Morgunblaðið - 20.12.1998, Page 38
* 38 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Álífs-
ins leið
Komin er út bókin A lífsins leið þar sem
33 þjóðkunnir menn og konur segja frá
atvikum og fólki sem ekki gleymist.
Bókin er gefín út til styrktar Barna-
spítala Hringsins og forvarnarstarfí
meðal barna. Hér birtist kafli eftir
Magnús L. Sveinsson, formann VR. sem
hann nefnir Það logaði í kvígunni.
MAGNÚS L. Sveinsson er víðsfjarri stjórnmálum og verkalýðspólitík í
frásögn sinni í bókinni Á lífsins leið heldur rifjar hann upp atvik úr
æsku sinni á bænum Uxahrygg á Rangárvöllum.
„Ég geri það í Drottins nafni“
1. maí 1931 rann upp fagur og
bjartur á Rangárvöllum. Vorið var
komið og líf að lifna i gróðri og bú-
peningi í sveitinni. Á jörðinni Uxa-
hrygg var tvíbýli. I suðurbænum
bjuggu ung hjón, Guðbjörg Jóns-
dóttir og Sveinn Böðvarsson.
Sveinn var á vertíð i Vestmannaeyj-
um, eins og jafnan áður, frá því í
janúarmánuði til lokadags, 11. maí,
til að afla heimilinu tekna, en Guð-
björg gætti bús og bæjar. Pau áttu
þrjá drengi, Bjarna Hafstein eins
og hálfs árs, Kristján Grétar fjög-
urra ára og Jón Þórarin sex ára.
Guðbjörg var ófrísk og þennan
bjarta vormorgun tók hún léttasótt-
ina. Á heimilinu voru vinnumaður
og vinnukona. Vinnukonan var send
eftir ljósmóðurinni, þar sem ekki
þótti öruggt að senda vinnumann-
inn í svo mikilvæga ferð. Ljósmóðir-
in, Þórunn Jónsdóttir, var móðir
Guðbjargar og bjó að Ey i Vestur-
Landeyjum. Það var um 15 km leið
eftir ljósmóðurinni, báðar leiðir.
Það var enginn sími og ekki um
annað að ræða en að grípa til hest-
anna. Vinnukonan lagði á tvo bestu
hestana og reið svo hratt sem hún
gat eftir ljósmóðurinni. Þegar
ljósmóðirin renndi í hlaðið á Uxa-
hrygg og snaraðist af baki sveittum
klámum, var drengur fæddur og
ljóst að annað barn var ófætt á leið
inn í þennan heim.
Drengurinn, sem kominn var í
heiminn, var sá sem þetta skrifar.
Húsmóðirin í norðurbænum og
öldiuð tengdamóðir hennar sátu hjá
móður minni á meðan beðið var eft-
ir ljósmóðurinni. Og þegar ég var
fæddur og ljósmóðirin ekki enn
komin, varð ekki hjá því komist að
klippa á naflastrenginn. Það kom í
hlut gömu konunnar úr norðurbæn-
um. Það gerði hún með styrkri
hendi, eftir að hafa sagt stundar-
hátt:
„Ég geri það í Drottins nafni“.
Nokkru seinna fæddist annar
drengur og gekk það allt eðlilega.
Honum var síðar gefíð nafnið Matt-
hías Böðvar.
Móðir mín hafði gengið með
tvíbura án þess að hafa haft fulla
vissu fyrir því. Á þessum tíma
tíðkaðist það ekki að konur færu í
sérstaka skoðun, þó þær væru
bamshafandi, nema veikindi fylgdu
meðgöngunni. Hraustar konur
gengu til flestra verka á
meðgöngutímanum allt fram að
fæðingu.
Þennan vormorgun var móðir
mín skyndilega komin með fimm
drengi og sá elsti var sex ára gam-
all. Faðirinn var í Vestmannaeyjum
og vissi ekki atburði þá sem orðið
höfðu í baðstofunni á Uxahrygg á
þessum fagra vordegi. Daginn eftir
var vinnukonan, sem sótt hafði
ljósmóðurina, send að Hemlu, en
það var eini bærinn í nágrenninu
þar sem sími var, og hringdi hún til
Vestmannaeyja og tilkynnti föður
mínum um ungu vinnumennina tvo,
sem komið höfðu í heiminn deginum
áður. Nærri má geta, að hann hefur
talið dagana fram að fardögum, 11.
maí, en þá var hann væntanlegur
heim frá Vestmannaeyjum.
