Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLADIÐ Að brynna fola sínum „ÞEGAR það geristeftir Hrafn Gunnlaugsson. SJONVARP Sunnudagsleikhúsið „ÞEGAR ÞAÐ GERIST ..." Handrit og leikstjórn: Hrafn Gunn- laugsson. Kvikmyndataka: Ari Krist- insson. Leikendur: Pálmi Gestsson, Steinar Torfi Vilhjálmsson, Unnur Steinsson. HRAFNI Gunnlaugssyni virðist nokkuð hugstæð fyrsta upplifun ungra drengja af samdrætti og kyn- lífi fullorðinna. I myndinni Hin helgu vé var þetta yrkisefnið og nú á sunnudagskvöldið sótti hann á sömu mið í stuttmyndinni „Þegar það gerist...“. Þar opnast ungum dreng sýn á hvernig koma má kon- um til er hann sér húsbónda sinn næla sér í kvenmann á hestamanna- móti með mjög svo karlmannlegum hætti. Ekki var samt alveg ljóst hvað það er sem gerist þegar það gerist. Hvort það sem gerðist þegar það gerðist var í höfði drengsins eða hvort titillinn er einfaldllega axla- yppting af hálfu höfundarins; „þeg- ar það gerist þá gerist það. Það get- ur gerst hvar sem er og hvenær sem er.“ Sú hugsun hlýtur eiginlega að hafa ráðið ferðinni þegar jafn ólíkindalegur söguþráður var spunninn og hér reyndist raunin. I upphafi myndar er lögð áhersla á hugarheim drengsins, tónlist, grafik og upphafstökur minntu á kúrekamyndir á sjöunda áratugn- um. Myndin gerist þó í dag svo fyr- irmyndir drengsins voru komnar nokkuð til ára sinna. Aðalfyrir- myndin er þó húsbóndinn sjálfur, hrossaræktarráðunauturinn Bjarni, drýgindalegur piparsveinn, klædd- ur eins og enskur óðalsbóndi, undir kúrekafrakka og hatti. Bjarni er líka stoltur eigandi Brúnblesa, besta graðhests landsins. Bjarni verður hugfanginn af forsíðumynd af konu í tímariti og rekur í rogastans þegar hann sér sömu konu á hestamannamótinu sem haldið er handan við ána. Hann ger- ir sér lítið fyrir og býður henni að koma og skoða graðhestinn. Hún þiggur það. Hann sýnir henni tökin á hestinum og lætur hana að lokum þreifa á sköndli hans en það reynist henni ofraun og hún hleypur út undir bert loft, rjóð og andstutt. Þar finnur Bjarni hana og sýnir henni skammbyssuna sína. Henni þykir lítið til um gripinn en dreng- urinn vill endilega sjá skotið úr henni. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að skjóta í blikkbrúsa skýtur Bjami heimalninginn í fússi og brestur samstundis í grát yfir þessu óhappi, kvenmaðurinn styður hann til bæjar en drengurinn situr eftir yfir skrokknum af lambinu. Þegar hann fer inn í bæinn eru Bjarni og konan komin upp í rúm, drengurinn starir stóreygur á, sögulok. Varla þarf að hafa mörg orð um notkun myndrænna/erótískra tákna, þau skýra sig best sjálf, en hér er sögð svolítil saga um hvernig ungur drengur kynnist gangi lífs- ins; „erótísk fjölskyldumynd“ var hún kölluð í kynningu. Erótíkin fór framhjá undirrituðum en yfirborðs- kennd hugsunin í samskiptum karls og konu leyndi sér hinsvegar ekki. Draumur karlmannsins verður að veruleika þegar forsíðustúlkan birt- ist ljóslifandi en áfram jafn gjör- sneydd persónueinkennum og væri hún klippt út úr blaðinu. Einfald- leiki hennar er greinilegur þegar ekki þarf annað til en að strjúka graðhesti um lend og sköndul til að hún sé til í tuskið. Allar forsendur fyrir samskiptum þessara persóna virtust látnar lönd og leið, drýg- indalegt karlagrobb og sundurgerð í klæðaburði voru persónueinkenni Bjarna og Pálmi Gestsson fór jafn vel með þau og efni stóðu til. En jafnvel hann virtist á gati um hvers vegna Bjarna varð svona mikið um að skjóta lambið, ákafur gráturinn varð nánast hlægilegur í samheng- isleysi myndarinnar. Hann var enda