Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 55
+ Birgir Breið-
íjörð Pétursson
fæddist, í Reykjavík
31. desember 1934.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 17.
desember síðast-
liðinn. Móðir hans
var Hanna Jóns-
dóttir, húsmóðir, f.
á Galtará í Reyk-
hólasveit 28. mars
árið 1904, d. 1983.
Faðir hans var Pét-
ur Jón Sigurðsson,
skipstjóri, f. 6. sept-
ember 1893 á Meiri-
bakka í Skálavík, d. 1939. Stjúp-
faðir hans var Ólafur Péturs-
son, bóndi og verkamaður, f. á
Malarrifi 6. ágúst 1898, d. 1975.
Systkini Birgis, samfeðra, eru
Sigurður, f. 1912, d. 1972,
Anna, f. 1913, d. 1973, og Ágúst
Herbert, f. 1916, d. 1996. Bræð-
ur Birgis, sammæðra, eru
Gunnar Breiðfjörð Gunnlaugs-
son, f. 1942, og Árni Breiðfjörð
Ólafsson, f. 1946.
Birgir ólst upp hjá móður sinni
að mestu leyti í Reykjavík.
Hann lauk landsprófi frá Núps-
skóla en þaðan Iá Ieiðin til Pat-
reksfjarðar þar sem hann hóf
að stunda sjómennsku. Þar
kynntist hann eftirlifandi eigin-
konu sinni, Erlu Gísladóttur,
sjúkraliða, f. á Bakka í
Tálknafirði 4. apríl 1938. For-
eldrar hennar voru Gísli Krist-
ján Jónsson, f. 1912, d. 1983, og
Lovísa Magnúsdóttir, f. 1914, d.
1993.
Birgir og Erla gengu í hjóna-
band árið 1959. Þau eignuðust
sjö börn og 13 barnabörn. Þau
eru: 1) Lovísa, jarðfræðingur, f.
23. septeinber 1955. Börn frá
fyrra hjónabandi, Ellen, f. 16.
janúar 1991, og Daníel, f. 26.
febrúar 1993. 2) Hanna Ingi-
björg, svæfingahjúkrunar-
fræðingur, f. 31. júlí 1956, eig-
inmaður Guðmundur Jónasson,
byggingaverkfræðingur. Börn
þeirra, Jónas, f. 8. september
1992, og Patrekur Gísli, f. 20.
júlí 1997. 3) Pétur, skipstjóri, f.
18. desember 1959, eiginkona
María Aðalbjarnardóttir, versl-
unarmaður. Börn þeirra, Birgir
Björn, f. 24. janúar 1986, og
Elsku pabbi, nú er komið að
kveðjustund, stund sem við höfum
verið að búa okkur undir síðastliðin
þrjú ár eða allt frá þeim degi sem
vágesturinn sem nú hefur tekið þig
frá okkur gerði fyrst vart við sig.
Þessi tími hefur vissulega verið
erílð lífsreynsla en pabbi tók strax
þá stefnu að láta ekki bugast og
gerði okkur ástvinum sínum
þrautagönguna með honum miklu
léttbærari með fádæma æðruleysi.
Við gátum auðveldlega rætt um
hvernig mönnum er ætlað að
takast á við lífið og dauðann sem
hann leit á sem ákveðið þroska-
verkefni á miklu lengi-i ferli. Pabbi
var sannfærður um að allt sem
hendir okkur hefði sinn tilgang og
því skyldi maður sætta sig við það
sem maður fengi ekki breytt og
mæta örlögum sínum með fullri
reisn. Eftir að hafa fylgst með
pabba heyja orusturnar sínar og
vinna þær allar nema þá síðustu er
ég reynslunni ríkari. Ég er sann-
færð um að þessi reynsla á eftir að
vera mér dýrmætt veganesti um
ókomna framtíð og mun ég gera
allt til að hún skili sér til afabarn-
anna og allra þeirra sem pabba
þótti svo vænt um.
Ég átti því láni að fagna að alast
upp á heimili með umhyggjusöm-
um foreldrum, þar sem öryggi og
lífshamingja barnahópsins var sett
efst á blað. Það er erfitt að segja til
um hvaða áhrif það hefur haft á lít-
inn dreng sem ólst upp hjá ein-
stæðri móður við erfið skilyrði að
lifa við það að eiga ekki alltaf
Bjarki, f. 12. sept-
ember 1988. 4) Gísli
Kristján, rafvirki, f.
27. maí 1961, sam-
býliskona Anna
Kristín Kristins-
dóttir, skrif-
stofumaður. Börn
af fyrra hjónabandi:
Erla, f. 19. janúar
1984, Arnór, f. 4.
ágúst 1985, og
Kristján Helgi, f. 8.
