Morgunblaðið - 29.12.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 13
FRÉTTIR
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN: STJÓRNSKIPULAG
UTLENDINGAEFTIRLITIÐ
Framkvæmdastjóri
RIKISLOGREGLUSTJORI
Vararíkislögreglustjóri
Alþjóðadeild
Stjórnsýslu- og
rekstrardeild
- Sérsveit lögreglunnar I
Lagadeild
Menntunar- og
fræðslumál
Sérverkefni
RIKISSAKSOKNARI
SVIÐ1 Vararíkislögreglustjóri 1 SVIÐ2 Yfirlögregluþjónn 1 SVIÐ3 Yfirlögregluþjónn SVIÐ4 Yfirlögregluþjónn SVIÐ5 Saksóknari
Öryggismáladeild
Leitar- og
björgunarmáladeild
Umferðardeild
Áfengiseftirlits- og
vopnalagadeild
Starfsmannadeild
Tölvudeild
Forvarnir
Lögreglustöðvar
Vegabréfaútgáfa
Tækja- og
búnaðardeild
Rannsóknadeild
Tæknirannsókna-
stofa
ID-nefnd
Upplýsingadeild
Fikniefnastoía
Rannsókn og
saksókn skatta-
og efnahagsbrota
Peningaþvætti og
meðerð upplýsinga
um fjármuná-
og efnahagsbrot
Sérverkefni
Eftirlit lögreglustjóra
með útlendingum
Handbækur lögreglu
Ársskýrslur, Tölfræoi
Alþjóðleg
lögreglustörf
Nýtt stjórnskipulag fyrir
embætti ríkislögreglusljórans
SKIPULAG LÖGREGLUNNAR
Dómsmálaráðherra
Utanríkisráðherra
Ríkislögreglustjórinn
rrzrrr" Lögregluskóli ríkisins "" i Útlendinga- eftirlitið 26 lögreglu- umdæmi L Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
samþykkt nýtt stjórnskipulag fyrir
embætti ríkislögi’eglustjórans sem
tekur gildi 1. janúar næstkomandi.
Ríkislögreglustjóri er Haraldur Jo-
hannessen og í frétt frá embættinu
kemur fram að starfsemi embætt-
isins hafi á undanförnum mánuðum
verið til endurskoðunar hjá yfir-
stjórn þess og breytingar hafi verið
gerðar á stjóm, stjórnskipulagi og
verkefnaskiptingu embættisins.
Frá og með næstu áramótum
mun ríkislögreglustjórinn starf-
rækja sérsveit lögreglu á lands-
vísu, en fjallað er um hana á
miðopnu. Umferðardeild ríkislög-
reglustjórans verður einnig komið
á fót um áramótin. Hlutverk henn-
ar er að veita lögreglustjórum að-
stoð og stuðning í lögreglustörfum
og efla umferðarlöggæslu um land
allt. Aðrar breytingar sem unnið
er að eru m.a. varðandi útgáfu
vegabréfa, Schengenmálefni og
fleira.
Samkvæmt stjómskipulagi ríkis-
lögreglustjórans fer Jóhann Jó-
hannsson með framkvæmdastjórn
Utlendingaeftirlitsins, en sam-
kvæmt lögum um eftirlit með út-
lendingum er kveðið á um að Ut-
lendingaeftirlitið sé sérstök stofnun
sem ríkislögreglustjóri veiti for-
stöðu. Embætti ríkislögreglustjór-
ans er skipt í fimm svið og fara eft-
irtaldir yfírmenn með stjóm þeirra:
Svið 1: Þórir Oddsson vararíkislög-
reglustjóri, Svið 2: Jón F. Bjatmarz
yfirlögregluþjónn, Svið 3: Jónmund-
ur Kjartansson yfirlögregluþjónn,
Svið 4: Guðmundur Guðjónsson yf-
irlögregluþjónn, Svið 5: Jón H.B.
Snorrason saksóknari.
Ungt par
handtekið á
stolnum bíl
LÖGREGLAN veitti ungu pari á
stolnum bíl eftirför um hádegisbil í
gær. Eftirförin hófst á Miklubraut
þegar ökumaður bifreiðarinnar
sinnti ekki stöðvunarmerki lög-
reglu, heldur ók mjög greitt í aust-
urátt. Fimm lögreglubílar eltu bíl-
inn og endaði eftii-fórin í Árbæ eftir
að ökumaðurinn ók á kyrrstæðan
bíl. Stúlkan gerði tilraun til að
leggja á flótta en var hlaupin uppi
og handsömuð ásamt ökumannin-
um, en hann hefur oftsinnis komið
til kasta lögreglu áður. Bifreiðinni
hafði verið stolið af bflasölu og skipt
hafði verið um númer á henni.
Morgunblaðið/Júlíus
EFTIRFÖRIN endaði í Árbæ þegar ökumaðurinn keyrði
á kyrrstæðan bíl.
Forstjóri ÍÚ vegna kvörtunar um meint samkeppnisbrot ÍÚ
„Á misskilningi byggð“
HREGGVIÐUR Jónsson forstjóri
íslenska útvarpsfélagsins hf. (IU)
segir að kvörtun Breiðvarps
Landssímans til Samkeppnisstofn-
unar um að áskriftargjöld að
Fjölvarpi séu niðurgreidd af
rekstri annarrar sjónvarpsstarf-
semi Islenska útvai’psfélagsins sé
byggð á töluverðum misskilningi.
Hann vill í samtali við Morgun-
blaðið ekki fara nánar út í þann
meinta misskilning en segir að fé-
lagið sé að undirbúa umsögn um
málið sem skila eigi til Samkeppn-
isstofnunar í byrjun næsta mánað-
ar.
