Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 84

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 84
— KOSTA með vaxta þrepum ($) BCNAUAKBANKINN ^4 BOK MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK fLM [ Mm ] W :| Tillögur meinhluta fjarlaganefndar Framlag til Háskólans . hækkað um ÖNNIJR umræða um fjárlagafrum- varpið fer fram á Alþingi í dag og er ljóst að breytingartillögur meiri- hluta fjárlaganefndar fyrir árið 1999 nema samtals 1.750 milljónum króna til hækkunar. Meðal tillagna má nefna 54 milljóna króna hækkun á framlagi til Háskóla íslands. Minnihluti fjárlaganefndar leggur til breytingar á fjárlögum sem nema um 781 milljón króna. 54 milljomr í tillögum meirihluta er einnig gert ráð fyrir 35 milljóna króna framlagi til undirbúnings þátttöku Islands í heimssýningunni í Hannover í Þýskalandi árið 2000. í tillögu minnihluta er gert ráð fyrir að 245 milljónir verði veittar til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og 467 milljónir til lífeyristrygginga. ■ Nemur samtals/10 Morgunblaðið/Golli Taumlaust ausandi úrhelli EKKI er verra að vera með regn- hlíf í því ausandi vatnsveðri sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Og gott að geta skotist bæjarleið í strætó þegar úrhellið keyrir úr hófi. Eitthvert uppihald er hugsanlega framundan en kannski er samt vissara að hafa regnhlífina innan seilingar. Frumvarp riTdsstjórnarinnar til breyt- inga á lögum um stjórn fískveiða Afnám lírelding- ar gæti leitt til málshöfðunar HUNDRUÐUM milljóna króna hefur verið varið síðustu misseri í kaup á úreldingarrétti og gæti af- nám úreldingarreglna, eins og gert er ráð fýrir í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar til breytinga á lögum um fiskveiðistjórn, haft í fór með sér málshöfðun á hendur ríkinu. Krist- ján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir mjög mikilvægt að úreldingar- ákvæði laganna skuli afnumið og nú verði endumýjun flotans með eðli- iegum hætti. Fyrirhugaðar breytingar á lög- um um fiskveiðistjórn munu vænt- anlega ekki breyta miklu í fisk- veiðistjórnuninni, en einhver fjölg- un í flotanum er líkleg og verð á gömlum skipum mun væntanlega lækka. Breytingar á lögunum hafa í fór með sér aðgang allra, sem eiga haf- fært skip, að veiðileyfi og þar með veiðum úr tegundum utan kvóta og leyfi til að kaupa aflaheimildir. Ekki er búist við að verð á leigukvóta eða varanlegum heimildum muni hækka frá því sem nú er þar sem það þykir komið langt yfir þau mörk sem við- ráðanleg eru. Smábátaflotinn fer allur inn í afiahlutdeildarkeríi og aukast þá möguleikar á hagræðingu innan þess. Líklegt þykir að verð á núverandi sóknardagabátum lækki verulega en verð á bátum með þorskaflahámark gæti hækkað. Óttast að stækkun flotans leiði til lakari Iífskjara Skiptar skoðanir eru um frum- varp ríkisstjórnarinnar, en ýmsir útgerðarmenn telja frumvarpið ekki breyta miklu fyrir greinina í heild. Þeir óttast þó að stækkun fiski- skipaflotans leiði til óhagkvæmni og lakari lífskjara. „Hættan felst í því að flotinn stækki meira en æskilegt er og þá verður dýrara að sækja fiskinn í sjónum. Þá verður heildar- afkoma greinarinnar lakari og þar með versna lífskjörin í landinu," segir Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna frumvarpsins um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, eink- um þeim ákvæðum sem snúa að út- gerð smábáta. Verði það að lögum muni það hafa alvarlegar afleiðing- ar fyrir strandbyggðirnar og skapa meiri vanda en því er ætlað að leysa. ■ Misjöfn/12 ■ Óæskileg/20 ■ Hjálpar ekki/22 Greiðslur EFTA-ríkja í þróunarsjöð ESB ■Fundur með fram- kvæmda- stjórn ESB HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti fund með fulltrúum Noregs og Liechtenstein í gær um greiðslur EFTA-ríkja í þróunarsjóð Evrópusambandsins, sem styrkt hef- ur fátækari svæði innan Evrópusam- bandsins. Hann sagði að á fundinum hefði „hiifist undirbúningur fyrir frekari viðræður við Evrópusambandið