Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ heilræðavísur. En við fáum líka vörur frá útlöndum, t.d. frá Bret- landi, Belgíu og Frakklandi sem búa til trúarlegar vörur. Einnig flytjum við inn nokkuð af vörum frá Bandaríkjunum." Hver ætli sé vinsælasta varan í búðinni? „Mjög mikið af því sem keypt er hér snýst um bænalíf barna - ekki síst í jóla- versluninni. Þar á ég við bænabæk- ur, barnabiblíu, bænir og heilræða- vísurnar í römmum og englastytt- ur. Englamir era hér sem betur fer yfir og allt um kring. Ekki má gleyma krossunum og helgimynd- unum. Við flytjum og inn íkona frá listagalleríi í Belgíu. Þeir eru ekki handmálaðir en vandaðir eigi að síður.“ Skilar verslunin kirkjunni hagnaði? „Kirkjuhúsið styður mjög vel við Skálholtsútgáfuna. Þetta er forlagsverslun útgáfunnar og hún er henni mjög nauðsynleg. Venju- legar bókabúðir setja kirkjulegar bækur oft „neðan nafla og ofan hnés“ í hillur. Það er mjög mikil- vægt fyrir kirkjuna að hafa kristi- lega bókabúð, ekki síst hérna við Laugaveginn. Þar er hægt að nálg- ast allar kristilegar bækur sem gefnar hafa verið út og líka úrval af erlendum bókum um kristilegt efni á einum stað. Það er ómetanlegt fyrir Skálholtsútgáfuna að hafa þessa verslun fyrir bækur sínar. Þetta er blönduð verslun og það eru einu verslanirnar sem ganga á íslandi í dag. Kirkjuhúsið með vör- ur sínar og bækur gerir Skál- holtsútgáfunni kleift að gera allt það sem hún gerir.“ En hvað gerir Skálholtsútgáfan helst? „A þessu ári hefur Skál- holtsútgáfan til dæmis gefið út nýju sálmabókina. Við erum einnig gefa út bækur fyrir organista og bamakóra með trúarlegri tónlist. Við erum að ljúka við að koma í út- gáfu nýrri söngbók fyrir sunnu- dagaskóla, með 170 söngvum og nótum við. I vor gáfum við út bók- ina Börn í sorg eftir séra Sigurð Pálsson sem vakið hefur mikla at- hygli. Einnig gáfum við út aðra bók eftir Sigurð Pálsson sem heitir Börn og bænir. Þá gáfum við út í vor bókina Lifandi kirkja eftir séra Kjartan Jónsson kristniboða. Hún kom út í kjölfar ferða biskups á kristniboðsslóðir í Afríku. Við gáf- um út prósaljóðabók sem séra Jón Bjarman þýddi eftir biskupinn í Stokkhólmi, Caroline Crook. Við erum búin að gefa út mikið efni fyr- ir barna- og æskulýðsstarf í haust. Við sjáum um alla útgáfu fyrir barna- og unglingastarf kirkjunnar. Og við gáfum einnig út bók sem heitir Stund í snatri og einnig jóla- dagatal fyrir leikskóla sem heitir: Pabbi er Guð svartur á nóttunni og hvítur á daginn? Síðan gefum við út kirkjuritið, fréttablaðið Víðförla og ritröð Guðfræðistofnunnar. Loks tvær barnabækur í síðasta mánuði, önnur heitir Hirðir og hundrað kindur og hin heitir Ævintýri frá ýmsum löndum. Einnig prentum við ýmislegt smálegt, svo sem kort sem gefin eru börnum sem heimsækja kirkjur landsins. Hvað með útgáfu næsta árs? „Utgáfa næsta árs er mjög víðtæk. Þar á meðal gefum við út bók fyrir börn sem heitir Framtíðarlandið. í þeirri bók er saga fyrir hvern dag frá 1. desember 1999 til 1. janúar árið 2000. Þetta eru biblíusögur, nýjar sögur frá Norðurlöndum og eldri sögur ainnig. Gert er ráð fyrir að foreldrar eða börnin lesi eina opnu á dag í bókinni þennan tíma. Þetta er barna- og fjölskyldubók Morgunblaðið/Porkell EDDA Möller framkvæmdastjóri í húsakynnum Kirkjuhússins, forlagsverslunar Skálholtsútgáfunna að Laugavegi 31. ingaþjónusta bókasafns - mér dett- ur það stundum í hug. Upplýsinga- hlutverk okkar er orðið svo stórt gagnvart kirkjunum, prestunum og starfsfólki kirknanna. Sem slíkt rekum við þessa verslun - sem for- lagsverslun Skálholtsútgáfunnar. Við útvegum oblátur, kerti, dúka, altarisklæði, rykkilín, sálmabækur og hvað eina. Jafnvel hökla útveg- um við - en erum þó ekki umboðs- menn fyrir slíkt. Við bendum á þá íslensku aðila sem búa til hökla en ef þjónusta þeirra hentar ekki þá útvegum við hökla frá Belgíu og Bretlandi. Stærri kirkjur reyna að kaupa íslenska