Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 51

Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 51r' + Þórður Níels Egilsson var fæddur 14. septem- ber 1916 á Skarði á Snæfjallaströnd í Isafjarðardjúpi. Hann lést í Sjúkra- húsi Akraness 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Egill Jónsson, f. 6.5. 1887, d. 14. 5. 1958, og Guðrún Ingibjörg Þórðar- dóttir, f. 26.3. 1886, d. 9.4. 1964, sera bjuggu víða við Isa- fjai'ðardjúp, en síðast í Súðavík. Systkini Þórðar voru: Jón, f. 1.8. 1913, d. 19.10. 1990; Guð- rún, f. 11.5. 1920, d. 19.5. 1988; Ingibjörg, f. 9.3. 1919, d. 9.5. sama ár; Bjarni, f. 28. 5. 1924; Ásgrímur, f. 19.5. 1926; Guð- mundur, f. 19.8. 1927; Ingi- björg, f. 27.12. 1929 og Ólafur, f. 21.11. 1931. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum á Skarði og síðar Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd og síðast Arn- ardal við Skutulsfjörð. Hann fór tímabundið til dvalar hjá Sigríði móðursystur sinni og manni hennar, Ki'istjáni Hafliðasyni, Nú þegar kær tengdafaðir minn, Þórður Egilsson, er látinn streyma minningarnar fram í huga mínum og langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Fyrstu kynni mín af honum voru fyrir tæpum 28 árum er hann tók að sér að leggja pípulagnir í húsið sem ég bý í á Seltjarnarnesi. Héldu þau kynni áfram þegar ég og Guðni son- ur hans hófum búskap í þessu sama húsi liðlega tveimur árum síðar. Ég hafði kviðið svolítið fyi-ir hvernig mér yrði nú tekið í nýju hlutverki, þ.e. sem tengdadóttur, en sá kvíði hvarf fljótlega. Mér var tekið mjög hlýlega af litlu fjölskyldunni. Gylfí bróðir Guðna, var þá ógiftur og bjó hjá foreldrum sínum Jónu og Þórði vestar á Nesinu á Barðaströndinni. Fljótlega stækkaði fjöskyldan því á næstu þremur árum bættust í hóp- inn þrjár dætur okkar Guðna. Tíðar ferðir voru á Barðaströndina með telpurnar og undu þær sér vel hjá afa og ömmu. Stundum gistu þær og virtist afi Þórður alltaf gefa sér tíma til að sinna þeim, þrátt fyrir mikla vinnu, en hann var mikill vinnuþjarkur eins og þeim er kunn- ugt, sem til þekkja. Stundum kom hann færandi hendi og hafði þá gjarnan búið til eitthvað sjálfur handa þeim og man ég sérstaklega eftir „vega-saltinu“ sem hann smíð- aði og færði þeim og mikið höfðu þær gaman af að vega salt á því í garðinum heima. Svo voru það dúkkukojur sem hann smíðaði svo þær gátu komið mörgum dúkkum undir sængur sem amma Jóna hafði útbúið. Allt gerði þetta mikla lukku. Þegar þau fluttu aftur upp á Akra- nes, en þar höfðu þau hafið sinn bú- skap og búið í mörg ár, héldu ferð- irnar áfram þó að drægi nú svolítið úr þeim enda komin fleiri barna- börn sem þurftu að komast að og bjuggu á Akranesi með foreldrum sínum, Gylfa og Mörtu. Eftir því sem árin liðu og ég kynntist tengdaföður mínum betur varð mér ljóst hvílíkur öðlingsmað- ur hann var. Hann var vel greindur, góðum gáfum gæddur og sagði vel frá. Aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum, ekki vegna þess að hann væri skaplaus maður, en ég hygg að hafí honum ekki líkað við einhvern hafi hann bara ekki talað um það. Hann hafði næmt skopskyn bæði á menn og málefni og þegar hann sagði kíminn frá einhverju skondnu þá hló hann góðlátlega um leið og frásögnin var svo skemmtileg að við sem á hlýddum skellihlógum með. Hann minntist stundum á gömlu dagana og drengina sína, sem hann var mjög stoltur af og þótti svo að Bakkaseli í Langadal í ísafjarð- ardjúpi, 5 ára, en dvaldist þar sam- fellt í 7 ár. Þórður kvæntist 8. júní 1939 Jónu Valdimarsdóttur, f. 21.4. 