Morgunblaðið - 29.12.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Breski Verkamanna-
flokkurinn i sárum
A
Ihaldsmenn kætast og reyna að nýta
sér vandræði flokksins til hins ýtrasta
Afsögn Peters Mandelsons og fréttir af
víðtækum fjárhagslegum stuðningi Geoff-
rey Robinsons við Verkamannaflokkinn
hafa valdið miklu uppnámi í breskum
stjórnmálum. Ihaldsmenn reyna að nýta
sér vandræði flokksins til hins ýtrasta en
fæstir telja að Mandelson sé á útleið úr
breskum stjórnmálum. Er líklegt að hann
muni á næstunni einbeita sér að því að efla
pólitísk tengsl Þýskalands og Bretlands.
Geoffrey Peter
Robinson Mandelson
BRESKIR íhaldsmenn hafa krafist
þess að fram fari opinber rannsókn
á fjárhagslegum tengslum kaup-
sýslumannsins Geoffreys Robin-
sons og þingmanna Verkamanna-
flokksins. Robinson, sem gegnt
hafði embætti aðstoðarráðherra í
fjármálaráðuneytinu, og Peter
Mandelson viðskiptaráðherra,
sögðu báðir af sér embætti í vik-
unni sem leið eftir að upplýst var
að Robinson hafði veitt Mandelson
tugmilljóna króna lán tii húsnæðis-
kaupa.
Upplýsingar um fjármál Mand-
elsons hafa haldið áfram að birtast
undanfama daga og hefur hann
m.a. verið gagnrýndur fyrir að
hafa ekki veitt upplýsingar um
lánið frá Robinson er hann sótti
um almennt húsnæðislán. Þá hefur
verið upplýst að Mandelson þáði á
síðastliðnu ári flugferð með einka-
þotu bandarísku auðkonunnar
Lindu Waehner, sem hefur hagn-
ast mjög á sölu nærfatnaðar og
gallabuxna undir vörumerkinu
Calvin KJein.
Breskum þingmönnum er skylt
að veita upplýsingar um gjafír og
önnur hlunnindi er þeir þiggja og
kunna að tengjast starfí þeirra.
Talsmaður Mandelsons sagði að
um ferð í einkaerindum hefði verið
að ræða og hefði hún ekki á neinn
hátt tengst þingmannastörfum
Mandelsons. Wachner væri banda-
rískur ríkisborgari og hefði engra
hagsmuna að gæta gagnvart
breska þinginu. Hún væri einka-
vinur Mandelsons og hefði sjálf
greitt fyrir ferðina. Það væri fárán-
leg siðprýði að reyna að gera
hneykslismál úr þessu, sagði tals-
maðurinn og taldi að Mandelson
hefði á engan hátt verið skylt að
greina frá ferðinni.
„Guðfadir“ Verkamanna-
flokksins
íhaldsmenn segja hins vegar að
um klárt brot á reglum þingsins sé
að ræða og hafa krafíst rannsóknar
á öllum embættisgjörðum Mandel-
sons sem ráðherra. Ihaldsmenn
hafa verið tregir til að ráðast á
Verkamannaflokkinn fyrir spill-
ingu af ótta við að vopnin kunni að
snúast í höndum þeirra, þar sem
fjölmörg spillingarmál urðu til að
grafa undan vinsældum þeirra á
sínum tíma. Atburðarás síðustu
daga hefur hins vegar orðið til að
stappa í þá stálinu. „Hvar endar
þetta,“ sagði Francis Maude, tals-
maður íhaldsmanna í fjármálum og
Michael Howard, er fer með utan-
ríkismál í skuggaráðuneyti þeirra,
sagði ljóst að Geoffrey Robinson
væri „guðfaðir" nýja Verkamanna-
flokksins.
Breskir fjölmiðlar hafa síðustu
daga haldið því fram að Robinson
hafi boðist til að lána að minnsta
kosti tveimur öðrum ónafngreind-
um ráðhen-um fé til húsnæðis-
kaupa í London. Blaðið Sunday
Times sagðist hafa heimildir fyrir
þessu frá „háttsettum ráðherra" og
að markmiðið hafi verið að styrkja
stöðu Gordons Browns fjármála-
ráðherra í valdabaráttunni innan
Verkamannaflokksins. Er því hald-
ið fram að Charlie Whelan, tals-
maður Browns, hafi verið milli-
göngumaður í þessum málum en
honum hefur jafnframt verið kennt
um að hafa lekið upplýsingum um
lántöku Mandelsons í fjölmiðla.
Hefur fjármálaráðuneytið vísað
fullyrðingum af þessu tagi algjör-
lega á bug.
Samt sem áður er nú verulegur
þrýstingur á Brown að leysa Whel-
an frá störfum, en hann var jafn-
framt óopinber talsmaður Robin-
sons á meðan hann gegndi emb-
ætti. Væri það mikið áfall fyrir
Brown að reka talsmann sinn, sem
talinn er hafa reynst honum mjög
vel.
