Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 69
Námskeið í
stofnun og
rekstri fyr-
irtækja
SVÆÐISVINNUMIÐLUN Vest-
fjarða og Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða munu halda námskeið í
stofnun og rekstri fyrirtækja
seinni hluta janúarmánaðar. Mark-
miðið með námskeiðinu er að 10
nýjar viðskiptahugmyndir líti
dagsins ljós og komist til fram-
kvæmda.
Námskeiðið verður þannig upp-
byggt að einstaklingar með við-
skiptahugmynd vinna að henni í á
námskeiðinu sem mun standa frá
janúar til júní 1999. Um leið og
ákveðnir efnisþættir verða lagðir
inn hjá þátttakendum fá einstak-
lingar ráðgjöf og ráðleggingar með
sínar hugmyndir, hvort sem þær
era enn á hugmyndastigi eða
komnar til framkvæmda að ein-
hverju leyti. Námskeiðið er því
ekki síður ætlað þeim sem ei-u
komnir af stað með fyrirtæki en
skortir markaðs- og rekstrarþekk-
ingu en þeim sem eru að stíga sín
fyrstu skref.
Gert er ráð fyrir að námskeiðið
verði að hluta til með fjarkennslu-
sniði, þ.e.a.s. notast verður við fjar-
fundabúnað þannig að einstakling-
ar í Vesturbyggð og á Tálknafírði
geta sótt námskeiðið þótt það fari
að mestu leyti fram á Isafírði. Ver-
ið er að athuga með aðgang að fjar-
fundabúnaði á Hólmavík þannig að
Strandamenn geti hafti aðgang að
námskeiðinu.
Ganga um álfa-
byggðir og
draugabæli í
Elliðaárdal
FARIN verður ganga um Elliðaár-
dal laugardaginn 12. desember kl.
14 og verða ieiðsögumenn þau Erla
Stefánsdóttir, sem löngu er orðin
landsþekkt fyrir næmleika sinn fyr-
ir huldum vættum, og Helgi M. Sig-
urðsson, safnvörður, sem er rit-
stjóri nýútkominnar bókai' um El-
liðaárdal sem nefnist Elliðaárdalur -
Land og saga. Lagt verður af stað
frá gömlu rafstöðinni.
,yírið 1990 fór Erla í göngufór um
Elliðaárdal og skynjaði þá náttúruna
í dalnum með fjölbreyttum dverga-
og álfabyggðum. Gert var kort yfir
þessai' byggðir sem vakti mikla at-
hygli, jafnt hérlendis sem erlendis.
Þetta var fyrsta kort sinnar tegund-
ar en í framhaldi af því voru gerð
kort fyrir Kópavog, Hafnarfjörð og
fleiri bæjarfélög. Helgi hefur hins-
vegar um árabil kafað djúpt í sögu
dalsins og orðið margs fróðari um
flesta þá drauga sem um dalinn
sveima. Á göngunni mun hann m.a.
kynna okkur fyrir Mýrardraugnum
og Sels-Móra auk þess að sýna okk-
ur Draugakletta og Draugasteina,"
segir í fréttatilkynningu.
Listaverkasmygl
og rallkeppni
MÍR sýnir í bíósal félagsins, Vatns-
stíg 10, sunnudaginn 13. desember
kl. 15 kvikmyndina Rall sem var
gerð í Riga í Lettlandi á áttunda
áratugnum og fjallar um listaverka-
þjófa er leita allra leiða til að
smygla dýrmætum listaverkum
ólöglega milli landa.
Reyna þeir m.a. að koma þýfí
sínu og smyglvarningi milli landa
með keppnisbflum í ralli á leiðinni
Moskva-Varsjá-Berlín.
Leikstjóri er Alois Brench en
með aðalhlutverkin fara Vitautas
Tomkus, Roland Zagorskis, Valent-
ina Titova og Alexander Beljavskíj.
Aðgangur að kvikmyndasýning-
unin er ókeypis og öllum heimill.
Þetta verður síðasta kvikmyndasýn-
ing MÍR á þessu ári.