1919. Foreldr- ar hennar voru Valdimar Eyjólfs- son, f. 19.8. 1891, d. 6.6. 1976, og Rann- veig Þórðardóttir, f. 8.5. 1895, d. 20.3. 1925. Þórður og Jóna bjuggu á Akranesi til 1966, í Kópavogi og á Seltjarnarhesi 1966-1983, en siðan aftur á Akranesi frá 1983. Þau eignuðust þrjú börn sem eru: 1) Guðni, f. 6.9. 1939, fram- kvæmdastjóri Borgarplasts hf., kona hans er Sjöfn Guðmunds- dóttir, f. 17.5. 1935. Dætur þeirra eru: a) Hulda Rós, f. 13.6. 1973 b) Sunna Jóna, f. 15.7. 1975 c) Brynja Þóra, f. 9.9. 1976. 2) Rannveig, f. 13.4. 1941, d. 8.8. sama ár. 3) Gylfi, f. 5.12. 1944, framkvæmdastjóri Sem- entsverksmiðjunnar hfv kona hans er Marta Kristín Ásgeirs- dóttir, f. 18.8. 1956. Börn þeirra vænt um, var það gagnkvæmt og skynjaði ég það vel hve ofurvænt Guðna þótti um pabba sinn. Af lif- andi frásögn hans þá fannst mér ég kynnast manni mínum sem litlum dreng. Umhyggja hans fyrir sonum sínum, okkur tengdadætrunum og barnabörnunum var mikil og fylgd- ist hann vel með hvað dæturnar voru að gera þessa og þessa stund- ina og þegar við áttum tal saman vildi hann heyra fréttir af námi þeirra eða ferðalögum en þær dvöldu allar erlendis um tíma, bæði sem skiptinemar og við nám. Þórð- ur var vel liðinn maður og þegar á hann var minnst var það alltaf með hlýhug og virðingu og man ég þá sérstaklega eftir æskuvinum Guðna sem oft minntust æskuáranna á Akranesi og Þórðar þá gjaman um leið. Mikill er missir tengdamóður minnar svo nátengd sem þau voru og er erfitt að hugsa sér Jónu án Þórðar og Þórðar án Jónu. En eng- inn getur tekið í burtu minninguna um góðan eiginmann, fóður, afa og tengdaföður. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að tengjast svo góðum manni því tengslin við gott fólk gera mann að betri manneskju. Ógleymanlegt er ferðalag sem við Guðni fórum í með Gylfa, Mörtu og börnum okkar, tengdaforeldrum og foreldrum mínum um Vestfirði fyrir nokkrum árum, en faðir minn og tengdafaðir voru báðir fæddir og uppaldir á Vestfjörðum, annar í Dýrafirði og hinn á Snæfjallaströnd- inni. Ég man hversu léttstígur Þórð,- ur var þegar hann hljóp við fót upp hlíðamar úr fjörunni á Snæfjalla- ströndinni fyrir neðan þar sem bær- inn Hlíðarhús stóð , en þar sleit hann barnskónum. Þá gleymdust verkirnir í fótunum um stund. Hann var orðinn lúinn og þreyttur og oft sárkvalinn, hafði dvalist á sjúkra- húsum af og til á undanförnum ár- um og því efiaust hvfldinni feginn. Þórður var ljóð- og söngelskur mjög og kveð ég hann með þessum fallega ljóði sem við heyrum oft sungið. Hlíðin mín fríða hjalla meður græna blágresið blíða berjalautu væna. Ásérástaraugu ungur réð ég festa blómmóðir besta. (J.Th.) Sjöfn Guðmundsdóttir. Okkur systkinin í Jörundarholti langar að kveðja okkar kæra afa með nokkrum orðum. eru: a) Ása Björg, f. 13.5. 1982 b) Þórður Már, f. 7.9. 1985 c) Birkir Örn, f. 14.1. 1987 d) Harpa Lind, f. 29.5. 