Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 69 Námskeið í stofnun og rekstri fyr- irtækja SVÆÐISVINNUMIÐLUN Vest- fjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða munu halda námskeið í stofnun og rekstri fyrirtækja seinni hluta janúarmánaðar. Mark- miðið með námskeiðinu er að 10 nýjar viðskiptahugmyndir líti dagsins ljós og komist til fram- kvæmda. Námskeiðið verður þannig upp- byggt að einstaklingar með við- skiptahugmynd vinna að henni í á námskeiðinu sem mun standa frá janúar til júní 1999. Um leið og ákveðnir efnisþættir verða lagðir inn hjá þátttakendum fá einstak- lingar ráðgjöf og ráðleggingar með sínar hugmyndir, hvort sem þær era enn á hugmyndastigi eða komnar til framkvæmda að ein- hverju leyti. Námskeiðið er því ekki síður ætlað þeim sem ei-u komnir af stað með fyrirtæki en skortir markaðs- og rekstrarþekk- ingu en þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Gert er ráð fyrir að námskeiðið verði að hluta til með fjarkennslu- sniði, þ.e.a.s. notast verður við fjar- fundabúnað þannig að einstakling- ar í Vesturbyggð og á Tálknafírði geta sótt námskeiðið þótt það fari að mestu leyti fram á Isafírði. Ver- ið er að athuga með aðgang að fjar- fundabúnaði á Hólmavík þannig að Strandamenn geti hafti aðgang að námskeiðinu. Ganga um álfa- byggðir og draugabæli í Elliðaárdal FARIN verður ganga um Elliðaár- dal laugardaginn 12. desember kl. 14 og verða ieiðsögumenn þau Erla Stefánsdóttir, sem löngu er orðin landsþekkt fyrir næmleika sinn fyr- ir huldum vættum, og Helgi M. Sig- urðsson, safnvörður, sem er rit- stjóri nýútkominnar bókai' um El- liðaárdal sem nefnist Elliðaárdalur - Land og saga. Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni. ,yírið 1990 fór Erla í göngufór um Elliðaárdal og skynjaði þá náttúruna í dalnum með fjölbreyttum dverga- og álfabyggðum. Gert var kort yfir þessai' byggðir sem vakti mikla at- hygli, jafnt hérlendis sem erlendis. Þetta var fyrsta kort sinnar tegund- ar en í framhaldi af því voru gerð kort fyrir Kópavog, Hafnarfjörð og fleiri bæjarfélög. Helgi hefur hins- vegar um árabil kafað djúpt í sögu dalsins og orðið margs fróðari um flesta þá drauga sem um dalinn sveima. Á göngunni mun hann m.a. kynna okkur fyrir Mýrardraugnum og Sels-Móra auk þess að sýna okk- ur Draugakletta og Draugasteina," segir í fréttatilkynningu. Listaverkasmygl og rallkeppni MÍR sýnir í bíósal félagsins, Vatns- stíg 10, sunnudaginn 13. desember kl. 15 kvikmyndina Rall sem var gerð í Riga í Lettlandi á áttunda áratugnum og fjallar um listaverka- þjófa er leita allra leiða til að smygla dýrmætum listaverkum ólöglega milli landa. Reyna þeir m.a. að koma þýfí sínu og smyglvarningi milli landa með keppnisbflum í ralli á leiðinni Moskva-Varsjá-Berlín. Leikstjóri er Alois Brench en með aðalhlutverkin fara Vitautas Tomkus, Roland Zagorskis, Valent- ina Titova og Alexander Beljavskíj. Aðgangur að kvikmyndasýning- unin er ókeypis og öllum heimill. Þetta verður síðasta kvikmyndasýn- ing MÍR á þessu ári. Verslimarmannafélag Húsavíkur Ónóg ráðgjöf í