Eldað og borðað í íjárhúsi
Húsakostur á Uxahrygg var held-
ur fátæklegur eins og viða var á
þessum tíma. Baðstofa, 32 fermetr-
ar, herbergi um 10 fermetrar; í
þessum vistarverum var trégólf. Þá
var eldhús, búr, geymsla og gangur,
allt með moldargólfí. í eldhúsinu
var einn lítill skápur, sem tók
nokkra bolla og glös, og rekkur var
fyrir nokkra diska. Aðrar innrétt-
ingar voru ekki í eldhúsinu. Vatn
var sótt út í læk, vetur sem sumar,
um 200 metra frá bænum. I þeim
læk var gallaþvottur skolaður og
barinn með þvottaklappi, sem var
úr tré og notaður til að berja blaut-
an þvott til að losa ieir og önnur
óhreinindi úr ytri fatnaði. Sum-
arið 1939 var húsakosturinn endur-
bættur og sett trégólf í eldhúsið og
ganginn, eldhússkápur smíðaður og
rennandi kalt vatn lagt inn í eldhús.
Því var dælt með handdælu úr
brunni, sem grafinn hafði verið bak
við bæinn. Á meðan á þessum fram-
kvæmdum stóð var eldunar- og
mataraðstöðu komið fyrir í fjárhúsi,
skammt frá bænum, og var hessían-
strigi hengdur á veggi fjárhússins
að innanverðu til að gera þá vist-
legri meðan á endurbótum á húsa-
kostinum stóð. Það varði lungann úr
sumrinu. Ég hygg að þessi fram-
kvæmd hafi verið ein mesta framfór
sem móðir mín lifði. Nú hafði hún
rennandi vatn inn í eldhúsið, trégólf
í stað moldar og listavel smíðaðan
eldhússkáp, sem tók nærri allt leir-
tauið.
Hnokki seldur fyrir 400 krónur
Til að greiða kostnaðinn af endur-
bótunum á bænum, varð pabbi að
selja besta hestinn sinn, Hnokka,
sem var mikill gæðingur og einn
besti hestur sem hann átti um
ævina. Pabbi var mikill hestamaður
og átti oft mjög góða hesta, sem
hann tamdi sjálfur. Endurbætumar
á bænum kostuðu sitt og peninga
skorti og afkoman leyfði ekki að lán
væri tekið fyrir þessum sérstöku út-
gjöldum heimilisins. Það var bóndi í
Olfusinu, sem keypti Hnokka og
staðgreiddi hann með fjögurhund-
ruð krónum. Þó faðir minn hefði
ekki orð á því, veit ég að hann fann
djúpt til, þegar hann í síðasta sinn
horfði á eftir þessum góða gæðingi
og vini sínum, þar sem hann tölti úr
hlaði undir nýjum eiganda, sem
myndi frá þeim degi njóta hans.
Ég minnist þess ekki að foreldrar
mínir töluðu nokkurntíma um að
þau væru fátæk. Það skorti aldrei
mat og fatnaður var eins og þá
gerðist, vel nýttur og mikið úr ull,
sem var heimaunnin og hélt hita vel
á fólki. Það var auðvitað lítið hægt
að láta eftir sér, því peningarnir
sem komu fyrir afurðirnar á haustin
og það sem faðir minn aflaði á
vertíð í Vestmannaeyjum, fjóra
vetrarmánuði, fóru að mestu til
greiðslu á mat og annarri daglegri
nauðsynjavöru á þessum árum.
Peningar sáust því varla.
Að lesa fyrir prestinn
Við bræðurnir gengum í skóla að
Strönd á Rangárvöllum. Þar var
heimavist. Nemendum var skipt í
tvo aldurshópa og var hvor hópur
einn mánuð í senn í skólanum, eða
samtals fjóra mánuði yfir veturinn.
Skólagangan hófst við 10 ára aldur
og áttu bömin að vera læs þegar
þau komu í skólann. Móðir okkar
kenndi okkur að lesa. Hún notaði
kver, sem var með stóru letri, til að
kenna okkur að þekkja stafína og
komast af stað með að kveða að.
Síðan notaði hún biblíusögur, bók
sem notuð var við kristinfræði-
kennslu í barnaskólanum, til að
þjálfa okkur og ná meiri leikni í
lestrinum. Lestrarkennsla móður
okkar fór jafnan fram í eldhúsinu,
því jafnframt lestrarkennslunni
þurfti hún að huga að eldhúsverk-
unum. Ég minnist þess að eftir að
hún hafði kennt mér að þekkja staf-
ina og ég var byrjaður að kveða að
einstökum orðum, sat ég á eldhús-
bekknum og las upphátt en móðir
mín sinnti eldhúsverkunum og
fylgdist með. Þegar mig rak í vörð-
urnar, leiðbeindi hún mér án þess
að líta upp frá verkum sínum og gaf
tóninn um hvemig kveða ætti að,
þar sem ég hikaði eða stansaði við
lesturinn. Móðir mín kunni
biblíusögurnar utanbókar, en hún
hafði kennt eldri bræðrum mínum
að lesa í þessari sömu bók.
