Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
HJALPARSTARF
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 27
Reuters
BORN við ömurlegar aðstæður í bænum Flores de Oriente í Hondúras.
kvæðai' fréttir en maður verður að
hafa í huga að um er að ræða bráða-
birgðaviðgerðir, framtíðarlausnir eru
ekki enn í sjónmáli. Samt sem áður
hafa aðstæður til hjálparstarfa breyst
mjög mikið með því að vegasamband-
ið er orðið betra. Nú eru líka hafnir
opnar og ekki bara flugsamgöngur.
Því miður er ekkert lát á rigning-
um. I Norður-Hondúras hefur rignt
mjög mikið og það eru ennþá að falla
aurskriður. Fólk er orðið óþolinmótt
að komast heim aftur til að huga að
uppbyggingu. En það er ennþá mjög
hættulegt og skörð eru uppi í fjöllum
þar sem áður voru þorp en ekkert er
eftir. Enn eru að koma lík upp úr
aurnum og dýrahræ sem valda
hættulegri mengun í vatni.“
Sniitsjúkdómar
Að sögn Önnu herjar niðurgangur
á fólk og alls konar bakteríusýkingar
sem geta valdið sjúkdómum svo sem
nýmasjúkdómum og heilahimnu-
bólgu. Hættan á smiti eykst stöðugt
en hátt rakastig er stór þáttur í því
að sjúkdómarnir berast og ástæða
fyrir því að fólk nær ekki heilsu.
Kóleru- og malaríutilfelli hafa einnig
aukist til muna. „í sumum löndunum
voru skráð kólena- og malaríutilfelli
áður en þetta dundi yfir. Hins vegar
hefur þessum tilfellum fjölgað mjög
eftir fellibylinn," segir Anna.
Samkvæmt tölum frá 8. desember
voi-u skráð í Gvatemala 49 tilfelli af
kóleru á viku fyrir fellibylinn en 485 í
lok nóvember. í Níkaragva voru
sambærilegar tölur 16 fyrir fellibyl-
inn og 95 eftir. I Hondúras voru eng-
in skráð tilfelli fyrir fellibylinn en
eru núna 18 á viku. Að sögn Önnu
hefur verið haft eftir bandarískum
lækni sem starfar í Hondúras að það
séu engar langtímalausnir á heilsu-
vandanum í sjónmáli og að nú sé að-
eins verið að setja plástur á hann.
Söfnunarpeningum vel varið
Anna vekur athygli á því að CCD-
samtökin leggja áherslu á að fá pen-
inga frekar en hjálpargögn. „Það
hafa borist hjálpargögn viðs vegar
að en þau liggja enn í gámum enda
fer heilmikill tími í flokkun. Nú er
vegakerfið að komast í lag og því
munu menn eiga auðveldara með að
útvega sér þá vöru sem þeir þurfa.
Peningunum sem safnast er m.a.
varið til að kaupa neyðarskýli og
tjöld, til að byggja upp vegi og sam-
gönguleiðir, kaupa lyf, matföng og
hreinlætisvörur og til að byggja upp
landbúnaðinn. Nú er t.d. flogið með
hreint vatn á milli staða. Til allrar
hamingju hefur uppskera sem notuð
er til matar innanlands ekki
skemmst eins mikið og sú sem ætluð
er til útflutnings. Það er því hægt að
fá matvæli í Hondúras, það er ekki
vandamál. Bananauppskeran er öll
farin og það koma því ekki inn nein-
ar tekjur af útflutningi. Þá er búið að
frysta laun og verð á tilteknum mat-
vælum í ákveðinn tíma. í stað þess
að deila út peningum láta CCD-sam-
tökin fólki í'té mat til að styðja það
til þess að vinna sjálft að uppbygg-
ingunni þar sem það er hægt.“
Vandinn enn gífurlegur
Anna vildi leggja áherslu á að
hörmungarnar væru engan veginn
yfirstaðnar. „Þetta er hvergi nærri
búið. Það koma stöðugt upp ný
vandamál. Það eru t.d. fjölmargir
staðir sem eru enn alveg einangraðir
og þangað hefur engin hjálp borist.
Kristilegu samtökin hafa einmitt
verið að reyna að komast að slíkum
stöðum en það er ákaflega erfitt.
Dæmi eru um það að læknar og
fylgdarlið fari á „kanóum“ til að
komast að afskekktum stöðum."
I Hondúras hefur verið stofnað
ráðuneyti uppbyggingar. Anna seg-
ir að þeir þrír sem settir hafa verið
yfir það séu annálaðir fyi'ir heiðar-
leika. „Það hefur verið minna um
spillingu en menn áttu von á og það
er talið vera vegna þess að borgar-
búar og landsmenn almennt eru
mjög vakandi fyrir því og veita að-
hald. Það hafa ekki komið upp nein
hneykslismál í sambandi við hjálp-
arstarfíð.“
Anna telur brýnt að fólk reyni að
skyggnast á bak við tölurnar sem
berast um mannskaða. „Það er sagt
að svo og svo margra sé saknað. Þá
getur maður ímyndað sér börnin
sem ekki finna foreldra sína. Svona
tölur hreyfa ekki við manni nema
maður reyni að hugsa um hvað ligg-
ur þeim að baki.“
Borðstofan
hjarta heimilisins
Rondo borðstofusett
Falleg dönsk hönnun - glæsilegt mahogny.
Borð með 2 stækkunarplötum og 6 stólar kr. 223.500,
Skenkur kr. 98.420,-. Glerskápur 133.920,-
HÚSGAGNAHÖLUN
Bíldshöfði 20 -112 Rvík - S:510 8000
Allt jfyrir
(i
in
í I CASIO.
• G-SHOCK úr í mikiu úrvali
Verð frá
7.990,- stgr.
Philips útvarpsuekjari
2.990,- stgr.
(/ a r.p d (/ e hj a r a i
Philips útvarpstæki«
4.990,- stgr.
Heyrnartól í miklu úrvali
Verð frá
1.1 90,- stgr.
Supertech rafmagnsvekjari
990,- stgr.
Casio reiknivel 4
FX350
1.870,- stgr.
Ef þú kaupir fyrir 7.000 krónur eða meira, fer nafn þitt í
lukkupott þar sem dregið er í hverri viku um
<
krónur j
z
z
<
2
o
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
100.000
http.//www.ht.is
umboðsmenn um land allt