1991. Þórður fluttist til Akraness árið 1937. Hann stundaði sjó- mennsku um 7 ára skeið og var vélstjóri á nokkrum bátum á Akranesi, Þórður hætti að mestu sjómennsku og hvarf til starfa í landi í febrúar 1944 þegar lionum ásamt skipsfélög- um var bjargað af mótorbátn- um Fylki þegar Björn II fórst ásamt fjórum öðrum bátum í ofsaveðri. f framhaldinu hóf Þórður að læra pípulagningar og starfaði sem pípulagningar- meistari á Akranesi í 20 ár og síðan á höfuðborgarsvæðinu í rúman áratug áður en hann gerðist vélgæslumaður hjá þvottahúsi ríkisspitalanna um nokkurra ára skeið. Þórður endaði sinn starfsferil hjá Þor- geir og Ellert á Akranesi árið 1988. Þórður var félagi í Karla- kórnum Svönum um tíma. Hann var í langan tíma virkur félagi í Taflfélagi Akraness, tók þátt í fjölmörgum mótum og keppn- um á vegum félagsins og m.a. var hann nokkrum sinnum þátt- takandi í _ meistaraflokki á Skákþingi Islands. Hann var í mörg ár í stjórn félagsins, m.a. formaður um tima. Utför Þórðar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar afi og amma fluttu aftur á Skagann var aðeins eitt okkar fætt. Við höfum heyrt að áður fyrr hafi afí unnið mjög mikið, en nokkrum árum eftir að hann kom hingað varð hann að hætta að vinna þar sem heilsan var farin að bila. Við þekkjum því aðeins afa sem hafði nógan tíma fyrir okkur og sem alltaf var hægt að leita til enda var hann einstaklega barngóður og naut þess að hafa okkur í kringum sig sem oftast. Afí og amma fóru oft með okkur niður á Langasand að tína skeljar, kuðunga og fallega steina, það var labbað fram og aftur um sandinn og við fundum ekki fyrir þreytu þótt við værum lítil því það var svo gam- an. Afi sagði okkur líka oft sögur frá því að hann var ungur fyrir vestan sem við vorum heilluð af. Þá las hann stundum sögur fyrir okkur og voru Geiturnar þrjár og Bakka- bræður í sérstöku uppáhaldi. Afi var mikill vísnakall og kunni helling af vísum og kenndi okkur nokki-ar þeirra. Ef hann heyrði vís- ur einu sinni, kunni hann þær. Vin- sælust var vísan um Svarta-Pétur, því lengi á eftir vildum við alltaf tapa í spilinu, til að vísan gæti verið hálfpartinn um okkur. Afi kenndi okkur að spila og tefla og það var oft spilað klukkutímum saman við afa og ömmu og honum fannst gaman að tefla við strákana eftir að þeir lærðu mannganginn. Við vorum mjög ákveðin í að fá að setja leikreglurnar og því óhag- stæðari sem þær voru fyrir afa, því meira gaman hafði hann af öllu saman. Þá má ekki gleyma því að afi átti harmoníku sem hann spilaði stund- um á fyrir okkur og kenndi okkur eldri krökkunum nokkur lög á hana. Missir ömmu er mestur en þau höfðu verið gift í nærri 60 ár og lengi mjög háð hvort öðru. Amma annaðist afa alveg einstaklega vel í veikindum hans og passaði upp á alla hluti. Nú er afi farinn frá okkur, en við vitum að honum líður vel, laus við sjúkdóma og erfiða heilsu. Far þú í friði, elsku afi. Ása Björg, Þórður Már, Birkir Örn og Harpa Lind. Kveðja til afa. Elsku afi, það er erfitt að skilja að þú sért farinn frá okkur. Ég man þegar ég kom í heimsókn til ykkai- ömmu í sumar og þú sóttir mig á bryggjuna eins og þú varst vanur að gera þegar við systurnar komum í heimsókn. Við töluðum um ljóð, þú fórst með nokkur ljóð eftir Steinn Steinan' og lánaðir mér íslenskt ljóðasafn. Aldrei náði ég að skila þér bókinni og segja þér hvaða ljóð mér fannst falleg. Þú varst svo góð manneskja, afi minn, og aldrei man ég að þú hallmæltir nokkrum manni eða hækkaðir röddina. Þú varst alltaf svo umburðarlyndm' og róleg- ur, sitjandi uppi í sófa lesandi bæk- ur. Þegar ég var lítil var ég viss um að þú værir ábyggilega besta