Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 49 SVEINN PÉTUR BJÖRNSSON + Sveinn Pétur Björnsson fædd- ist á Siglufírði 27. júní 1924. Hann lést 18. deseinber 1998 síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ei- ríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 11. 4. 1897, d. 18.9. 1960, og Björn Zophanías Sigurðs- son frá Vík í Héð- insfírði, f. 14.11. 1892, d. 30.8. 1974. Björn var skipstjóri á skipum frá Siglufirði, m.a. á m.b. Hrönn. Sveinn átti níu systkini en þau voru: Sigurður, f. 27.5. 1917, d. 12.2. 1944, Ás- björg Una, f. 19.5. 1919, d. 4.9. 1972, Halldóra Guðrún, f. 5.7. 1921, Ásgrímur Guðmundur, f. 22.2. 1927, Þorsteinn Helgi, f. 30.5. 1929, Björn, f. 9.8. 1930, María Stefanía, f. 13.9. 1931, Svava Kristín, f. 10.11. 1932, og Sigríður Bjarney, f. 17.8. 1934. Sveinn kvæntist Hansi'nu Aðalbjörgu Jónatansdóttur 26. júní 1952. Hansína fæddist á Húsavík 22.5. 1925. Þau voru barnlaus en ólu upp bróðurson Sveins, Sigurð Ásgrímsson rafvirkja hjá Land- helgisgæslunni, f. 3.12. 1951, kvæntur Ingibjörgu Ósk Þorvaldsdóttur, f. 19.12. 1956. Börn þeirra eru Karen Ósk, f. 19.8. 1979, Sveinn Pétur, f. 20.9. 1989 og Marta Eir, f. 11.9. 1991. títför Sveins fer fram frá Sigluíjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sveinn Pétur Björnsson mágur minn er látinn. Eg kynntist Sveini fyrir rúmum 42 ái-um þegar ég giftist Svövu systur hans og tengdist þannig fjöl- skyldunni. Eg sá fljótt að Sveinn var ákaflega virkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og drífandi. Sveinn var fjórða barn af níu systkinum. Þau segja mér systkini hans að hann hafi verið tápmikill ærslabelgur í æsku en skapgóður og hvers manns hugljúfi, og þannig i var Sveinn alla æfi, léttur og þýður i í lund og vildi hverjum manni gott gera. Sveinn var ákaflega barngóð- ur og eflaust minnast frændsystk- ini Sveins hans þannig. Allavega minnast börnin mín Svenna frænda sem góða frændans sem alltaf átti eitthvað gott að miðla þeim. Sveinn stundaði nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni veturinn 1942 til 1943 tók síðan frí frá nám- inu til að afla sér tekna fyrir náms- I kostnaði og lauk náminu veturinn 1944 til 1945. Sveinn var góður námsmaður og sérstaklega lét hon- um vel íslenskan og tekið var til þess hvað hann skrifaði rétt mál og hafði fallega rithönd. Sveinn giftist 1952 eftirlifandi konu sinni Hansínu Aðalbjöi-gu Jónatansdóttur frá Húsavík. Þau eignuðust ekki barn en ólu upp Sig- urð Ásgn'msson bróðurson Sveins. Sveinn og Hansína hafa alla tíð j búið á Siglufirði, fyi-stu árin á Hverfisgötu 29, en á efri hæðinni I bjuggu foreldrar hans meðan þau lifðu. Þau höfðu tekið í fóstur sonar- son sinn Sigurð Ásgrímsson en eftir að Eiríksína móðir Sveins dó 1960, aðeins 62 ára gömul, tóku Sveinn og Hansína drenginn að sér, þá 9 ára gamlan, og ólu hann upp. Þau hjón voru líka mikil stoð Birni föður Sveins en hann bjó áfram á efri hæð hússins. Björn lést 1982 á áttugasta Iog öðru aldursári. Fyrir um ári síð- an fluttust þau hjón í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Siglufirði. Sveinn vann á sjó og við störf tengd sjávarútvegi alla æfi. Hann byrjaði ungur á m.b. Hrönn, því farsæla aflaskipi, með fóður sínum 1941. Þeir voru þá að veiða síld í reknet. Hann var síðar á ýmsum skipum m.a. á m.b. Gunnvöru frá Siglufirði