Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Reuters
Dýrasta samtímalistaverkið
MÁLVERK breska myndlistar-
mannsins Luciens Freuds,
„Nakin fyrirstæta þungt hugsi“
var selt á uppboði hjá Sotheby’s
í vikunni. Fengust um 2,8 millj-
ónir punda fyrir myndina, um
320 milljónir ísl. kr. og er hún
þar með dýrasta samtímalista-
verk sem selt hefur verið í Evr-
ópu.
Bóksala stórmarkaða fyrir jólin
Skaðar ekki millistór-
ar bókabúðir en
hefur drepið litlar
BÓKSALA stórmarkaða á borð við
Hagkaup, Bónus, Nettó og Kaupfé-
lag Arnesinga fyi-ir jólin skaðar
ekki millistórar verslanir sem selja
bækur allan ársins hring. Þetta er
álit formanns Bókabúðakeðjunnar,
samtaka millistórra bókabúða,
Jónasar Gunnlaugssonar í Bóka-
verslun Jónasar Tómassonar á ísa-
fírði.
„I upphafí skaðaði þetta okkur
en við teljum að við höfum náð
varnarsigri í fyrra, stöðvað þessa
þróun, og flest bendir til þess að við
höldum áfram að sækja í okkur
veðrið núna,“ segir Jónas. „Vissu-
lega má segja að seldu þessir aðilar
ekki bækur fyrir jólin værum við
með meiri sölu, þeir skaða okkur
þannig, en þeir eru ekki að taka af
okkur sölu lengur. Það hefur snúist
við.“
Jónas fullyrðir aftur á móti að
smæiri bókaverslunum hafi fækkað
af þessum sökum. „A sama tíma og
Hagkaup, Bónus og Mál og menn-
ing tala um aukna bóksölu hjá sér
staðfesta bókaútgefendur að sala
hafí heilt yfir dregist saman á síð-
asta ári um 12-15%. Söluaukningin
hjá þessum aðilum hlýtur að stafa
af því að bókaverslunum hefur
fækkað eftir að stórmarkaðirnir
fóru að selja bækur - þeir hafa
drepið minni bókabúðir, bæði í
Reykjavík og úti á landi. Þegar
rjóminn er fleyttur með þessum
hætti í desember eiga menn erfið-
ara með að standast samkeppnina
eftir því sem einingin, verslunin, er
minni og leggja því upp laupana.
Niðurstaðan er því sú að bókaunn-
endur fá verri þjónustu en áður og
sölunni er ennfrekar beint inn á
jólatímann."
Bókabúðakeðjunni var komið á
fót á liðnu ári en í samtökunum eru
átta verslanir á ísafirði, Akureyri,
Húsavík, Akranesi, í Keflavík,
Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Að
sögn Jónasar eru þessar verslanir
með um 20% af bókamarkaðnum
yfir árið.
Jónas segir verslanimar í keðj-
unni vera í bóksölu til að lifa af
henni og veita þjónustu árið um
kring. „Við getum fyrir vikið engan
veginn gert eins og til dæmis Bón-
us, selt bækur á kostnaðarverði eða
jafnvel undir því. Enda veita þeir
enga þjónustu. Samt sem áður er-
um við með tilboð, bjóðum nálægt
hundrað titlum með 10-30% af-
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
JONAS Gunnlaugsson formað-
ur Bókabúðakeðjunnar.
slætti, og þau tilboð standa fram yf-
ir jól,“ segir Jónas en sömu tilboð
eru í gildi í öllum búðunum átta.
„Við erum alveg samstiga í þessu -
sömu tilboð, sömu titlar og sami
tími.“
Leið ábyrgra
bókaverslana
Jónas veitir því athygli að Mál og
menning býður upp á svipuð tilboð
fyrir þessi jól. „Við notuðum þessa
aðferð í fyrra og hún gafst mjög
vel. Þá nam minnkun í bóksölu
12-15%, eins og ég gat um áðan, en
við héldum eigi að síður okkar hlut.
Það kemur ekki á óvart að Mál og
menning hafi tekið þessa aðferð
upp því þetta er, að mínu mati, sú
leið sem ábyrgar bókaverslanir
velja. Hitt eru ekki bókaverslanii- í
orðsins fyllstu merkingu. Þá á ég
SJÖFN Har opnar sýningu í List-
húsinu í Laugardal á morgun, laug-
ardag, kl. 17. Yfirskrift sýningar-
innar er Lítil mynd og verður í aðal-
sal miðrýmis og vinnustofu lista-
mannsins.
Sjöfn stundaði nám í Konunglegu
dönsku listaakademíunni í Kaup-
mannahöfn og Myndlista- og hand-
við Hagkaup, Bónus og aðrar versl-
anir af þeim toga.“
Jónas segir að til séu hópar fólks
sem stöðugt eru að „eltast við til-
boð“ - til þeirra höfði stórmarkað-
irnir. Bókaunnendur fari aftur á
móti í bókabúðir til að kaupa bæk-
ur. „Það fer enginn bókaunnandi í
kjörbúð til að kaupa sér bækur, þar
sem hann þarf að leita að einhverj-
um fimmtíu til hundrað titlum inn-
an um hveiti og kartöílur."
Að sögn Jónasar eru bókaskipti
mikilvægur liður í þjónustu bóka-
verslana, ekki síst eftir jólin. „Eitt
af því sem gerir bókina jafn vinsæla
jólagjöf og raun ber vitni er hversu
auðvelt er að skipta henni í bóka-
búð fyrir aðra bók eða einhverja
aðra vöru. Þetta er þjónusta sem
stórmarkaðirnir veita sínum við-
skiptavinum ekki.“
Jónasi þykja athyglisverð um-
mæli Guðmundar Marteinssonar,
framkvæmdastjóra Bónuss, í Morg-
unblaðinu síðastliðinn þriðjudag,
þess efnis að hæpið sé að gera ráð
fyrir metsölu bóka í ár, vegna þess
að minna sé um spennandi titla nú
en í fyrra. „Þetta er, að mínu áliti,
út í hött og sýnir að þarna er engin
fagmennska á ferðinni. Það er fullt
af fínum bókum í ár og okkar til-
finning er sú, eftir þessa fyrstu
daga, að bóksala verði góð fyrir
þessi jól. Bókin er í sókn. Undanfar-
in ár hefur hún átt í vök að verjast,
sérstaklega í samkeppni við geisla-
plötur og myndbandsspólur á gjafa-
markaði, en nú finnum við fyrir því
að hún er að rétta sinn hlut, ekki
síst gagnvart myndbandsspólunni.
Fólk er aftur farið að kaupa bækur
fyrir börnin sín í stað myndbands-
spólu, eins og það hefur verið að
gera í tvö til þrjú ár. Það er því eng-
in ástæða til svartsýni."
íðaskóla íslands. Hún hefur haldið
margar einkasýningar og verk eftir
hana má fínna víða um heim.
Á opnuninni mun gítartríóið Git-
ar Islancio leika fyrir gesti.
Sýningn er opin virka daga kl.
12-19, laugardaga kl. 11-19 og
sunnudaga kl. 14-19. Sýningunni
lýkur 22. desember.
Sjöfn Har sýnir í
Listhúsinu í Laugardal
GUesilegar jólagjafir
Jólasölusýning í Perlunni til 22. des. Heimsækið
sýningarbás okkar, einnig verslunina að Laufásvegi 11
Opnunartími kl. 13.00 - 22.00
alla daga - 30% - 50% afsláttur.
COLONY
Laufásvegi 17
Sími 893 8100
og 562 4513