Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Rannsóknir -
í þágu hverra?
ÞEIR Sveinn Hann-
esson og Hallgrímur
Jónsson skrifuðu grein
í Morgunblaðið 26.
nóvember sl. sem þeir
nefndu Rannsóknir - í
þágu fortíðar eða fram-
tíðar? Greinin er að
mestu útaflegging
^a^úlurits sem þeir hafa
útbúið um rannsókna-
og þróunarfé frá ríki
sem hlutfall af þætti
viðkomandi atvinnu-
greinar í landsfram-
leiðslu. Þeir virðast
vera ögn leiðir yfir því
hve hlutur landbúnað-
ar er þar stór. í byrjun
vil ég taka það fram að ég er mjög
sammála þeim félögum um mikil-
vægi öflugs rannsókna- og þróunar-
starfs í þágu atvinnulífsins. Hins
vegar þykir mér hróður manna
sjaldan vaxa við það að troða skó
niður af öðrum - tiltekið ef keppt er
í sama liði - en í þá gryfju féllu þeir
jjelagai'nir. Nú verða þeir að eiga
það við sínar stofnanir og samtök,
hafi þunglega gengið að berjast fyr-
ir rannsóknafjármunum í þágu
greinar þeirra. Jafnan er það nú svo
að góð vara selst alltaf og kann það
að eiga við hér.
Á Morgunblaðsgrein þeirra fé-
laga má skilja að landbúnaðar- og
fiskveiðirannsóknir séu fortíðar-
hyggja sem jafnvel eigi sök á því
hve hlutur annarra og meira
„moderne“ greina samfélagsins sé
sjriár í r&þ-fjármunum frá ríki. Mér
aatt því í hug að nefna fáein atriði
tengd landbúnaðarrannsóknum höf-
undum og hugsanlegum lesendum
greinarinnar til upprifjunar:
Um langt skeið hafa
landbúnaðarrannsóknir
verið öflugar á íslandi
og átt verulegan þátt í
þeim framförum sem í
atvinnugreininni hafa
orðið. Framleiðni í
kjölfar þeirra hefur los-
að um verulegt vinnu-
afl sem komið hefur
öðrum greinum samfé-
lagsins til góða. Ein
megin skýring hinna
öflugu landbúnaðar-
rannsókna er verðugur
stuðningur ríkisvalds-
ins í nánu samstarfi við
atvinnugeinina og þá
ekki síður hinn vel
menntaði hópur manna sem hefur
helgað landbúnaðarannsóknum í
víðasta skilningi krafta sína. Það
staðfestir m.a. velgengni þeirra í
Um langt skeið hafa
landbúnaðarrannsóknir
verið öflugar á Islandi,
segir Bjarni Guð-
mundsson, og átt veru-
legan þátt 1 þeim fram-
förum sem í atvinnu-
greininni hafa orðið.
opinni samkeppni um innlent og er-
lent rannsóknafé. Handhafar ríkis-
valdsins hafa skilið þetta samhengi
- metið þjónustuna hæfa og einfald-
lega keypt hana - samfélaginu til
margvíslegs hagræðis.
Bjarni
Guðmundsson
Dagskráin þín er komin út
10. des.-23. des.
/ allri sinni mynd!
Þá er það næst hvaða tíð rann-
sóknirnar þjóna - fortíð eða framtíð
en um það spyrja þeir Sveinn og
Hallgrímur í upphafi greinar sinn-
ar. Trúlega fæst hvað skýrasta
svarið með því að nefna fáein um-
fangsmikil dæmi um það sem unnið
hefur verið að á sviði landbúnaðar-
rannsókna síðari árin:
1. Rannsóknastofnun landbún-
aðarins og Landgræðsla ríkisins
hafa nýlega lokið einum umfangs-
mesta rannsóknaáfanga til þessa á
sviði umhverfismála hérlendis. Ég
á þar við verkefnið jarðvegsvernd
undri stjórn dr. Olafs Arnalds.
Fyrir það hlaut hann með fólki sínu
umhverfisverðlaun Norðurlanda-
ráðs fyrir nokkrum dögum. Verk-
efnið hefur víðar vakið verðskuld-
aða athygli. Stöndum við nú vel að
mæta framtíðinni að þessum
áfanga loknum.
2. Norður á Hólum í Hjaltadal
hafa bleikjurannsóknamenn undir
stjórn dr. Skúla Skúlásonar lagt
faglegan grundvöll að nýrri at-
vinnugrein hérlendis: bleikjueldi,
sem þegar hefur skilað íslendingum
í fremstu röð á þessu sviði í heimin-
um. Alibleikjan nemur nú 1.000
tonnum á ári. Framtíðina munar um
það.
