Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 15

Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 15 FRETTIR Hitaveita Suðurnesja byggir raforkuver í Svartsengi án þess að hafa virkjunarleyfí Engar viðræður hafa farið fram í hálft ár Iðnaðarráðuneytið telur samning milli Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar vera forsendu fyrir því að HS fái virkjun- arleyfi vegna 30 MW virkjunar í Svarts- engi. Engar viðræður hafa farið fram milli HS og Landsvirkjunar í hálft ár. Egill Ólafsson skoðaði hvers vegna HS hefur ekki fengið virkjunarleyfí. EKKI hefur verið haldinn fundur í hálft ár milli Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar um gerð sam- rekstrarsamnings vegna raforkusölu frá HS. Að mati iðnaðarráðherra er samkomulag um slíkan samning for- senda fyrir því að iðnaðarráðuneytið veiti HS virkjunarleyfl. Fái fyrir- tækið ekki leyfið getur það ekki sett orkuverið, sem verður fullbyggt í september á næsta ári, í gang til að framleiða rafmagn á eigin sölusvæði. I ár eru liðin 20 ár síðan Hitaveita Suðurnesja hóf rafmagnsfram- leiðslu. Fyrirtækið framleiðir í dag rafmagn með 10 gufuhverflum og er ástimplað afl 16,4 MW. Fyrir þrem- ur árum óskaði fyrirtækið eftir virkj- unarheimild fyrir 25 MW virkjun til iðnaðarráðherra. Jafnframt hófst undirbúningur að framkvæmdum við vh-kjunina. I fyrra var gengið frá samningi við Fuji í Japan um kaup á 30 MW hverfli. Hann er nú á leið til landsins, en fyrirhugað er að koma honum fyrir áður en stöðvarhúsinu verður lokað. Bygging þess er komin vel á veg. Þarf ekki að afla lagaheimildar HS ítrekaði beiðni sína um virkj- unarheimild 28. febrúar í fyrra og sótti jafnframt um leyfi fyrh' 30 MW virkjun. Þessari beiðni hefur enn ekki verið svarað efnislega. Ymsiegt hefur orðið til að tefja afgreiðslu málsins. Eitt af því er spurningin um hvort fara þyrfti fram umhverfismat á virkjuninni. I árslok 1996 úr- skurðaði umhverfisráðuneytið að virkjunin þyrfti að fara í umhverfis- mat. Stjórnendur HS mótmæltu þessu og bentu á að ekki hefði farið fram umhverfismat vegna stækkun- ar Nesjavallavh'kjunar og í Svarts- engi væri verið að stækka virkjunina með hliðstæðum hætti. í október í fyrra féllst umhverfisráðherra á þetta sjónarmið og úrskurðaði að virkjunin þyrfti ekki að fara í um- hverfismat. Forsenda fyrir virkjanaleyfi er umsögn frá Orkustofnun. Stofnunin skilaði jákvæðri umsögn um virkjun- ina 14. ágúst sl. HS skilaði inn at- hugasemdum til Orkustofnunar í október þar sem gefnar voru skýr- ingar á nokkrum atriðum í sambandi við virkjunina. í umsögn Orkustofn- unai' kemur fram að vii'kjanaáform HS rúmist innan þeirrar heimildar sem ákveðin er í orkulögum frá 1981, en þar segir að iðnaðarráðherra hafi heimild til að gefa út virkjunarleyfi vegna allt að 50 MW jarðvarmaveitu. Það er því mat stjórnenda HS að iðnaðarráðherra þurfi ekki að leita eftir lagaheimild ft'á Alþingi til að gefa út virkjunarleyfi til HS. Samningur við Landsvirkjun forsenda leyfisveitingar? Finnur Ingólfsson iðnað- aiTáðheiTa sagði