Morgunblaðið - 20.12.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 20.12.1998, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukning atvinnuleysis var 2,6% milli mánaða ATVINNULAUSUM á landinu í nóvember fjölgaði í heild að meðaltali um 2,6% frá því í októbermánuði sl. eða um 70 manns, en fækkaði um 28,6% frá því í nóvember í fyrra eða um 1.148. At- vinnuleysið jókst hlutfallslega mest á Austurlandi og næstmest á Vest- urlandi, en er hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra. Atvinnuleysi minnkaði hins vegar lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesj- um. Atvinnuleysisdagar í nóvem- bermánuði sl. voru skráðir tæplega 62 þúsund, sem jafngildir því að 2.858 manns hafí að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Par af voru 1.097 karlar og 1.761 kona og jafngilda þessar tölur 2,2% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar, eða 1,5% hjá körlum og 3,1% hjá konum. Atvinnuleysi kvenna minnkaði hins vegar um 1,6% en atvinnuleysi karla jókst um 10,1% milli mánaða. Þannig fækkaði atvinnulausum konum að meðaltali um 27 á landinu öllu, en atvinnu- lausum körlum fjölgaði um 97. • -■ '■■■' . g| / Cjerð undir borðplötu H-82-87, B-60, D-57. Ryðfrítt innra byrði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki). Hægt að lækka efri grind með einu handtaki fjórfalt vatnsöryggiskerfi. Mjög hljóðlát aðeins 47db (re 1 pW). TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri Hægt að stilla start-tíma allt að 12 klst. fram í tímann. Sjálfvirk hurðarbremsa. 12 manna stell. 5 kerfi. Hvað er TURBO þurrkun? f þurrkkerfinu blæs vélin út heitri gufunni sem hituð er upp af hitaelementinu. Hin fullkomna þurrkun. Út er komin Kvískerjabók Rit um rann- sóknarstörf Gísli Sverrir Árnason * T ER komið ritið Kvískerjabók sem tekið er saman til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum. Fjöldi greina er í bókinni eftir einstaklinga sem kynnst hafa Kvískerja- heimilinu og átt samstarf við ábúendur þar, sem eru bræðurnir Sigurður, Helgi og Hálfdán Björns- synir, sem búa á Kvískerjum. Einnig er fjallað í ritinu um systkini þeirra sex og foreldra þeirra. Forseti íslands heiðrar systkinin með ávarpi fremst í bókinni. En við spyrjum ritstjóra Kvískerjabókar, Gísla Sverri Arnason, um hvað helst er fjallað í ritinu. Það er einkenni á ritinu Kvískerjabók hversu fjölbreytt efni er í því. Þar eru greinar um náttúruvísindi, jarðfræði, jökla- fræði, plöntur og fugla. En auk þess era greinar sem rekja sögu Kvískerja og segja frá samskipt- um og kynnum einstakra höfunda af Kvískerjaheimilinu. - Hvers vegna er svon a mikið haft við þetta heimili? Astæðan er sú að Kvískerja- systkinin hafa á undanfómum áratugum lagt geysilega mikið af mörkum við rannsóknir á ýmsum sviðum, þó sérstaklega náttúru- fræði og sögu. Þetta rit er gefið út sem viðurkenning á því mikla starfí. - Voru þessi systkini sér- menntuð á þessum sviðum? Nei, Kvískerjasystkdnin, sem voru níu talsins, sjö bræður og tvær systur, voru ekki langskóla- gengin heldur hlutu flest aðeins hina hefðbundnu barnaskóla- fræðslu. Hins vegar má segja að umhverfi það sem þau ólust upp í hafi stuðlað að þessu mikla fræðastarfi sem þau inntu af hendi, einkum bræðumir, sem sérhæfðu sig talsvert hver á sínu sviði. - Hverjir voru foreldrar þess- ara systkina? Þau hétu Björn Pálsson og Þrúður Aradóttir og Björn hafði meðal annars þann starfa í ár- araðir að fylgja ferðamönnum yf- ir Breiðamerkursand og þurfti þá oft að fara á jökli yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þetta og að það er margt í náttúrufari og umhverfi Kvískerja sem er ein- stakt hefur meðal annars átt þátt í þessum mikla vísindaáhuga systkinanna. - Hverjir í systkinahópnum sérhæfðu sigíhverju? Af þeim sem mest hafa skrifað þá er Sigurður Bjömsson sagn- fræðingurinn í hópn- um, Hálfdán Björns- son er náttúm- fræðingurinn og Flosi var alhliða vísinda- maður, auk þess sem hann var altalandi á fjölda tung- umála sem hann stundaði sjálfsnám í. Þessir þrír hafa mest látið frá sér fara á rituðu máli. Hin systkinin hétu Ari, Ingi- mundur, Páll og Helgi, en sá síðasttaldi býr enn á Kvískerj- um, ásamt með Sigurði og Hálf- dáni. Auk þeirra er lifandi Guðrún yngri og býr hún á Skjólgarði á Höfn en látin er Guðrún eldri Bjömsdóttir. -Er bókin eingöngu um vís- indastarf þessara systkina? Nei, þvert á móti. Þarna er birtur fjöldi rannsókna á ýmsum ► Gísli Sverrir Ámason er fæddur 2. okt. 1959 á Höfn í Hornafirði. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1979 og BA-prófi í bókasafns- og sagnfræði 1984 frá Háskóla Islands. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Sýslusafns Austur-Skaftafells- sýslu síðan 1990 en hafði starfað að safnamálum á Hornafirði frá námslokum. Hann hefur skrifað bókina Þó hver einn megni smátt, sem er fyrra bindi af sögu verkalýðshreyfingar Aust- ur-Skaftafellssýslu og er rit- stjóri Kvískerjabókar. Hann er kvæntur Guðrúnu Baldursdótt- ur húsmóður og eiga þau fjögur böm. sviðum eftir marga höfunda og má þar nefna umfjöilun um það hvort dýrið otur sé að finna á Is- landi, rannsókn á Esjufjöllum í Breiðamerkurjökli, rannsóknir á keldusvínum, umfjöllun um friðland í Lónsöræfum og loks er greinargerð um fyrirhugaða rannsóknarstöð sem á að byggja á Kvískerjum. - Hvað á að rannsaka í þcssari rannsóknarstöð? Það er fyrirhugað að þarna fari fram rannsóknir í náttúru- vísindum og með því sé í raun- inni verið að framlengja þá rannsóknarhefð sem hefur skap- ast á Kvískerjum. Það er um- hverfisráðuneytið sem hefur for- göngu um málið með tilstyrk stofnana eins og Háskóla Islands og Náttúrufræðistofnunar ís- lands auk sveitarfélagsins hér á Homafirði. - Eru í bókinni viðtöl við þessa bræður? Nei, það eru ekki viðtöl við þá en þeir Sigurður, Helgi og Hálfdán leggja allir til efni í bókina en auk þess fjallar Þorsteinn heit- inn Jóhannsson, fyrr- verandi oddviti sem lést núna í haust, á mjög persónulegan hátt um ævi og störf allra systkinanna og for- eldra þeirra. -Eru á einhverjum einum stað aðgengileg rit þessara bræðra? Við útgáfu þessarar Kvískerjabókar var ákveðið að taka saman ritaskrá Kvískerja- bræðra og birtist hún í bókarlok. Umfang hennar sýnir best hvað þeir hafa lagt mikið af mörkum við rannsóknir á fjölmörgum sviðum, einkum í sínu nánasta umhverfi, Kvískerjum og nági-enni þess. „Einstakt um- hverfi stuðlaði að vísinda- áhuga“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.