TILEFNI ályktunar frá Verka- lýðsfélagi Húsavíkur og fréttatil- kynninga frá Vinnumálastofnun síð- ustu daga vill stjórn Verslunar- mannafélags Húsavíkur koma eftir- farandi á framfæri: „Ný lög um vinnumarkaðsaðgerð- ir voru samþykkt í febrúar 1997 og tóku gildi 1. júlí sama ár. í lok árs 1997 tók Svæðisvinnumiðlun N- eystra fyrst til starfa og opnaði skrifstofu á Akureyri í apríl 1998 sem yfirtók þá fyrst formlega skuldbindingar frá vinnumiðlunum sveitarfélaganna á svæðinu frá Ólafsfírði til Þórshafnar. Síðan þessi yfírtaka átti sér stað hefur engin formieg starfsemi verið á vegum Svæðisvinnumiðlunarinnar í Þingeyjarsýslum utan þess að skráningarstaðir hafa tekið á móti þeim einstaklingum sem hafa skráð sig atvinnulausa. Þannig hafa at- vinnuleitendur og fyrirtæki ekki fengið þá þjónustu sem þau eiga rétt á skv. lögum. Við yfirtökuna sögðu talsmenn Svæðisvinnumiðlunarinnar og Vinnumálastofnunar að vel kæmi til greina að ráðgjafí yrði staðsettur á Húsavík sem þjónaði atvinnuleit- endum í Þingeyjarsýslum. Ekkert hefur orðið úr ráðningu hans enn og engar viðhlítandi skýringar hafa verið gefnar. Stærð svæðisins kemur í veg fyr- ir að atvinnuleitendur og fyrirtæki í Þingeyjarsýslum fái viðunandi þjón- ustu frá Akureyri. Frá Akureyri til þess þéttbýliskjama sem fjærst er eru 320 km. Mikill kostnaður og tími mun því fara í akstur ráðgjafa frá Akureyri til að sinna svæðinu. Ráðgjafi sem kemur frá Akureyri mun alltaf þurfa að eyða 3-7 klst. af vinnudegi sínum í ferðalög milli staða. Hver einasta ferð ráðgjafa frá Akureyri til fundar við atvinnu- leitendur og fyrii-tæki í Þingeyjar- sýslum mun kosta 11 þús. kr. meira heldur en ef hann kæmi frá Húsa- vík. Auk þess hefur mikið atvinnu- leysi verið á Akureyri og Eyjafjarð- arsvæðinu og því næg verkefni þar fyrir þá tvo ráðgjafa sem nú starfa hjá Svæðisvinnumiðluninni á Akur- eyri. I nóvembermánuði komu 87 at- vinnuleitendur í Þingeyjarsýslum við sögu hjá Svæðisvinnumiðlun N- eystra og þar af var 71 atvinnlaus í lok mánaðarins. Þessir einstakling- ar hafa ekki fengið þá ráðgjöf og að- stoð sem æskileg er. Búist er við að atvinnuleysi aukist enn frekar á svæðinu í desember. Stjórn Verslunarmannafélags Húsavíkur tekur heilshugar undir óskir Verkalýðsfélags Húsavíkur um að ráðgjafi fyrir atvinnulausa í Þing- eyjarsýslum verði ráðinn nú þegar. Félagið hvetur forsvarsmenn stétt- arfélaga, fyi-irtækja, sveitarfélaga á N-eystra og Vinnumálastofnunar að tiyggja atvinnuleitendum og fyrir- tækjum í leit að starfsfólki á N- eystra góða þjónustu og úrræði. Það markmið næst með ráðningu ráð- gjafa sem hefur aðsetur á Húsavík." ♦ ♦♦ LEIÐRETT R:mg1 fóðurnafn I BLAÐINU í gær var rangt farið með föðurnafn Jóns Ragnars Jóns- sonar, annars sigurvegara hæfi- leikakeppni Hafnarfjarðar, Höfr- ungs ‘98, þegar hann var sagður Halldórsson. Jón Ragnar Jónsson er nemandi í 8. bekk í Setbergs- skóla og er hann beðinn velvirðing- ar á mistökunum. Skólakór Kársness í frétt um nýja plötu Skólakórs Kársness, Bamagælur, átti að standa að hljóðfæraleikarar kæmu flestir úr röðum núverandi og fyrr- verandi kórforeldra. