Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HJÁLPARSTARF
Söfnunarátak Hjálparstarfs kirkjunnar og RUY fyrir nauðstadda í Mið-Amerrku
Þörfín enn brýn
Morgunblaðið/Ásdís
ANNA Ólafsdóttir, Hjálparstarfi kirkjunnar.
Ekki er enn séð fyrir
endann á afleiðingum
náttúruhamfara í kjöl-
far fellibylsins Mitch
sem skall á löndum
Mið-Ameríku í lok
október. Hjálparstarf
kirkjunnar er með
söfnunarátak í dag í
samvinnu við Ríkisút-
varpið, Rás 2. og
skiptinemar bjóða upp
á dagskrá í Háskólabíói
til styrktar SQS-barna-
þorpum í sömu löndum.
VEGNA mikillar neyðar í lönd-
um Mið-Ameríku sem verst
urðu úti þegar fellibylurinn
Mitch skall á í lok októbennánaðar
síðastliðins verður dagskrá Ríkisút-
varpsins á Rás 2 í dag helguð söfn-
unarátaki frá klukkan 9-19. Átakið
er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar
og RÚV. Fólk getur hringt í síma
5687 123 á Rás 2 og sjálfboðaliðar
taka við framlögum. Hægt er að
biðja um gíróseðil eða borga með
greiðslukorti.
Að sögn Önnu Ölafsdóttur hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar munu
venjulegir dagski’árliðir halda sér,
svo sem morgun- og dægurmálaút-
varp en inn í dagskrána verður skot-
ið fréttum af ástandinu og upplýs-
ingum um viðkomandi lönd. Þá verða
viðtöl við fólk statt í Hondúras og
Níkaragva og fólk sem þekkir til.
Veðurfræðingur mun útskýra fyrir-
bærið „fellibyl“. Auk þess verður
leikin suður-amerísk tónlist.
Fjölbreytt dagskrá og nýjustu
fréttir af ástandinu
Meðal annarra verður rætt við
blaðamann sem staddur er í
Hondúras og starfar hjá samtökun-
um sem leiða kirkjulega hjálpar-
starfið. Þessi samtök heita CCD og
eru kristileg samtök sem starfa að
þróunarmálum, að sögn Önnu.
„Styrkurinn við þetta kirkjulega
hjálparstarf er einmitt sá að CCD-
samtökin eiga rætur í því samfélagi
sem þau eiga að hjálpa. CCD hefur
starfað í Mið-Ameríku í mörg ár og
hafa áður komið að álíka neyðarað-
stæðum, t.d. eftir fellibylji og mikla
þurrka af völdum E1 Ninjo.“
Anna segir samtökin því þekkja
vel til í löndunum og viti um þá
möguleika sem fyrir hendi eru. Þeim
sé kunnugt um bestu flutningaleiðir
og hvar hægt sé að nálgast gögn.
„Starfsmenn CCD þekkja þar að
auki fólkið, hugsunai’hátt þess og
menningu en það skipth' ekki litlu
máli. Það er því mikill styrkur í því
að hafa þetta svona. Auk þess hafa
samtökin unnið með hinu opinbera
við það að meta aðstæður en það er
stór liður í því að hægt sé að dreifa
öllum þeim hjálpargögnum sem
þeim hafa borist á skilvirkan og
skjótan hátt.“
Hjálparstarfið mun koma fénu sem
safnast, í hendur alþjóðlegu neyðar-
hjálpai' kirkna eða ÁCT sem síðan
kemur þvi áleiðis. „Við erum aðilar að
ACT og CCD-samtökin sem leiða
hjálparstarfið í Níkaragva eru það
líka. Einn viðmælenda okkar mun
skýra frá því í útsendingunni hvernig
samtökin starfa og hvemig þessu fé
frá íslendingum verður varið.“
Að sögn Önnu verður rætt við Að-
alheiði Héðinsdóttur eiganda
Kaffitárs. Hjá fyrirtækinu er hægt
að kaupa sérmerkt kaffi frá Ník-
aragva en ágóðinn af sölu þess renn-
ur til hjálparstarfsins. „Við vildum
líka vekja athygli á tengslum okkar
við þessi lönd en þaðan fáum við t.d.
gæðakaffi."
Anna vildi koma því á framfæri að
söfnunin núna sé sérstakt átak. „Um
þessar mundir erum við náttúrlega í
okkar hefðbundnu jólasöfnun. Við
höfum þegar sent eina og hálfa millj-
ón til hjálparstarfsins í Mið-Ameríku
og það var gert strax eftir að ham-
farirnar dundu yfir. Þessi sérstaka
söfnun er vegna þess hvað neyðin er
mikil núna.“
Jákvæð þróun en margt ógert
Þær fréttir berast nú frá Hondúras
að búið sé að gera bráðabirgðavið-
gerðii' á 90% af þeim brúm sem
skemmdust. „Þetta eru ákaflega já-
UNG stúlka lítur yfir eyðilegginguna í borginni La Colonia í Honduras.
Reuters
bai-naþorp eru frjáls félagasamtök
sem lúta hvorki stjórnmálum né
trúarbrögðum en eru aðilar að Sa-
meinuðu þjóðunum. Samtökin voru
stofnuð árið 1949 í Austurríki með
það fyrir augum að byggja upp
barnaþorp fyrir munaðarlaus og yf-
irgefin börn.
