Morgunblaðið - 20.12.1998, Side 22
22 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL UMSKIPTI
bjartsýnina
að leiðarljósi
0ksfjord er höfuóstaóurinn í Loppa-héraöi
í Noróur-Noregi. í héraóinu búa um 1.450
íbúar. Fram á miójan þennan áratug var
þar allt í kaldakoli, atvinnuleysi, fólksflótti
og vonleysi. Svo varó vióhorfsbreyting.
Guðni Einarsson heimsótti 0ksfjord þar
sem allt er nú á uppleiö, störfum fjölgar
og bjartsýnin ræóur. íslendingar eiga ekki
minnstan þátt í breyttu atvinnuástandi.
0KSFJORD er lítið sjávar-
þorp undir brattri fjallshlíð.
Um miðjan desember grám-
ar fyrir degi um hádegið, annars er
þar svarta myrkur, enda bærinn ná-
lægt 71°N - um 300 km
norðan við heimskauts-
baug.
Greinarhöfundur var
í hópi norrænna frétta-
og blaðamanna sem
sótti námsstefnu í
Finnmörku um miðjan
desember. Viðfangs-
efnið var hvernig fólk
kemst af á norðurslóð-
um. Stjórnendur ráð-
stefnunnar voru dr.
Sigrún Stefánsdóttir,
rektor Norrænu blaða-
mannamiðstöðvarinnar
í Árósum, og Magne
Kveseth frá Norrænu
uppiýsingamiðstöðinni
í Alta í N-Noregi. Pað þótti sérstök
ástæða til að heimsækja þennan
litla bæ þar sem tekist hefur að
snúa neikvæðri byggðaþróun í já-
kvæða.
Eftir fimm stundarfjórðunga sigl-
ingu frá Alta lagði hraðbáturinn
Mjánes að bryggju í 0ksfjord. Ame
Dag Isaksen oddviti sveitarstjóm-
arinnar og Jostein Stordal skrif-
stofustjóri tóku á móti hópnum og
sögðu frá ævintýrinu sem er að ger-
ast þarna við ysta haf.
Isaksen sagði að þama væri að
skapast fjölþjóðlegt
samfélag, íri stjómar
nýrri fiskifóðurverk-
smiðju og íslensk kona
hans rekur matvöra-
verslun í bænum. Pá
era rússneskir togarar
aufúsugestir, en þeir
landa fiski hjá fyrir-
tæki sem er í eigu ís-
lendinga og stýrt af Is-
lendingi.
Hörmungarár aö baki
A árum áður var at-
vinnulífið í Oksfjord
mjög einhliða, á 7. ára-
tugnum unnu t.d. nær
allir sem vettlingi gátu
valdið hjá síldarverksmiðjunni í
bænum. Verksmiðjan var sóðaleg
og byggðarlagið líka, að sögn
Isaksens. Svo hallaði undan fæti í
síldinni og árið 1995 var ástandið
orðið mjög dapurlegt í 0ksfjord. At-
vinnulífið í rúst, gjaldþrot og upp-
sagnir dundu yfir með tilheyrandi
atvinnuleysi. Unga fólkið flykktist í
burtu. Pað var óróleiki meðal fólks-
ins sem eftir var og heilsufarið
versnaði. Stjórnun sveitarfélagsins
var í molum. Samstarf flokka í
sveitarstjórn splundraðist og öll for-
ysta lamaðist í raun. Sveitarfélagið
fékk mjög neikvæða umfjöllun í fjöl-
miðlum, almennt ríkti vonleysi um
framtíð byggðarinnar í Loppa.
Fjöldasöngur
í bæjarstjórn
„Petta er lítið sveitarfélag og allir
þekkja alla, þegar fólk hittist talaði
það gjarnan á neikvæðu nótunum,
enda var sveitarfélagið í fríu falli, ef
svo má segja,“ sagði Isaksen. „Pað
þurfti að grípa til einhverra ráða.
Við stofnuðum það sem við kölluð-
um Loppa-teymið og brugðum á
ýmis ráð til að breyta andrúmsloft-
inu. Til dæmis byrjuðum við bæjar-
stjómarfundina með fjöldasöng.“
Pað var meðvitað reynt að opna
allt stjómkerfi sveitarfélagsins og
kynna fólki innviði atvinnulífsins
svo það vissi hvaðan tekjumar
kæmu. Ekkert pukur skyldi viðhaft!
Isaksen segir að það hafi verið
nauðsynlegt að nálgast viðfangsefn-
in á óhefðbundinn hátt og að reyna
að finna nýjar leiðir til að brjótast
út úr neikvæðninni sem farin var að
tröllríða öllu. Lögð var áhersla á
samstarf, þvert á stjómmálalegar
girðingar, og að allir hefðu hags-
muni heildarinnar í fyrirrúmi.
Keppt að sama marki
Isaksen segir að það hafi tekist
að slá á sundrangina í forystuliði
sveitarfélagsins. Hann segir að
menn hafi gert sér grein fyrir því að
virkja þyrfti bæði stjórnmálaforyst-
una og embættismenn sveitarfé-
lagsins. Skipulega var gengið í að
setja sveitarfélaginu framtíðar-
markmið. Allir urðu að keppa að
sama marki, til að árangur næðist.