mann- eskja í heimi og ég hef ekki ennþá hitt neina betri. Nú ert þú kominn á einhvera góðan stað þar sem þú gleður lítil englahjörtu með hai-m- oníkuleik líkt og þú gladdir mitt hjarta og margra annarra. Ég þakka fyrir þær yndislegu minning- ar sem ég á um þig. Þær hlýja mér um hjartarætur þegar sorgin og söknuðurinn sækir að. Elsku afi, ég kveð þig með þessum orðum sem mér finnst lýsa þér svo vel: Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildm1 Pála Ófeigsdóttir.) Elsku amma, pabbi og Gylfi, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Sunna Jóna. Ég man fyrst eftir honum afa mínum þegar hann og amma bjuggu á Barðaströndinni rétt hjá heimili okkar á Seltjarnarnesinu. Þá sá afi um vélarnar í þvottahús- inu og vann mikið; eins og hann hafði alla tíð gert. Ég var ung þeg- ar afi og amma fluttu aftur upp á Skaga og því eru minningar mínar um afa á Nesinu frekar ruglaðar í tíma. Ég man þó vel eftir því hvern- ig heimili þeirra á Barðaströndinni leit út og að andrúmsloftið þar var gott. Eftir að afi og amma fluttu upp á Skaga heimsóttum við syst- urnar þau stundum og gistum hjá þeim. Afi og amma tóku okkur þá alltaf á rúntinn um Akranes, þar sem afi keyrði um í rólegheitum og fræddi okkur um sögu Akraness. Stundum dró afi upp harmónikuna sína og spilaði fyi'ir okkur systurn- ar. Ég man helst eftir afa sitjandi við eldhúsborðið með brúna kaffi- bollann sinn og spil í höndum, fór með kvæði á sinn sérstaka hátt eða að segja okkur sögur. Afi var líka alltaf til í að spila við okkur stelp- urnar og líklega kenndi hann mér fyrstu spilin sem ég lærði. Ein af sögunum hans afa er mér mjög minnisstæð. Það var þegar hann afi minn var næstum því drukknaður, er hann var ósyndur að reyna að bjarga verkfærunum sínum þegar skip sem hann var vélstjóri á var að sökkva. Þetta var á stríðsárunum og erfitt var að útvega verkfæri. Þessi saga sýnir bæði hvernig tím- arnir hafa breyst og hvaða mann afi minn hafði að geyma. Hann var hógvær og lét lítið fyrir sér fara en hann var trúr sínu og hugrakkur maður. Fyrst og fremst man ég eft- ir afa mínum sem hlýlegum og góð- um manni. Takk fyi'ir allar þær fallegu minningar sem þú hefur gefið mér, elsku afi minn. Élsku amma, öll mín samúð er hjá þér og vonandi getur trú þín styrkt þig á þessum erfiðu tímum. Brynja Þóra. Mig langar til að skrifa minning- argi’ein um afa minn elskulegan, sem nú er dáinn. Þegar ég kynntist afa var hann í kringum sextugsald- urinn og bjó með ömmu á Barða- ströndinni. I minningunni er húsið þeirra risastórt á þremur pöllum og með stærsta garðinum í raðhúsa- lengjunni. Afi sá um að slá grasið sem óx allt í kringum húsið, en amma sá um kartöflugarðinn. Þeg- ar ég vai- tíu ára fluttu amma og afi aftur upp á Akranes eftir sautján ára búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Fram að þeim tíma dvaldi ég löng- ÞÓRÐUR NÍELS EGILSSON um stundum í stóra hvíta húsinu þeirra. Afi var vinnuþjarkur. Hann vann við vélarnar í þvottahúsi Rík- isspítalanna, sem var í hinum enda bæjarins, uppi í Árbæ. Ég manm þegar ég fékk einu sinni að fara með afa í vinnuna. í augum barns- ins litu vélarnar út eins og risastór hættuleg skrímsli. Það hlaut að vera mjög vandasamt verk að hugsa um að þær gengju áfram og þvægju þvottinn af sjúklingunum. Mér fannst eins og afi væri ábyrgur fjuir því að halda spítulum