Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 67
MORGUNBLABIÐ___________________________________________________________FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 67 FRÉTTIR Tilkynning Norrænu lífsiðfræðinefndarinnar . um gagnagrunnsfrumvarpið Létu gera átta þús- und segul- spjöld SAMSTARFSNEFND Reykjavík- urborgar um afbrota- og fíkni- efnavarnir, forvarnardeild lög- reglunnar í Reykjavík, sveitarfé- lög um land allt, áætlunin ísland án eiturlyfja og foreidrasamtökin Vímulaus æska hafa í samstarfí við embætti Ríkislögreglustjóra staðið fyi’ir átaki um útivistarmál barna og unglinga. Meginmark- miðið hefur verið að styðja og hvetja foreldra til að virða og framfylgja reglum um útivistar- tíma og hafa auglýsingar í íjöl- miðlum verið þungamiðja átaks- ins. Tuttugu og sjö sveitarfélög hafa verið aðilar að átakinu og styrkt það með fjárframlögum. Liður í útivistarátakinu er út- gáfa á 8.000 segulspjöldum með áletruðum reglum um útivistar- tímana sem framleidd voru m.a. með styrk úr Forvarnarsjóði heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins að upphæð kr. 500 þúsund. Segulspjöldin eru hönn- uð með það í huga að hægt sé að hafa þau á ísskáp og eru til ráð- stöfunar fyrir öll sveitarfélög sem þess óska. Hugmyndin er að þeim verði dreift til foreldra barna samkvæmt nánari ákvörð- un viðkomandi sveitarfélaga og lögreglunnar. Jafnframt hafa verið prentuð, með stuðningi embættis Ríkislögreglustjóra, veggspjöld „Inn á slaginu!" með ábendingum til foreldra um mik- ilvægi þess að virða reglur um útivistartíma. Hægt verður að nálgast segulspjöldin og vegg- spjöldin á lögreglustöðvum um land allt. Þess ber að geta í þessu sam- bandi að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarsljóri og Böðvar Bragason, lögreglustjóri Reykja- víkur, hafa sent öllum foreldrum barna í Reykjavík, sem fædd eni 1984, 1985 og 1986, bréf ásamt nefndum segulspjöldum þar sem foreldrar eru hvattir til að virða útivistartímana. í bréfi þeirra segir m.a.: „Agætu foreldrar og uppalend- ur Með þessu segulspjaldi viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja ykkur í að fylgjast með því að börn ykkar fari að lögum um útivistartíma og virði hann. Það hefur sýnt sig að foreldrar vilja gera vel í þessum efnum. Er gott til þess að vita, þar sem fátt er betur til forvarna fallið en samverustundir foreldra með börnum sínum. Þess utan er næg- ur svefn mikilvæg forsenda vellíðunar og árangurs í skólan- um... Við styðjum alla foreldra heils- hugar í því að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir og virða reglur um útivistartíma barna sinna. Hafíð segulspjaldið á ísskápn- um - það einfaldar málið!“ NORRÆN lífsiðfræðinefnd á veg- um norrænu ráðherranefndarinnar er skipuð tveimur fulltnium frá hverju Norðurlandanna. I septem- bermánuði fjallaði nefndin um gagnagiunnsfrumvarpið og hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynn- ingu. „Eitt af helstu verkefnum nefnd- arinnar er að ganga úr skugga um, ræða og láta í ljós skoðanir um sið- fræðileg álitamál varðandi líffræði og læknisfræði á Norðurlöndunum. Nefndin hefur fjallað um drög, dags. 31.7. 