3. Suður á Keldum hafa dr. Sig-
urður Helgason o.fl. með rannsókn-
um sínum lagt íslenskum fiskeldis-
mönnum til bóluefni sem eytt hefur
þeim vanda sem var við að rústa
fiskeldi landsmanna fyrir nokkrum
árum.
4. Á Rannsóknastofnun landbún-
aðarins hefur dr. Áslaug Helgadótt-
ir með fólki sínu í náinni samvinnu
við bændur flutt kornrækt til fjöl-
margra sveita, svo nú eru á 3. hund-
rað kúabú nær sjálfbjarga um
kjarnfóður (óniðurgreitt, sem um
þessar mundir er einsdæmi á Vest-
urlöndum!). Með markvissum kom-
kynbótum og nátengdri þróunar-
vinnu hefur þetta tekist og er þó
enn mikils viðbótarárangurs að
vænta.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna en
til þess er hvorki tími né rými að
sinni. Það er ekki mjög vænlegt til
árangurs í mikilvægri baráttu að
leggja til samherja; miklu frekar
ber að safna liði um sameiginlegan
málstað, skipta verkum með hæfi-
legum hætti, setja sér raunhæf
markmið og keppa þrotlaust að
þeim. Rannsóknamenn landbúnað-
arins búa yfir mikilli starfshæfni og
njóta álits víða. Ég er sannfærður
um að þeir eru enn sem fyrr tilbún-
ir til að láta samfélagið njóta verk-
hæfni sinnar og leggja markvissum
rannsóknaverkefnum lið, meðal
annars viðfangsefnum sem eru
sameiginleg hagsmunamál hinna
ýmsu atvinnugreina, t.d. iðnaðar.
Við róum öll á einum báti - og
stefnum til framtíðar, eða er það
ekki?
Höfundur er kenrmri við
Hvanneyrarskóla.
New
Minni og
ódýrari
ryksuga
Sömu
sterku
NILFISK
gϚin
Meban birgbir endast
Aöeins kr. 15.900,- stgr.
__ __ FYRSTA ÁFLOKKS
/rOmx
HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420
Ný Normandí
ÍSLENSK höfð-
ingjastétt hefur löng-
um verið lítillát á
heimsmælikvarða. Á
meðan frændur henn-
ar náðu Normandí á
sitt vald undir lök síð-
asta árþúsunds og not-
uðu það sem stökkpall
í að leggja undir sig
England og síðar
heiminn, sátu íslenskir
höfðingjar sæhr að
sínum fáu þegnum og
rýru löndum. Að vísu
bættust þeim þegar
fram liðu stundir gjöf-
ul fiskimið, sem urðu
uppspretta einhvers-
konar iðnvæðingar hér á landi á
þessari öld.
Höfðingjar frumframleiðslunnar
hafa löngum átt erfitt með að skilja
mikilvægi menntunar og tækni-
framfara og fóru til að mynda ekki
Menntun er samskonar
hlutur og fjárhagslegur
sparnaður. Magnús
Arni Magnússon telur
-----------7------------------
þó að Islendingum
gangi illa að skilja það.
að nota hjólið að neinu marki fyrr
en á tuttugustu öld. Þegai- íslend-
ingar seildust til sjálfstæðis á síð-
ustu öld, töldu danskir fremur vit-
urlegt að tefja það sem frekast
væri unnt, til að landinn lenti ekki
óvarinn í klóm þessarar illvígu yfir-
stéttar, sem helst vildi halda þræl-
dómsoki landbúnaðarins á þjóðinni
sem allra lengst.
Iðnbyltingin hefur breyst í
tækni- og upplýsingabyltingu og
verðmætasta eign hvers manns, í
alþjóðlegu samhengi, er ekki leng-
ur landið sem hann á, heldur það
sem hann hefur í kollinum. Fyrir
það eru greiddar háar upphæðir
erlendis.
I hagvaxtarkenningum nútím-
ans, sem eiga rætur sínar í módeli
sem nóbelsverðlaunahafinn Robert
Lucas þróaði seint á síðasta áratug,
er almennt talað um ávöxtun
mannauðs sem annan helsta þátt-
inn í að skapa vaxandi þjóðfélag til
framtíðar. Hinn þátturinn er auð-
vitað hvemig fjármagn er ávaxtað.