ájgúst 1996. 5)
Agústa Hera, f. 30.
mars 1962, d. 16.
febrúar 1963. 6)
Ágústa Hera, bankaritari, f. 19.
september 1963, eiginmaður
Haukur Már Sigurðsson,
sjómaður. Börn, Stefán
Breiðíjörð Gunnlaugsson, f. 8.
janúar 1986, og Hjördi's Hera
Hauksdóttir, f. 20. september
1990. 7) Hlynur Freyr,
stýrimaður og nemi í húsasmíði,
f. 7. inars 1969, eiginkona Stef-
anía Arnardóttir, hjúkrunar-
fræðingur. Börn þeirra Sigríð-
ur Stefanía, f. 12. apríl 1991, og
Hildur Lovísa, f. 17. mars 1998.
Birgir lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík
1957. Eftir það stundaði hann
sjóinennsku sem stýrimaður og
skipstjóri fram til ársins 1968
er hann kom í land og hóf nám í
húsasmíði. Jafnframt því að
stunda nám í húsasmíði
stundaði hann áfram sjó-
mennsku með hléuin en kom al-
farið í land 1972. Eftir það
vann hann við húsasmíði og
einnig við kennslu í Grunnskóla
Patreksfjarðar og sem verk-
stjóri hjá Vegagerð ríkisins. Á
Patreksfirði var Birgir virkur
félagi í Alþýðuflokksfélagi Pat-
reksfjarðar og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.
Hann var m.a. formaður hafn-
arnefndar og formaður stjórn-
ar félagsbústaða. Hann átti
sæti í Sjómannadagsráði í ár-
araðir. Árið 1984 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur og
Birgir gerðist starfsmaður
ISAL þar sem hann vann til
dánardags.
Utför Birgis fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at,-
höfnin klukkan 15.
ti-yggan næturstað og vera stöðugt
að flytja, jafnvel landshluta á milli.
Þetta mátti pabbi minn upplifa sem
ungur drengur og því var það hans
æðsta markmið í lífinu að ti-yggja
sér og sínum öruggt heimili og
ákveðna festu.
Okkur böi-nunum var snemma
gerð ljós nauðsyn þess að setja
okkur ákveðin markmið að stefna
að í lífinu og réttasta leiðir, til að ná
þeim væri ekki alltaf sú
greiðfærasta. Það var trúfóst
skoðun pabba að hollast væri
manni að þurfa að hafa fyrir hlut-
unum, leysa vandamálin af heiðar-
leika og einurð, ljúka því sem mað-
ur var einu sinni byrjaður á og
helst að skulda engum neitt. Þetta
voru lífsmottóin hans sem féllu
aldrei úr gildi, sama hvernig stóð á.
Jafnvel á síðustu dögunum barðist
hann áfram helsjúkur til að ljúka
við lagfæringar á bflskúrsþakinu
heima hjá sér og honum fór það vel
úr hendi eins og flest annað.
Pabbi hafði ákveðnar skoðanir á
flestum hlutum og gat verið mjög
rökfastur og óhræddur við að segja
meiningu sína hvar sem var.
Greiðvikni var pabba í blóð borin
og nutum við þess börnin hans og
margir fleiri. Ailtaf var hann
boðinn og búinn að rétta fram
hjálparhönd þegar þess þurfti. Því
bera vitni verkin hans sem við höf-
um áfram fyrir augum okkar á
heimilum okkar og víðar. Pabba
var margt betur gefið en að tjá og
túlka tilfinningar sínar sem hann
var svo ríkulega gæddur. Það var
oft mikill tilfinningakvika sem
bærðist innra með honum sem
braust upp á yfirborðið í ýmsum
myndum. Á stórum stundum fjöl-
skyldunnar, svo sem við giftingu
barnanna eða við skírn eða ferm-
ingu bamabarnanna kom í ljós
viðkvæm sál með þunna skel sem
ekki gat tára bundist vegna
viðkvæmni augnabliksins. Við ann-
ars konar tilfinningatengda atburði
átti pabbi það til að birtast í allt
annarri mynd, en við sem þekktum
hann skildum vel hvað bjó undir.
Það er sárt að þurfa nú á miðri
hátíð ljóss og friðar að útskýra það
fýrir drengjunum mínum að afi sé
farinn til Guðs. Hann muni ekki
oftar spila fótbolta né koma með
fréttir af ensku knattspyrnunni en
sálin hans mun örugglega vera
með þegar ferðin til Manchester
verður farin.
Megi góður Guð styrkja mömmu
og okkur hin á erfiðum tímum.
Pabbi minn, hafðu þökk fyrir allt.
Þín mun verða sárt saknað.
Þín dóttir,
Hanna Ingibjörg
Það era jól. Jól með svo miklu
tómarúmi. Hann pabbi minn er
dáinn. Hann pabbi sem hefur verið
minn klettur og mín hetja alla tíð.
