Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gosið að
fjara út
MJÖG hefur dregið úr eldsumbrot-
um á Vatnajökli en jarðvísindamenn
vilja þó ekki lýsa því yfir að gosi sé
lokið. Flogið var yfir eldstöðvamar á
sunnudag og virtist þá hafa dregið
talsvert úr gosinu og varð hlé á því á
meðan vísindamenn voi-u á flugi yfir.
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfi’æðingui’ sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að býsna rólegt
væri á gosstöðvunum og gosið virtist
vera að fjara út. Órói mældist við og
við á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli í
gær en inni á milli stuttra hrina datt
virkni á svæðinu alveg niður.
Að sögn Hafþórs Jónssonar, aðal-
fulltrúa hjá Almannavömum, hafa
ekki borist fregnir af öskufalli í
byggð síðustu daga. Enn er þó í
gildi bann við ferðum nær Gríms-
fjalli en 5 kílómetra. Það bann hefur
ekki verið virt að öllu leyti og í flugi
yfir eldgosið á sunnudag sást til
þriggja jeppa skammt frá eldstöð-
inni. I frétt frá Almannavömum
segir að vísindamenn telji slíkt stór-
hættulegt enda geti skyndileg
sprenging þeytt glóandi gosefnum
kílómetra leið.
A myndinni til hægri er horft að
eldstöðinni frá skála Jöklarann-
sóknafélagsins á Grímsfjalli. Mynd-
in var tekin á sunnudag. Nýfallinn
snjór liggur yfir en í fótsporunum,
sem liggja meðfram skálanum, sjást
ummerki öskufalls.
Morgunblaðið/Þorkell
Lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir hálfum öðrum mánuði
Var vart hug-
að líf en hef-
ur náð ótrú-
legum bata
Hellu. Morgunblaðið.
HINN 12. nóvember sl. varð mjög alvarlegt
umferðarslys milli Hveragerðis og Selfoss,
þegar flutningabíll, fólksbifreið og jeppi
lentu í hörðum árekst ri skammt frá Kot-
strandarkirkju. Okumaður fólksbifreiðarinn-
ar lést, ökumaður jeppans hlaut alvarlega
áverka og var fluttur með þyrlu til Reykja-
víkur, en ökumaður flutningabflsins slapp við
alvarleg líkamsmeiðsli. Umferðin hefur tekið
sinn toll á þessu ári og margir eiga um sárt
að binda hennar vegna. Ljósi punkturinn í
þessu slysi er hversu vel ökumanni jeppans
hefur reitt af, en honum var vart hugað líf
fyrst eftir atburðinn.
Það var Óli Már Aronsson, oddviti Rang-
árvallahrepps, sem ók jeppanum þennan ör-
lagaríka dag, en hann var á leiðinni til höf-
uðborgarinnar. Hann segir þetta allt hafa
gerst mjög snöggt og skammur tími liðið frá
því að liann skynjaði hvað væri að fara að
gerast og þangað til hann rotaðist við högg-
ið, er hann lenti á flutningabflnum. Hann
segist síðan hafa komið til sjálfs sín aftur og
verið með meðvitund þangað til farið var að
klippa bflinn frá honum, en í millitíðinni
hafði komið til hans læknir og gefíð honum
deyfílyf. Hann man ekki eftir þyrlufluginu
Morgunblaðið/Aðalheiður
ÓLI Már Aronsson, oddviti og ferðamálafull-
trúi á Hellu, hefur náð miklum bata eftir al-
varlegt umferðarslys í nóvember.
en rankaði aðeins við sér á Landspítalanum,
en þar var hann lagður á gjörgæsludeild.
Við rannsókn kom í ljós að hann hafði
hlotið opið beinbrot á vinstri lærlegg, ökkli
og hnéskel brotnuðu á hægra fæti og vinstri
úlnliður. Þá blæddi inn á lungun, hjartað
marðist og ósæð skaddaðist, auk þess sem
þrjú rifbein og bringubeinið brotnuðu.
Læknar hurfu frá því að gera á honum erf-
iða hjartaaðgerð, en sár hans greru furðu
fljótt þar sem honum var haldið sofandi í
rúmar tvær vikur.
Bænastund í Oddakirkju
Eins og fyrr segir var Óli Már svæfður
vegna þeirra miklu áverka sem hann hafði
hlotið og hófst þá erfíður biðtími, þar sem líf
hans og heilsa sveiflaðist til frá einum degi til
annars. Nokkrum dögum eftir atburðinn
komu vinir og fjölskylda hans saman til
bænastundar í Oddakirkju, þar sem beðið var
fyrir bata hans, en mikill samhugur meðal
íbúa, vina og vandamanna var áberandi á
þessum tíma, enda þekkja allir alla í litlu
þoiyi eins og Hellu.