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. MATTHIAS Birgisson, starfsmaður Fyrirtækjaþjónustu Póstsins, hef- ur verið að prófa rafniagnsbílinn að undanfórnu. AF sérstökum ástæðum hefur verið ákveðið að fresta fyrirlestrum dr. Guðrúnar Marteinsdóttur fiskvist- fræðings og Jóhanns Sigurjónsson- ar forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar sem vera áttu nk. laugardag, 12. desember. Fyrirlestrarnir verða haldnir í byi'jun næsta árs og munu auglýstir síðai'. ■ SÖLUSÝNING hefur verið opn- uð á bílamyndum úr safni Aðalbíla- sölunnar, elstu bílasölu landsins. Myndirnar eru til sýnis í Heildsölu- bakaríinu, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík. Sýningin stendur til jóla. Dagskrá í Jólabæ DAGSKRÁ verður í Jólabæ við Fjörukrána í Hafnarfirði um helg- ina. í dag, fóstudag, verður útsend- ing Rásar 2 frá staðnum kl. 16-18. Grýla kemur í helli sinn klukkan 18 og Pakkasníkir spilar á harmonikku frá Jólahúsi. Á morgun verður opnað í Jólabæ kl. 14 og Grýla segir börnum sögur í helli sínum til klukkan 17, en þá byi'jar Pakkasníkir harmonikkuleik. Jólaskóli verður fyrir börnin á sunnudag í Fjörugarði frá kl. 13-14 og dagskrá verður til klukkan 18, m.a. syngur barnakór Flataskóla og kraftakarlar koma í heimsókn. Markaður er opinn alla dagana frá 14-18 og fastir liðir í Jólabæ eru m.a. pakkasöfnun Friðar 2000, sér- stakt pósthús, jólabakarí, hestaferð- ir og jólasveinasmiðja. Skemmtun til styrktar börnum í Mið-Ameríku HALDIN verður skemmtun í Há- skólabíói laugardaginn 12. desem- ber kl. 15 til styrktar SOS-barna- þorpunum í Mið-Ameríku. Þar munu skemmta hljómsveitirnar Un- un, Súkkat, Jagúar og Magga Stína og sýrupolkahljómsveitin Hringir ásamt Radíusbræðrum og Hall- gi-ími Helga. Söfnunarreikningur hefur verið opnaður í Landsbankanum nr. 0115-26-5002. Fyrirlestri frestað Pósturinn prófar raf- magnsbíl ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur nú til reynslu rafmagnsbíl frá bfla- umboðinu Jöfri. Pósturinn er með á þriðja tug bfla í umferðinni á hverjum degi og vill leggja sitt af mörkum í umhverfis- og náttúru- vernd. Bíllinn sem hér um ræðir er af gerðinni Peugeot Part ner. Hann hefur um 600 kg burðargetu, rétt eins og bensínbfll af sömu stærð og hefur svipaða hröðun frá 0 upp í 50 km hraða. Rafmagnsbfllinn getur náð allt að 90 km hraða á klst. og honum á að vera hægt að aka um 100 km á fullum raf- geymi. Miðstöð bflsins er knúin með bensíni og eyðir um 0,3 lítr- um á tólf klukkustundum. Þrátt fyrir að enn sem komið er sé innkaupsverð rafmagnsbílanna umtalsvert hærra en bensínbfla vill Pósturinn skoða hvort hentað gæti að nota slíkan bfl við út- keyrslu á pósti innan stærri bæja þar sem Fyrirtækjaþjónusta Póstsins er rekin, segir í fréttatil- kyninngu. Cj feijmixí jér i(niucitnuiu, u((artrej(inum, feéurh önzLununi ocj ndíthjéfnum í ar! (jjafabort Sýnið sanna umhyggju með gjöf sem styrkir líkama og sál. áönnum meó r jóiaanÁa ff tf f « *• £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.