Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 34

Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ EFTIR- MINNILEG NÓRA LEIKLIST Þjððleikhðsið BRÚÐUHEIMILIÐ Eftir Henrik Ibsen. Islensk þýðing: Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Björnsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Iris Tanja Ivarsdóttir og Þór Örn Flygenring. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir og Margrét Sigurðar- dóttir. Lýsing: Björn B. Guðmunds- son. Stóra sviðið 26. desember. HLUTVERK Nóru í Brúðu- heimili Ibsens hlýtur að vera eitt af óskahlutverkum hverrar leikkonu. Þetta er eitt stærsta kvenhlutverk nútíma leikbók- menntanna; hlutverk sem býður upp á blæbrigðaríka túlkun enda Nóra skemmtilega samsett per- sóna og ekki öll þar sem hún er séð. Að auki er hér um að ræða eina umdeildustu kvenlýsingu í gjörvöllum vestrænum nútíma- bókmenntum. Elva Osk Olafsdótt- ir hefur sannarlega dottið í lukku- pottinn að fá að spreyta sig á hlut- verkinu nú í jólasýningu Þjóðleik- hússins - og leikstjórinn má einnig prísa sig sælan að hafa val- ið þessa prýðisgóðu leikkonu í hlutverkið. Elva Ósk hefur áður sýnt og sannað að hún er með betri íslenskum leikurum, en fæst hlutverka hennar á íslensku leik- sviði hafa verið þess eðlis að hægt væri að hrópa húrra fyrir þeim (og ekki við hana þar að sakast), en húrrahróp og mikið lófaklapp upp- skar Elva Ósk fyrir túlkun sína á Nóru á nýliðnum öðrum jóladegi. Elva Osk lék af sterkri innlifun frá byrjun til enda. Hún náði prýðilega að sýna hinar mörgu hliðar Nóru; leikaraskapinn, daðr- ið og kátínuna jafnt sem stoltið, örvæntinguna og staðfestuna. Nóra beitir öllum sínum kvenlega þokka og klækjabrögðum til að Staðfesta þarf pantamr % FRA TOPPI TIL TAAR I Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum ffábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heikufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPI TIL TAAR ii. - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Fijálsir tímar, 13 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. Lágmúla 9 • Símí 581 3730 Sýningin er sigur fyrir Elvu Ósk í aðalhlutverkinu segir m.a. í um- sögninni. Á myndinni talar Nóra við barnfóstruna Önnu Maríu, sem Margrét Guðmundsdóttir leikur. vefja manni sínum um fingur sér og fá fram vilja sinn og gerir það svo listavel að hann trúir því statt og stöðugt að það sé hann sem ræður ferðinni. Hún er tilbúin til að vera lævirkinn hans, íkorni eða hvaða það gæludýr sem hann kýs á meðan hún lifir í þeirri vissu að hann sé henni sannur riddari. Þegar riddaramennskan reynist blekking ein falla einnig allar aðr- ar grímur og Nóra sér þann eina kost að ganga á dyr. Þannig held- ur hún reisn sinni og mennsku. Túlkun Elvu Óskar var sannfær- andi í alla staði, henni fataðist hvergi og vel má kalla frammi- stöðu hennar leiksigur. Þorvald, eiginmann Nóra, leikur Baltasar Konnákur og því miður verður það að segjast eins og er að hann náði sjaldan að veita EIvu Ósk þann mótleik sem nauðsynlegur er til að sýningin í heild geti talist list- rænn viðburður. Leikur Baltasars var ágætur framan af, hann náði vel að sýna barnalega einfeldni per- sónunnar sem kemur fram við konu sína eins og ofdekrað bam og blindni hans fyrir kostum hennar sem manneskju. En þegar leið á verkið varð leikur Baltasars furðu- lega eintóna og flatur. Blæbrigði vantaði bæði í túlkun og raddbeit- ingu og varð þetta sérstaklega áberandi í lokaþættinum. Viðbrögð Þorvalds við miskunnarlausri af- hjúpun Nóra á innihaldsleysi hjónabands þeirra og við hinni af- drifaríku ákvörðun hennar, að yfír- gefa heimili þeirra, vora furðu bragðlítil í túlkun Baltasars; laus við alla baráttu og ástríðu. Þröstur Leó Gunnarsson var sem sniðinn í hlutverk Ranks læknis. Hann kom vel til skila von- lausri ást læknisins á Nóru sem og napurri kímnigáfu hans jafnt sem ótta hans við eigin endalok. Þröst- ur Leó lék fagmannlega á allan þann tilfinningaskala sem persóna læknisins býr yfir. Sama má segja um Eddu Heiðrúnu Backman í hlutverki Kristínar Linde, vin- konu Nóru. Dempaður biturleiki í bland við von um síðbúna ham- ingju einkenna þessa kvenlýsingu og hvoru tveggja miðlaði Edda Heiðrún