Tæknivæðing þjóðfélaga er það
sem skilur á milli feigs og ófeigs í
upphafi upplýsingaaldarinnar og að
eiga mannafl til að nýta þá tækni.
Á svæðinu, sem hefur fengið
gælunafnið Sílikondalur, er vagga
upplýsingaiðnaðarins. Þar flæðir
fjármagnið yfír bakka sína og eftir-
spurnin eftir fólki, sem hefur ein-
hver tök á að nýta þetta fjármagn,
er gríðarleg. Það er meira að segja
svo komið að fólk með doktors-
gráður í sálfræði og öðrum félags-
vísindum er farið að taka námskeið
í HTML til að eiga möguleika á að
byrja nánast á botninum hjá tölvu-
fyrirtækjunum, því launin sem þau
borga þykja svo góð. Að sama
skapi er slegist um fólk sem af
rælni eða framsýni tók þá ákvörð-
un fyrir nokkrum árum að mennta
sig á tölvusviðinu og þeir sem hafa
einhverja reynslu í að
gera góðar hugmyndir
að arðbærum fyrir-
tækjum, geta krafist
árslauna, sem Hörður
Sigurgestsson gæti
ekki látið sig dreyma
um að hafa fyrir tutt-
ugu ára starf sem for-
stjóri Eimskips.
Það eru ekki ein-
göngu tölvunarfræð-
ingar og verkfræðing-
ar sem fyrirtækin eru
að sækjast eftir, held-
ur fólk sem kann að
nota þau forrit sem
eru til staðar til að
skapa eitthvað nýtt.
Umræðan á viðskiptasíðum dag-
blaðanna þar snýst að mestu um
þessa nýju atvinnugrein og þegar
allt er lagt saman er útkoman aug-
ljós: Bandaríkjamenn vita hvað
þarf til að halda sér í fremstu röð
og eru harðákveðnir í að gera það.
Menntun og tæknivæðing eru kjör-
orð samtímans.
Islendingar voru seinir til að iðn-
væðast á sínum tíma og þrátt fyrir
augljósan vilja almennings til
tæknivæðingar nú, eru ýmis teikn
á lofti um að stjómvöld á Islandi
geri sér ekki fulla grein fyrir mikil-
vægi hennar eins og er. Þannig er
Háskóli Islands rekinn á smánar-
framlögum og tækjabúnaður hans
fyrir neðan allar hellur. Launa-
kjörin eru á þann hátt að ungu
mennimir sem em að taka dokt-
orspróf í tölvunarfræði og stærð-
fræði við Stanford-háskóla þurfa
ekki að hugsa sig um tvisvar, hvort
þeir eiga að taka atvinnutilboðun-
um frá NASA og öðmm slíkum eða
flytja heim til að miðla af þekkingu
sinni við Háskóla Islands.
Það sem er sorglegt við það er
að flestir ungir Islendingar, sem
sækja sér menntun erlendis, vilja
flytja heim. Launamismunurinn
gerir það hins vegar að verkum að
sá kostur kemur sjaldnast til
greina.
Menntun er samskonar hlutur
og fjárhagslegur sparnaður. Hluti
vinnuaflsins er tekinn af vinnu-
markaði í ákveðinn tíma, þar sem
verðmæti þess margfaldast. Þetta
hafa Islendingar verið seinir að
skilja. Atvinnugreinar sem byggj-
ast á menntafólki hafa ekki ratt
sér mikið til rúms á Islandi og því
hefur lítil eftirspurn eftir því gert
það að verkum að það er lágt laun-
að og menntun þess hefur ekki
nýst þjóðfélaginu sem skyldi. Nú
stöndum við á hinn bóginn á
krossgötum og ef þetta breytist
ekki á allra næstu árum er ís-
lenskt samfélag dæmt til að drag-
ast aftur úr nágrönnum sínum á
næstu öld. Við munum missa
menntafólk úr landi í stóram stíl
og í besta falli vera verstöð og
áfangastaður erlendra og vestur-
íslenskra ferðamanna.
Enn situr höfðingjastéttin á Is-
landi sæl að sínu. Henni er sama
yfir hverju hún drottnar svo lengi
sem hún drottnar. Á meðan flytur
menntafólkið úr landi og finnur sér
ný Normandí.
Höfundur cr 15. alþingismaður
Reykvíkinga.
Magnús Árni
Magnússon
TILBOÐ
£jósmyn3astofa
Qunnars Sngimarssonar
Suðurveri, sími 553 4852
MATARLITIR
fyrir kökur, marsipan
og skreytingar
15 mismunandi litir
afkonfektmóti.m
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
Sími 562 3614