Morgunblaðið - 20.12.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 43>
fylgjast með því hvað börnin þín
og Margeir eru búin að hugsa vel
um þig í veikindum þínum. Þú
uppskerð alla þá ást og umhyggju
sem þú hefur sýnt bömunum þín-
um þar. Alltaf varstu til taks þegar
eitthvað stóð til og mættir alltaf
með eina köku. „Æ, ég skellti í
eina áður en ég fór.“ A mánudög-
um komu bömin þín og fjölskyldur
þeirra alltaf í fiskibollur, fiskrönd
og spagetti. Þetta er siður sem all-
ai* fjölskyldur ættu að hafa.
Elsku Stella takk fyrir alla um-
huggjuna sem þú gafst okkur, hún
var engu minni en til þinna eigin
barna. Við það getum við huggað
okkur núna. Við biðjum algóðan
Guð að styrkja ykkur Margeir,
Sigga, Magga, Brynju, Ásu og fjöl-
skyldur ykkar.
Ykkar
Kristín, Sigurður og Herdís.
Guðrún Gunnarsdóttir, eða
Stella frænka, eins og hún er jafn-
an kölluð á mínu heimili, hefur
kvatt þennan heim eftir löng og
erfið veikindi sem hún, sjálfri sér
lík, hefur gengið í gegnum án þess
að láta nokkurn bilbug á sér finna.
Eiginmaður Stellu, Margeir Sig-
urðsson skipstjóri, hefur staðið við
hlið hennar og annast hana af
natni eftir að veikindin ágerðust
með hjálp barna og tengdabama.
Okloir langar að minnast Stellu í
örfáum orðum og votta henni með
því virðingu okkar og þakklæti.
Stella var dugnaðarforkur og
mikið hörkutól í þeim skilningi að í
hennar huga var ekki til neitt sem
hét sérhlífni, sjálfsvorkunn eða
uppgjöf. í minningunni verður
Stella alltaf sú sem gekk til allra
verka af myndarskap og dugnaði,
krafti og seiglu.
A þessum eiginleikum hefúr hún
eflaust þurft að halda þegar Mar-
geir var í millilandasiglingum og
hún ein með börnin fjögur lang-
tímum saman. Samband hennar
við þau var mjög náið, enda bar
hún hag barna sinna og fjöl-
skyldna þeirra mjög fyrir brjósti.
En hún lét sér annt um fleiri, því
það var helst hjá Stellu sem stór-
fjölskyldan safnaðist saman hvort
sem var í sláturveislur, jólaboð eða
af öðm tilefni. Og hjá Stellu var
veisla veisla í orðsins fyllstu merk-
ingu því þar var veitt ríkulega af
góðum mat og hjartahlýju og séð
til þess að hver og einn hefði nóg
af öllu. Nú, þegar Stella er öll, er
gott að verða þess áskynja að
bömin okkar minnast stundanna á
heimili hennar og Margeirs, þegar
mest af skylduliðinu var þar sam-
ankomið, og munu eflaust, þegar
fram líða stundir, tengja minning-
una um Stellu við samvemstundir
stórfjölskyldunnar. Slíkar minn-
ingar em dýrmætar og fyrir þær á
Stella þakkir skilið.
Til er lítil saga um ungan mann
sem var 16 ára gamall að vinna
óþrifalega vinnu sem hafnarverka-
maður, feiminn og uppburðarlítill
innan um veraldarvanari félaga.
Þá er það dag nokkurn að fram á
hafnarbakkann ekur glæsikerra
mikil. Undir stýri situr fín frá og
mönnum er það ráðgáta hvaða er-
indi hún eigi niður á höfn. Þar var
þá Stella komin að bjóða þessum
unga frænda sínum heim í hádeg-
ismat. Sagan lýsir Stellu vel og at-
vikið er ógleymanlegt frændanum.
Það var alltaf gott að hitta
Stellu og heyra í henni og finna
einlægan áhuga hennar á öllu sem
okkur varðaði, hún var alltaf hress
og jákvæð, aldrei heyrðist vol né
víl á þeim bæ.
Fyiir þremur og hálfu ári kom
Stella um langan veg til að vera
með okkur á þeirri stóru stund
þegar elsta dóttir okkar fermdist.
Við erum henni ævinlega þakklát
íýrir þá hugulsemi og fyrir ómet-
anlega hjálp og ráðleggingar við
undirbúinig veislunnar, sem hefði
verið mun snautlegri, hefðum við
ekki notið aðstoðar Stellu.
Ég og fjölskylda mín vottum
Margeiri og fjölskyldu innilega
samúð og biðjum þeim guðs bless-
unar og styrks í sorginni.
Jóhanna Gísladóttir.