í utandagskrárum- ræðu um þetta mái á Alþingi í síð- ustu viku, að gera þyrfti samrekstr- arsamning milli HS og Landsvirkj- unar áður en hann gæti gefið út virkjunarleyfi. Júlíus Jónsson, for- stjóri HS, segist ekki kannast við að þetta sé forsenda fyi'h' ieyfisveit- ingu. Hann hefur sent iðnað- arráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvar sé að finna ákvæði um að slíkur samning- ur sé forsenda fyrir leyfisveitingu. Viðræður um gerð samrekstrai'- samnings milli HS og Landsvirkjun- ai' hafa staðið í alllangan tíma, en talsvert ber á milli aðila. Síðasti formlegi viðræðufundurinn var hald- inn snemma í júní í sumar. Júlíus segir að talsmenn Landsvirkjunar hafi borið fyrir sig að þeir væru að bíða efth' að heyra frá Norðuráli um áform eigenda fyrirtækisins um stækkun álversins. Landsvirkjun tekur Sultartanga- virkjun í gagnið í október nk., en virkjunin er 120 MW að stærð. Það er því ljóst að það verður ekki skort- ur á rafmagni næsta haust þegar virkjun HS í Svartsengi verður tekin í notkun. Við þessar aðstæður er þess tæplega að vænta að Lands- virkjun hafi mikinn áhuga á að gera samning við HS um raforkusölu. Má ekki setja í gang HS kaupir í dag 14-15 MW af Landsvh'kjun til sölu á orkusölu- svæði sínu. Virkjunin í Svartsengi gerir HS kleift að hætta þessum orkukaupum, en fyi'irtækið getur einnig selt um 15 MW inn á kerfi Landsvii'kjunar. Fái HS ekki virkj- unarleyfi má fyrirtækið ekki setja orkuverið í gang. Það getur því ekki einu sinni framleitt þessi 14-15 MW sem það kaupir af Landsvirkjun í dag. Möguleikar fyrirtækisins til að nýta þá miklu fjárfestingu sem fyi'ir- tækið stendur í ræðst því alfarið af því hvort iðnaðairáðherra veiti fyi'ir- tækinu virkjunarleyfí, en ráðheira vísar hins vegar á viðræður HS og Landsvirkjunar um gerð samrekstr- arsamnings, sem mjög lítið virðist gerast í. Pólitísk stefnumörkun Akvörðun um virkjunarleyfi til HS tengist almennt ákvörðunum um skipulag raforkumála, en undanfarin ár hefur mikið verið rætt um að auka samkeppni á raforkumarkaði. Stjórnvöld hafa enn ekki tekið pólitískar ákvarðanir í því máli, en iðnaðarráðherra mun eftir áramót leggja fram frumvarp um samkeppni í raforkuframleiðslu. Það má færa rök fyrir því að eðlilegt sé að Alþingi taki pólitíska ákvörðun um skipulag raforkumála áður en HS fær virkj- unarleyfi því fái fyrirtækið virkjun- arleyfi hlýtur í því að felast sú stefn- umörkun að opna eigi fyrir sam- keppni í raforkuframleiðslu. Þess ber þó að geta að ekki er langt síðan iðnaðarráðherra veitti Reykjavíkur- borg virkjunarleyfi vegna byggingar 60 MW virkjunar á Nesjavöllum. Iðnaðarráðherra getur auk þess ekki dregið í það óendanlega að svara beiðni HS. Stjórnsýslulög setja hon- um þar ákveðnar skorður. Nýlega tók HS upp samstarf við Hafnai-fjarðarbæ, Garðabæ, Bessastaðahrepp og Kópavogsbæ um samvinnu á sviði orkumála, þ.e. um raforkuframleiðslu og jafnvel um söiu á vatni til húshitunar. Það er því ljóst að HS mun ekki eiga í vandræð- um með að finna kaupendur að raf- magninu frá Svartsengi. Búast