Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 44
'44 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN (Stella) GUNNARSDÓTTIR, Austurströnd 10, Seltjarnarnesi, sem lést á heimili sínu föstudaginn 11. des- ember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. desember ki. 13.30. Margeir Sigurðsson, Sigurður Ingi Margeirsson, Dóra Hafsteinsdóttir, Magnús Margeirsson, Jenný Ólafsdóttir, Brynja Margeirsdóttir, Guðjón Davíð Jónsson, Ása Kristín Margeirsdóttir, Örn Stefán Jónsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN FINNSDÓTTIR FENGER sjúkraþjálfari, Hvassaleiti 67, verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðju- daginn 22. desember kl. 13.30. Kristjana Fenger, Þórður Hauksson, Jakob Fenger, Gunnhildur Emilsdóttir, Hjördís Fenger og barnabörn. t Bróðir okkar og mágur, REYNIR UNNSTEINSSON frá Reykjum í Ölfusi, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnu- daginn 13. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. desemþer kl. 13.30. Grétar J. Unnsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarki Unnsteinsson, Hanna Unnsteinsdóttir, Eyjólfur Valdimarsson. v t Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS MAGNÚSSONAR, Lindargötu 11. Sérstakar þakkir til félaga hans í Oddfellow- reglunni. Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Guðrún Hannesdóttir, Magnús Rúnar Kjartansson, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Anna Kjartansdóttir, Sigurður O. Pétursson, Kjartan Gunnar Kjartansson, Marta Guðjónsdóttir, Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, Garðar Mýrdal, Birgir Kjartansson, Sveinn Sigurður Kjartansson, Stelia Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS P. ÓSKARSSONAR, Sólvallagötu 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Sonja Schmidt, Gylfi H.S. Gunnarsson, Geir H. Gunnarsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir, Guðmundur B. Sigurgeirsson, Sigríður Soffía Gunnarsdóttir, Már Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. SIGURLA UG ÞÓRA SOPHUSDÓTTIR + Sigurlaug Þóra Sophusdóttir fæddist í Siglufirði 25. nóvember 1923. Hún lést á hjarta- deild Landspítalans að morgni 15. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sophus Arnason, kaupmað- ur í Siglufirði, og eiginkona hans Em- elía Sigfúsdóttir. Sigurlaug átti einn bróður, Sigurð, sem nú er látinn. Sigurlaug, eða Didda eins og hún var alltaf kölluð, hóf sam- Ertu horfm? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elskulega mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefur eflst við ráðin þín. Flýg ég heim úr fjarlæðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá Guði skín. (Arni Helgason.) Emelía, Margrét og Sophus. Árið 1944 fluttust þau Didda og Björn til Hafnarfjarðar og síðan í Garðabæ þar sem þau hafa búið síðan. Didda var frá unga aldri hjartasjúklingur og barðist við sjúkdóminn af miklum þrótti hin síðustu ár með dyggum stuðningi eiginmannsins og barnanna. Hún fór í margar erfiðar aðgerðir á lífsleiðinni og tókst með ólýsanleg- um lífskrafti að vinna hvern áfangasigurinn af öðrum í þeirri baráttu. Hún tók veikindum sínum af æðruleysi og gerði hvað hún gat til að njóta lífsins. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst þeim hjónum að koma undir sig fótunum eins og sagt er. Þau byrjuðu lífið með tvær hendur tómar eins og al- gengt var á þessum árum, þegar þau hófu búskap. Þau eignuðust glæsilegt heimili í Garðabænum og byggðu sér sumarhús við Laugarvátn, sem þau nefndu Sól- heima. Þar undu þau sér vel. Þar nutu þau sín. Didda var afar smekkleg kona og hafði unun af því að hafa allt hreint og fágað í kringum sig. Hún naut þess að gróðursetja í landinu sínu við Sólheima, sem ber þess merki. Hún og Björn voru iðin. Þeim þótti gaman að byggja upp. Þau voru ákaflega samrýnd og umfram allt dugmikið fólk. Þeim tókst með ein- stæðum hætti að vinna saman í gegnum þá erfiðleika sem sjúkdóm- ur hennar olli. Nú þegar baráttunni við sjúk- búð með eftirlifandi eiginmanni sfnum, Birni Helga Guð- mundssyni bílamál- ara í byijun fimmta áratugarins, en þau giftu sig árið 1955. Saman eignuðust þau þrjú börn, Em- elíu, Margréti Sigríði og Sophus Jón. Útför Sigurlaug- ar fer fram frá Garðakirkju á morgun, mánudag- inn 21. desember, og hefst athöfnin klukkan 10.30. dóminn er lokið er manni efst í huga hversu sérstök kona Didda var. Það var oft á tíðum með undra- verðum hætti sem henni tókst að hefja lífið að nýju eftir erfiðar að- gerðir. Mér er næst að halda að um kraftaverk hafi verið að ræða. Henni varð tíðrætt um það starfs- fólk sem annaðist hana á hjarta- deild Landspítalans og á Vífilsstöð- um. Hún talaði stundum um það fólk sem dýrlinga. Það vita þeir líka sem til þekkja að starfsfólk í heil- brigðisþjónustunni er upp til hópa úrvals fólk og nærgætið. Didda vildi koma á framfæri þakklæti til þessa fólks og er það gert hér með. Nú þegar myrkrið er mest yfir landinu okkar, kveðjum við Diddu. Nú gengur hún á vit feðra sinna. Ljós hennar mun þó áfram loga í hjörtum ástvina hennar. Ljósið sem er upphaf alls í hjörtum mannanna. Ljósið sem vísar veginn. Elsku Björn, megi trúin verða þinn styrkur við fráfall ástkærrar eiginkonu, svo og börnunum, ætt- ingjum og vinum. Baldvin Jónsson. Nú er hún amma dáin. Amma sem okkur þótti svo vænt um. Ég á svo fagrar minningar um ömmu frá því að ég var ungur nemandi í Flataskóla. Þá kom ég alltaf heim til ömmu í hádeginu og hún eldaði eitthvað gott fyrir strákinn sinn. Alltaf hlakkaði ég til þeirra stunda, þar sem ég gat verið í hlýjunni hjá ömmu, borðað góða matinn hennar og fengið uppáhaldskökumar mín- ar. Þetta voru dýrmætar stundir. Stundir sem við áttum saman amma og ég. Það var svo gott að leita til ömmu með lærdóminn og heimavinnuna. A þessum áram var ég líklega fremur eirðarlaus svona eins og margir unglingar, en amma sýndi mér alltaf svo mikla þolin- mæði. Fyi-ir þetta er ég þakklátur ömmu. Alltaf leið mér betur eftir að hún hafði lagt sitt af mörkum fyrir námið. Þegar amma og afi vora að byggja sumarbústaðinn sinn á Laugarvatni fór ég oft með þeim austur um helgar. Þaðan á ég góðar minningar frá sælureitnum þeirra. Ailtaf þegar við ókum austur lagði amma fyrir mig spurningar, svo sem um hvað fjöllin hétu sem ekið var framhjá, hvað við mættum mörgum bílum á leiðinni og svo framvegis. Það var mikið kappsmál að kunna réttu svörin, því þá varð + Eiginmaður minn, SIGURBERGUR MAGNÚSSON frá Steinum, Baugstjörn 22, Selfossi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 18. desember. Elín Sigurjónsdóttir. amma svo glöð. Þeir vora ófáir göngutúramir sem við fóram á Laugarvatni. Þar, með ömmu og afa, kynntist ég fagurri náttúra landsins. Við