Verslimarmannafélag Húsavíkur
Ónóg ráðgjöf
í TILEFNI ályktunar frá Verka-
lýðsfélagi Húsavíkur og fréttatil-
kynninga frá Vinnumálastofnun síð-
ustu daga vill stjórn Verslunar-
mannafélags Húsavíkur koma eftir-
farandi á framfæri:
„Ný lög um vinnumarkaðsaðgerð-
ir voru samþykkt í febrúar 1997 og
tóku gildi 1. júlí sama ár. í lok árs
1997 tók Svæðisvinnumiðlun N-
eystra fyrst til starfa og opnaði
skrifstofu á Akureyri í apríl 1998
sem yfirtók þá fyrst formlega
skuldbindingar frá vinnumiðlunum
sveitarfélaganna á svæðinu frá
Ólafsfírði til Þórshafnar.
Síðan þessi yfírtaka átti sér stað
hefur engin formieg starfsemi verið
á vegum Svæðisvinnumiðlunarinnar
í Þingeyjarsýslum utan þess að
skráningarstaðir hafa tekið á móti
þeim einstaklingum sem hafa skráð
sig atvinnulausa. Þannig hafa at-
vinnuleitendur og fyrirtæki ekki
fengið þá þjónustu sem þau eiga
rétt á skv. lögum.
Við yfirtökuna sögðu talsmenn
Svæðisvinnumiðlunarinnar og
Vinnumálastofnunar að vel kæmi til
greina að ráðgjafí yrði staðsettur á
Húsavík sem þjónaði atvinnuleit-
endum í Þingeyjarsýslum. Ekkert
hefur orðið úr ráðningu hans enn og
engar viðhlítandi skýringar hafa
verið gefnar.
Stærð svæðisins kemur í veg fyr-
ir að atvinnuleitendur og fyrirtæki í
Þingeyjarsýslum fái viðunandi þjón-
ustu frá Akureyri. Frá Akureyri til
þess þéttbýliskjama sem fjærst er
eru 320 km. Mikill kostnaður og
tími mun því fara í akstur ráðgjafa
frá Akureyri til að sinna svæðinu.
Ráðgjafi sem kemur frá Akureyri
mun alltaf þurfa að eyða 3-7 klst. af
vinnudegi sínum í ferðalög milli
staða. Hver einasta ferð ráðgjafa
frá Akureyri til fundar við atvinnu-
leitendur og fyrii-tæki í Þingeyjar-
sýslum mun kosta 11 þús. kr. meira
heldur en ef hann kæmi frá Húsa-
vík. Auk þess hefur mikið atvinnu-
leysi verið á Akureyri og Eyjafjarð-
arsvæðinu og því næg verkefni þar
fyrir þá tvo ráðgjafa sem nú starfa
hjá Svæðisvinnumiðluninni á Akur-
eyri.
I nóvembermánuði komu 87 at-
vinnuleitendur í Þingeyjarsýslum
við sögu hjá Svæðisvinnumiðlun N-
eystra og þar af var 71 atvinnlaus í
lok mánaðarins. Þessir einstakling-
ar hafa ekki fengið þá ráðgjöf og að-
stoð sem æskileg er. Búist er við að
atvinnuleysi aukist enn frekar á
svæðinu í desember.
Stjórn Verslunarmannafélags
Húsavíkur tekur heilshugar undir
óskir Verkalýðsfélags Húsavíkur um
að ráðgjafi fyrir atvinnulausa í Þing-
eyjarsýslum verði ráðinn nú þegar.
Félagið hvetur forsvarsmenn stétt-
arfélaga, fyi-irtækja, sveitarfélaga á
N-eystra og Vinnumálastofnunar að
tiyggja atvinnuleitendum og fyrir-
tækjum í leit að starfsfólki á N-
eystra góða þjónustu og úrræði. Það
markmið næst með ráðningu ráð-
gjafa sem hefur aðsetur á Húsavík."
♦ ♦♦
LEIÐRETT
R:mg1 fóðurnafn
I BLAÐINU í gær var rangt farið
með föðurnafn Jóns Ragnars Jóns-
sonar, annars sigurvegara hæfi-
leikakeppni Hafnarfjarðar, Höfr-
ungs ‘98, þegar hann var sagður
Halldórsson. Jón Ragnar Jónsson
er nemandi í 8. bekk í Setbergs-
skóla og er hann beðinn velvirðing-
ar á mistökunum.