hökla, en minni kirkjur kaupa oft hökla frá útlönd- um. Þeir íslensku eru yfirleitt tals- vert dýrari í framleiðslu. Við lítum á það sem okkar skyldu að benda á þá íslensku aðila sem búa til hökla, en við lítum einnig á það sem okkar skyldu að útvega þeim kirkjum hökla sem ekki geta keypt þá ís- lensku." En hvaðan skyldi gjafavaran sem verslunin selur vera komin? „Margt af því sem fæst í versluninni er ís- lenskt. Við höfum aðeins þar á boðstólum vörur sem hafa trúarlegt gildi. Sumt látum við gera sjálf, svo sem innrammaðar kvöldbænir og VlÐSKIPn A3V1NNULÍF Á SUMNUDEGI ►Kirkjuhúsið er forlagsverslun Skálholtsútgáfunnar sem hef- ur á undanförnum árum orðið æ umsvifameiri í útgáfu á kristi- legu efni. Edda Möller er framkvæmdastjóri Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfunnar. Hún er fædd 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og var á mennta- skólaárum sínum eitt ár skiptinemi í Sviss. Hún lauk BA prófí í þýsku og sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1984 og hefur verið starfandi hjá Skálholtsútgáfunni frá 1986. Hún hefur verið framkvæmdasljóri Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfunnar frá 1990 en þá voru þessi fyrirtæki kirkjunnar sameinuð. Edda Möller er gift séra Einari Eyjólfssyni fríkirkjupresti í Hafnar- firði og eiga þau tvö börn - son sem heitir Einar Andri og er nemi í Verslunarskóla íslands og dóttur sem heitir Inga Rakel og er nemi við Lækjarskóla í Hafnarfírði. Kirkjuhúsið er búið að vera til frá 1982, fyrst starfaði það á Klapparstígnum. Hlutverk þess er að vera þjónustumiðstöð fyrir kirkjuna og verslun fyrir kirkjulega muni, bæk- ur og fleira,“ segir Edda Möller framkvæmdastjóri Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfunnar í upphafi samtals við blaðamann Morgun- blaðsins. Kirkjuhúsið er forlags- verslun Skálholtsútgáfunnar og er til húsa að Laugavegi 31. Þar inni gefur að líta ýmsa fallega hluti, svo sem kertastjaka af ýmsum stærð- um, krossa áf margvíslegum gerð- um, fjölbreytt úrval bóka og ótal- margt fleira. Að öllu þar inni ólöst- uðu vöktu innrammaðar kvöldbæn- ir einna mestan áhuga blaðamanns. Skilirí þessi eru prýdd myndum af englum og börnum í bland við prentaðar bænimar - myndir sem vekja upp barnslegt trúnaðar- traust, jafnvel í sálum þeirra sem kannski telja sig fyrir margt löngu hafa glatað því. Trúin og allt sem henni fylgir er reyndar þarna yfir og allt um kring - í slíkum mæli að blaðamaður hefði hreint ekki orðið svo undrandi þótt hann hefði mætt þarna einhverri helgri persónu - þótt ekki væri nema Þorláki helga. En áður en til þess kemur býður Edda Möller upp á kaffi og frekari upplýsingar um fyrirtækið inni á skrifstofu sinni. „Það er ekki aðeins að kirkjur landsins geti fengið hér alla þá muni sem yfir- leitt prýða kirkjur heldur útvegum við líka sem útgáfa allt efni sem þarf fyrir innra starf kirkjunnar, svo sem fyrir bama- og æskulýðs- starf, hjónastarf og biblíuleshópa" segir Edda. „Við gefum líka upplýs- ingar um hvar hægt er að nálgast efni, hvar það er að finna. Við erum á margan hátt eins og upplýs- Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hœsta gæðaflokki og prýða pau nú mörg hundruð íslensk heimili. »• 10 ára ábyrgð t*- 12 stœröir, 90 - 500 cm t* Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga f* f* Truflar ekki stofublómin ; SNORRABRAUT 60 Eidtraust Þarf ekki að vökva íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili Skynsamleg fjárfesting Bandalag islenskra skóta Hugheilar þakkir fœri ég sonum mínum og tengdadœtrum, fölskyldu minni og þeim mörgu góðu vinum, sem samglöddust mér á ýmsan hátt á áttatíu ára afmœli mínu í september sl. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og blessun sína á nýju ári. Kær kveðja. Lýdía Pálmarsdóttir, Eskihtíð 5. Verslunin og útgáfan styðia hvort annað eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.