af því innsæi sem jafnan einkennir leik hennar. Samleikur hennar og Pálma Gunnarssonar í lokaþættinum var með ágætum og ekki fór á milli mála að á milli þeirra logaði falinn eldur reiðubú- inn að blossa að nýju. Krogstad málafærslumaður var í túlkun Pálma holdgemngur þess skugga og ótta sem persónan leggur á herðar Nóra. Svart- klæddur og stífur, með hendur í vösum, tekst hann á við hina fögru og mjúku Nóra og í samskiptum þeirra tveggja kristallast helstu andstæður verksins. Það var vel til fundið að láta skugga Krogstads ætíð koma á undan honum inn í stofu Nóru - og reyndar breyttist öll sviðslýsingin við komu hans. Leikmynd Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur er einföld og ágætlega vel heppnuð. Leikið er fremst á lítt hallandi sviði (óþarfa symbólismi kannski) og leikmunir af skornum skammti. Búningar Þórunnar Sigríðar og Margrétar Sigurðardóttur eru hreint augna- yndi, ef frá er talinn heldur „piparjúnkulegur" búningur Kristínar (Eddu Heiðrúnar) í fyrsta þætti. Lýsing Björns B. Guðmundssonar var einnig vel unnin og undirstrikaði stemmn- inguna, eins og getið er að ofan. Stefán Baldursson leikstjóri hefur valið sýningunni nokkuð hefðbundinn og klassískan stíl sem kemur ágætlega út. Hann má í heild vera ánægður með útkom- una, þótt sýningin sé ekki galla- laus. Sýningin er sem áður segir sigur fyrir Elvu Ósk í aðalhlut- verkinu og vonandi nær mótleik- ari hennar að dýpka túlkun sína þegar á líður. Það hlýtur að vera gleðiefni fyr- ir hverja kynslóð leikara að fá að spreyta sig á slíkum efnivið sem Brúðuheimili Ibsens, ekki síður en nýjar kynslóðir áhorfenda að fá að njóta verksins á sviði. Þeir sem hafa tækifæri til að sjá þessa upp- setningu Þjóðleikhússins ættu að hafa það í huga að síðast var verk- ið sett upp í því húsi fyrir 25 árum og önnur 25 ár kynnu að líða þar til það verður sett upp næst. Soffía Auður Birgisdóttir Aldnir hafa orðið KVIKMYIVDIR Laugarásbfó THE ODD COUPLE II. irk Leikstjóri Howard Deutch. Handrits- höfundur Neil Simon. Kvikmynda- tökustjóri Jamie Anderson. Tónskáld Alan Silvestri. Aðalleikendur Jack Lemmon, Walter Matthau, Richard Riehle, Jonathan Silverman, Lisa Waltz. 100 mín. Bandarisk. Para- mount, 1998. ÞEIR muna allir sinn fífílinn fegurri, handritahöfundurinn og leikritaskáldið góðkunna, Neil Simon, og gleðigjafarnir Jack Lemmon og Walther Matthau. Allavega gerðu þeir miklu betri hluti fyrir sléttum 30 árum, The Odd Couple var firna skemmtileg gamanmynd. Meinfyndin, persón- urnar dæmalaust góðar andstæð- ur; Óskar (Matthau), hirðulaus, drykkfelldur, latur og sóðalegur orðhákur, sem fékk andstæðu sína, Felix, (Lemmon) inná sig. Kattþrifínn, húmorslausan, nagg- andi og kerlingarlegan. I upphafí myndarinnar hafa örlögin fært þá saman að nýju, þeir hafa ekki sést síðan leiðir skildu. Það kemur ekki til af góðu. Sonur Óskars hyggst Inl.’idnl/ni' Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Mköflg® Negro Skólavörðustíg 21 a * 101 Reykjavík Sími/Fax: 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is giftast dóttir Felix. Óskar býr í Flórída, Felix í New York. Þeir hittast á flugvelli í Kaliforníu skömmu fyrir brúðkaupið og taka bílaleigubíl saman á áfangastað. A leiðinni fer allt úr böndunum. Það er í sjálfu sér góð hugmynd að leiða þessa jálka saman aftur eftir allan þennan tíma. Matthau og Lemmon eru dýrðlegir enn þann dag í dag, einsog kom í ljós í Grumpy Old Men, (‘93), og Out to Sea, (‘97), átti sína spretti. Vinsæld- ir þessara mynda og hin áratuga langa hefð fyrir samleik þeitra fé- laga hefur hvatt Simon til að kanna hvort ekki væri hægt að tutla eitt- hvað inná karlana og hugmyndina til viðbótar. í stuttu máli eru það ekki karlarnir sem bregðast, heldur skopskyn Simons. Ferðalagið í brúðkaupsveisluna tekur lungann af myndinni. Það gengur vissulega á ýmsu, einkum hrakföram, en fæst er tæpast boðlegt þessu goðsagna- kennda leikarapari. Óskar rífur kjaft og Lemmon sífrar, það vantar ekki. En engu er líkara en hugur fylgi ekki máli, enda línur félag- anna vægast sagt misfyndnar. The Odd Couple II. er eiginlega hvorki leiðinleg né skemmtileg, það er gallinn. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.