Skólakór Kársness
í frétt um nýja plötu Skólakórs
Kársness, Bamagælur, átti að
standa að hljóðfæraleikarar kæmu
flestir úr röðum núverandi og fyrr-
verandi kórforeldra. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
MATTHIAS Birgisson, starfsmaður Fyrirtækjaþjónustu Póstsins, hef-
ur verið að prófa rafniagnsbílinn að undanfórnu.
AF sérstökum ástæðum hefur verið
ákveðið að fresta fyrirlestrum dr.
Guðrúnar Marteinsdóttur fiskvist-
fræðings og Jóhanns Sigurjónsson-
ar forstjóra Hafrannsóknastofnun-
ar sem vera áttu nk. laugardag, 12.
desember.
Fyrirlestrarnir verða haldnir í
byi'jun næsta árs og munu auglýstir
síðai'.
■ SÖLUSÝNING hefur verið opn-
uð á bílamyndum úr safni Aðalbíla-
sölunnar, elstu bílasölu landsins.
Myndirnar eru til sýnis í Heildsölu-
bakaríinu, Suðurlandsbraut 32,
Reykjavík. Sýningin stendur til
jóla.
Dagskrá
í Jólabæ
DAGSKRÁ verður í Jólabæ við
Fjörukrána í Hafnarfirði um helg-
ina. í dag, fóstudag, verður útsend-
ing Rásar 2 frá staðnum kl. 16-18.
Grýla kemur í helli sinn klukkan 18
og Pakkasníkir spilar á harmonikku
frá Jólahúsi.
Á morgun verður opnað í Jólabæ
kl. 14 og Grýla segir börnum sögur í
helli sínum til klukkan 17, en þá
byi'jar Pakkasníkir harmonikkuleik.
Jólaskóli verður fyrir börnin á
sunnudag í Fjörugarði frá kl. 13-14
og dagskrá verður til klukkan 18,
m.a. syngur barnakór Flataskóla og
kraftakarlar koma í heimsókn.
Markaður er opinn alla dagana
frá 14-18 og fastir liðir í Jólabæ eru
m.a. pakkasöfnun Friðar 2000, sér-
stakt pósthús, jólabakarí, hestaferð-
ir og jólasveinasmiðja.
Skemmtun til
styrktar börnum
í Mið-Ameríku
HALDIN verður skemmtun í Há-
skólabíói laugardaginn 12. desem-
ber kl. 15 til styrktar SOS-barna-
þorpunum í Mið-Ameríku. Þar
munu skemmta hljómsveitirnar Un-
un, Súkkat, Jagúar og Magga Stína
og sýrupolkahljómsveitin Hringir
ásamt Radíusbræðrum og Hall-
gi-ími Helga.
Söfnunarreikningur hefur verið
opnaður í Landsbankanum nr.
0115-26-5002.
Fyrirlestri
frestað
Pósturinn
prófar raf-
magnsbíl
ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur nú
til reynslu rafmagnsbíl frá bfla-
umboðinu Jöfri. Pósturinn er með
á þriðja tug bfla í umferðinni á
hverjum degi og vill leggja sitt af
mörkum í umhverfis- og náttúru-
vernd.
Bíllinn sem hér um ræðir er af
gerðinni Peugeot Part ner. Hann
hefur um 600 kg burðargetu, rétt
eins og bensínbfll af sömu stærð
og hefur svipaða hröðun frá 0 upp
í 50 km hraða. Rafmagnsbfllinn
getur náð allt að 90 km hraða á
klst. og honum á að vera hægt að
aka um 100 km á fullum raf-
geymi. Miðstöð bflsins er knúin
með bensíni og eyðir um 0,3 lítr-
um á tólf klukkustundum.
Þrátt fyrir að enn sem komið er
sé innkaupsverð rafmagnsbílanna
umtalsvert hærra en bensínbfla
vill Pósturinn skoða hvort hentað
gæti að nota slíkan bfl við út-
keyrslu á pósti innan stærri bæja
þar sem Fyrirtækjaþjónusta
Póstsins er rekin, segir í fréttatil-
kyninngu.
Cj feijmixí jér i(niucitnuiu, u((artrej(inum,
feéurh önzLununi ocj ndíthjéfnum í ar!
(jjafabort
Sýnið sanna
umhyggju með
gjöf sem styrkir
líkama og sál.
áönnum
meó r
jóiaanÁa ff tf f « *• £