Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GERÐUR HULDA LÁR USDÓTTIR + Gerður Hulda Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1933. Hún lést á gjör- gæsludeild Lands- spítalans 5. desem- ber siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lárus Guðna- son frá Hamarskoti, f. 16. júlí 1895. Hann fórst með vél- bátnum Braga 30. október 1940 og Guðrún Ólafsdóttir frá Strönd í Vest- mannaeyjum, f. 27. október 1906, d. 19. desember 1995. Gerður Hulda átt.i einn bróður Ólaf, bifvélavirkja, f. 22. desem- ber 1930, d. 29. nóvember 1998. Gerður Hulda átti þrjú hálfsyst- kyni, samfeðra, Jónas, f. 27. des- ember 1921, Asdísi, f. 4. júlí 1925 og Magnús, f. 28. febrúar 1927, d. 10. október 1954. Guð- rún Ólafsdóttir giftist aftur 1942 Óla Svavari Hallgrímssyni frá Skálanesi við Seyðisfjörð. f. 31. maí 1912, d. 6 maí 1987. Óli Elsku amma. Ég mun sakna allra góðu stund- anna okkar saman. Þú elskaðir ljóð og því vil ég kveðja þig með ljóði. Og vel ég man, hve mild þú varst og góð. Hve minning þín í hvítum ljóma skín. Og þér ég söng hvern æsku minnar óð, og ef ég söng um blóm og stjömur Ijóð það voru líka kvæði, sem ég kvað til þín. Svo.fórstu burt og bijóst mitt harmur skar. Og borið hef ég síðan óraleið ísárum huga söknuð alls, sem var. Eg svip þinn mundi, hvert sem fót minn bar. Að baki hvers míns harms og gleði mynd þín beið. (Tómas Guðmundsson.) Þinn Stefán Hrafn. Svavar gekk Ólafí og Gerði Huldu í föðurstað. Gerður Hulda gekk að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn, Stefán Jónasson, trésmíða- meistara, sumar- daginn fyrsta 1958. Dætur þeirra eru, 1) Guðrún Stefáns- dóttir, f. 2. febrúar 1959, gift Árna Jónssyni og eiga þau þrjú börn, Gerði Guðrúnu, Jón Örn og Ásdísi Huldu og 2) Gerður Stefáns- dóttir, f. 1. ágúst 1960, og á hún einn son, Stefán Hrafn, með Sigfúsi Jóhannssyni. Áður var Gerður Hulda gift Þorvaldi Karlssyni, sonur þeirra er Lár- us Óli Þorvaldsson, f. 27. apríl 1954, giftur Jónu Sveinsdóttir og eiga þau tvær dætur, Huldu og Guðrúnu. títför Gerðar Huldu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavfk í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kveðja frá vinkonum: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Við vinkonurnar fjórar erum van- ar að koma saman, ásamt fleirum, 4. desember ár hvert. í ár vorum við einungis þrjár hnípnar vinkonur, ein okkar lá þungt haldin á sjúkra- húsi og við vissum að hún barðist fyrir lífí sínu. Hugur okkar var hjá Stefáni og börnunum. Morguninn eftir var öllu lokið, Hulda hafði dáið um nóttina. > + Ástkær eiginkona mín, SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR, lést föstudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Karl Levi Jóhannesson og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, SIGURÐUR Þ. EYJÓLFSSON fyrrv. skólastjóri á Selfossi, Bogahlíð 9, Reykjavík, lést á Landakotsspitala miðvikudaginn 9. desember. Unnur Þorgeirsdóttir. + Systir mín, GUÐRÚN JÓNA JÓNASDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram miðvikudaginn 16. desember kl. 15.00 síðdegis frá Fossvogskapellu. Garðar Jónasson. Minningarnar hrannast upp, margs er að minnast úr lífí fólks, sem hefur ræktað vináttuna frá bernsku. Um hugann fara myndir bernsku og unglingsáranna, frá Reykjavík fímmta og sjötta áratug- arins. Við sjáum fyrir okkur sunnu- dagaskólann, allar skautaferðirnar og jasstónleikana á sunnudögum. Við sjáum unglinginn Huldu, sett- legri en við hinar, sem erum glanna- legar og flissandi í tíma og ótíma. Sumum fannst það kannski skrítið að fjórir ólíkir persónuleikar skyldu ná svo vel saman og vefa vináttu- bönd. Með tímanum