Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 37

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 37 EYJA SKÁLD BÆKUR Ljóð VEGURINN BLÁI eftir George Mackay Brown. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði. Dimma. Prentun: Grafík. Reykjavfk, 1998. SUMIR álíta að rithöfundur verði að eiga heima í borg, helst í höfuðborg - undir veggjum fjöl- miðla! Ella rati verk hans aldrei alla leið til lesenda. George Mackay Brown af- sannar þá kenningu. Með mörgum öðrum að sjálfsögðu. Hann er útkjálkamaður sem mest má verða; lifði og orti á eyju, fjarri menntasetrum heims- borganna. Hann fædd- ist sem sé og ólst upp á Orkneyjum. Og ól þar aldur sinn fyrir lífstíð að undanteknum námsárum í Skotlandi. Og átthagarnir voru sömuleiðis uppspretta ljóða hans. Hann var þannig sannkallað Orkneyjaskáld. Eigi að síður heppn- aðist ljóðum hans að brjóta sér leið allar götur til þeirra sem tróna hæst á haugi menningarinnar og út- deila því sem kallað er því tilgerðarlega nafni - viðurkenning. Og þá viðurkenning átti skáldið margfaldlega skilið. Ljóð hans búa yfir hinu tæra, ósvikna, sjálfri upp- sprettu skáldskapar- ins. Hafaldan, himinn- inn, eyjarnar og fólkið sem lifír í og með náttúrunni - það er grunntemað í ljóðlist George Mackay Brown, samanber: Handan við söguna þjappar þjóðtrúin saman jörðuðum, brotnum blómavösum og súlum. I sama ljóði - Handan við Háey heitir það - talar skáldið um helli einsetumannsins. Þau orð er auð- velt að yfírfæra til víðtækari merk- ingar. Skáldið er alltaf einsetumað- ur, hvort heldur það á heima í borg eða á ey. I borginni er prentað, selt, »viðurkennt«, verðlaunað. Allt er það í raun óviðkomandi ljóðlist- inni. Hún verður ekki til á strætum og torgum, langt því frá. Þvert á móti verður hún til í helli einsetu- mannsins, eða með öðrum orðum í hugarheimi skáldsins. Þýðandinn, Aðslsteinn Asberg Sigurðsson, sem kynnir skáldið í ágætum eftirmála, mun hafa valið ljóð þessi til þýðingar fyrir þá sök, meðal annars, að þau skarast við íslenska menningararfleifð. Til að mynda sækir George Mackay Brown margt hvað til Orkneyinga sögu. Og hann fyrir- verður sig ekkert fyrir að nefna Island. En hann stendur einnig föstum fótum í sinni orkneysku sam- tíð. Sem dæmi þess má nefna ljóðið Vegir sem lýsir í senn á raunsæjan og afstæð- an hátt daglega lífinu eins og því er lifað við fábrotin skilyrði í af- skekktu byggðarlagi: Vegurinn að læknum er skjólur, skraf, skítugur þvottur. Vegurinn til strandar er salt og tjara. Við köllum slóðann að mó- kögglunum tumfálkaveginn. Veguiúnn til kirkjunnar er vegur þagnarinnar. Fætur plógmannanna hafa troðið veg að lampanum og tunnunni. Og vegurinn frá versluninni er brauð, sykur, steinolía, dagblöð, slúður. Flækingar og smalar hafa alla ávala hæðina að vegi. George Mackay Brown lifði og hrærðist í umhverfi þar sem tím- inn líður hægt og tóm gefst til að svipast um, íhuga og umfram allt - halda samhengi við fortíðina. »Einkennandi fyrir nær allt höf- undaverkið er mannlífið á Orkn- eyjum, hafíð sjósóknin, kotbúskap- urinn, frumbyggjarnir og víkinga- tíminn,« segir þýðandinn í ritgerð sinni um skáldið. Allt er það satt og rétt. Ljóð George Mackay Brown eru ef til vill dálítið seintek- in. Undirtónn þeirra er þungur eins og niður undiröldunnar á N oi'ður-Atlantshafi. Erlendur Jónsson George Mackay Brown Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson LISTIR Fyrsta fullþróaða hugmyndin FRÁ afar eftirminni- Legu sumri í lífi ungs myndlistarmanns seg- ir í Parísarhjóli, fyrstu skáldsögu Sig- urðar Pálssonar, sem betur er þekktur fyrir Ijóða- og leikritagerð. Sagan gerist að iniklu leyti í heimsborginni París, enda hefur höf- undur „grimmilega þekkingu á aðstæðum þar“, eins og hann segir sjálfur. Sigurður hefur skrifað feiknin öll í gegnum árin en segir hugmyndina að þess- ari bók hafa yelkst með sér í tvö til þrjú ár. „Ég hef verið að vinna með ýmiskonar prósa í uppundir tíu ár og er það efni af margvís- legum toga. Á einhverri þeirra þurfti svo að byrja og þetta er einfaldlega fyrsta fullþróaða hugmyndin," segir Sigurður. „Það er feikileg vinna að skrifa bók, en jafnframt ákaflega ánægjuleg reynsla. Margt í skáldsögunni er svo skemmtilega ólíkt ljóðagerðinni, t.d. sá mun- aður að geta sagt ég án þess að það sé endilega ég, þ.e. að nota fyrstu persónu í skrifum sínum - hið huglæga sjónarhorn. Sjónar- hornið er mikið lykilorð í prósa- skáldskap og eitt af því sem skiptir miklu máli í þessari bók.“ Sigurður segist hugfanginn af nútímanum í skáldskap, því sem eigi sér stað á líðandi stundu og hann fikri sig áfram á þeirri leið í bók- inni. „Jafnframt styðst ég við upprilj- anir söguhetjunnar þar sem hún er stödd á Islandi og lítur yfir sviðið. En þekking mín á frönsku um- hverfi nýtist vel, alla- vega í þetta skiptið." Ef skipta má skáldskap upp í nokkur hólf og greina Ijóðagerð í eitt slíkt, leikritun í annað og svo koll af kolli, telur Sigurður þá að eitt lokist þá annað opnastl „Nei, ekki endilega. Ég er að minnsta kosti ekki tilbúinn að loka neinu þeirra og þau eru fyr- ir vikið öll galopin hjá mér og lokast vonandi aldrei. Þó skal aldrei fullyrt um það, en ég hef skrifað lengi - ekki síst ljóð - og sé ekki fyrir mér breytingar í þeim efnum þótt fleiri bætist við.“ Bókin er í sókn, segja sumir, og fæst nú við hlið hangiketsins í kjörbúðunum. Sigurður samsinn- ir þessu. „Ég held að bókmenntir séu nú mjög í sókn í heiminum," segir hann. „Hvers kyns hlutir aðrir, þar á meðal kvikmyndir og sjónvarp, eru komnir í þvílík öngstræti að þeir eru við það að springa hátt í loft upp. Framboð hinnar svokölluðu afþreyingar er orðið svo gífurlegt að leitin að hinni einu sönnu upplifun snýst upp í martröð. Þess vegna er fólk aftur að snúa til bókmenntanna eftir hugarró og fróun - andlegri upplifun og næringu. Móttöku- skilyrðin, þ.e. bóklesturinn, eru næstum því alltaf hagstæð og nautnin sem fylgir lestri góðrar bókar er svo sérkennileg, hana er nánast vonlaust að útskýra, en víst er að slíka fullnægju fær maður ekki annars staðar. Ég get nefnt sem dæmi, að í siðustu viku vorum við fimm saman á Austurlandi að kynna nýútkomin verk okkar. Við gistum á hóteli á Vopnafirði og þar voru 70 sjón- varpsstöðvar í boði. Afgreiðslu- maðurinn sagði afsakandi röddu að þær væru nú venjulega níutíu! Þegar magnið og framboðið er orðið þvílíkt verður allt að því frústrerandi að velja og hafna, tíminn fer allur í að fiakka á milli. Fjarstýringin verður aðal- málið og maður hættir að geta notið,“ segir Sigurður Pálsson. Herbergið er undir súð að hálfu leyti og þar er rúmið en á ská- halla þaksins er gluggi. í hinum helmingi herbegisins er nokkurn veginn venjuleg lofthæð og fransk- ur gluggi með handriði úr smíða- járni úti fyrir. Veggfóður með ljós- leitu blómamynstri í fölbláum og ljósgulum litum. Rúmið er fyrii' endanum á súðarhlutanum og þar er hægt að horfa upp í himininn þegar maður liggur út af. Glugginn rammar hann inn. tír Parísarhjólinu Sigurður Pálsson BÆKUR Itarnabók PÉSI OG VERNDARENGLARNIR Höfundur: Hallfríður Ingimundar- dóttir. Myndir: Maribel Gonzalez Siguijóns. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning. 1998. - 63 síður. ÞAÐ eru ekki aðeins fíðurfé og nagdýr sem við lokum inni í búrum, heldur eykst það mjög, að við lokum börnin okkar þar inni líka. Sú var tíð, að kennari hafði rétt til að fylgja orðum sínum eftir til að aga óþekktarorm, setja honum reglur; stilla honum í skammarkrók; vísa á dyr, jafnvel senda heim og meina skólaveru næstu dægrin. Nú er öld önn- ur, nú má engan aga, nú skal barn leiða barn á leikvelli lífsins, og vei þeim kennara sem ætl- ar sér að hindra skussa í að tefja nám jafnaldra sinna. Nei, nú er allt frjálst, lestrarhesturinn og skussinn skulu sitja hlið við hlið, og jafnréttiskjaftæðið neitar að munur Agirðu, kæri eg! sé á pjökkum gerður. Við þessa rimla eru festir aðrir. Allt skal við bók miðað, aðrar gáfur til fáiTa punkta metnar, ef þá nokkurra. Um skóla- hlöð arka vansælir nemar, og nái þeir sér ekki í lið, til þess að mynda „klíku“ er snúið getur upp á hendur hinna minnimáttar, þá eru þeir sjálfir barðir, eineltið hafíð, plástra- liðið, nei, eg meina fé- lagsráðgjafarnir kallað- ir út. Um einelti fjallar þessi bók, Pésa litla sem ekki fellur inn í jafnaldi-ahópinn. Hann er hæddur, „gaddavír“ dreginn um sál hans dag eftir dag. Kennar- inn Sæunn reynir allt hvað hún getur til þess að þerra tár, sefa sviðann. Skólinn efnir, meira að segja, til Vinaverk- efnis. Allt kemur fyrir ekki. Bekkur- inn hans er agalaus, svo samúðar- bros hinna eldri stoða lítt. Það er helzt að afí, nafni, kunni ráð til að sefa öldur brjóstsins. Hann leyfír snáða að bjástra með höndum í smiðju, meðan þeir glíma saman við gátuhnúta sem lífið hefír rétt drengnum. Svo er það, að svefngenglamir Stynnii', Jói, Gummi og Stebbi halda í víking, sitja eins og urðarkettir fyrir bráð sinni, Pésa. Foringinn hafði valið til þess garð afans, og meðan þeir bíða Pésa litla, hyggjast þeir skemmta sér við að ergja karlskömmina. Ekki gengur allt eftir langan. Þeii- lenda í smiðju afa, þar er hann krankur, en talai' til þeiira á þann hátt, að strák- amir breytast úr kjánaruddum í vemdarengla Pésa, ekki aðeins hans, heldur réttlætisins. Meðan hinn aldni þylui- þeim speki sína, leiðir til að láta af bamaskapinn, deyr karl. Þetta er vel meint saga, líka vel sögð, yljuð kærleika til barna. Eg sé á baksíðu bókai', að Samtök móður- málskennara veittu sögunni viður- kenningu, það ætti að vera gæðamat gott, blaðadómi til styrktar. En svona mér til fróðleiks, hvað þýðir orðið spassi? Skelfing er maður að verða gamall. Myndir mjög góðai', frábær kápa. Prentverk allt Odda líkt, vandað, í engu til sparað. Utgáfan á þökk fyrir að rétta þessa bók fram. Sig. Haukur Hallfríður Ingimundardóttir Utþensla alheimsins BÆKUR JVáttúrufræðirit ÁR VAR ALDA eftir Steven Weinberg. Guðmundur Arnlaugsson þýddi, Einar H. Guð- mundsson ritar inngang og Torfi Sig- urðsson annaðist útgáfu. Ritstjóri er Vilhjálmur Árnason. 