og togaranum Elliða frá Siglufirði. Síðar vann Sveinn mörg ár á netaverkstæðinu á Siglufirði. Um tíma átti hann trillu og gerði ’ hana út á sumrin. Hansína kona hans réri með honum á trillunni. Sveinn sagði mér einhverntíma að sennilega hefði Hansína verið fyrst kvenna á Siglufirði til að gerast trillusjómaður. Sveinn var góður söngmaður. Hann gekk í karlakórinn Vísi 1954 og söng með þeim í mörg ár milli þess sem hann var á sjó. Einnig söng hann með Kirkjukór Siglu- fjarðar. Árið 1978 hætti Sveinn endanlega á sjónum og hóf þá störf hjá S.R. og vann þar alla tíð síðan. Fyrir nokkrum árum voru þeir bræður Sveinn og Ásgrímur heiðraðir á sjó- mannadegi á Siglufirði fyrir störf á sjó. Þeir bræður voru mjög sam- rýndir og leiðir þeirra hafa alla tíð legið saman, þeir voru iðulega sam- skipa í gegnum árin. Á seinni árum beindist áhugi Sveins að ættfræði og hann átti í fórum sínum töluverð- an fróðleik um það efni, hann tók m.a. saman niðjatal foreldra sinna Björns og Eiríksínu en í því riti eru nöfn 154 afkomenda þeirra hjóna. Sveinn hafði yndi af veiðiskap og voru þau hjónin samhent í þeim efnum. Héðinsfjörður varð þá gjarnan fyrir valinu þegar farið var til veiða og oft var eitthvað af frændfólkinu með í veiðiferðunum þangað. Rætur Sveins voru í Héð- insfirði. Faðir hans var fæddur og uppalinn þar og þar kynntust for- eldrar hans og sem barn var hann oft hjá afa sínum og ömmu, Sigurði Guðmundssyni og Halldóru G. Björnsdóttur bændum á Vatnsenda í Héðinsfirði. Mér fannst alltaf þeg- ar ég heyrði Svein og reyndar fólk- ið hans allt, tala um Héðinsfjörð að það gætti lotningar í röddinni, enda bleikjan þaðan sú besta sem völ er á og hvergi eru aðalbláberin stærri né betri en þar. Oft voru því sam- einaðar veiði- og berjatínsluferðir þegar líða tók á sumarið. Á seinni árum varð Sveinn virkur í félagslífi eldri borgara á Siglufirði og dró ekki af sér í því starfi frekar en öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Hann stóð fyrir spilakvöld- um og öðrum uppákomum hjá þeim og var stundum fararstjóri í ferðum eldri borgara um nágrenni Siglu- fjarðar og Norðurland. Sveinn var ákaflega kátur og léttur í lund og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann var einnig höfðingi heim að sækja. Hann tók oft til hendi í eldhúsinu þegar gesti bar að garði og ég minnist sérstaklega kjötsúp- unnar hans Sveins, hún var þykk og matarmikil og góð. Árið 1978 gerð- ist Sveinn félagi í AA samtökunum og var þeim trúr alla tíð síðan. Að lokum vil ég færa þér, Hans- ína mín, og Sigurði og fjölskyldu, innilegar samúðarkveðjur frá okk- ur Svövu. Við vitum að minning um góðan dreng lifir. Hrafnkell Guðjónsson. H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 M H H H H H H H Kæri frændi, nú þegar komið er að hinstu kveðjustund streyma minningarnar fram í huga mínum. Minningar sem eru mér mikils virði. Margar þeirra fá mig til að brosa gegnum tárin. Æskuminning mín um þig sem hlýja og góða frændann sem alltaf hafði tíma til að gefa sig að okkur frændsystkin- unum og gantast og spauga á góðri stund. Gjafmildur og innilegur sem við öll hlökkuðum til að hitta aftur. Minningar í blíðu og stríðu. Söngelska þín og karlakórinn Vísir. Örlagaferð okkar Hansínu með þér til London fyrir fimmtán árum í hjartaskurðinn þar sem líf þitt stóð tæpt og við urðum vitni að