urðum við hin- ar settlegar, allar giftumst við og eignuðumst böm. Við héldum áfram að hittast, í afmælum barna okkar og í saumaklúbbnum. Með árunum hefur samverustundunum fækkað, en aldrei hafa afmælin okkar gleymst. Þau voru ætíð vettvangur vináttu okkar, um fortíð og nútíð. Það er óskiijaniegt að hún vin- kona okkar sé farin frá okkur, á besta aldri. Hún verður okkur ógleymanleg, „þar sem hún eitt sinn gekk, en framar ei og virðist þó ný- gengin hjá“. Á þessari stundu hugs- um við til Stefáns sem hefur misst svo mikið, barnanna og barnabarn- anna. Megi hin eilífa hvíld verða henni góð. Guðrún, Margrét og Þóra. Okkur langar til að skrifa nokkur kveðjuorð til Gerðar Huldu Lárus- dóttur. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an á rigningarvonnorgni á Hyrjar- höfða fyrir 12 árum. Þá vorum við bræðurnir að leita að sumarvinnu og höfðum frétt að Hellusteypan Stétt vantaði menn í vinnu. Er við komum upp á skrifstofu hennará vorum við mældir út með hvössu augnaráði, spurðir ýmissa spurn- inga sem við reyndum að svara eftir bestu getu. Það var okkur bræðrun- um mikil ánægja þegar Hulda réð okkur í vinnu hjá sér. Þetta var upphafið að sumarvinnu næstu átta árin og mikilli vináttu öll tólf árin. Ekki vorum við bræður sviknir af samskiptunum við Huldu og fjöl- skyldu enda reyndist Hulda okkur vel í alla staði. Því kom það sem reiðarslag þegar við fréttum að Hulda hefði farið í stóra skurðað- gerð. Enda hafði okkur ekki grunað að hún, sem alltaf var svo hress, væri veik. Ekki var sorgin minni þegar Gerður sagði okkur á laugar- dagsmorguninn að móðir hennar hefði dáið þá um nóttina. Elsku Stefán, Lárus, Gerður og Guðrún, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Þórhallur Ágústsson, Atli Ágústsson. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsund falda og ljós þeirra skin í hjartans hiyggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (Einar Ben.) Nú er jólahátíðin nálgast, sá tími árs þegar fjölskyldur eiga góðar samverustundir, er allt í einu einum kippt út úr hópnum. Það má segja að Hulda Lárusdóttir, eins og svo margar mæður og eiginkonur, hafi verið höfuð vinafjölskyldu minnar. Allt frá því ég man eftir mér hefur Hulda, Stefán, maður hennar, og börnin þeirra verið hluti af lífi mínu. Við bjuggum í sama hverfi þegar ég og systkini mín vorum að alast upp og urðu dætur þeirra, Guðrún og Gerður, góðir vinir okk- ar Alberts bróður míns. Sá vinskap- ur hefur haldist síðan og hefur jafn- an verið gott samband milli okkar vinanna og mæðra okkar. Fastur hluti í jólafríum mínum síðustu ár- in, þegar ég hefi verið að koma að utan, hefur verið heimsókn til þeirra Huldu og Stefáns. Það var alltaf tekið vel á móti mér og gáfu þau sér tíma til þess að ræða við mig um atburði liðins árs. Ég fann fyrir mikilli hlýju og væntumþykju í minn garð og gjafmildi Huldu átti engan sinn líka. Hulda var glæsileg kona og mikil smekkmanneskja og vakti athygli hvar sem hún fór. Hún var lífleg, ákveðin og mjög dugleg. Það sýndi sig best þegar hún var að flytja í haust, þá hlífði hún sér ekki, þrátt fyiár veikindin. Þegar ég sá hana síðast fyrir nokkrum vikum grunaði mig ekki annað en að ég ætti eftir að heimsækja hana og Stefán á nýja heimilinu þeirra. Við systkinin og foreldrar okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til Stefáns, barna hennar, Lárusar, Guðrúnar, Gerðar, og fjölskyldna þeirra. Ólöf Guðrún Sigurðardóttir. Þegar haustverkum lýkur og haustið kveður með sínum fölnuðu laufum tekur alltaf annað við. Und- irbúningur jóla byijar smátt og smátt með hjálp smáfólksins, til- hlökkun er mikil. Þá er hringt og sagt: Laufey, Hulda