Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Olafur Gottskálksson stendur sig vel í marki Hibernian Hafði gott af mótlæti og mikilli niðursveiflu Wenger vill yfir- gefa Highbury Ólafur Gottskálksson hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í marki Hibernian, sem er efst í 1. deild skosku ------------------7-------- knattspyrnunnar. I samtali við Steinþór Guðbjartsson kom fram að markvörður- inn er tilbúinn að leika með landsliðinu á ný verði óskað eftir því. Olafur Gottskálksson og samherjar í Hibemi- an voru með sex stiga forystu í 1. deild skosku knattspyrnunnar fyrir leiki helgarinnar og hafa sett stefnuna á að endurheimta sætið í úrvalsdeildinni. Liðið hafði leikið 19 leiki og var með 41 stig, hafði aðeins tapað tveimur leikjum. „Við höfum leikið á annan tug leikja í röð án taps og unnið nokkra leiki í röð, en allt hefur verið upp á við frá byrjun keppnistímabilsins,“ sagði Olafur við Morgunblaðið. Barðist fyrir stöðunni Olafur gerði samning við Hibs sumarið 1997 og gildir hann út júní 2000. Hann lék 16 fyrstu leik- ina í úrvalsdeildinni í fyrra en missti mark- mannsstöðuna um áramótin. „Eg fékk stöðuna aftur í byrjun febrúar á þessu ári og fór því frá Kýpur þar sem ég var með landsliðinu. Síðan var Alex McLeish ráðinn knattspyrnustjóri og hann kom með nokkra nýja leikmenn með sér, meðal annars markvörðinn Bryan Gunn. McLeish sagði við mig á liðinni ver- tíð að ég væri ekki inni í myndinni en mótlætið herti mig. Eg lagði gífurlega mikið á mig innan sem utan vallar á undirbúningstímanum, ætlaði að sanna að hann hefði haft rangt fyrir sér og gæti notað mig. Eg ætlaði mér að komast í liðið en gengi það ekki upp ætlaði ég að vera vel búinn undir það að reyna mig hjá öðru liði. Síðan var Bryan Gunn svo óheppinn að meiðast og því fékk ég tækifærið. Eg greip það, álit McLeish á mér hefur breyst smátt og smátt og hann hefur orðið æ jákvæðari í minn garð. Eg hef spilað jafn vel frá byrjun og er mjög sáttur við frammistöðuna til þessa. Eg lék alla sjö leikina á undirbúnings- tímanum, hef ieikið alla leikina í deildinni og þrjá bikarleiki. Með öðrum orðum hef ég haldið stöð- unni og hef hug á að halda henni áfram.“ Markvörður númer eitt Jason Gardiner, sem er 25 ára, var þriðji markvörður Hibs þar til í ár að hann hefur verið varamarkvörður hjá Ólafi. Auk þess er félagið með tvo yngri markverði. Gunn er ekki tilbúinn og þar sem Ólafur hefur staðið sig vel, virðist veldi hans ekki ógnað. „Stjórinn hefur sagt í fjölmiðlum að ég sé markvörður númer eitt. Reyndar var hann að leita að öðr- um markverði um daginn og fékk varamarkvörð Mónakó til okkar til reynslu, sagði að hann væri góður varamarkvörður lyrir mig ef ég meiddist, en hann fór fljótlega aft- ur. Bryan Gunn lenti í slæmum meiðslum og þó að hann æfi á fullu með okkur er hann ekki orðinn nógu góður. Hann er orðinn 35 ára og mikill skrokkur en íyrir vikið á hann erfitt með að ná sér á strik eftir að hafa verið eins lengi frá og raun ber vitni.“ Hibs á nú þrjá leiki í röð á heimavelli, við Clydebank, Ayr United og Raith Rovers, en vann Falkirk, sem er í öðru sæti, 2:1 um liðna helgi. „Við erum með góða forystu og stefnum upp,“ sagði Ólafur, sem hefur fengið góða dóma. „Hvað sjálfan mig varðar er allt miklu bjartara en það var á seinni hluta síðasta tímabils og fyr- ir líðandi tímabil en þetta er gott ÓLAFUR Gottskálksson hefur staðið sig vel í marki Hibernian í 1. deild skosku knatt- spyrnunnar á tímabilinu. ARSENE Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segist óttast að haldi Arsenal áfram að halda tryggð við Highbury muni félagið helt- ast úr lest bestu liða í Englandi. Ástæðan er sú að félagið verður af miklum tekjum vegna þess að völlur- inn getur aðeins tekið 38.000 áhorfendur í sæti, sem er mun minnna en t.d. heimavöllur Manchester United tekur. „Mín skoðun er sú að félagið eigi að bjóða upp á völl sem tekur 60.000 áhorfendur, það er ekki mögulegt á Highbury. Fé- lagið á ekki möguleika á að stækka völlinn.