má Morgunblaðið/Þorkell FRAMKVÆMDIR við orkuverið í Svartsengi eru komnar vel á veg, en áformað er að þeim ljúki í september nk. við að komist raforkuviðskipti á milli þessai'a aðila verði fljótlega farið að huga að frekari raforkuframleiðslu. Þess má geta að þegar hefur verið gerð samþykkt í stjórn HS um að hafinn verði undirbúningur að raf- orkuframleiðslu á Reykjanesi. Þarna er því verið að takast á um mikla hagsmuni, sem ekki aðeins varða Suðurnesjamenn og íbúa í stóru sveitarfélögunum í nágrenni Reykja- víkui', heldur varðar þetta einnig hagsmuni Landsvirkjunar og orku- fyrirtækja Reykvíkinga. Athuga- semd frá Agli Eðvarðssyni MORGUNBLADINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Agli Eðvarðssyni: „Undirritaður vill að gefnu tilefni taka fram að kvikmynd- in Dómsdagur, sem sýnd var í sjónvarpinu annan dag jóla, er skáldverk. Kvikmyndin bygg- ist að nokkru leyti á atburðum sem áttu sér stað á prestssetr- inu Svalbarði í Þistilfirði seint á síðustu öld, en hugleiðingar persóna myndarinnar um að atburðir hafi þar gerst á annan veg en hingað til hefur verið haldið fram era eingöngu höfundar. Þrátt fyrir að skýrt hafi ver- ið tekið fram í allri kynningu á verkinu að um skáldverk væri að ræða virðist það hafa farið framhjá mörgum og er þetta því hér með ítrekað, eða eins og segir í lok myndarinnar: „...mynd þessi geymir að nokkru leyti vísan til raun- verulegi’a atburða. Verkið í heild er þó fyrst og fremst skáldverk þar sem skáldskap- arlögmál eru látin ríkja.“ Egill Eðvarðsson HUGSAR ÞU UM AVÖXTUN TIL FRAMTÍÐAR? Spáð er, að Asíulöndin taki forystu í heiminum á nœstu öld. Misstu ekki cif glœsilegu ferðatilboði til Austurlanda, meðan verðið er lágt. MALASIA - THAILAND - BALI Árið 1998 eru hundruð farþega búnir að njóta fyrirgreiðslu okkar í rómaðar Austurlandaferðir á kynningarverði, sem svarar til 100-200% ávöxtun peninganna. ÞETTA SAMA VERÐ GETUR ÞIJ TRYGGT ÞÉR MEÐ ÞVÍ AÐ STAÐFESTA PÖNTUN ÞÍNA FYRIR 1999 Á KYNNINGARVERÐI ÞESSA ÁRS FYRIR ÁRAMÓT. Verðið hlýtur að hækka á næstunni. Bókunarstaða 23. des.: 17. jan. uppselt, biðlisti 31. jan. 4 sæti 14. feb. 2 sæti 28. feb. 8 sæti 14. mars laus sæti 25. mars, páskar, Malasía, Balí 11 d., aðeins 10 sæti 28. mars, páskar, Thailand, 2 v., aðeins 8 sæti 11. apríl 10 sæti - Thailand, 2 v. 25. apríl laus sæti - Thailand 9. maí laus sæti - Thailand/Bali 16. maí UPPSELT 30. maí laus sæti - Thailand/Bali Vetrarmánuðir eru fegursti tími ársins í Austurlöndum. blómskrúð, þurrt og hæfi- lega heitt. Thailand er sannkölluð gullkista ferðamanns og enn geturðu tryggt þér frá- bæra ferð með flugi, flutningum, gistingu á völdum hótelum með stórum morgunverði og fararstjóm fyrir að meðaltali aðeins kr. 6.700 á dag með fluginu inniföldu. TRYGGÐU ÞÉR SUMAR- SÆLU UM HÁVETUR í HEILLANDI ÆVINTÝRA- HEIMIAUSTURLANDA. FERÐASKRIFSTOFAN H HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 netfang: prima@ heimsklubbur. Reykiavík, sími 562 0400, fax 562 6564, r.is, neimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.