kvaddi í nótt. Spurningar vakna, ótal spm-ningar, en engin svör, kannski fáum við vís- bendingu seinna í lífinu, en við get- um huggað okkur við það að allt hefur þetta einhvern tilgang. Það er bara svo sárt þegar skarð er hoggið í hópinn. Við horfum til baka og rifj- um upp stundirnar sem við áttum saman, minningarnar eru góðar og hlýjar. Að Hulda sé dáin er ótúlegt, hún var svo hress og kát, þess vegna er þetta svo sárt. Hulda var afar glæsileg kona, hún vakti all- staðar eftirtekt þar sem hún kom, hún var ákveðin í skoðunum, sagði sitt álit, og lét ekki aðra segja sér fyrir verkum. Hún var mjög skipulögð, og hafði þess vegna alltaf tíma fyrir sjálfa sig, maður vissi alveg á hvaða tímum hægt væri að ganga að henni. Hún var ekki sú persóna sem endurtók hlutina aftur og aft- ur, heldur sagði þá á sinn hátt svo maður ósjálfrátt hlustaði og fór eft- ir. Það hefðu ekki allir sagt já svona án þess að hugsa sig um þeg- ar Guðrún dóttir hennar spurði hvort vinkona hennar sem hún kynntist í sveitinni mætti dvelja hjá þeim einn vetur. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að dveljast um veturinn hjá Huldu og Stefáni fyrir tuttugu og tveimur árum og svo seinna eitt sumar. Huldu kynntist ég vel, við töluðum saman um allt milli himins og jarðar og ég fann fljótt að Hulda var sú persóna sem ekki hleypti öilum að sér, hún hafði stórt hjarta og mikið að gefa og veitti manni mikið sjálfs- traust. Síðastliðið sumar komu þau aust- ur til okkar og mikið var nú gaman. Ég var búin að bíða lengi eftir þess- ari stund, við fórum á jökul, upp að Rauðabergi þar sem Stefán hafði dvalist um sumur sem lítill drengur, hann þekkti hverja þúfu og rifjaði upp gömul og skondin atvik. Við fórum í golf sem var þeirra sameig- inlega áhugamál, og mikið var nú hlegið þessa daga. Við töluðum líka um alvarleg mál en ekki óraði mann fyi'ir því að kallið kæmi svona snemma. Við sem knntumst ást, hlýju og glettni Huldu erum ríkari í raun. Hulda fór í hjartaaðgerð í byrjun desember, á meðan henni var haldið sofandi missti hún bróður sinn sem henni þótti afar vænt um og sýnir kannski hve kært var á milli þeirra að svo stutt skyldi verða á milli þeirra systkina að kveðja þennan heim. Við, sem eftir erum, erum harmi slegin en kallinu verðum við alltaf að hlýða. Elsku Stefán, Guðrún, Gerður, Lárus og fjölskyldur, þó að ljósið skíni ekki skært þessa stund- ina mun það skína við minningar um konuna sem þótti svo vænt um ykkur öll. Elsku Hulda, skarð þitt verður seint fyllt, hafðu hjartans þökk fyi'ir ánægjulega og elskulega samfylgd. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðai' viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrh' liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í guðsfriði. Laufey Helgadóttir og fjölskylda. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Goðheimum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 9. desember. B. Andrea Hilmarsdóttir, Hjörtur L. Jóhannsson, Ingvar B. Hilmarsson, Vilborg A. Ragnarsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Kristján Finnbjörnsson, María Kristinsdóttir, systkini og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og bróður, GUNNLAUGS GUÐMUNDAR DANÍELSSONAR, Safamýri 53, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Helga Sigurðssonar, læknis og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans. Óskar Þór Gunnlaugsson, Hákon Hreiðarsson, Valgerður Guðjónsdóttir og systkini hins látna. Lokað eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar GERÐAR HULDU LÁRUSDÓTTUR. Stétt ehf., hellusteypa, Hyrjarhöfða 8.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.