Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐRÚN (STELLA)
Margeir á erfiðum tímum. Hvíl þú
í friði.
Þbpar anaíát fvr
Utfararfajónusta
sem hyggir á
langri regnslu
Utfararstofa
Kirkjugarðanna ehf
Sími 55 1 1266
www.utfarastofa.coni
UTFARARSTO FA
OSWALDS
sími551 3485
ÞJÖNUS J A ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
Dæmi svo mildan dauða,
Drottinn, þínu bami,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(M.Joch.)
Dóra Hafsteinsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn siðsta blund.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Stella mín.
Nú er hún komin kveðjustundin
sem bíður okkar allra, að okkar
jarðnesku vist ljúki. Við erum
ekki öll sátt við það þegar kallið
kemur, stundum allt of fljótt. En
þar sem ég tel að þú hafir heldur
viljað lifa lífinu lifandi þá er ég
sátt. Enda varst þú sönn hetja
eins og hún dóttir mín sagði, og
það eru orð að sönnu. Þú barðist
hetjulega við illvígan sjúkdóm
sem allt of marga okkur tengda
hefur lagt að velli.
Ég veit að þú hefðir heldur kos-
ið að lifa til vors, en það vantar
sjálfsagt fólk núna hjá Guði, sem
er fært um að fága og fegra, eða
dekorera eins og þú sagðir. Það
var allt fallegt í kringum þig, bæði
innan dyra og utan. Þú varst ein-
stök hvað það snertir að öllum leið
vel í návist þinni og þú mildaðir
ekki fyrir þér að halda fjölmenn
matarboð, enda lék allt í höndun-
um á þér.
Þið Maggi frændi minn áttuð
fallegt heimili sem öllum var opið.
Þar var gott að koma og verður
áfram. Ég á ykkur svo margt að
þakka að mig brestur orð. Hjá
ykkur átti ég heimili í rúm tvö ár
og var ætíð tekið sem einu af ykk-
ar börnum. Með okkur tókst vin-
átta sem aldrei bar skugga á. Þú
reyndist mér vel bæði í gleði og
sorg. Þið voruð líka svo miklir vin-
ir mömmu og pabba, enda voru
þau mamma og Maggi alin upp
saman og ákaflega nátengd. Það
voru farnar ferðir, innan lands og
utan, og þegar ferðast var innan
lands sögðu sumir að þið væruð
undir seglum. Öll gamlárskvöldin
sem við áttum með ykkur úti á
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
EHF.
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjórí
G UNNARSDOTTIR
+ Guðrún (Stella)
Gunnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. ágúst 1921. Hún
lést á heimili sínu á
Seltjamarnesi 11.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Ólafsson, f. 24. 8.
1890, d. 24.2. 1980,
og Asa Kristín Jó-
hannesdóttir, f. 18.6.
. 1896, d. 23.10. 1942.
Systkini Guðrúnar
eru: Áslaug, f. 25.8.
1916, d. 23.2. 1917,
Jóhannes, f. 25.8. 1917, d. 25.7.
1982, Ólafur, f. 19.7. 1920, d.
10.11. 1921, Sólveig, f. 10.9. 1923,
Ása, f. 13.11. 1926, d. 31.5. 1990,
Kristín, f. 15.6. 1932, d. 9.12.
1932, Hrafnhildur, f. 17.11. 1935,
Gunnar, f. 17.2. 1938, Ólafur, f.
4.2. 1942.
Hinn 16. júlí 1955 giftist Guð-
rún Margeiri Sigurðssyni, skip-
stjóra, f. 7.6. 1922, frá ísafirði.
Foreldrar hans voru Sigurður
Kristóbert Sigurðsson, f. 5.4.
1888, d. 18.4. 1970, og Friðgerður
^ Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 29.4.
1893, d. 16.11. 1966.
Böm Guðrúnar og
Margeirs eru: 1) Sig-
urður Ingi, f. 18.1.
1954, kvæntur Dóm
Hafsteinsdóttur.
Böm þeirra em Haf-
steinn Gunnar, f.
24.9. 1978, Margeir
Gunnar, f. 29.5. 1982,
og Stefán Gunnar, f.
22.6. 1993. 2) Magn-
ús, f. 8.11. 1956,
kvæntur Jenný
Ólafsdóttur. Börn
þeirra em Ólafur
Haukur, f. 4.12.1982,
Guðrún, f. 1.4. 1989, og Hrafn-
hildur Bára, f. 30.9. 1995. 3)
Brynja, f. 2.12. 1960, gift Guðjóni
Davíð Jónssyni. Böm þeirra era
Gerður, f. 17.12. 1984, Geirþrúð-
ur Ása, f. 16.3. 1987, Ólöf Kristín,
f. 16.3. 1987, d. sama dag og
Birta, f. 16.4. 1992, d. sama dag.
