Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 57
+ Bogi Ingiberg
Þorsteinsson
fæddist 2. ágúst
1918 í Ljárskógaseli
í Hjarðarholtssókn.
Hann lést að
morgni 17. desem-
ber síðastliðins á
Landspítalanum.
Foreldrar Boga
voru Þorsteinn
Gíslason, f. 18.11.
1873, d. 9.11. 1940,
og Alvilda María
Friðrika Bogadótt-
ir, f. 11.3. 1886, d.
22.3. 1955. Alsystk-
ini Boga voru Ragnar, f. 1913,
býr í Kópavogi, Ingveldur, f.
1915, býr í Mosfellsbæ, Sigvaldi
Gísli, f. 1920, d. 1998, Gunnar
Þorsteinn, f. 1921, iátinn, og
EIís Gunnar, f. 1929, býr í
Kópavogi. Hálfsystkini Boga
voru Magnús Rögnvaldsson í
Búðardal, sem er látinn, og
Guðlaug Margrét, f. 1928, sem
einnig er látin.
Bogi ólst ekki upp með systk-
inum sínum, hann ólst upp hjá
afa sínum, Boga Sigurðssyni í
Kveðja frá Körfuknattleiks-
sambandi Islands
Það er ekki að tilefnislausu að
Bogi Þorsteinsson hefur verið
nefndur afí körfuknattleiksins á Is-
landi. Bogi var meðal aðalhvata-
manna að því að iðkun íþróttarinnar
hófst hér á landi, og var íyrsti for-
maður sambandsins frá stofnun
þess árið 1961. Gegndi Bogi Þor-
steinsson því embætti í alls 8 ár
samfleytt. Bogi var sæmdur heiður-
skrossi Körfuknattleikssambands
Islands, æðsta heiðursmerki sam-
bandsins, og er eini aðilinn sem
hlotnast hefur sá heiður.
Bogi telst til flokks eldhuga og
hugsjónamanna, sem því miður fer
fækkandi í nútíma samfélagi.
íþróttahreyfingin almennt væri
ekki það sem hún er í dag án þess
að byggja á þeim grunni sem slíkir
menn lögðu. Störf þeirra sem taka
við hljóma fátæklega þegar litið er
til baka á þau afrek sem fólust í því
frumherjastarfi sem menn á borð
við Boga Þorsteinsson ýttu úr vör.
Án þess værum við mun skemmra á
veg komin.
Ahugi og einlægni Boga á
körfuknattleiksíþróttinni endur-
speglaðist ekki síst hin síðari ár í
samviskusamri mætingu á kapp-
leiki. Þrátt fyrir að heilsu hans hafi
augljóslega farið hrakandi lét hann
það ekki aftra sér frá því að mæta á
leiki íslenska landsliðsins og síns fé-
lagsliðs í Njarðvík. Það hefur hlýjað
mönnum um hjartarætur að sjá þá
gagnkvæmu umhyggju sem ríkt
hefur á milli Boga og félagsmanna
Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik,
og er sérhannað sæti í íþróttahús-
inu í Njarðvík gott dæmi þar um.
Mér þótti vænt um að fá að verða
þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt
í samsæti sem körfuknattleiksdeild
Njarðvíkur hélt Boga í tilefni átt-
ræðisafmælis hans fyrr á þessu ári.
Sú einlægni sem þar ríkti á milli
Boga og félaga sinna af öllum kyn-
slóðum í Njarðvíkurliðinu sagði mér
mikið um báða aðila. Mér reyndist í
boðinu hins vegar erfitt að veita
Boga þá vegsemd eða þakklætisvott
sem getur á nokkurn hátt gefið
mynd af störfum hans í þágu okkar
hreyfingar, en Bogi hefur þegar
verið sæmdur æðsta heiðursmerki
KKÍ eins og fyrr segir. Þakklæti er
engu að síður það sem fulltrúum
Körfuknattleikssambands íslands
er efst í huga.
Fyrir hönd stjórnar KKÍ og allra
félaga okkar hreyfmgar vil ég senda
aðstandendum Boga Þorsteinssonar
samúðarkveðjur.
Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.
Bogi Þorsteinsson, fyrrverandi
foi-maður Körfuknattleikssambands
Búðardal, og seinni
konu hans, Ingi-
björgu Sigurðardótt-
ur frá Kjalarlandi, og
urðu þess vegna lítil
tengsl við ættingjana.
Hann var í Reyk-
holtsskóla 1933 til
1936, tók loftskeyta-
próf 1941, starfaði
sem loftskeytamaður,
þar á meðal á es.
Dettifossi er honuni
var sökkt í febrúar
1945. Réðst til flug-
málastjórnar 1946,
tók próf til flugum-
ferðarsljórnar 1947, fór til
Bandaríkjanna í framhaldsnám
1951 til 1954, ásamt ýmsum
námsferðum viðvíkjandi starfinu
á árunum 1951 til 1957, var skip-
aður flugumferðarstjóri 1948 og
yfirflugumferðarstjóri á Kefla-
víkurflugvelli 1951 og gegndi því
starfi þar til hann fór á eftirlaun í
ágúst 1985. Bogi var einnig sett-
ur flugvallarsljóri 1955-1956 og
svo oftar í styttri tíma.