“ Forráða- menn Manchester United hafa í hyggju að stækka áhorfendasvæðin við völl sinn, Old Trafford, þannig að hanh rúmi 67.000 áhorf- endur í sæti. Slíkt færir fé- laginu gríðarlegar tekjur til viðbótar því færri áhorfend- ur en vilja komast á leiki liðsins. Núna rúmar Old Trafford 55.000 áhorfendur. Sama vandamál er upp á teningnum hjá Arsenal. Vegna þess að Highbury- völlurinn tekur svo fáa áhorfendur ákvað stjórn Ar- senal að Ieika heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu í haust á Wembley. Það hitti svo sannarlega í mark og um 75.000 áhorfendur mættu að meðaltali á hvern heimaleik liðsins. Það skil- aði félaginu um leið um 170 milljónum króna í tekju- aukningu af hveijum leik. Árangur liðsins var hins vegar ekki nógu góður og liðið komst ekki áfram. Wenger telur að ein ástæð- an sé sú að leikmenn séu ekki vanir að leika á stórum leikvelli og nauðsynlegt sé, ætli það sér í fremstu röð, að leika sem oftast á stórum velli. Slíkt sé einn liður í að byggja upp stórlið á evr- ópskan mælikvarða. Arsenal hefur verið neitað um aukið land til þess að stækka völl sinn í Lundún- um. Rætt hefur verið um að byggja nýjan völl annað hvort í Kings Cross eða jafn- vel í Milton Keynes. dæmi um að hlutimir eru fljótir að breytast í knattspymunni." Karfan kæfð í fæðingu Ólafur er ekki aðeins góður er ekki aðeins markvörður heldur hefur hann þótt öflugur körfuknattleiksmaður. Þetta spurðist út í Edinborg í sum- arbyijun og lið í borginni hafði áhuga á að fá kappann en mark- vörðurinn var ekki sama sinnis. „Það stóð aldrei til að fara í körf- una. Liðið frétti að ég hefði spilað 20 landsleiki, túlkuðu það sem A- landsleiki en ekki unglingalands- leiki, sem um var að ræða. Menn héldu að ég væri mikil körfubolta- stjarna en ég kæfði þessar hug- myndir í fæðingu. Þetta var á net- inu en við hjá Hibs tókum þessu bara sem gríni.“ Ólafur er kvæntur Mörtu Guð- mundsdóttur, fyrrverandi lands- liðskonu í körfuknattleik, og eiga þau dótturina Andreu Björt, sem er þriggja ára. „Lið héma hafa sóst mikið eftir því að fá hana til liðs við sig en hún hefur haft um annað að hugsa, er meðal annars í fjamámi við Kennaraháskóla Is- lands.“ Tilbúinn í iandsliðið Sem fyrr segir var Ólafur með landsliðinu í æfingaferð á Kýpur þegar hann fór til Skotlands til að spila með Hibs. Birkir Kristinsson var þá kallaður til Kýpur og hefur verið landsliðsmarkvörður síðan en Ólafur hefur ekki verið valinn í hópinn aftur. „Eins og staðan er núna hugsa ég fyrst og fremst um að standa mig héma úti. Á meðan ég geri það hlýt ég að vera hæfur til að spila með landsliðinu þegar það þaif á mér að halda. Aðalatriðið er að standa mig í starfinu og gangi það vel vona ég að ég fái aftur tækifæri með landsliðinu. Þetta leit ekki vel út á tímabili en ég hef lært mikið af því að hafa lent í mikilli niður- sveiflu og mótlæti. Það er góð reynsla." Engquist á bobbsleða SÆNSKA hlaupakonan Lud- milla Engquist, sem sigraði í 110 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996, hefur í hyggju að keppa á tveggja manna bobbsleða á vetrarleikunum í Salt Lake City 2002. „Ég hef mikla trú á að ég geti sigrað og hversu margir hafa fengið gull, bæði á sumar- og vetrarleikum?" sagði hin rússneskættaða Engquist. Það gæti auðvitað verið gaman fyrir hana að sigra á vetrarólympíuleikunum, en fyrst þarf alþjóða ólympíu- nefndin að heimila konum að keppa á bobbsleðum á leikun- um. Engquist segir að sig vanti einhvern til að vera með sér og vill helst fá skíðakon- una Pernillu Wiberg. „Hún væri fullkomin í þetta. Hún hefur kraftinn sem til þarf og svo veit hún allt um hóla og brekkur,“ segir Engquist. Wi- berg virðist einnig hafa nokkurn áhuga: „Ég er viss um að við gætum náð langt, en við verðum að sjá til. Ég verð að finna einhvern tíma til að æfa þetta,“ sagði hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.