1998, að frumvarpi ís- lenska heilbrigðisráðuneytisins um gagnagrunna á heilbrigðissviði og vill láta í ljós áhyggjur sínar, bæði vegna ofangreinds frumvarps og skyldra hugmynda sem nýlega hafa skotið upp kollinum á öðrum Norð- urlöndum, af eftirfarandi atriðum, sem nefndin telur siðfræðilega um- deilanleg og virðast stríða gegn gildum sem haldin hafa verið í heiðri á Norðurlöndum. Frumvarpsdrögin veita einkalífi og mannhelgi einstaklingsins ófull- nægjandi vernd. Fyrir því eru eftir- farandi ástæður: Þar sem gagna- grunnurinn felur í sér upplýsingar um fámenna þjóð er auðvelt að komast að því um hvaða einstakling er að ræða í hvert skipti með þvi að skoða ættartré og sérkenni einstak- linga. Frumvai-pið kemur ekki í veg fyi’ir að unnt sé að afla upplýsinga um ákveðna þjóðfélagshópa án upp- lýsts samþykkis þeiiTa. Hér höfum við einkum í huga fólk sem ekki getur veitt upplýst samþykki sök- um aldurs, sjúkdóma eða andlegi’ar fötlunar, og er því í sérstaklega við- kvæmri stöðu og getur átt á hættu að fá á sig óæskilegan stimpil sé upplýsingum um það ekki haldið fullkomlega leyndum, og að sjálf- sögðu einnig þá sem látnir eru. Sú hætta er ávallt íyrir hendi, að með nútímatækni verði tiltölulega auðvelt og raunhæft að komast að dulmálslykli hvaða dulkóðunarað- ferðar sem er, þegar nægilega sterkir viðskiptahagsmunir eru í húfi. Þar sem um miðlægan gagna- gi-unn er að ræða verður unnt að komast að öllum upplýsingum er í honum felast í einu sé viðeigandi hugbúnaður notaður. Þetta þýðir einnig að auðvelt verður að flytja gagnagrunninn ólöglega til annarra landa. I frumvarpsdrögunum eru engin ákvæði um undir hvaða skilyrðum leyft verður að afkóða gögnin. Nauðsynlegt er að skilgreina regl- ur um það hvernig og hvenær rétt sé að afnema dulkóðunina og t.d. nálgast einstakling í því skyni að afla ítarlegri upplýsinga um heilsu- far hans/hennar eða til að tilkynna einstaklingi, að af rannsóknum á gögnunum megi ráða að ákveðin áhætta sé á því að hann/hún fái sjúkdóm sem unnt er að koma í veg fyrir. Frumvarpið virðist ekki fela í sér nægileg fyrirmæli um það hvernig stjórnun gagnagrunnsins skuli háttað. Við teljum nauðsyn- legt að allar rannsóknir á gögnun- um í framtíðinni séu undir eftirliti vísindalegrar siðfræðinefndar, sem gæti hagsmuna og réttar þeirra sem gögn grunnsins varða og ákveði hvort og þá hvenær nauð- synlegt er að afla upplýsts sam- þykkis í hverju einstöku tilfelli. Astæðan fyrir þessu er sú, að ókleift er að afla upplýsts sam- þykkis þegar ekki er vitað fyrir- fram í hvaða skyni gögnin munu verða notuð. Ekki virðist nein ástæða til að fyrrgreindur gagna- gi’unnur sé undanþeginn slíku eft- irliti sem almennt er krafist þegar um rannsóknir á mönnum er að ræða. Nefndin vill einnig lýsa yfii' áhyggjum sínum af þeim höftum sem frumvarpið hefur hugsanlega í för með sér á rannsóknafrelsi vís- indamanna. Af frumvarpsdrögun- um, eins og þau eru nú orðuð, má ráða að aðgangur annaira vísinda- manna en þeirra sem starfa á veg- um leyfíshafa verði alltaf háður við- skiptahagsmunum leyfishafa og skyldum hans gagnvart hluthöfum. Nefndinni er ljóst mikilvægi þess að hið opinbera, vísindamenn og einkafyrirtæki stai-fi saman að vis- indarannsóknum. Notkun við- kvæmra heilsufarsupplýsinga í við- skiptum hefur þó í för með sér sér- staka áhættu þegar það er einka- fyrirtæki sem ræður yfir slíkum upplýsingum, þar sem fyrirtækið þarf að þræða vandrataðan meðal- veg á milli viðskiptalegra hags- muna sinna og verndunar á rétti einstaklingsins. Ef fyrirtækið á við fjárhagslegan vanda að stríða eða aðsetur þess flyst til annarra landa gæti hagsmunum þeirra einstak- linga, sem gögnin varða, einnig ver- ið teflt í tvísýnu. Frábænt hágsða útivistarfatnaði Verslunin Skúlagötu 51, sími: 552 7425 Verslunin Faxafeni 12, sími: 588 6600 Akureyri, Glerárgötu, sími: 461 3017 66°N - Vestmannaeyjum, sími: 481 3466 í l | i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.