fljótur að jafna sig. Unnur Steinsson er ekki leikkona en sjálf mjög þekkt persóna. Slík staða er vandmeðfarin og í myndinni vai’ hún í hlutverki sjálfrar sín, frá- leitt að hugsa sér að hún væri að leika aðra persónu. Hún gerði þetta fumlaust og án vandræða. Best var hún þegar hún sýndi af tilfinningu hversu lítið henni þótti til um tilburði Bjarna. Hlutverk hennar fór enn nær henni sjálfri en ella, þar sem notaðar voru raunverulegar tíma- ritsmyndir af henni sem birtust íyrr á þessu ári. Hugtakið „fjölskyldu- mynd“ fékk einnig nýja merldngu þar sem í hlutverki drengsins var sonur Unnar, Steinar Torfi Vil- hjálmsson. Vafalaust má velta vöng- um yfir því hversu smekklegt það val var. Steinar Torfi stóð sig vel, aðdá- un drengsins á húsbóndanum og íylgispekt við hann kom vel fram, hann fylgdist vel með öllu, hlustaði á allt, lærði allt og virtist ætla að muna vel allt sem fyrir bar. Myndin er ágætlega tekin í fal- legu veðri á fallegum stöðum; sem slík og að viðbættum texta Bjarna um íslenska hestakynið gæti mynd- in gegnt því hlutverki að kynna - að því er virðist ótakmarkaða - fjöl- hæfni þessa sérstaka hrossastofns. Sem „erótísk fjölskyldumynd" höfð- ar hún þó tæplega til nema mjög sérstakra fjölskyldna. Hávar Sigurjónsson Námskeið fyrir strengja- leikara HJÓNIN og tónlistarkennar- arnir Almita og Roland Vamos munu koma til lands- ins í byrjun janúar og halda námskeið fyrir strengjaleik- ara. Þau eru Islendingum að góðu kunn og hafa þrisvar áð- ur sótt ísland heim. Almita og Roland Vamos eru bæði prófessorar við Oberlin-háskólann í Ohio. Nemendur þeirra hafa unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum um heim allan. Dagana 4., 5. og 6. janúar halda þau námskeið fyrir strengjaleikara á höfuðborg- arsvæðinu og fer það fram í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík. Það stendur frá kl. 10-17 alla dagana. Námskeiðið verður í formi „masterclass" og er opið áheyrendum. 8. janúar verða þau, í boði Tónlistarskólans á Akureyri, með námskeið. Ennfremur munu þau koma fram á jólatónleikum í hinu nýja Tón- listarhúsi Kópavogs fimmtu- dagskvöldið 7. janúar ásamt nokkrum íslenskum strengja- leikurum og nemendum. Það er Guðný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari, sem stend- ur fyrir komu hjónanna hing- að til lands, en nokkrir fyrr- verandi nemendur hennar hafa stundað framhaldsnám hjá þeim. KANÚKAFLOKKURINN Voces Thules heldur miðnætur- tónleika í Hallgrímskirkju annað kvöld. Voces Thules á miðnætur- tónleikum KANÚKAFLOKKURINN Voces Thules flytur valda kafla úr Þor- lákstíðum, auk fornra íslenskra trúarlegra söngva, á miðnætur- tónleikum í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 30. desember. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og er yfirskrift þeirra Dýrlingur fslands 1198-1998. Tilefnið er 800 ára dýrlingstíð Þorláks bisk- ups helga. „Hátíð hirðisins heldur hjörð hans árlega með bljúgum huga, en fyrir hann endur- heimti hún veg hjálpræðisins, sem hún hafði glatað,“ segir í Þorlákstíðum. „Þorlákur, þú vinnur dásemdarverk þín á skipbrotsmönnum; þeim sem kaffærst hafa í ölduróti bjarg- ar þú heilum á land. Sakleysi æviferils þíns, örugg fram- koma þín, auður kenningar þinnar, mikilleiki kraftaverka þinna, ljúfur ilmur frá gröf þinni, allt þetta minnir kirkju þína á að heiðra þig af hjart- ans gleði um allar aldir. Einum Drottni sé dýrð, sem leiðir oss á réttan veg fyrir verðleika Þorláks. Megi hann veita oss kórónuna í föðurlandi sínu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.