4) Ása Kristín, f. 1.3. 1964, gift
Emi Stefáni Jónssyni og þeirra
sonur er Jón Örn, f. 17.11. 1993.
Utför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni á morgun, mánu-
daginn 21. desember, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
* Jólahátíðin nálgast, sólin fer
brátt að hækka á lofti. Að baki er
erfið sjúkdómslega Stellu tengda-
móður minnar. Að kvöldi föstu-
dagsins 11. desember fékk hún
hægt og friðsælt andlát á heimili
sínu í faðmi fjölskyldunnar.
Hún Guðrún Gunnarsdóttir eða
Stella eins og hún var jafnan köll-
uð var mikil stólpakona. Hún var
einstök húsmóðir og bar heimili
íhennar glöggt vitni einstökum
myndarskap hennar. Hún var afar
smekkleg og fáir stóðu henni á
sporði þegar matargerðariistin var
annars vegar, enda sótti Stella í
smiðju Dana og stundaði nám í
Húsmæðraskólanum í Sorö.
Stella var vart af barnsaldri
þegar á herðar hennar voru lagðar
talsverðar skyldur og ábyrgð.
Móðir hennar, Asa Kristín Jó-
hannesdóttir, lést langt um aldur
fram og faðir hennar, Gunnar
Ólafsson, stóð einn uppi með
barnahópinn. Börnin vora sjö og
Gunnar framfleytti hópnum með
sjósókn, en það kom í hlut elstu
systurinnar, Stellu, að- halda utan
^úm heimilið.
Stella giftist árið 1955 Margeiri
Sigurðssyni skipstjóra, ættuðum
frá Hnífsdal. Þau eignuðust fjögur
mannvænleg böm. Fjölskyldan bjó
lengst af í Sólheimunum en fluttist
árið 1968 á Barðaströnd 7 á Sel-
tjarnamesi.
Stella var einstaklega félagslynd
og ættrækin og tók ævinlega vel
og fallega á móti gestum. Það kom
í hennar hlut, eins og annarra sjó-
mannskvenna, að annast heimilið
og bamauppeldið að miklu leyti og
því var vinnustaður hennar lengst
af heimilið. En þegar börnin vora
flogin úr hreiðrinu fór hún út á
vinnumarkaðinn og vann lengst af
við umönnunarstörf á Hrafnistu í
Reykjavík. Það átti vel við hana,
hún kynntist mörgu skemmtilegu
fólki og naut sín vel.
Ferðalög bæði innan lands og
utan vora líf og yndi Stellu og
eignuðust þau hjónin góða vini á
ferðalögum sínum. Oft lá leiðin til
Flórída og þá gjarnan með sama
hópnum. Akureyri átti líka ein-
stakan sess í hjarta hennar og nú á
seinni áram var a.m.k. vikudvöl í
Furalundi fastur liður í
prógramminu. Sumarbústaðaferð-
ir með systkinum hennar vora líka
með hennar bestu stundum.
Það er hætt við að jólarjúpan
bragðist svolítið öðravísi þessi jól-
in. Við á Fossagötunni munum öll
sakna ömmu Stellu. Við biðjum
góðan Guð að styrkja og styðja afa
Nesi, en þá var Maggi reyndar oft-
ast úti á sjó. Minningarnar hrann-
ast upp.
Ég þakka þér, Stella mín, alla
hlýjuna og væntumþykjuna sem
þú hefur sýnt okkur, fyrir Nonna
bróður sem þú varst alltaf svo góð
við, mömmu og pabba, sem bíður
eftir að fá að spila fyrir ykkur sem
burt erað farin, og svo ætlið þið að
fá ykkur snúning. Ég veit að vel
verður tekið á móti þér.
Elsku Stella, við sjáumst þótt
síðar verði, þín
Bára.
Núna hefur þú verið kölluð frá
okkur, elsku Stella. Ég þekki tvær
hetjur, þig og afa minn, hann afa
Lalla, og ég veit að amma Dana
var hetja líka en ég hafði aldrei
tækifæri til að kynnast henni. En
ég fékk að kynnast þér, Stella mín.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til Margeirs og ömmu
Stellu. Þú varst okkur systkinun-
um sem amma og tókst alltaf svo
vel á móti okkur. Það var svo hlý-
legt hjá þér, og ég man þegar Lóa
var hjá þér hvað allt var ömmulegt
við þig, þú gafst svo mikið af þér
og ég veit að þú átt eftir að vaka
yfir okkur öllum.
Daníela Jóna.