Laugardaginn 12. des. er hringt
í mig og er það Bára mágkona mín
að segja mér að Guðrán mamma
hans Magga hafi dáið kvöldið áður.
Kynni okkar Stellu eins og hún var
kölluð urðu þannig að ég var í
Vinnuskóla Reykjavíkur unglingur
og var hún verkstjóri yfir mér í
Hljómskálagarðinum. Einn daginn
varð ég veik og vildi ekki fara heim
en hún vildi að ég gerði það. Hún
sá að ég var lasin. Ég mætti eftir
tvo daga aftur.'Þegar ég fékk út-
borgað fékk ég fullt umslag. Ég
fór til hennar og segi: Ég á ekki að
fá svona mikið. „Jú, þú varst veik,“
sagði hún. Undrun mín var mikil
og ég þakklát. Hef ég alltaf borið
hlýjan hug til hennar.
Alltaf heilsaði hún mér þegar
við hittumst og þegar hún var á
labbinu, fyi-st með einn lítinn
dreng, Sigurð Inga, og svo var
kominn annar drengur, Magnús,
stoppaði hún oft og talaði við mig á
labbinu á Laugaveginum, og labb-
aði ég með henni ef ég var að fara í
sömu átt og hún og í Sólheimunum
hittumst við þegar ég var að fara í
heimsókn til bróður míns og fjöl-
skyldu þar.
Svo fluttist ég til Keflavíkur og
sá ég hana ekki í nokkur ár.
En svo skemmtilega vildi til að
sonur hennar Magnús, sem er
matreiðslumaður á Hrafnistu í
Laugarási, og Jenný elsta bróður-
dóttir mín fóru að vera saman. Og
fórum við að hittast í afmælum hjá
Ólafi og Báru, foreldrum Jennýjar.
Ekki hafði Stella mín breyst, alltaf
sama hlýjan frá henni. Hún var
búin að eignast stóra fjölskyldu og
Margeir maðurinn hennar sjómað-
ur í löngum siglingatúrum og hef-
ur hún þurft að halda utanum
stóra hópinn í fjarverum hans. Og
góð var hún við móður mína. Þeg-
ar Jenný og Magnús giftu sig var
matarboð efth' kaffiveisluna heima
há Stellu og Margeiri og var hún
látin mæta með yngsta son minn
sem hún var að passa fyrir mig því
ég fór á sjómannaball á Sögu, ekki
að tala um annað en stráksi kæmi
með ömmu Jensínu.
Nú eru ungu hjónin búin að
eignast þrjú börn. Alltaf voru
Stella amma og Margeir afi tilbúin
að passa. En nú vantar Stellu
ömmu en við geymum hana í hjört-
um okkar. Ég þakka henni fyrir
tryggðina við mig og mína.
Ég, móðir mín og fjölskylda
sendum eiginmanni hennar, böm-
um, tengdabömum, bamabörnum
og öllum hennar ástvinum innileg-
ar samúðarkveðjur og biðjum Guð
að styrkja þau. Megi kærleikurinn
varpa ljósi á góðar minningar um
góða konu yfir jólahátíðina og
alltaf.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhanna Auður.
RANNVEIG
VALDIMARSDÓTTIR
Guðmundína
Rannveig Valdi-
marsdóttir fæddist á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 10. mars
1919. Hún lést á
Sjúkrahúsi Isafjarð-
ar 19. nóvember síð-
astliðinn og fór útfor
hennar fram frá ísa-
fjarðarkirkju 28.
nóvember.
Er ég frétti lát
Rannveigar, frænku minnar, leit-
aði hugurinn heim í Súgandafjörð
til bernskuáranna, frændfólks og
vina. Systurnar Svava, Milla og
Veiga, sem allar eru horfnar héð-
an, eiga bjartan sess í huga mér.
Hláturinn skær og dillandi, góð-
vild og glettni var þeirra aðals-
merki.
Þær voru ljúfar og hjartahlýjar
þessar hálfsystur föður míns,
dætur Guðránar og Valdimars
afa. Nú þegar Veiga hefur kvatt
okkur rifjast upp fyrir mér
æskuminningar tengdar henni og
hversu vænt mér þótti um þessa
frænku mína.
Eitt atvik er sem greypt í huga
mér og eins og það hafi gerst í
gær, þótt ég hafi ekki verið eldri
en fimm, sex ára, þegar það gerð-
ist. Þetta var áður en
bílar sáust á götum
Suðureyrar og á með-
an hestar voru aðal-
samgöngutækið.
Veiga var þá hjá
okkur á Kvíanesi, þar
sem við heyjuðum
fyrir kúnum okkar
tveim og hestum sem
lengst af voru Elding
og folinn hennar sem
aldrei var kallaður
annað en „Folinn“.