Whelan hefur orð á sér fyrir að
vera opinskár og harðskeyttur en
hann er fyrrum kommúnisti, sem
hefur starfað náið með Brown um
margra ára skeið. Hann átti í
fyrstu gott samstarf við Mandel-
son en leiðir þeirra skildu er þeir
Blair og Brown tókust á um leið-
togaembættið í flokknum. Töldu
Whelan og fleiri aðstoðarmenn
Browns að Mandelson hefði reynt
að leika tveimur skjöldum í þeim
slag.
Whelan nýtur töluverðra vin-
sælda meðal breskra fréttamanna
og meðal vina hans er Poul
Routledge, pólitískur fréttastjóri á
The Mirror, sem undanfarið hefur
unnið að bók um Peter Mandelson.
Mun hafa verið ætlunin að greina
frá láni Robinsons til Mandelsons í
þeirri bók. Einungis fimm mann-
eskjur vissu af láninu og telja „vin-
ir“ Mandelsons, er rætt hafa við
fjölmiðla, ljóst að Whelan hafi frétt
af því og komið upplýsingum áleið-
is til Routledges. Þessu neitar
Whelan og bendir á að jafnvel þótt
hann hefði vitað af láninu hefði ver-
ið ljóst að þær upplýsingar kæmu
góðvini hans Robinson jafnilla og
Mandelson.
Hættu við
birtingu
Til stóð að kaflar úr bók
Routledge yrðu birtir í Sunday
Times en þeim samning hefur verið
rift eftir atburði síðustu daga, þar
sem að þær upplýsingar er mesta
athygli áttu að vekja eru þegar
komnar í ljós. Mun Mirror birta
kaflana þess í stað. I Times er
greint frá orðrómi um að óvildar-
maður Routledges í blaðaheimin-
um hafi tekist að verða sér úti um
eintak af handritinu og greint frá
upplýsingum um lán Mandelsons
til að eyðileggja fyrir sölu bókar-
innar.
Þá var greint frá því um helgina
að Robinson hefði óbeint fjármagn-
að skrifstofu Gordons Browns í að-
draganda síðustu kosninga. Brown
naut ekki persónulega góðs af
stuðningi Robinsons, en pening-
arnir, sem greiddir voru í gegnum
bankareikning Verkamannaflokks-
ins, voru notaðir til að fjölga starfs-
fólki og hækka laun lykilstarfs-
manna. Brown fór á þessum tíma
með fjármál í skuggaráðuneyti
flokksins.
Ekki er talið ólíklegt að afsögn
Mandelsons og Robinsons verði til
að ýta undir innanflokksátök í
Verkamannaflokknum og að fleiri
kunni hugsanlega að liggja í valn-
um þegar yfir lýkur. Margir þing-
menn eru sagðir gruna að Robin-
son hafi ákveðið að ná sér niðri á
þeim sem hann taldi vinna gegn
sér innan stjómarinnar og einnig
vísa margir til meintrar valdabar-
áttu milli Blairs og Browns. Mand-
elson hefur hins vegar vísað á bug
kenningum um átök á milli hans og
Browns og haft var eftir talsmanni
hans að hann hefði hvorki áhuga á
að bola Whelan úr starfi né að
koma fram „hefndum“ gagnvart
fjármálaráðherranum.
„Vinir“ Mandelsons eru hins
vegar ómyrkari í máli og segja for-
sætisráðherrann hafa misst nán-
asta ráðgjafa sinn vegna togstreitu
í kringum leiðtogakjörið 1994 og
þeirrar staðreyndar að Charlie
Whelan hafi ekki orðið talsmaður
forsætisráðherra, þar sem að
Brown beið lægri hlut. Svo virðist
þó sem persónulegt samband
þeirra Browns og Mandelsons hafi
ekki beðið hnekki. Þeir voru eitt
sinn nánir vinir og er Brown sagð-
ur hafa hringt fimm sinnum í
Mandelson áður en hann sagði af
sér og aðstoðað hann við að semja
afsagnarbréf sitt.
Tony Blair
gagnrýndur
Blair hefur einnig sætt gagnrýni
fyrir meðhöndlun sína á málinu og
saka íhaldsmenn hann um að hafa
beðið í viku með aðgerðir eftir að
hann frétti af máli Mandelsons. í
viðtali um helgina, því fyrsta sem
hann veitti um þessi mál, sagði for-
sætisráðherrann að hann hefði
verið með hugann við árásirnar á
Irak og hefði því látið mál Mandel-
sons sitja á hakanum um nokkurra
daga skeið. Það væri ekki jafnal-
varlegt og ef breskir flugmenn
hefðu látist í átökum. Michael
Howard sakaði hins vegar Blair
um að hafa beðið með kröfu um af-
sögn þar til að ljóst
var að tilraunir
Mandelsons til að
hvítþvo sig hefðu
mistekist. „Blair
gerði það sama og
venjulega, hann
beið eftir því að sjá
hvemig vindar
blæsu,“ sagði
Howard.
