Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 59

Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 59
 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR !i dugnaðarforka, er nú fara fremst í w virkjanamálunum. Augljóst er, að aðrar aðstæður og forsendur eru fyrir hendi nú en var á þeim tíma, er Aiþingi veitti leyfí sitt til Fljóts- dalsvirkjunar, með því að setja sérstök lögum þar um, þannig að þau gömlu heimildarlög svara ekki lengur kalli tímans - eru, með öðrum orðum, úrelt. Látið hefur verið í veðri vaka, að ;| aðkallandi stóriðjuver (m.a. fyrir- ■ hugað álver á Austfjörðum) krefj- ist nýrra stórvirkjana. Hefði þó mátt ætla, að almennur skilningur hefði skapast á því, að iðjuver af því tagi eru ekki lengur eins sjálf- sögð eða einhlít búbót og sumir töldu vera fyrir allmörgum áratug- um - þau tilheyra einfaldlega tísk- unni frá því í fyrragær! Látum al- kunnu dæmin úr stóriðju- og virkj- ■ anasögu Norðmanna verða okkur ■j víti til varnaðar. Baráttan fyrir ,1 nýjum stóriðjuverum og um leið stói-virkjunum, sem eiga að þjóna þeim, er fyrir löngu komin inn á myrkvaðar blindgötur. I stað hennar er þörf á nýrri stefnu í at- vinnu- og byggðamálum, er bygg- ist á ferskum hugmyndum og frjóu hugviti. Stóriðja er síður en svo neitt lausnarorð í þeim vanda, er vissulega steðjar að sumum lands- B hlutum, m.a. sökum óæskilegra I fólksflutninga þaðan. Af nógu öðru er að taka um úrræði til bjargar, sem líkleg eru til að duga muni miklu betur og sem um leið er sennilegt að meiri sátt gæti tekist um. Nægir í því efni að minna á ágætar tillögur Stefáns Ólafssonar prófessors, í greinum hans um til- tekin vandamál landsbyggðarinn- ar, m.a. vegna fólksflutninga það- an, og skynsamleg ráð við þeim, sem birtust fyrir skömmu í Morg- unblaðinu - en vitanlega koma fjölmörg ráð til athugunar umfram þau, sem þar birtust. Oft hefur verið sýnt fram á, með skýrum rökum, að núverandi atvinnuá- stand á Austfjörðum kallar ekki á stóriðju, enda ríkir þar ekki at- vinnuleysi, sem betur fer, þótt at- vinnulíf sé þar sums staðar um of einhæft. Þjóðin hlýtur að kalla eftir fram- legum og rökstuddum tillögum snjallra manna varðandi ný sókn- arfæri í atvinnumálum og öðrum framfaramálum, ekki síst á lands- byggðinni. Mestu vai-ða þá nýjung- ar á því sviði, sem m.a. byggist á aukinni nýtingu hugvits og mennt- unar, fremur en verið hefur, og á þann veg að atvinnulíf verði líflegt, fjölskrúðugt og aðlaðandi - en víða um land er nú atvinna einhæf þótt ekki sé skortur á henni. Tillögur um ný stóriðjuver, t.d. á Austfjörð- um, bera hins vegar með sér dap- urlega hugmyndafátækt, tómleika eða stöðnun hugarfarsins og úr- ræðaleysi, sem ekki getur leitt til velfarnaðar. Á þessu sviði er þörf ferskra og hugvitsamlegra, en um leið raunhæfra, tillagna og ný- mæla, sem vakið geti áhuga og eft- irvæntingu, ekki síst meðal ungs fólks, og hvatt það til glímu og dáða. Ekki síður er þó aukins hug- vits þörf við tækniúrræði varðandi orkuvinnslu í framtíðinni, því að vissulega eru þar ýmsir mikilvægir kostir enn lítt sem ekki nýttir - og hafa jafnvel ekki verið kannaðir sem skyldi. Bygging stórra vatns- virkjana með hefðbundnu sniði ber áreiðanlega ekki alltaf með sér réttu lausnina eða kórrétt svar við orkuþörf framtíðarinnar. Þess í stað blasa við ýmsar nýjar leiðir, sem þarf að kanna á skipulegan hátt. Og umfram allt hlýtur þjóðin að kalla eftir nýjum og stórbættum aðferðum við orkunýtingu, sem feli í sér miklu meiri hlífð við við- kvæma náttúru lands okkar en ver- ið hefur til þessa. Nýjar lausnir á því sviði verða að byggjast á þekk- ingu, hugviti, næmri tilfinningu - og þori. Þar býður mikið og heill- andi verkefni hugkvæmra og vel menntaðra tæknimanna. Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Islands. + HAGKAUP Meira úrvai - betri kaup FOSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 V'íXtyR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.