Veiga þurfti einu
sinni að fara út á Suð-
ureyri og bauð mér með sér þar
sem hún vissi hversu gaman mér
þótti að fara á bak. Eins og flestir
krakkar sem alast upp með hest-
um var ég þá þegar orðinn nokk-
uð seigur að sitja hest.
Tilhlökkun mín var mikil þegar
hún setti mig á bak á Eldingu
sem var gæðagripur og uppáhald
allra. Allt gekk eins og í sögu út
að Laugum, þar sem við áðum
fyrir ofan sundlaugina eins og
siður var. Þaðan er um fimm kíló-
metra spotti út á Suðureyri.
Þegar við vorum lögð af stað
aftur hljóp kapp í klárana og áður
en ég vissi af voru þeir komnir á
stökk. En þá fór gamanið að
grána, því að þótt ég ætti auðvelt
með að sitja brokk, var ég of léttur
og lítill til þess að tolla í hnakknum
á harða stökki. Hossaðist ég fyrr
en varði fram á makka, þar sem ég
greip dauðahaldi í faxið um leið og
ég rann undir háls Eldingar og
hékk þar í kút, skelfingu lostinn og
fann fætur hennar lemjast í mig.
Fannst mér ekkert annað bíða mín
en kremjast undir hófum hennar.
Þá gerðist undrið. Hestarnir
hægðu á sér og urðu snar stopp.
Veiga frænka hafði þá, þegar hún
sá hvað verða vildi, stokkið fram
og niður á milli hestanna og keyrt
þá niður með föstu hálstaki þar til
þeir stönsuðu.
Þarna stóð hún skellihlæjandi
og tók mig í fangið alsæl yfir því
að ég var heill á húfi og skeytti
ekki hót um það að hún var blóð-
risa á báðum fótum og marin eftir
hófa hestanna. Hvílík hetja var
þessi unga frænka mín þá í mín-
um augum, sem kunni hvorki að
hræðast né kveinka sér.
Upp frá þeirri stundu leit ég á
hana sem lífgjafa minn, því ég
hefði hæglega getað hlotið ör-
kuml eða bráðan bana, hefði
henni ekki tekist að stöðva hest-
ana í tæka tíð. Ég hef aldrei get-
að gleymt því hvílíkt hugrekki og
snarræði hún sýndi þá.
Þótt leiðir okkar hafi ekki legið
oft saman frá þessu sumri á Kvía-
nesi, hafa endurfundh- ætíð verið
kærleiksríkir og um langa tíð höf-
um við sent hvort öðru jólakort
með fréttum um hagi hvort ann-
ars.
Ég kveð nú þessa kæru frænku
mína með hjartans þakklæti fyrir
góðu gömlu dagana.
Valdimar Örnólfssón.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGURLAUG ÞÓRA SOPHUSDÓTTIR,
Kirkjulundi 8,
Garðabæ,
sem lést á hjartadeild Landspitalans þriðju-
daginn 15. desember, verður jarðsungin frá
Garðakirkju mánudaginn 21. desember kl.
10.30.
Blóm og kransar eru afbeðnir, en þeim, sem
bent á Hjartavernd.
Björn Helgi Guðmundsson,
Emelía Björnsdóttir, Jóhann Einarsson,
Margrét S. Björnsdóttir, Baldvin Jónsson,
Sophus J. Björnsson, Brynja Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
PÁLLBJÖRNSSON,
Blikahólum 10,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn 12.
desember sl., verður jarðsunginn frá Hafnar-
fjarðarkirkju þriðjudaginn-22. desember
kl. 13.30.
Elísabet Kristjánsdóttir,
Gunnhildur Arndís Pálsdóttir, Victor O'Callaghan,
Inga Jóna Pálsdóttir, María Rán Pálsdóttir,
Sólrún Edda Pálsdóttir, Gunnhildur Ingibjörg Gestsdóttir
og barnabörn.
¥
ii
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SVEINN HEIÐBERG AÐALSTEINSSON,
Torfufelli 29,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morg-
un, mánudaginn 21. desember kl. 10.30.
Guðbjörg Fanney Guðlaugsdóttir,
Aðalsteinn Guðlaugur Sveinsson,
Hreinn Smári Sveinsson, Guðmunda Helgadóttir,
Lilja Rós Sveinsdóttir, Reynir Kristjánsson
og barnabörn.
ÓLAFS S. LÁRUSSONAR
og
GERÐAR HULDU LÁRUSDÓTTUR.
Þökkum af alhug öllum þeim
andlát og útför systkinanna,
sem
sýndu okkur samúð
Stefán Jónasson,
Guðrún Ólafsdóttir, Lárus Þorvaldsson,
Óli Svavar Ólafsson, Guðrún Stefánsdóttir,
Hafþór Ólafsson, Gerður Stefánsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.