Flest bendir þó
til að Blair vilji
áfram nýta krafta
Mandelson. Eftir að
hann sagði af sér
embætti á Þorláks-
messu hélt hann til
Chequers, sveitabú-
staðar breska for-
sætisráðherrans, og snæddi kvöld-
verð með Tony og Cherie Blair.
Gisti hann á Chequers um nóttina
og er þetta talið til marks um
áframhaldandi vináttutengsl
Mandelsons og Blairs þrátt fyrir
allt sem á undan hafði gengið.
Greindu bresk blöð frá því í gær
að forsætisráðherrann hefði beðið
Mandelson um að hjálpa stjórninni
áfram við að byggja upp sterkari
pólitísk tengsl við Þýskaland. Fyiir
tæpum tveimur mánuðum var sett-
ur upp bresk-þýskur vinnuhópur
til að vinna að stefnumótun á sviði
efnahags-, velferðar- og Evrópu-
mála. Var Mandelson í forystu
Breta í hópnum og mun vilji Blairs
standa til að hann gegni því starfi
áfram.
Þá er Mandelson sagður hafa
lýst áhuga á því að vera í forystu-
hlutverkinu í baráttunni fyrir aðild
Bretlands að hinum peningalega
samruna Evrópusambandsríkj-
anna. Hann hefur einnig verið
nefndur sem hugsanlegur fram-
bjóðandi Verkamannaflokksins er
kosið verður um embætti borgar-
stjóra London í fyrsta skipti en er
ekki sagður hafa áhuga á því.
Reuters
Lengstir
lokkar
LU SENG sýnir hár sitt í bænum
Chiang Mai í Norður-Taílandi.
Bandarísk samtök er hafa auga
með undrum veraldarinnar og
mannlífsins hafa nýverið lýst því
yfir að hár Lus, sem er 77 ára, sé
það iengsta I heimi.
Páfi þakk-
ar Castro
JÓHANNES Páll páfi hefur
sent Fidel Castro, forseta
Kúbu, skeyti til að þakka hon-
um fyrir að
gera jóladag-
inn að opin-
berum frídegi
að nýju efth’
að hafa lagt
jólafríið niður
fyrir tæpum
30 árum. Páfi
fór í heimsókn
til Kúbu í jan-
úar og samskipti kommúnista-
stjórnarinnar og kaþólsku
kirkjunnar í landinu hafa farið
batnandi á síðustu árum.
Sómalar flýja
til Eþíópíu
UM 10.000 Sómalar hafa flúið
til Eþíópíu síðustu daga vegna
þurrka og matvælaskorts í
suðurhluta Sómalíu. Starfs-
menn hjálparstofnana sögðu
að fólkið hefði flúið á eyði-
merkursvæði í austurhluta
Eþíópíu þar sem skortur er á
matvælum og hvöttu stjórn-
völd í Sómalíu til að gera strax
ráðstafanir til þess að afstýra
hungursneyð í suðurhluta
landsins. Talið er að 750.000
Sómalar eigi á hættu að verða
hungurmorða og stjórn Eþíóp-
íu segir að hálf milljón íbúa
austurhluta Eþíópíu sé í hættu
vegna matvælaskorts.
Fangelsun
frestað
YFIRVÖLD í íran hafa ákveð-
ið að fresta því að fangelsa
borgarstjórann í Teheran,
Gholamhossein Karbaschi,
sem hefur verið dæmdur í
tveggja ára fangelsi fyrir spill-
ingu. Borgarstjórinn var í
fyrstu dæmdur í fimm ára
fangelsi en áfrýjunardómstóll
mildaði fangelsisdóminn á jóla-
dag. Sú ákvörðun yfirvalda að
fresta afplánuninni þykir
benda til þess að málinu verði
vísað til hæstaréttar írans.
Fylgismenn Mohammads
Khatamis, forseta Irans, lýsa
málaferlunum gegn borgar-
stjóranum sem tilraun af hálfu
íhaldssamra klerka til að grafa
undan stjórn umbótasinna.
Ný eldflaug
tekin í notkun
ÍGOR Sergej, varnarmálaráð-
herra Rússlands, heimsótti
rússneska herstöð á sunnudag
til að taka nýja gerð af kjarn-
orkueldflaugum, Topol-M,
formlega í notkun. Litið er á
Topol-eldflaugarnar sem meg-
instoð rússneska kjarnorku-
heraflans á næstu öld. Tvær
Topol-flaugar hafa þegar verið
notaðar í tilraunaskyni og gert
er ráð fyrir að tíu til viðbótar
verði teknar í notkun á næsta
ári og allt að 40 á ári hverju frá
árinu 2000.
Bondevik
íhugaði afsögn
KJELL Magne Bondevik, for-
sætisráðherra Noregs, íhugaði
að segja af sér skömmu áður
en hann fékk veikindaleyfi í
haust vegna þunglyndis. Þetta
kemur fram f viðtali við
Bondevik sem norska dagblað-
ið Aftenposten birti á sunnu-
dag.