383 bls. Útgef- andi er Hið íslenzka bókmenntafélag. Verð kr. 2.990. HVER er hin vísindalega heims- mynd nútímans? Skiptir hún okkur einhverju máli? Þessum spurning- um og öðrum álíka er vandsvarað, en hinu verður ekki í móti mælt, að það er líflaus maður, sem leiðir aldrei hugann að slíku. Sönnu nær er, að þeir séu æði margir, sem velti fyrir sér ýmsum áleitnum spurning- um um frumbernsku alheims og hvað sé framundan, ekki sízt ungt fólk. Mikið hefur verið skrifað um þessi fræði og ýmsum kenningum á loft haldið. Ovissa ríkir um mörg atriði og því er rúm fyrir ótal get- gátur. En hver sem kynnir sér und- irstöðu fræðanna og kenningar, sem settar hafa verið fram af hin- um færustu mönnum, getur vart annað en heillast af þeirri vísinda- legu heimsmynd, sem við blasir á grundvelli staðallíkans öreinda- fræðinnar og svo nefndrar mikla- hvellskenningar. Nú kann einhver að spyrja sig að því, hvort öreindafræði og mikli- hvellur sé eitthvað, sem venjulegur lesandi geti áttað sig á. Því er fljótsvarað. Bókin Ár var alda eða The First Three Minutes eins og hún heitir á frummálinu eftir Steven Weinberg er slíkt afreks- verk um framsetningu og efnistök, að flestallt fólk ætti að geta lesið hana sér til óblandinnar ánægju og fróðleiks. Hér er þróunarsögu al- heimsins lýst á einkar auðskilinn hátt og án þess að íþyngja mönnum með flóknum stærðfræðiformúlum. Höfundurinn er bandarískur og í hópi fremstu vísindamanna; hann hlaut verðlaun Nobels í eðlisfræði ásamt tveimur öðrum 1979. Þá er og fleira, sem kemur til, því að þýð- ing Guðmundar heitins Arnlaugs- sonar er með slíkum ágætum, að tæpast verður betur gert, að ógleymdum mjög greinargóðum inngangi eftir Einar H. Guðmunds- son, sem eykur enn frekar skilning á efninu. í stuttu máli heldur höfundur fram kenningu, sem kom fram um 1930, þess efnis, að alheimurinn hafi tekið að þenjast út á tilteknum tíma fyrir óralöngu við geipilegan þétt- leika og ofurháan þrýsting eða miklahvell. Hin síðari ár hefur sí- fellt fleiri stoðum verið rennt undir þessa kenningu, einkum með mæl- ingum á örbylgjuklið, en hann er veik geislun rafsegulbylgna, sem stafar af því ljósi, sem losnaði frá efninu, þegar fyi'stu atómin mynd- uðust. Ljósið geislaði þó ekki um al- heiminn fyrr en um milljón árum eftir miklahvell, þegai' hann var að verða gagnsær. Höfundi tekst svo firnavel að skýra flókna hluti að það, sem mönnum hefur kannski alltaf verið hulið eða er löngu fallið í gleymsku, fær nýjan hljóm, svo sem það, hvernig öld efnisins tók við af öld geislunar. Slíkt er ekki á færi allra, og handa þeim, sem vilja sökkva sér enn dýpra niður í efnið, fylgir sérstakur reiknikafli um stærðfræðina, sem liggur að baki. Ritið kom fyi-st út fyrir um 20 ár- um og naut strax mikilla vinsælda. Það var því ekki seinna vænna að þýða ritið á íslenzku, því að það er tímamótaverk á sviði almennings- fræðslu um öreinda- og heimsfræði. Sjálfsagt hefur verið talið, að önd- vegisrit bókmennta séu til í vönduð- um þýðingum, en tómlætis hefur því miður gætt í garð fræðirita, þó að ekki megi gleyma lærdómsritum Bókmenntafélagsins, sem bók þessi telst til. Hér þarf að verða breyting á. Það væri sómi að því að styrkja á ný af opinberu fé útgáfu alþýðlegra fræðibóka. Að þessu sinni mætti kannski fara þá leið, að mennta- málaráðuneytið færði öllu ungu fólki á öðru ári í framhaldsskólum landsins bók þessa að gjöf og fylgj- ast síðan með því, hvort slíkt skilar sér síðar á lífsleið þess. Ágúst H. Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.