Á þessum tíma fóru prestar um
sveitirnar og vísiteruðu. Uxahrygg-
ur tilheyrir Oddasókn og var prest-
ur þar séra Erlendur Þórðarson,
mikill sómamaður. Jafnframt því að
vísitera átti presturinn að fylgjast
með því að bömin væra orðin læs,
þegar skólaganga þeirra hæfíst.
Mér er það minnisstætt hversu
kvíðinn ég var dagana áður en von
var á séra Erlendi, síðsumars áður
en skólaganga mín skyldi hefjast.
Fyrir mér var það mikil alvara og
lífsreynsla, að setjast fyrir framan
þennan hámenntaða mann, sjálfan
prestinn, sem fyrir mér hafði yfir
sér nokkurs konar Ijóma, og lesa
fyrir hann með þeim hætti að hann
teldi mig hafa næga lestrar-
kunnáttu til að hefja skólagöngu.
Ég velti því líka fyrir mér, hvað
myndi gerast ef presturinn segði að
lestrarkunnátta mín væri ekki nógu
góð, þar sem svo stuttur tími var til
haustsins.
Móðir mín hafði búið mig vel und-
ir þessa þolraun og svo kom prest-
urinn. Séra Erlendi var vel tekið,
eins og öðmm gestum, og boðið til
baðstofu og hann trakteraður á
kaffi og kökum. Hann ræddi um
daginn og veginn við foreldra mína
en ég beið kvíðafullur í eldhúsinu og
fylgdist með hverju hljóði sem barst
og gæti gefið til kynna að baðstofu-
hurðin yrði opnuð, ég yrði kallaður
inn og látinn setjast fyrir framan
prestinn og sanna lestrargetu mína.
Baðstofuhurðin opnaðist.
„Nú er stundin komin og engin
undankoma,“ hugsaði ég. Hjartað
tók kipp. En ég heyrði ekki betur
en að presturinn væri að þakka fyr-
ir sig og kveðja. Gat það verið að
hann ætlaði ekki að láta mig lesa?
Kannski að mamma hefði sagt hon-
um að ég væri læs, og hann tekið
það gilt. Hann hafði svo sem aldrei
reynt móður mína að því að segja
ósatt og ekki ástæða til að ætla að
hún hefði bragðið út af því nú. Já,
það var rétt sem mér heyrðist. Séra
Erlendur kvaddi móður mína og
þakkaði henni fyrir góðar móttökur.
Síðan gekk hann til útidyra í fylgd
fóður míns. Þeir kvöddust með
virktum og presturinn steig á bak
hesti sínum og reið úr hlaði.
Þó séra Erlendur væri mikið ljúf-
menni og annálaður fyrir hlýju og
góðmennsku í umgengni við börn
sem fullorðna, ætla ég ekki að lýsa
því hversu mikið mér létti, þegar
hann reið úr hlaði. Enn var þó efi í
huga mínum og í óvissunni hugsaði
ég, að kannski kæmi presturinn aft-
ur, þegar hann væri búinn að
vísitera fleiri bæi í nágrenninu. Um
leið og móðir mín birtist í eldhúsinu,
spurði ég hana hversvegna prestur-
inn hefði ekki látið mig lesa. Hún
sagði að hann treysti því að hún sæi
til þess að ég væri orðinn læs, þegar
ég færi í skólann í haust, eins og
bræður mínir eldri hefðu verið, þeg-
ar skólaganga þeirra hófst. Ég var
mjög glaður að heyra þetta svar
móður minnar. Seinna velti ég því
fyrir mér hvort móðir mín hefði
notað það til aðhalds á mig við lestr-
aræfingarnar, að presturinn myndi
kanna lestrargetu mína. Það gat svo
sem verið og var ekki óskynsamlegt
af henni. Hvað sem því leið, var ég
orðinn þokkalega læs þegar ég kom
í skólann og var það móður minni að
þakka eins og svo margt annað.
Fermdist berfættur í skónum
Elsti bróðir minn, Jón Þórarinn,
var fermdur vorið 1939. Það var
mikill viðburður þegar fyrsta barnið
var fermt. Það vora ekki mörg
tækifærin, sem gáfust til að gera
sér dagamun í sveitinni á þessum
tíma. Flestir dagar einkenndust af
hversdagsleika og lítilli tilbreyt-
ingu. Það var hvorki útvarp né sími
en pósturinn kom á sunnudögum
með blaðið Isafold. Vinnudagurinn
var langur og lífið snérist um að
hafa ofan í sig og á. Foreldrar mínir
voru trúaðir og innrættu okkur
bræðrunum kristilegt hugarfar.