undra- verðum lífsvilja þínum. Sigri lífsins yfir dauðanum. En eitt sinn skal hver deyja. Og nú er kveðjustundin runnin upp. Ferð okkar saman á æskuslóðir afa og ömmu í Héðinsfirði fyrir nokkrum ái-um þar sem þú lékst við hvern þinn fingur er mér minnis- stæð. Veðrið var dásamlegt, logn og blíða og fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þú sást um matarbirgð- irnar og voru þær ekki af skornum skammti eins og þín var von og vísa. Þess var vandlega gætt að enginn yrði svangur enda þú mesti sælker- inn sjálfur. Þið bræðurnir lögðuð net fyrir silung í vatninu en ég fylgdist með og hjálpaði til. Ekki þurfti að mæla fram orð við verkið því þið Ási bróðir þinn unnuð saman eins og einn maður. Stundum verð- ur mér hugsað til þessa augnabliks til eftirbreytni fyrir land og syni. Á meðan á þessu stóð fór Hansína veiðikló sínar eigin leiðir og dró inn aflann á stöng. Hlýja og virðing þín í samskiptum við annað fólk, sem var þitt einkenni, skein í gegn í fal- legu sambandi ykkar Hansínu á þessum fallega degi sem endranær. Áhugi þinn á ættfræði og gerð niðjatals fjölskyldunnar sem þú út- bjóst fyrir ættarmótin á Siglufirði og miðlaðir til okkar hinna verður lengi í minnum hafður. Hann sýndi virðingu þína fyrir sterkum ættar- böndum sem einkennir fjölskyldu okkar og hvetur okkur sem yngri erum til að rækta og vera stolt af uppruna okkar. Ættarmótunum stýi’ðir þú af skörungsskap þar sem regla númer eitt var að skemmta sér og sínum. Gömul saga frá barnæsku þinni lýsir vel hvers konar prakkari þú varst í raun. Presturinn sem skírði þig klappaði þér á kollinn og sagði , jæja góði minn, það var nú ég sem skírði þig“, þú svaraðir þá að bragði ,já, og pabbi klippti mig“. Svona voru tilsvör þín oft og krydduðu til- veruna enda stutt í spaugið og gleð- in jafnan við völd þar sem þú fórst. Elsku besti frændi minn. Ég þakka þér samfylgdina í gegnum lífið og það sem þú hefur kennt mér. Ekki er víst að það hafi allt komist til skila á þessari stundu. Eftir stendur minningin um góðan dreng og einkunnarorðin um að lifa lífinu lifandi. Eiríksínuguttinn hef- ur lagt upp í sína síðustu ferð. Að þessu sinni er ferðinni ekki heitið í Héðinsfjörð heldur til annars SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík * Símí 553 1099 Öpið öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skrcytingar fyrir öli tilefni. heims, þangað sem við munum öll hittast aftur að lokum. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir og fjölskylda. Sú sorgarfrétt barst föstudags- morguninn 18. des. sl. að Sveinn Björnsson hefði orðið bráðkvadd- ur, hann hafði farið um morguninn í kirkjugarðinn með kross á leiði foreldra sinna, hann hafði komið krossinum fyrir og var staddur á bensínstöðinni hér í Siglufirði, til að fá sér kók eins og hann gerði svo gjarnan, þegar hann leið útaf og dó. Sveinn gekk ekki heill til skógar hin síðari ár, hann hafði gengist undir hjartaaðgerð fyrir allnokkrum árum og kenndi sér oft lasleika eftir það, fyrir þá sem eft- ir lifa kemur kallið skyndilega en eins og stundum er sagt: þetta hlýtur að vera gott fyrir þann sem fer. Síðustu verk Sveins lýsa honum mjög vel, hann sýndi minningu hinna látnu virðingu og ræktar- semi öllu fólki, var mikill vinur vina sinna, því kynntumst við í fjöl- skyldu minni þar sem fyrir all- nokkrum áratugum tókst