Með þessum línum vil ég kveðja
Guðrúnu Gunnarsdóttur (Stellu).
Vinátta okkar Stellu, eins og hún
ávallt var kölluð, hefur staðið í
hartnær fimmtíu ár, svo af mörgu
er að taka þegar ég minnist henn-
ar nú með nokkram fátæklegum
orðum. Ungar konur voram við
saman í „saumaklúbb“ eins og al-
gengt var með konur á þessum ár-
um. Ávallt var það okkur öllum til-
hlökkunarefni að hittast og spjalla
saman. Minna varð úr sauma-
skapnum.
Állar gerðum við þessar sam-
verastundir að veislum, hver á sinn
máta. Stella var þar alltaf fremst í
flokki og ef einhver forfallaðist, var
hún ávallt boðin og búin til að
hlaupa í skarðið. Heimili hennar
var til íyrirmyndar og ekki má þá
gleyma garðinum hennar, enda
hlaut hún bæði viðurkenningu og
hrós fyrir hann. Um langt árabil
bjó Stella í næsta nágrenni við mig.
Varð það til þess að við hittumst
oftar en hinar vinkonurnar, sem
margar bjuggu á landsbyggðinni.
Stella var sjómannskona og var
því mikið ein með bömin sín fjög-
ur. Hún hagaði heimilishaldi sínu
þannig, að eins og nú þegar líður
að jólum, skipulagði hún hátíðina
með manni sínum og börnum, áður
en hann fór á sjóinn og svo þegar
hann kom næst heim, þá vora aft-
ur jól á þeirra heimili.
1
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Stella og Margeir áttu gott heim-
ili með bömunum sínum. Hún lifði
það að sjá þau öll eignast sitt heim-
ili og bamabömin vora henni og
þeim Margeiri miklir gleðigjafar.
Stella fékk ekki að lifa jólahátíð-
ina, en hún fékk að dvelja síðustu
stundimar á heimili sínu, umvafin
kærleika fjölskyldu sinnar, það var
henni mikils virði.
Sameiginlega takast þau nú á
við sorgina við missi elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmu.
Ég þakka Stellu minni sam-
fylgdina og bið ástvinum hennar
og henni látinni Guðs blessunar.
Dóra Bergþórsdóttir.
Elsku besta Stella. Okkur systk-
inin langar til að minnast þín með
nokkram fátæklegum orðum, því
ekki verður hægt að lýsa því hér
hvers virði þú varst okkur. Okkur
ftnnst við vera að kveðja móður
okkar því við höfum verið heima-
alningar eða „skítalabbar" hjá þér í
meira en 30 ár frá því að við flutt-
um á Barðaströndina. Fjölskyldur
okkar hafa verið óaðskiljanlegar
síðan. Við bömin þín höfum öll orð-
ið vinir þótt aldurinn sé misjafn.
Þið erað partur af okkar fjölskyldu
og við partur af ykkur. Það vora
ekki afmæhsboð, jóla- eða fjöl-
skylduboð sem Heddý fylgdi ekki
með í. Það var alltaf sjálfsagt að
bæta einu bami við og Heddý var
svo lánsöm að vera það bam.
Það er svo margs að minnast.
Fyrst koma upp í hugann allar
gjafimar sem þú skreyttir svo fal-
lega. Fyrir jólin var borðstofuborð-
ið fullt af pökkum handa sjómönn-
um sem vora að heiman um jólin.
Á haustin kom Gunna og þá var
tekið slátur, bakaðar kleinur og
flatbrauð. Þá fengum við bömin að
vera með og snúa.
Ekki var hægt að líta inn til þín
nema að þú fylltir borðið af kræs-
ingum og þér fannst við aldrei
borða nóg. Það var ekki fyrir löngu,
þegai’ þú varst orðin mjög veik, að
Heddý ætlaði að koma í kaffi með
Ara og eilítið með kaffinu. Nei, þú
varst auðvitað búin að baka vöfflur.
Það var ekki bara á daginn sem
kveikt var á eldavélinni heldur líka
á nóttunni. Þegar unga fólkið kom
af böllum stóðst þú við eldavélina
og spældir egg og beikon handa
okkur. Ef það var kveikt í eldhús-
inu á 7 þá leit maður inn og fékk að
borða og þú fékkst auðvitað að
heyra allar sögumar.
En núna í miðjum jólamánuðin-
um ertu farin frá okkur. Þetta var
þinn uppáhaldstími. 1. desember
varstu alltaf búin að skreyta allt
hjá þér, en í ár komu Ása og
Brynja og sáu til þess að allt væri
skreytt hjá þér á réttum tíma.
Það hefur verið aðdáunarvert að
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: 1 sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.