Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ
Misskilningur
leiðréttur
Rjúpan og Skotveiðifélag íslands
Frá Sigmari B. Haukssyni:
í MORGUNBLAÐINU 16. þessa
mánaðar eru birt undir liðnum
„Bréf til blaðsins" tvö bréf sem
beint og óbeint eru skilaboð til
undirritaðs. Meginástæðan fyi'ir
því að ég svara þessum bréfum er
sú að í þeim báðum gætir misskiln-
ings sem nauðsynlegt er að leið-
rétta. Annað lesendabréfið er
skrifað af Elsu Pétursdóttur og ber
fyi’irsögnina „Rjúpan“. I bréfinu
segir meðal annars: „Rannsóknir
Náttúrufærðistofnunar hafa bent
til þess að ofveiði sé stunduð á Suð-
vestur- og Vesturlandi. Þegar 70%
af rjúpnastofninum þar eru drepin,
nær hann sér ekki upp aftur af
sjálfsdáðum." Þessi fullyrðing er
ekki rétt. Engar marktækar, vís-
indalegar sannanir liggja fyrir um
það að rjúpan sé ofveidd á Suðvest-
ur- og Vesturlandi. Því síður að
70% allra rjúpna á þessu svæði
falli fyrir hendi skotveiðimanna.
Hins vegar voru 70% þeirra
rjúpna sem radíósendir var settur
á skotin. Þessar rjúpur héldu til í
næsta nágrenni Reykjavíkur,
Úlfarsfelli, hluta Esju og Mos-
fellsheiði. Skotveiðifélag Islands
er útivistar- og náttúruverndarfé-
lag. Við teljum að náttúruvernd
felist ekki í algjörri friðun náttúr-
unnar heldur hófsamlegri nýtingu
hennar. Þess má geta að nær allar
rjúpnarannsóknir sem stundaðar
eru hér á landi eru kostaðar af fé
sem kemur úr vösum íslenskra
skotveiðimanna, eða úr svokölluð-
um veiðikortasjóði.
Hitt bréfið ber fyrirsögnina „Op-
ið bréf til formanns Skotveiðifélags
Islands". Höfundur þessa bréfs er
Kjartan Ingi Lorange, félagsmað-
ur í Skotvís. Ég ætla ekki að fjalla
um innihald bréfs Kjartans á þess-
um vettvangi. Það verður gert síð-
ar og á öðrum stað. I bréfi sínu
segir Kjartan meðal annars: og
þar að auki ertu búinn að brjóta
gegn reglum Skotvís, þar sem seg-
ir að meðal annars sé hlutverk
Skotvís það að gæta hagsmuna
skotveiðimanna, og það er ekki
gott mál þegar formaðurinn sjálfur
er farinn að tala gegn félögum sín-
um í fjölmiðlum." Svo mörg vora
þau orð. Kjartan er með þessum
orðum að væna mig um að ég sé að
brjóta reglur þess/élags sem ég er
formaður fyrir. Ég vísa þessum
ásökunum algjörlega á bug, þau
era fjarstæða.
Hagsmunir íslenskra skotveiði-
manna felast fyrst og fremst í því
að þeir dýrastofnar sem veitt er úr
séu sterkir. Nú bendir ýmislegt til
þess að veiðiálagið á grágæsastofn-
inum sé heldur mikið. Þá telja vís-
indamenn við Náttúrufræðistofnun
að rjúpan sé ofveidd í næsta ná-
grenni Reykjavíkur. Það er afar
brýnt að skotveiðimenn bregðist
rétt við þessum aðvöranum vís-
indamanna. Ég tel mér íyrst og
fremst skylt að gæta hagsmuna
þeirra þúsunda skotveiðimanna
sem stunda veiðar sér tU ánægju í
tómstundum sínum fremur en
þeh'ra sem telja sig vera atvinnu-
veiðimenn, stunda skotveiðar sem
atvinnu. Það skal þó tekið fram að
vitaskuld er það alls ekki óeðlilegt
að veiðimenn, sem eiga einhverja
fugla sem þeir þurfa sjálfir eklá að
nota, selji þá sé það innan hóflegra
marka. Kjarni málsins er sá að við,
sem stundum veiðar í tómstundum
okkar, viljum geta gert það áfram
um ókomin ár.
Sé þörf á að grípa til einhverra
verndaraðgerða vegna of mikils
veiðiálags er það mín persónulega
skoðun að fyrsta aðgerðin ætti að
vera að draga úr veiðum atvinnu-
manna, fremur en til dæmis að
stytta eða takmarka veiðitímann.
Fyrir lesendur Morgunblaðsins
sem ekki era félagar í Skotvís skal
á það bent að Kjartan Ingi Lor-
ange hefur haft ágæt tækifæri til
að viðra skoðanir atvinnuveiði-
manna innan félagsins. Hann skrif-
aði grein í seinasta blað félagsins,
Skotvís - fagrit um skotveiðar og
útivist, þar sem hann skýrði ítar-
lega sjónarmið atvinnuveiðimanna.
Þá verður í mars næstkomandi
rabbfundur á vegum Skotvís um
atvinnuveiðar og sölu á villibráð.
SIGMAR B. HAUKSSON,
formaðui' Skotveiðifélags íslands.
Vorum að
taka upp
fallega
gjafavöru
■
'A J
-
Kirkjutorgi 4, s. 551
KIRKJUHVI^M*'
4, s. 551 2dlBP*
Allt að 150 númera minni
Þar af 50 með nafni
Bllkkljós
Valhnappur
Tímamæling samtaia
Getur geymt útfarandi númer
íslenskar leiðbeiningar
íslenskar merkingar Jélatilböð
A vegg eða borð
TDD-2000 WM
Allt að 150 númera minni st9r-
Þar af 50 með nafni
Blikkljós
Valhnappur
Tímamæling samtala
Getur geymt útfarandi númer
23 skammvalsminni
Hátalari
Íslenskar leiðbeiningar
slenskar merkingar Jélotilbfeð
vegg eða borð
TDD-1000
30 númera minni
Blikkljós
Valhnappur
3 skammvalsminni
íslenskar leiðbeiningar
ísienskar merkingar
Á vegg eða borð
stgr.
0DD-H003
30 númera mínni
Blikkljós
Valhnappur
jslenskar leiðbeiningar
ísienskar merkingar [
Á vegg eða borð
stgr.
TM afgreiðslu 15.1Z98
EETill
stgr.
TJÍ afgrMslu 16.12.96
Siöumúla 37
108 Reykjavik
S. 588-2800
Fax 588-2801
SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 49 -
Náttsloppar og
silkináttfatnaður
til jólagjafa
Opið frá kl. 10-22 alla daga til jóla
Ti'skuverslun « Kringlunni 8-12»Sími 5533300
skiða
laugwegi25 Sini5518805 tpor!i@mmedajs
við Umferðarmiðstöðina
SÍMAR 551 9800 0G 551 3072