mikil vin- átta með foreldrum mínum, Sveini og Hansínu Jónatansdóttur konu hans, sú vinátta var gagnkvæm og traust og sýndi Sveinn minningu föður míns, sem lést fyrir rúmun fimm árum, alltaf mikla virðingu. Það einkenndi Svein einnig hvað léttur og hress hann var ætíð og átti gott með að umgangast fólk, eina létta sögu í þeim dúr ætla ég að láta fylgja hér með, því ég veit að það hefði honum ekki verið á móti skapi. Hann var með bókhald og fjárreiður fyrir Jón Jóhannsson netagerðameistara, sem hér rak umfangsmikið fyrirtæki á síldarár- unum, ekki hafði Sveinn prókúru- umboð frá Jóni en var þess í stað með undirritað eitt tékkhefti og notaði eftir þörfum tékkaeyðublöð, þá var traust á milli manna. Þegar Jón lést var haldin erfidrykkja á Hótelinu og þegar kom að því að greiða fyrir hana kom Sveinn með tékkheftið og greiddi erfidi-ykkj- una með ávísun undirritaðri af hin- um látna, þá sagði hótelhaldarinn: Þetta getur nú hvergi gerst nema á Siglufirði. Sveinn var mikill félags- málamaður, söng lengi með Kirkjukórnum og einnig Karla- kórnum Vísi á seinni gullaldarár- unum þar sem ég kynntist honum fyrst mjög vel því ekki var hægt annað en kynnast Sveini ef leiðir lágu á annað borð saman. Þar, eins og annarsstaðar, var hann mjög virkur félagi og ábyrgur gagnvart starfinu, þetta var á árunum frá 1966 og fram yfir 1970 þegar við fórum í mörg söngferðalög m.a. til Danmerkur, þar sem við héldum margar söngskemmtanir, þá má ekki gleyma frægðarfórinni til Cannes í Frakklandi þar sem við vorum ásamt Tom Jones og Petulu Clark að taka á móti gullplötu. All- ar þessar ferðir bæði innanlands og utan eru eftinninnilegar og var Sveinn alltaf hrókur alls fagnaðar. Síðast hitti ég Svein daginn áður en hann lést, þá kom hann í spari- sjóðinn og áttum við stutt spjall saman, m.a. um fortíðina og það sem henni fylgdi, föður minn, og ýmislegt annað, að sjálfsögðu ætl- aði hann að fá sér kaffi og pipar- köku, en kaffið var búið, og fór hann út með því að þakka fyrir kaffið, í léttum dúr að vanda, ég svaraði með því að næst þegar hann kæmi yrði nóg kaffi og konfekt með. Einhvertímann fáum við okkur kaffi og konfekt. Ég vil fyrir hönd móður minnar og fjöl- skyldunnar allrar þakka Sveini vin- skap og ræktarsemi í gegnum árin. Við vottum Hansínu og fjölskyld- unni allri innilega samúð við svo skyndilegt fráfall og biðjum Guð að vaka yfir þeim. Björn Jónasson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Ægisgötu 19, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli miðviku- daginn 23. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 13.30. Haukur S. Valdimarsson, Margrét Kristinsdóttir, Guðný Kristinsdóttir, Lárus Ö. Steingrímsson, Svana H. Kristinsdóttir, Hörður G. Jóhannsson, Kristján Þ. Kristinsson, Inga K. Vestmann, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, er lést miðvikudaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. desember kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Aggý Skjold Rasmussen og Lára Sveinsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, Mp|- langafi og langalangafi, BJÖRN BJÖRNSSON, Bjarkalundi, ■ Hofsósi, t' andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Sauðár- \ÍÍ ■ króki, að kvöldi föstudagsins 25. desember. ■ v . . . : Steinunn Ágústsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.