Verkefnum var úthlutað og hlut-
verkum skipt. Það þurfti líka að
byggja upp skilning á því að jafnvel
þyrfti að grípa til óhefðbundinna
lausna.
Isaksen segir að það hafi verið
mikilvægt að forystumenn bæjarins
sýndu einingu út á við og að sveitar-
stjómin veitti ákveðna og styrka
forystu. Pað var líka mikilvægt að
byggja upp trúnað, innan stjóm-
málaforystunnar og gagnvart
starfsfólki sveitarfélagsins. Þetta
nýja traust hafi smitað út frá sér og
virkað hvetjandi á íbúana.
Nýir tímar
Haustið 1996 var andrúmsloftið í
sveitarfélaginu gjörbreytt. Við-
horfsbreytingin varð á öllum svið-
um, jafnt í forystu bæjarins og á
meðal íbúanna, að sögn Isaksens.
Hann segir það hafa verið mikil-
vægt að byggja upp trúnað og
tryggð hjá bæjarbúum, því þeir
skipti allir miklu máli. Til dæmis sé
ræstingakonan ekki síður mikilvæg
en skólastjórinn í barnaskólanum.
Mæti hún ekki í vinnu, þá sé skólan-
um lokað vegna vanþrifa, en kenn-
aramir geti leyst skólastjórann af
um tíma.
Frá þvi umskiptin urðu hefur ríkt
bjartsýni, framkvæmdagleði og trú
á framtíðina í sveitarfélaginu, að
sögn Isaksens. Hann segir að fólki
sé ljóst að það beri sameiginlega
ábyrgð. Menn eru hvattir til að
eignast ft-amtíðarsýn og að þora að
stíga ný skref.
„Petta er sjávarbyggð og byggir
á hinum hefðbundnu atvinnuveg-
Morgunblaðiö/Guðni
0KSFJORD. Fyrir miðri mynd
blasir við ný fóðurverksmiðja
Polarfeed a/s. Við bryggjuna
fjær til hægri er athafnasvæði
Loppa Fisk a/s.
um,“ segir Isaksen. „En það þurfti
að uppgötva nýja vaxtarmöguleika
og skoða hvar tækifærín lágu.“
Leifarnar af síldarverksmiðjunni
voru hreinsaðar burt og þar skapað-
ist nýtt athafnasvæði á besta stað
við höfnina. Einnig var leitað nýrra
leiða í sambandi við sjávarútveginn.
Farið var að veita flutningsstyrki til
ungs brottflutts fólks sem vildi snúa
aftur heim og fá sér vinnu. Skilyrði
var að fólkið væri ekki atvinnulaust
annars staðar.
Samstarf innan héraðsins var eflt
og einnig efnt til nánara samstarfs
við önnur héruð í Finnmörku.
Möguleikar til opinberra styrkja
vora kannaðir og nýttir. Það skyldi
enginn ætla að þetta hafí gengið
þrautalaust fyrir sig. Isaksen segir
að þrotlaus vinna liggi að baki, bæj-
arfulltrúarnir og starfsfólk bæjar-
ins hafi lagt nótt við dag.
Stóraukin fjárfesting
Isaksen segir að sveitarfélagið
hafi lagt út alls 230 milljónir ís-
lenskra ki'óna til að hvetja til fjár-
festingar. Þar með er talin lóð undir
laxafóðurverksmiðju, lagfæring á
hafnaraðstöðu og fleira. Sveitarfé-
lagið fékk um 200 milljónir til baka,
m.a. frá ríkinu og fylkinu, þannig að
bein útgjöld era um 30 milljónir ís-
lenskra króna. Pessar aðgerðir hafa
orðið til þess að náðst hafa fjárfest-
ingar upp á um 1,2 milljarða ís-
lenskra ki’óna inn í sveitarfélagið.
Þannig hafa skapast og era að
verða til um 400 ný störf í þessu
1.450 manna byggðarlagi. Svo hröð
er atvinnuuppbyggingin að til
greina kemur að hefja reglulegar
ferðir með vinnuafl frá Alta til 0ks-
fjord.
Það þarf líka að huga að velferð
fólksins. Pað era ekki margir af-
þreyingarmöguleikar í 0ksfjord
sem stendur, en Isaksen segir að
bókasafnið sé mikið notað!
Umbreytingin í 0ksfjord er rétt
upphaf þess sem koma skal, ef
marka má Isaksen bæjarstjóra.
Hann segir að áfram þurfi að hvetja
til enn meiri fjölbreytni í atvinnulíf-
inu og styrkja búsetuna í sveitarfé-
laginu. Það sé mikilvægt að stuðla
að því að lykilfólk haldist í plássinu.
Einnig þurfi að laða að hæft vinnu-
afl og fjárfesta sem reiðubúnir eru
að taka áhættu með hagnaðarvon í
huga. ►
ARNE Dag Isaksen