Hann pabbi sem var svo trúr,
traustur og hlýr. Maður sem hægt
var að treysta, hvort sem var í leik
eða starfi.
Pabbi var hundrað prósent mað-
ur sem stóð við það sem hann
sagði, og mikill nákvæmnismaður
sem þoldi ekkert hálfkák. Hann
kenndi mér snemma að gera hlut-
ina eftir bestu getu, og það þarf
líka að gera hlutina sem era leiðin-
legir, ekki bara þá skemmtilegu.
Maður ætti alltaf að reyna og sjá
svo til hvort hlutirnir gengju ekki
betur. Hann var duglegur að koma
inn hjá manni sjálfstrausti, og
hafði hann mikla trá á því, að það
sem maður tæki sér fyrir hendur
gæti maður alveg klárað.
Pabbi var mikill gleðigjafi, og
hafði mjög gaman af því að vera í
góðra vina hópi. Hann hafði gaman
af því að taka lagið og söng við
hvert tækifæri sem gafst. Einnig
var hann einn besti dansherra sem
ég hef dansað við, og var ekki bara
dansað hliðar-saman-hliðar þegar
hann tók sporið. Pabbi hafði einnig
mjög gaman af því að spjalla, og
þeirra stunda sem við sátum og
töluðum um allt milli himins og
jarðar mun ég sakna sáran. Hauk-
ur hafði mjög gaman af að heyra
sögur frá þeim tíma sem pabbi var
á sjó, og var pabbi ávallt tilbúinn
að rifja upp þann tíma.
Fáeinar línur á blaði segja svo
lítið frá þeim minningum sem eftir
sitja, og er erfitt að lýsa manni eins
og pabba, sem fyrir mér var stór-
brotinn persónuleiki.
Elsku pabbi, þín verður sárt
saknað og það tómarúm sem eftir
er getur enginn fyllt.
En þakklætið fvrir að hafa átt
þig að, og að við munum hittast aft-
ur, stendur eftir og huggar.
Börnin mín, Stefán Breiðfjörð og
Hjördís Hera, þakka þér allar
stundir, og munu þau sakna afa
sárt, svo og Haukur, sem finnst
mikill missir í Bigga tengdapabba.
Elsku pabbi minn, ég kveð þig
með sáram söknuði í hjarta.
Þín dóttir,
Ágústa Hera.
• Fleiri minningargreinar um Birgi
Brcidfjörð Pétursson bída birtingar
og imuiu birlasl í blaðinu næstu
daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
BIRGIR BREIÐFJÖRÐ
PÉTURSSON
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST STEINSSON,
Hamragerði 12,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli ó Akureyri
mánudaginn 21. desember.
Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 29. desember kl. 13.30.
Baldur Ágústsson, Anna Maria Hallsdóttir,
Vilhelm Ágústsson, Edda Vilhjálmsdóttir,
Birgir Ágústsson, Ingunn Baldvins,
Skúli Ágústsson, Fjóla Stefánsdóttir,
Eyjólfur Ágústsson, Sigríður Sigurþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Stjúpsonur minn og bróðir okkar,
GUÐMUNDUR ERLENDSSON
múrari,
Heiðvangi 41,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 24. desember síðastliðinn.
Ólafur Ólafsson frá Klauf
og systkini hins látna.
t
Maðurinn minn,
GUÐNI KRISTINSSON
bóndi,
andaðist á heimili okkar, Skarði í Landssveit, að morgni jóladags,
25. desember.
Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR V. JÓNSSON,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
lést í Reykjavík að kvöldi jóladags 25. desem-
ber.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu í dag,
þriðjudaginn 29. desember, kl. 15.00.
Haraldur Páll Sigurðsson,
Hulda S. Sigurðardóttir, Jón Friðjónsson,
Inga Rut Sigurðardóttir, Böðvar Bjarki Pétursson,
Ólöf Helga Sigurðardóttir, Guðjón Kristjánsson
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS FRÍMANN GUÐMUNDSSON
frá Rafnkeisstöðum,
Garði,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
andaðist á Garðvangi, Garði, föstudaginn
25. desember.
Útförin fer fram frá Útskálakirkju, Garði, laugardaginn 2. janúar kl. 14.00.
Björg Árnadóttir,
Jórunn Jónasdóttir, Anton S. Jónsson,
Árni Jónasson, Birna Margeirsdóttir,
Guðmundur Jónasson, ína Dóra Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN NORÐDAL ARINBJÖRNSSON,
Blikabraut 6,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 27. desember.
Oddný Valdimarsdóttir,
Aldís Jónsdóttir, Hafsteinn Ingólfsson,
Ingibjörg Jónsdóttir, Gísli Guðmundsson,
Hafsteinn Jónsson, Ingibjörg Poulsen,
barnabörn og barnabarnabarn.