu aftur að leita að vopnum í höfuðstöðvum flokksins í Bagdad. Vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna í írak (UNSCOM) hætti við leit í höfuðstöðvum flokksins í fyrradag þegar Irakar leyfðu að- eins fjórum starfsmönnum hennar að fara inn í bygginguna og vísuðu átta burt. Amir Muhammad Rasheed, olíu- málaráðherra Iraks, sagði að eftir- htsmönnunum átta hefði verið meinað að fara í bygginguna vegna þess að Irakar hefðu samið við fyrrverandi formann UNSCOM, Rolf Ekeus, um að aðeins fjórir eft- irlitsmenn mættu rannsaka „við- kvæmar" byggingar. „Mjög ánægjulegt" Jassim tók hins vegar miklu harðari afstöðu og sagði að eftir- litsnefndin hefði engan rétt til að rannsaka höfuðstöðvar flokksins, sem hann sagði að tengdust á eng- an hátt „svokölluðum gereyðingar- vopnum". Richard Butler, formaður UNSCOM, sagði að atvikið í fyrradag væri „mjög alvarlegt". Eftirlitsmennirnir héldu vopna- leitinni áfram á öðrum stöðum í gær til að láta á það reyna hvort Irakar myndu standa við loforð sín um fullt samstarf við eftirlits- nefndina. Leiðtogafundur ESB hefst í Vín 1 dag Efnahagsmál efst á dagskrá Vín, Bonn. Reuters. Umræða um ákæru á hendur Clinton hafín Washington. Reuters. BÆTT samvinna í efnahagsmálum er meðal þeiiTa mála sem fyrst verða á dagskrá leiðtogafundar Evrópusambandsins (ESB), sem hefst í Vín í dag og lýkur á morgun. Þetta sagði Viktor Klima, kanzlari Austurríkis, í blaðaviðtali í gær en Austurríki hefur þetta misserið gegnt for- mennsku í ráð- herraráði ESB. „Fyrst á dag- skránni verður samræmd efna- hagsstefna," sagði Klima í dagblaðinu Der Standard. „Sameiginleg mynt krefst sameiginlegrar skattastefnu, sameiginlegrar stefnu í ríkisfjár- málum og samhæfðrar almennrar efnahagsstefnu. Það er hagfræðileg nauðsyn," sagði Klima. Þessi leið- togafundur er sá síðasti áður en Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU, gengur í gildi með stofn- þátttöku ellefu af fímmtán ríkjum ESB. Þar sem þessa dagana er alldjúp- stæður ágreiningur í mörgum mikil- vægum málum milli sumra ríkjanna er ekki við því að búast að neinar sögulegar ákvarðanir verði teknar á Vínarfundinum, sem bindur svo að segja endahnútinn á fyrsta for- mennskumisseri Austurríkis, sem gekk í ESB 1995. Mestur er ágrein- ingurinn um skattasamræmingu innan sambandsins, hve mikið hverri aðildarþjóð beri að greiða í sameiginlega sjóði ESB og um end- urskoðun landbúnaðar- og byggða- styrkjakerfisins. Dagskrá formennskumisseris Þjóðverja Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, lýsti í þingræðu í gær því sem sett verður á oddinn í for- mennskutíð Þjóðverja sem hefst um áramót- in. Lagði hann sérstaka áherzlu á að endurskoð- un fjármála ESB og samevrópskt átak gegn at- vinnuleysi ættu að njóta forgangs á verkefnadagskrá sambandsins. Itrekaði Schröder kröfu Þjóðverja um að greiðslur þeirra til ESB yrðu lækkaðar. Schröder sagði stjóm sína hafa fjögur meginmarkmið sem hún vildi koma áleiðis á formennskumisseri sínu. Það er að ESB-löndin samein- ist um bindandi áætlun um sköpun nýrra starfa, að berjast gegn al- þjóðlegri glæpastarfsemi, að hleypa nýju lífi í sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og að ganga frá víðtækri uppstokkun landbúnaðar- og byggðasjóða sam- bandsins, auk þess að endurskoða fjármál þess í heild. Þessi endur- skipulagning fjármálanna er nauð- synleg áður en hægt verður að hleypa fyrrverandi kommúnista- ríkjum Mið- og Austur-Evrópu inn í sambandið, sem til stendur að gera fljótlega eftir aldamót. DOMSMALANEFND fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hóf í gær umræðu