borgar- innar gangandi. Enda kom afi oft seint heim með olíusmurðar svartar hendur og fékk ekki að koma inn í húsið fyrr en hann hafði þvegið þær með sterkri sápu niðri í þvottahúsi. Hendurnar á afa voru líka grófar vinnuhendur. Á þeim sáust vel öll þau líkamlega erfiðu verk sem hann hafði innt af hendi. Á kvöldin sátum við saman inni í gamla herberginu hans Gylfa frænda. Afi sat í græna sófanum og las á meðan ég sat við skrifborðið og teiknaði. Þegar ég var orðin læs las ég líka með afa. Oft bók á dag. Stundum hljómaði tónlist, annaðhvoi't frá plötuspilar- anum hennar ömmu, eða frá harm- oníkunni hans afa. Afi kenndi mér líka að spila á spil og leggja kapla. Þá sátum við ýmist uppi í stofu og notuðum fótaskemilinn á sjón- varpsstólnum undir kapalinn eða inni í eldhúsi og spiluðum ólsen ól- sen eða rommý. Afi hafði alltaf nægan tíma til að sinna okkur systrunum. Aldrei man ég eftir því að hann hafi verið of þreyttur eftir langan vinnudag til að tala við okk- ur. Afi var skemmtilegur og fróður maður og lumaði oft á góðum sög- um, Ijóðum og kvæðum. Hann hafði lagt ógrynni af ljóðum á minnið. í huga mínum á ég mörg minningar- brot um afa þar sem hann er að fara með kvæði eða ljóð. Það var ekki hans háttur að láta bera mikið á sér og fór hann því með kvæðin á látlausan hátt án þess að vera neitt sérstaklega að vekja athygli á sér. En hann flutti ljóðin með sterkri hrynjandi og viðeigandi áherslum sem gerðu þau áhrifamikil þrátt fyrir það. Á eftir hnyttnum Ijóðum fylgdi oftar en ekki dillandi hlátur þannig að axlirnar tóku kippi í takt. Hann kunni að meta spaugilegu hliðarnar á mannlífinu. Afi var af þeirri kynslóð sem flutti úr sveitinni í bæinn. Fyrr á þessu ári fékk ég þá hugmynd að skrifa niður minningar hans þar sem hann hafði svo góða hæfileika til að segja frá. Ég skrifaði niður nokkur brot í gamla stílabók og hafði hugsað mér að halda áfram ^ síðar með betri verkfærum. Því miður varð ekkert af því. Hann hafði þó sagt mér frá því þegar hann sem komungur maður flutti frá Snæfjallaströndinni og til Reykjavíkur þar sem hans beið skipspláss. í þá daga var þetta mik- ið ferðalag og kostnaðarsamt fyrir sveitapilt. Þegar hann kom til Reykjavíkur vildi ekki betur til en svo að hann var svikinn um plássið. Fyrir algera tilviljun fékk hann skipspláss uppi á Akranesi í stað- inn. Þar varð hann kostgangari hjá Halldóru á Suðurgötunni en hún rak matsölu fyrir einhleypa. Stúlk- an sem bar fram matinn var amma. Síðan hafa þau verið samiýnd hjón. v • I síðasta skipti sem ég fór í heim- sókn til afa míns og ömmu rakst ég á texta með Ijóðum Davíðs Stefáns- sonai' frá Fagraskógi. Okkur til skemmtunar las ég upphátt ljóða- textann Til eru fræ. Ekki var ég komin langt með ljóðið þegar afi minn tók undir með mér. Auðvitað kunni hann textann eins og aðra. Ég er mjög glöð að hafa átt þetta augnablik með afa rétt áður en hann dó. Þessi stund er mér mikils virði. Afi var góður og hjartahreinn maður, skemmtilegur og skrafhreif- inn. Ég mun sakna hans mikið. Sárastur verður söknuður ömmu minnar sem er að missa manninn sinn eftir sextíu ára samvei'u. Ég veit að trúin mun styrkja þig á erf- iðri stundu, elsku amma. Afi, þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Ég mun segja barnabömum mínum frá þeim. y HuldaRós. "

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.