Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukning atvinnuleysis var 2,6% milli mánaða ATVINNULAUSUM á landinu í nóvember fjölgaði í heild að meðaltali um 2,6% frá því í októbermánuði sl. eða um 70 manns, en fækkaði um 28,6% frá því í nóvember í fyrra eða um 1.148. At- vinnuleysið jókst hlutfallslega mest á Austurlandi og næstmest á Vest- urlandi, en er hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra. Atvinnuleysi minnkaði hins vegar lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesj- um. Atvinnuleysisdagar í nóvem- bermánuði sl. voru skráðir tæplega 62 þúsund, sem jafngildir því að 2.858 manns hafí að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Par af voru 1.097 karlar og 1.761 kona og jafngilda þessar tölur 2,2% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar, eða 1,5% hjá körlum og 3,1% hjá konum. Atvinnuleysi kvenna minnkaði hins vegar um 1,6% en atvinnuleysi karla jókst um 10,1% milli mánaða. Þannig fækkaði atvinnulausum konum að meðaltali um 27 á landinu öllu, en atvinnu- lausum körlum fjölgaði um 97. • -■ '■■■' . g| / Cjerð undir borðplötu H-82-87, B-60, D-57. Ryðfrítt innra byrði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki). Hægt að lækka efri grind með einu handtaki fjórfalt vatnsöryggiskerfi. Mjög hljóðlát aðeins 47db (re 1 pW). TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri Hægt að stilla start-tíma allt að 12 klst. fram í tímann. Sjálfvirk hurðarbremsa. 12 manna stell. 5 kerfi. Hvað er TURBO þurrkun? f þurrkkerfinu blæs vélin út heitri gufunni sem hituð er upp af hitaelementinu. Hin fullkomna þurrkun. Út er komin Kvískerjabók Rit um rann- sóknarstörf Gísli Sverrir Árnason * T ER komið ritið Kvískerjabók sem tekið er saman til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum. Fjöldi greina er í bókinni eftir einstaklinga sem kynnst hafa Kvískerja- heimilinu og átt samstarf við ábúendur þar, sem eru bræðurnir Sigurður, Helgi og Hálfdán Björns- synir, sem búa á Kvískerjum. Einnig er fjallað í ritinu um systkini þeirra sex og foreldra þeirra. Forseti íslands heiðrar systkinin með ávarpi fremst í bókinni. En við spyrjum ritstjóra Kvískerjabókar, Gísla Sverri Arnason, um hvað helst er fjallað í ritinu. Það er einkenni á ritinu Kvískerjabók hversu fjölbreytt efni er í því. Þar eru greinar um náttúruvísindi, jarðfræði, jökla- fræði, plöntur og fugla. En auk þess era greinar sem rekja sögu Kvískerja og segja frá samskipt- um og kynnum einstakra höfunda af Kvískerjaheimilinu. - Hvers vegna er svon a mikið haft við þetta heimili? Astæðan er sú að Kvískerja- systkinin hafa á undanfómum áratugum lagt geysilega mikið af mörkum við rannsóknir á ýmsum sviðum, þó sérstaklega náttúru- fræði og sögu. Þetta rit er gefið út sem viðurkenning á því mikla starfí. - Voru þessi systkini sér- menntuð á þessum sviðum? Nei, Kvískerjasystkdnin, sem voru níu talsins, sjö bræður og tvær systur, voru ekki langskóla- gengin heldur hlutu flest aðeins hina hefðbundnu barnaskóla- fræðslu. Hins vegar má segja að umhverfi það sem þau ólust upp í hafi stuðlað að þessu mikla fræðastarfi sem þau inntu af hendi, einkum bræðumir, sem sérhæfðu sig talsvert hver á sínu sviði. - Hverjir voru foreldrar þess- ara systkina? Þau hétu Björn Pálsson og Þrúður Aradóttir og Björn hafði meðal annars þann starfa í ár- araðir að fylgja ferðamönnum yf- ir Breiðamerkursand og þurfti þá oft að fara á jökli yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þetta og að það er margt í náttúrufari og umhverfi Kvískerja sem er ein- stakt hefur meðal annars átt þátt í þessum mikla vísindaáhuga systkinanna. - Hverjir í systkinahópnum sérhæfðu sigíhverju? Af þeim sem mest hafa skrifað þá er Sigurður Bjömsson sagn- fræðingurinn í hópn- um, Hálfdán Björns- son er náttúm- fræðingurinn og Flosi var alhliða vísinda- maður, auk þess sem hann var altalandi á fjölda tung- umála sem hann stundaði sjálfsnám í. Þessir þrír hafa mest látið frá sér fara á rituðu máli. Hin systkinin hétu Ari, Ingi- mundur, Páll og Helgi, en sá síðasttaldi býr enn á Kvískerj- um, ásamt með Sigurði og Hálf- dáni. Auk þeirra er lifandi Guðrún yngri og býr hún á Skjólgarði á Höfn en látin er Guðrún eldri Bjömsdóttir. -Er bókin eingöngu um vís- indastarf þessara systkina? Nei, þvert á móti. Þarna er birtur fjöldi rannsókna á ýmsum ► Gísli Sverrir Ámason er fæddur 2. okt. 1959 á Höfn í Hornafirði. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1979 og BA-prófi í bókasafns- og sagnfræði 1984 frá Háskóla Islands. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Sýslusafns Austur-Skaftafells- sýslu síðan 1990 en hafði starfað að safnamálum á Hornafirði frá námslokum. Hann hefur skrifað bókina Þó hver einn megni smátt, sem er fyrra bindi af sögu verkalýðshreyfingar Aust- ur-Skaftafellssýslu og er rit- stjóri Kvískerjabókar. Hann er kvæntur Guðrúnu Baldursdótt- ur húsmóður og eiga þau fjögur böm. sviðum eftir marga höfunda og má þar nefna umfjöilun um það hvort dýrið otur sé að finna á Is- landi, rannsókn á Esjufjöllum í Breiðamerkurjökli, rannsóknir á keldusvínum, umfjöllun um friðland í Lónsöræfum og loks er greinargerð um fyrirhugaða rannsóknarstöð sem á að byggja á Kvískerjum. - Hvað á að rannsaka í þcssari rannsóknarstöð? Það er fyrirhugað að þarna fari fram rannsóknir í náttúru- vísindum og með því sé í raun- inni verið að framlengja þá rannsóknarhefð sem hefur skap- ast á Kvískerjum. Það er um- hverfisráðuneytið sem hefur for- göngu um málið með tilstyrk stofnana eins og Háskóla Islands og Náttúrufræðistofnunar ís- lands auk sveitarfélagsins hér á Homafirði. - Eru í bókinni viðtöl við þessa bræður? Nei, það eru ekki viðtöl við þá en þeir Sigurður, Helgi og Hálfdán leggja allir til efni í bókina en auk þess fjallar Þorsteinn heit- inn Jóhannsson, fyrr- verandi oddviti sem lést núna í haust, á mjög persónulegan hátt um ævi og störf allra systkinanna og for- eldra þeirra. -Eru á einhverjum einum stað aðgengileg rit þessara bræðra? Við útgáfu þessarar Kvískerjabókar var ákveðið að taka saman ritaskrá Kvískerja- bræðra og birtist hún í bókarlok. Umfang hennar sýnir best hvað þeir hafa lagt mikið af mörkum við rannsóknir á fjölmörgum sviðum, einkum í sínu nánasta umhverfi, Kvískerjum og nági-enni þess. „Einstakt um- hverfi stuðlaði að vísinda- áhuga“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.