um málið og væri ráðgert að halda fund með fullti-úum framkvæmdastjórnar ESB bráðlega. Tekur tíma að finna viðunandi lausn „Þar liggur að baki sameiginlegur undirbúningui' þessara ríkja. Það er þó ekki fyrr en slíkur fundur hefur verið haldinn að við getum lagt mat á framhald málsins,“ sagði Halldór. Hann kvaðst ekki eiga von á niður- stöðu í málinu á fyrsta fundi heldur T^æri líklegra að einhvern tíma tæki 4Íð finna viðunandi lausn. Hann sagði að afstaða Norðmanna og Liechtensteinbúa til þessa máls væri í öllum megindráttum samhljóða afstöðu íslenskra stjómvalda. Að- stæður væru þó að nokkru leyti mis- jafnar í þessum löndum og taka yrði tillit til þess. „Vandamálið er gagn- JBFart löndum Evrópusambandsins en ekki innbyrðis milli EFTA-ríkjanna.“ Mikil fjölgun útlendinga sem veitt er dvalarleyfí skv. tölum Utlendingaeftirlitsms 24 sóttu um hæli sem flóttamenn á þessu ári FJÖLDI útlendinga sem sækja um hæli á Islandi sem pólitískir flótta- menn hefur margfaldast á þessu ári samanborið við undangengin ár. Alls sóttu 24 útlendingar um hæli hér á landi á íyrstu ellefu mánuðum ársins en voru sex á síð- asta ári og fjórir árið 1996. Skv. tölum Útlendingaeftirlitsins hefur útlendingum sem veitt hefur verið dvalarleyfi hér á landi fjölgað veru- lega á síðustu tveimur til þremur árum. Samtals voru veitt 2.733 dvalar- leyfi á síðasta ári og frá 1. janúar til 1. desember á þessu ári hafa 2.586 útlendingar fengið dvalar- leyfi hér á landi. Til samanburðar voru að jafnaði gefín út rúmlega 1.600 dvalarleyfi á ári á árunum 1992-1995. Farandverkamenn íjölmennastir Fjölmennustu hóparnir sem fengið hafa dvalarleyfí á árinu koma frá Póllandi, ríkjum fyri'ver- 2.120 hafa sótt um kvóta EKKERT lát er á umsóknum sem berast til sjávarútvegs- ráðuneytisins um veiðileyfi og kvóta og höfðu 2.120 umsóknir borist síðdegis í gær. í gær bár- ust ráðuneytinu rúmlega 600 umsóknir og síminn þar þagn- aði ekki þegar fólk leitaði eftir upplýsingum um hvernig ætti að bera sig að við umsóknirnar. andi Júgóslavíu, ríkjum fyrrver- andi Sovéti-íkja, Taílandi, Filipps- eyjum og Bandaríkjunum. Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Útlendingaeftirlitsins, segir að flestir sem hingað koma séu far- andverkamenn. Meginskýi'ingarn- ar á þessari aukningu felist í skipu- legum flutningi vinnuafls til lands- ins í góðærinu. Margir eru áhyggjufullir „Við erum í sömu stöðu í dag og Norður-Evrópulöndin voru þegar þau fluttu inn farandverkafólk á árunum fram yfir 1970. Nú erum við að flytja inn mikið vinnuafl til landsins en einnig er um að ræða fjölda fólks sem ekki telst til far- andverkafólks en stefnir á varan- lega búsetu hér á landi. Margir hafa áhyggjur af þeim stöðu sem getur komið upp þegar efnahagslíf- ið fer niður á við næst og atvinnu- leysi færist aftur í aukana. Þá er hætta á að hér komi fram sama neikvæðni gagnvart útlendingum og við sjáum í öðrum löndum Norð- ur-Evrópu. Við verðum varir við að þetta er áhyggjuefni margi-a út- lendinga sem hér búa,“ segir hann. Jóhann segir að skýringin á íjölgun þeirra sem sækja um hæli á Islandi sé að hluta til sú að stjórn- völd í nágrannalöndunum hafi ver- ið að herða bæði sína löggjöf og framkvæmd hennar gagnvart hæl- isleitendum. „Þegar það blasir svo við þessu fólki að það á að senda það heim reynir það fyrir sér ann- ars staðar, meðal annars hér á Is- landi,“ segir Jóhann. ■ Tæp 2.600/42 ---------------- Mældist á 108 km hraða á Hringbraut LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði í gær ökumanns sem mælst hafði á 108 kílómetra hraða á austurleið á Hringbrautinni á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ökumaðurinn, sem var á kraft- miklum Mercedes Benz, komst und- an lögreglunni í Þingholtunum. Kall- að var eftir aðstoð fleiri lögi-eglubíla og eftir stutta leit fannst bíllinn í hverfinu yfirgefinn. Mannsins var enn leitað þegar Morgunblaðið fór í prentun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.