Oli Már segist hafa orðið fyrir miklu áfalli
þegar hann kom til sjálfs sín og gerði sér
grein fyrir ástandinu, þeirri staðreynd að
maður lést í slysinu og því álagi sem slysið
olli fjölskyldu hans. „Eg vil í þessu sambandi
koma á framfæri þökkum til hjúkrunarfólks á
gjörgæslu- og bæklunardeild Landspítalans
sem annaðist mig og fjölskyldu mína af mik-
illi alúð og jafnframt til allra þeirra sem hafa
aðstoðað okkur ojg sýnt samhug í þessum
raunum," sagði Oli Már.
Tími, þolinmæði og þjálfun
Óli Már fékk að fara heim af spítalanum
fyrir jól, en sár hans hafa gróið hratt og fínn-
ur hann nú varla fyrir bijóstáverkanum, en
beinbrotin eru lengur að gróa. „Ég fer um í
hjólastól og get staulast um á hækjum og finn
hægan bata á hverjum degi. Ég fer í endur-
hæfíngu eftir áramót á Reykjalund og reikna
með að geta farið að vinna fljótlega eftir
það,“ segir Óli Már að lokum, sem hefur þó
ekki setið auðum höndum, því hann var þegar
farinn að vinna á fartölvu uppi í rúmi á Land-
spítalanum.
Banaslys á
Snæfellsnesi
Tólf ára
drengur
lést
BANASLYS varð á Snæfells-
nesi við afleggjarann að Skóg-
amesi klukkan tæplega 13 á
sunnudag. Mikil hálka var á
veginum og er talið að ökumað-
ur hafi misst stjórn á bílnum í
beygju með þeim afleiðingum
að bíllinn valt.
Tólf ára drengur, sem var á
palli bílsins, lést, en aðrir far-
þegar bflsins sluppu án alvar-
legra meiðsla, meðal annars
annar drengur sem var á bíl-
pallinum. Sex voru í bílnum
auk hins látna, og vora þeir
fluttir á sjúkrahúsið í Stykkis-
hólmi til skoðunar.
Bíllinn var á leið frá Reykja-
vík til Snæfellsness. Ekki er
unnt að greina frá nafni hins
látna að svo stöddu.
Mótmæli
vegna mynd-
arinnar
Dómsdagur
DAVÍÐ Sch. Thorsteinsson verk-
efnisstjóri gerir alvarlegar athuga-
semdir við sjónvarpsmynd Egils
Eðvarðssonar, Dómsdag, seni
fmmsýnd var annan í jólum-
Hann segir í bréfi til Morgun-
blaðsins, að í myndinni svívirði
Egill minningu látinna heiðurs-
hjóna, séra Ólafs Petersen og
Astríðar Stephensen, presthjóna á
Svalbarða í Þistilfírði.
Sjónvarpsmyndin fjallar um svo-
kallað Sólborgarmál og afskipti
Einars Benediktssonar, skálds og
sýslumanns, af því. Hingað til hef-
ur því verið haldið fram að Sólborg
hafi ráðið sér bana þegar átti að
fara að yfirheyra hana um meint
dulsmál. I sjónvarpsmyndinni er
prestfráin látin byrla Sólborgu eit-
ur og prestinum er lýst sem drykk-
felldum flagara. Þetta telur Davíð
Scheving fjan-i öllu sanni. Hann
segir í bréfí sínu að vísan til skáld-
skaparlögmála réttlæti ekki róg og
níð um nokkuð fólk, hvað þá látið
fólk, sem á þess ekki kost að bera
hönd fyrir höfuð sér.
Egill Eðvarðsson segir í athuga-
semd, sem hann sendi Morgunblað-
inu, að kvikmyndin Dómsdagur se
skáldverk. Hún byggist að nokkru
leyti á atburðum sem áttu sér stað
á prestssetrinu Svalbarða í Þistil-
firði, „en hugleiðingar persóna
myndarinnar um að atburðir hafi
þar gerst á annan veg en hingað til
hefur verið haldið fram eru ein-
göngu höfundar“.
■ Opið bréf/63
■ Athugasemd/15
■ „Hve iðrar margt líf..“/37
Blaöinu
í dag fylgir
auglýsingaplakat
frá tímaritinu
Myndbönd
mánaöarins,
„Myndbönd
mánaðarins
bjóða til
spennandi
veislu á
næsta ári“.
í dag
ssieyn
Wachter | Guðmundur j Allt um
á • til : enska
sigurbraut j Þýskalands j boltann
B7 Í B1 :B2,B3,B4,B5
Fyigstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbi.is