I kvörtun lögmanns Landssím-
ans til Samkeppnisstofnunar er
m.a. á það bent að Breiðvarpið
hafí um nokkurt skeið boðið upp á
áskrift að erlendum sjónvarps-
stöðvum í samkeppni við áskrift-
arsjónvarp Islenska útvarpsfé-
lagsins hf., einkum Fjölvarpið.
Jafnramt er því haldið fram að
áskriftin að Fjölvarpinu hafi verið
niðurgreidd með rekstri annarrar
sjónvarpsstarfsemi eftir að Breið-
varpið hóf starfsemi sína og að
slík niðurgreiðsla hafi áhrif á
samkeppnismöguleika Breið-
varpsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Samkeppnisstofnun liggur ekki
fyrir hvenær stofnunin mun úr-
skurða í málinu.
Þorláks-
messa hjá
IKEA í gær
FJÖLDI manns beið fyrir utan
verslun IKEA í Holtagörðum þeg-
ar útsala hófst þar í gærmorgun.
Að sögn Jóhannesar Rúnars Jó-
hannessonar, framkvæmdastjóra
IKEA, komu álíka margir við-
skiptavinir í verslunina í gær og á
þorláksmessu.
Þetta er í fyrsta skipti sem út-
sala hefst í versluninni milli jóla og
nýárs; venjulega hefst hún eftir
fyrstu helgi í janúar. Jóhannes
Rúnar segir að ástæða þess að nú
hafi verið breytt til sé sú að það sé
alþekkt að útsölur í stórverslunum
erlendis hefjist strax eftir jól og
IKEA hefði talið að hið sama gæti
átt við hér. Reynsla gærdagsins
virðist hafa staðfest það, að sögn
framkvæmdastjórans, sem segir að
á útsölunni séu mörghundruð vör-
ur úr öllum vöruflokkum seldar
með 30-70% afslætti og að auki sé
allt jólaskraut á útsölu.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Háskólabíós
NÝR fram-
kvæmdastjóri tek-
ur til starfa hjá
Háskólabíói í
Reykjavík um ára-
mótin. Er það Ein-
ar S. Valdemars-
son.
Einar tekur við
starfinu af Frið-
Vaidemarsson jjerti Pálssyni sem
verið hefur framkvæmdastjóri Há-
skólabíós frá árinu 1979. Einar út-
skrifaðist sem viðskiptafræðingur
frá Háskóla íslands árið 1990 og
starfaði í fyrstu á endurskoðunar-
skrifstofu. Hann var síðan í hálft
fimmta ár lektor við Samvinnuhá-
skólann að Bifröst og frá árinu
1995 var hann fjármálastjóri Há-
skólabíós í hálft annað ár. Þaðan
hélt hann til starfa hjá Jöfri þar til
nú er hann tekur við starfi fram-
kvæmdastjóra Háskólabíós.
Bæjarstjóri
Hornafjarðar
hættir
BÆJARSTJÓRI Hornaíjarðar,
Sturlaugur Þorsteinsson, hefm-
sagt starfi sínu lausu og mun láta
af störfum 1. febr-
úar næstkomandi.
í upplýsingum frá
bæjarstjórn
Hornafjarðar kem-
ur fram að ástæð-
ur uppsagnarinnar
séu persónulegar.
Sturlaugur hef-
sturiaugur ur verið bæjar-
Þorsteinsson stjóri á Hornafirði
frá 1990 en var áð-
ur forseti bæjarstjórnar kjörtíma-
bilið 1986 til 1990. Hann mun nú
taka við stöðu framkvæmdastjóra
nýstofnaðs bygginga- og verktaka-
íyrirtækis, Ulfarsfells hf. Starf
bæjarstjóra verður auglýst laust á
næstu dögum.
Aðsendar greinar á Netinu
<§> mbUs
_/KLLTA^ G/TTH\SA£D NÝTT
Einar S.
Krabbameins-
félaqsins
y/td/HÍftUI*
24. c/í'A'e//t/j('/t
^Pinnín^cu^
Opel Astra 1600 Station Club, árgerð 1999. Verðmæti 1.700.000 kr.
63374
Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. 1.000.000 kr.
105468
Úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun. 100.000 kr.
1511 18466 30535 49034 60201 76053 88834 107803 127067 136377
2023 19090 32107 49966 60205 78036 89114 110592 128352 136908
2856 19596 32587 51018 60967 78507 89506 110863 128601 137242
3460 19750 34144 52733 61349 79375 91886 111125 129487 137978
4993 20731 36991 53032 65690 79695 91927 112759 129660 138167
5062 20881 38231 54296 65906 79766 92188 113088 129775 142234
6592 20884 38422 54517 66970 80642 92559 113764 129919 142475
10732 21457 39370 54796 67628 81573 93464 114670 130693 142652
11309 23191 42385 55113 69367 82342 93578 117707 131347 143026
11932 23587 43824 55602 69372 83897 95183 117997 131532 143810
12954 23905 44930 55711 69717 85198 95982 118181 132365 143889
13536 25425 45298 55806 71205 85813 102338 118794 132919 145154
13964 26256 46435 57128 73660 86043 102881 119206 133063
14812 28587 46619 57220 73895 86455 103171 120984 133652
17052 28643 47362 59062 74240 86592 103275 122914 134292
18066 30218 48610 59610 74547 87057 106760 123803 135978
A í/f/'aóáa/Met/tx/e/ayrdf>aA/ar
l.'a/uJs//iö///u//n/ oei/ta/i/stuo/un/Z'
Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á
skrifstofu Krabbameinsféiagsins aö
Skógarhlíö 8, sími 562 1414.