gróðursettum mörg falleg tré í landinu við Sólheima. Amma hafði svo gaman af því að gróðursetja í landinu sínu. Það vildi hún gera til að barnabörnin hennar nytu gróðursins í framtíðinni. Þetta var hennar kappsmál. Hún naut þess að hafa okkur bamabömin með sér í sveitinni sinni á Sólheim- um. Hún lék sér við okkur í Ludo, Olsen, Olsen og mörgum fleiri spil- um og las svo fyrir okkur á kvöldin. Amma var mikill hjartasjúkling- ur. Hún bar sig þó ávallt vel. Oft kom það yfir mann að nú væri komið að því. En amma stóð alltaf upp aftur. Ég kynntist því nálægðinni við endalokin, með ömmu. Af því dregur maður mik- inn lærdóm. Ég hef reynt ýmislegt síðan við amma og afi áttum sælustundir í Sólheimum. Ég veit nú að dauðinn er ekki endalok. Hann er upphaf að einhverju nýju. Einhverju sem við mennirnir vitum lítið um en treyst- um almættinu um að svo sé. Ég er sannfærður um að amma mín er nú í góðum höndum. Það getur ekki annað verið eftir það erfiða líf sem hún átti hér á meðal okkar. Ég átti þá von að fá að vera hjá ömmu þeg- ar hún kveddi. Það sagði ég henni síðast þegar ég kom hingað heim. Amma, eins og alltaf, beið þess að ég kæmi og við gátum átt nokkrar góðar stundir áður en hún kvaddi. Amma var trúuð kona mjög. Hún sagði alltaf við mig að bænin væri sterkasta aflið. Hún kenndi mér að trúa og nú veit ég að hún hafði rétt fyrir sér. Amma verður alltaf í minningunni. Ég er henni þakklát- ur fyrir allt það sem hún kenndi mér. Það á eftir að reynast mér vel á lífsleiðinni. Amma var svo sterk og gerði hvað hún gat til að vera meðal okkar sem allra lengst. Fyr- ir það er ég henni svo þakklátur. Ég var svo stoltur af henni þegar hún barðist við illvígan sjúkdóm- inn. Ég er líka þakklátur fyrir á sama tíma, að þjáningum hennar skuli nú lokið. Afi minn, þú átt eftir að sakna ömmu mikið. Þið áttuð svo margt sameiginlegt og þú hefur staðið eins og klettur með henni. Það er aðdáunarvert. Ég votta þér samúð mína. Megi Guð almáttugur blessa minningu ömmu. Björn Helgi. Nú hefur hún amma kvatt okkur eftir erfiða baráttu við sjúkdóminn sem hún bar í mörg ár. Þar sem við sitjum hér barnabörnin koma upp í hugann margvíslegar minningar eins og gefur að skilja. Sérstaklega era það minnisstæðar stundir sem við áttum með ömmu og afa í sum- arbústaðnum á Laugarvatni. Þar eyddum við mörgum stundum saman í æsku. Við fóran í leiki svo sem eins og svarta Pétur. Þið merktuð okkur, þau sem töpuðu, í bak og fyrir. Þá var gaman og mik- ið fjör. Þá leið okkur öllum svo vel. Þið gáfuð okkur tækifæri til taka þátt í gróðursetningu í landinu fal- íega við bústaðinn. Þetta vilduð þið gera til að við nytum gróðursins í framtíðinni. Það var ykkur svo mikils virði. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni þegar amma kallaði okkur í kaffitíma. Þar var alltaf veisluborð. Hún naut þess svo að gefa. Þar svignuðu borðin undan hnallþóraranum og brauði. Ein tertan hennar var þó alltaf í mestu uppáhaldi en það var þýska tertan. Við getum og munum ávallt rifja upp fagrar stundir sem við áttum samvistum við ömmu. Hún var okkur svo góð. Við munum ávallt hugsa til hennar því við vitum að hún hlustar. Við vitum að nú líður henni vel og er komin á vit foreldra sinna og bróður sem hún ann svo heitt. Við viljum að lokum kveðja ömmu með hennar eigin orðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.