Þau mátu ferminguna, sem mikil-
vægan trúarlegan atburð, og undir-
bjuggu hana í samræmi við það, eft-
ir því sem efni og aðstæður leyfðu.
Nánustu ættingjum og vinum var
boðið til síðdegiskaffis eftir að kom-
ið var frá kirkjunni.
Saumakona var fengin til að
sauma fermingarfót á Jón. Faðir
minn hafði farið til Reykjavíkur
ýmissa erinda og keypti þá ferming-
arskó í skóverslun Lárusar G.
Lúðvíkssonar. Þegar heim kom,
reyndust þeir of litlir og komst Jón
ekki í þá nema berfættur, og það
með herkjum. Nú vora góð ráð dýr.
Það var ekki hlaupið að því að fá
skónum skipt. Það voru að vísu tvö
kaupfélög í sýslunni en hvorugt
þeirra seldi skó, sem hægt var að
nota við þetta tækifæri. Til Reykja-
víkur voru 120 kílómetrar og ferðir
stopular austur í Rangárvallasýslu
á þessum árum. Það virtist því
aðeins ein leið möguleg í málinu: að
Jón fermdist berfættur í skónum.
Þó það væri neyðarúrræði, var ekki
um annan kost að velja og því af-
ráðið að þannig skyldi það vera. Ég
man vel hversu miklar áhyggjur
móðir mín hafði af því, að það sæist,
þegar Jón krypi við altarið, að hann
væri berfættur í skónum. Ég hygg
að ræða prestsins hafi farið fyrir of-
an garð og neðan hjá móður minni,
sem sá eflaust fyrir sér, að allir
kii’kjugestirnir myndu stara á bera
fætur sonar hennar, þó í skóm væri,
krjúpandi við altarið við sjálfa ferm-
inguna!
Farið í fermingarfötin úti í hest-
húsi
Fermingardagurinn rann upp
bjartur og fagur. Framundan var
langt ferðalag á hestum frá Uxa-
hrygg að Oddakirkju og yfir tvær
ár að fara, Þverá og Eystri-Rangá.
Yfir Þverá var farið á vaði á móts
við Eystra-Fróðholt og yfir Eystri-
Rangá nokkru norðan við Móeiðar-
hvol, á vaði sem kallað var Fagra-
brekka. Heimilisfólkið var snemma
á fótum og það ríkti nokkur spenna
í loftinu. Að baki þessu ferðalagi lá
mikill undirbúningur hjá foreldum
mínum. Átta hestar voru búnir til
ferðarinnar. Við vorum sjö og þó við
tvíburarnir væram ekki nema átta
ára, áttum við að vera á eigin hest-
um og áttundi hesturinn var fyrir
töskur með sparifatnað allra, sem
við myndum klæðast í kirkjunni, því
ekki yrðum við í reiðfötunum við
ferminguna. Móðir mín hafði hugað
að öllum fatnaði og komið honum
þannig fyrir að hann liti sem best út
þegar hann væri tekinn upp úr
töskunum og farið í hann. Ég minn-
ist þess, að ég var nokkuð_ kvíðinn
að ríða einn yfir árnar. Ég hafði
heyrt áhrifamiklar sögur af því að
menn höfðu sundriðið, þegar mikið
var í ánum og voru þær sögur
stundum kryddaðar nokkuð sterk-
um lýsingarorðum, ef ég man rétt.
Það var lagt tímanlega af stað og
allir voru á hestum sem hæfðu getu
þeirra og kunnáttu. Eftir tæplega
hálftíma reið vorum við komin að
vaðinu við suðurbakka Þverár. Það
var ekki mikið í ánni fyrst í stað, en
ljóst að hún var nokkra dýpri við
norðurbakkann. Þegar kom að þeim
kafla, ákvað faðir okkar að teyma
undir okkur yngstu bræðrunum og
sagði hann okkur að halda fast í
hnakkinn og halda fótunum svo hátt
sem við gætum, svo við blotnuðum
ekki í fæturna. Hann hélt hestunum
fast að sínum hesti til að vera sem
næst okkur, ef eitthvað brygði útaf.
Allt gekk þetta vel og vatnið náði
tæplega upp á miðjar síður á hest-
unum, þar sem dýpst var. Minna
var í Eystri-Rangá. Það var gott
þegar yfir árnar var komið og ég
neita því ekki, að mér fannst ég
nokkuð duglegur strákur, að hafa