Ulla Magnusson, formaður SOS-
barnaþorpa á Islandi, segir starfið
hafa þróast mikið á undanförnum
ár. „Nú er rekið 361 barnaþorp á
vegum SOS-barnaþorpa víða um
lönd. Fyrir utan þetta reka sam-
tökin líka 478 leikskóla og 133
grunnskóla fyrir okkar börn og
önnur. Það eru líka 62 hjúkrunar-
miðstöðvar í ýmsum löndum sem
fleiri en börnin í þorpunum njóta
góðs af. En samtökin starfa í 128
löndum."
Sérstakur neyðarsjóður
Neyðarsjóðurinn var settur á fót
fyi'ir nokkrum árum til að bregðast
við þegar neyðarástand skapast í
þorpunum. „Þegar hörmungar ríða
yfii' leita margir í þorpin því þau
eru oft einu staðirnir sem rafmagn
og vatn er að fá. Þetta gildir t.d. í
Mið-Ameríku núna en þá eru þorp-
in okkar opnuð fyrir aðra.“
Ulla segir að ekkert barnanna í
þorpunum í Mið-Ameríku hafi
farist en þau hafi þurft að flytjast
burt sumstaðar þótt þorpin hafi
sloppið nokkuð vel. „Samfélagið
þai'na er bókstaflega í rúst og mikl-
ir erfiðleikar framundan. Eftir
sovna hörmungar verða enn fleiri
börn munaðarlaus og þurfa að
komast í öruggt þorp.“
í Háskólabíói á morgun mun
SOS-barnaþorp kynna starfsemi
sína og þeim sem hafa áhuga gefst
kostur á að styrkja samtökin, t.d.
með því að gerast „styrktarfor-
eldri“. í því felst að borga
ákveðna upphæð, t.d. 1.400 krón-
ur, með ákveðnu barni og styrkt-
arforeldrum gefst síðan kostur á
að fylgjast með framvindu og lífi
barnsins án þess að taka á sig
neinar skyldur framyfir mánaðar-
legar greiðslur.
Netslóð SOS-bamaþorpa á ís-
landi er www.centrum.is/sos.
Skiptinemar
bregðast við
Á MORGUN verður haldin dag-
skrá í Háskólabíói kl. 15-18 til
styrktai’ bágstöddum börnum í
Hondúras. Fram koma hljómsveit-
imar Jagúar, Unun, Magga Stina
og Hringir og Súkkat.
Radíusbræður og
Hallgrímur Helgason
fara með gamanmál
en Eva María Jóns-
dóttir kynnir dag-
skrána. Aðgangur
kostar 1.200 krónur
og rennur allur ágóði í
neyðarsjóð á vegum
Sameinuðu þjóðanna
til styrktar SOS-
barnaþorpum en sam-
tökin verða á staðnum
til að kynna sig.
Þeir sem standa
fyrir þessu átaki era
fyrrverandi
skiptinemar sem
dvöldu í Hondúras á árunum
1989-91. Einn formælenda hóps-
ins, Sif Karlsdóttir, segir hópinn
hafa verið sleginn við fregnir af
náttúruhamförunum og hafa verið
einhuga um að bregðast með ein-
hverjum hætti við. „Við urðum öll
slegin að heyra af hörmungunum
og vorum öll á því að reyna að
gera eitthvað. Þessi dagskrá á
laugardaginn er sú hugmynd sem
við duttum niður á. Við eram um
fimm sem höfum staðið mest í
þessu en fjölmargir aðrir hafa
komið að þessu og hjálpað til.
Hondúras-búar búsettir hér á Is-
landi hafa t.d. lagt okkur lið. Og
listamennirnir sem leggja fram
vinnu sína eiga þakkir skildar."
Sif segir að lögð sé áhersla á að
hafa dagskrána skemmtilega en að
auki verði komið á framfæri fróð-
leik um land og þjóð. „Við eigum
t.d. von á því að fram komi
Hondúrasbúi og segi
okkur frá landinu sínu
en aðalatriðið er að
fólk komi þama sam-
an og eigi góða stund
saman."
Sif dvaldi sem
skiptinemi í Hondúras,
í borginni La Ceipa við
Karíbahaf. Hún segir
ástandið þar ekki
nærri eins slæmt og
t.d. í höfuðborginni
Tegucigalpa og víðar.
„Hverfið sem ég bjó í
slapp nánast alveg
óskemmt. Fólkið sem
ég bjó hjá slapp alveg
og mér skilst að eng-
inn sem ég þekki hafi orðið fyrir
skaða. En þau okkar sem voru í höf-
uðborginni hafa ekki enn náð sam-
bandi við sitt fólk. Þar og víðs vegar
um landið varð fólk illa úti. Sérstak-
lega fátækt fólk sem bjó illa en léleg
hús standast ekki svona ofsaveður. I
La Ceipa eru reyndar tvær ár sín
hvoram megin í borginni og brýmar
á þeim fóra báðar og vegir í ná-
grenninu, en mér skilst að búið sé
að gera við helstu samgönguæðar til
bráðabirgða.“
SOS-bamaþorp
Ágóðinn af dagskránni í Há-
skólabíói rennur allur til SOS-
barnaþorpa í Mið-Ameríku í gegn-
um neyðarsjóð í Vínarborg. SOS-
Sif Karlsdóttir