um hvort höfða ætti mál á hendur Bill Clinton forseta til emb- ættismissis. Lögmenn repúblikana og demókrata hófu umræðuna og nefndarmennirnir fengu síðan að tala í 10 mínútur hver. Abbe Lowell, lögmaður demókrata, sýndi í íyrsta sinn myndbandsupptöku af vitnis- burði Clintons í máli Paulu Jones, sem sakar forsetann um kynferð- islega áreitni. Clinton sást þar sitja þögull og rólegur meðan lög- fræðingur hans, Bob Bennett, og lögmenn Jones deildu í hartnær 15 mínútur um skil- greininguna á „kyn- ferðislegu sambandi". Repúblikanar nefndinni hafa lagt til að höfðað verði mál á hendur Clinton, byggt á fjórum ákæruatrið- um. Tvö þeirra varða meinsæri, en hin mis- beitingu valds og tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Akæruskjölin voru birt áður en verjandi forsetans, Charles Ruff, lauk tveggja daga málflutningi sín- um fyi'ir nefndinni. Talið er nánast öruggt að dóms- málanefndin samþykki að minnsta kosti eitt ákæruatriðið síðar í vik- unni og að nefndarmennirnir greiði atkvæði eftir flokkslínum. Máls- höfðunartillaga nefndarinnar verð- ur síðan borin undir atkvæði í full- Upptaka af vitnis- burði forsetans sýnd í fyrsta sinn trúadeildinni í næstu viku og talið er að sú atkvæðagreiðsla verði mjög tvísýn. Samþykki fulltrúadeildin tillög- una verður það aðeins í annað sinn í sögu Bandaríkjanna sem höfðað er mál á hendur forseta til emb- ættismissis. Óvissa í fulltnia- deildinni Þótt dómsmála- nefndin sé klofin eftir flokkslínum er staðan önnur í fulltrúadeild- inni því að minnsta kosti þrír þingmenn demókrata segjast ætla að greiða atkvæði með tillögu um málshöfðun á hendur forsetanum. Aðstoðarmenn Clint- ons leggja nú mikið kapp á að fá hófsama repúblikana til að greiða atkvæði gegn tillögunni og skírskota til fjölmargra skoðana- kannana sem benda til þess að allt að tveir þriðju Bandaríkjamanna séu andvígir því að forsetinn verði sviptur embættinu. í könnun CNN, USA Today og Gallup, sem birt var í fyrrakvöld, sagði 61% aðspurðra að dómsmálanefndin ætti að hafna málshöfðunartillögunni, en 34% sögðu að þingið ætti að víkja forset- anum frá. í ákæruskjölunum er Clinton sak- aður um að hafa framið meinsæri tvisvar - íyrii' kviðdómi Kenneths Starrs í ágúst og í eiðsvarinni yfii'- lýsingu í janúar í máli Paulu Jones. Forsetinn er ennfremur sagður hafa reynt sjö sinnum að „tefja og hylma yfir“ upplýsingar í máli Paulu Jones. I ákæruskjalinu um meinta misnotkun valds er forset- inn sagður hafa misnotað sérrétt- indi sín sem handhafi fram- kvæmdavaldsins og villt um fyrir stjórninni, aðstoðarmönnum sínum og þjóðinni með röngum og villandi yfirlýsingum. Þá er hann sakaður um að hafa svarað 81 spurningu, sem formaður dómsmálanefndar- innar lagði fyrir hann, með ósönn- um yfirlýsingum. f ákæruskjölunum er því haldið fram að forsetinn hafi með fram- ferði sínu komið óorði á forsetaemb- ættið, grafið undan dómskerfinu og fyrirgert trausti sínu sem þjóðhöfð- ingi. Slíkt framferði réttlæti emb- ættissviptingu og geri Clinton „óhæfan til að gegna virðingaremb- ættum“ í Bandaríkjunum. Demókratar kynntu í fyrradag tillögu um að fulltrúadeildin sam- þykkti vítur á forsetann fyrir „rang- ar yfirlýsingar" fremur en að svipta hann embættinu. Henry Hyde, for- ] maður dómsmálanefndarinnar, sagði að hann myndi heimila að til- lagan yrði borin undir atkvæði í nefndinni. Talsmaður Clintons sagði í gær að forsetinn gæti fallist á tillöguna, en hún gæti orðið til þess að Clinton yrði sóttur til saka fyrir meinsæri eftir að kjörtímabili hans lýkur. Abbe Lowell
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.