Bogi var einhleypur og helg-
aði Iíf sitt margvíslegum félags-
íslands, er látinn. í huga okkar,
eldri leikmanna, sem störfuðum
með honum meðan hann var for-
maður KKI, skipar hann stóran
sess.
Körfuknattleikssamband íslands
var stofnað árið 1961. Bogi var aðal
hvatamaður að stofnun þess, fyrsti
formaður og gegndi því starfi í 8 ár.
Þó að körfuknattleikurinn hafi verið
stundaður áður en Bogi hóf störf
sem formaður þá urðu þáttaskil
með tilkomu þess. Bogi var heims-
maður og hafði breiðari yfirsýn yfir
íþróttina og betri sambönd en al-
mennt tíðkaðist. Má í þessu tilviki
nefna að með starfi sínu sem flug-
umferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli
var hann í góðu sambandi við yfir-
menn hersins á Vellinum og með
þessu samstarfi kom hann á keppni
milli hermanna Nato á Keflavíkur-
flugvelli og Reykjavíkurúrvals en í
þá daga voru allir landsliðsmennirn-
ir úr Reykjavíkurliðunum. Þannig
opnaðist leið körfuknattleiksmanna
að glæsilegu íþróttahúsi á Keflavík-
ui-flugvelli. Var þetta ómetanleg
reynsla fyrir þá leikmenn sem vald-
ir voru í landslið því á íslandi var
ekkert löglegt keppnis- eða æfinga-
hús í körfuknattleik fyrr en með
opnun íþróttahallarinnar árið 1965.
Hingað fékk hann þjálfara frá
Bandaríkjunum sem héldu hér
þjálfaranámskeið. Með störfum sín-
um innan Alþjóða körfuknattleiks-
sambandsins opnaði hann nýjar
leiðir.
Unglingalandsliðið í körfuknatt-
leik var sent í Evrópukeppni sumar-
ið 1963 og landslið karla í æfinga-
ferð til Bandaríkjanna um áramót
1964- 65. Með þessum ferðum und-
irbjó Bogi framtíð körfuboltans um
ókomna tíð. Aður en Bogi hóf störf
sem formaður körfuknattleikssam-
bandsins hafði íþróttin aðallega ver-
ið iðkuð af Islendingum sem störf-
uðu á Keflavíkurflugvelli, nemend-
um á Laugarvatni, framhaldsskól-
málum: Hann var formaður
IKF 1951 til 1969, formaður
KKÍ 1961 til 1969, formaður
UMFN 1970 til 1978, í stjórn
íþróttabandalags Suðurnesja
1952 til 1953, í stjórn FRÍ 1952
til 1954, í knattspyrnudómstól
KSÍ 1956 til 1958 og fulltrúi
KKÍ í ólympíunefnd um árabil,
fararstjóri landsliðsins í
körfuknattleik og sat í ótal
nefndum. Að auki var Bogi for-
maður sjálfstæðisfélagsins
Mjölnis á Keflavíkurflugvelli
frá 1955 til 1961, einnig for-
maður sjálfstæðisfélagsins
Njarðvíkings í tvö ár ásamt
fréttaritarastarfi fyrir Morg-
unblaðið um árabil.
Fyrir allt þetta ofangreint
tók hann aldrei nein laun, en
hlaut þess í stað ýmsar viður-
kenningar, þar á meðal af-
mæliskross ISÍ, gullkross KKÍ,
gullmerki frá KSI og Val ásamt
Club-de-Luxembourgh, silfur-
merki frá FRÍ og körfuknatt-
leikssambandi Danmerkur. Ar-
ið 1994 hlaut hann svo Hina ís-
lensku fálkaorðu. Bogi var heið-
ursfélagi hjá KKÍ, UMFN og
Lionsklúbbi Njarðvíkur.
Utför Boga fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Innri-Njarðvíkur-
kirkjureit.
um í Reykjavík auk Ámianns, ÍR og
KR. í dag hefur hún þróast í að
verða næstvinsælasta íþróttagrein-
in á Islandi, ekki síst fyrir þá fyrir-
hyggju og áhuga sem hann lagði í
íþróttina. Eftir að Bogi hætti sem
formaður hafði hann sem áður
brennandi áhuga á íþróttinni. Sem
dæmi um framsýni hans vann hann
að stofnun Minniboltanefndar árið
1971. Ein meginstefna nefndarinnar
var að hvert lið yrði að hafa 10 leik-
menn, hver leikmaður mætti ekki
leika allan leikinn og allir að leika
að minnsta kosti fjórðung leiksins.
Ekki var keppt um gull og silfur
heldur fengu prúðasta liðið og leik-
maðurinn sérstaka viðurkenningu
og allir sem þátt tóku í mótinu
minjagrip. Þetta er í dag einn meg-
inþátturinn í stefnumótun ÍSÍ sem
samþykkt var á ársþingi ÍSÍ árið
1996. Þetta lýsir framsýni Boga
Þorsteinssonar, sem með réttu má
nefna föður körfuknattleiksins á Is-
landi.
Fyrir framlag sitt til íþróttamála
hlaut Bogi æðstu viðurkenningu
Körfuknattleikssambands íslands,
eða heiðurskross, auk þess sem
hann var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu.
Fyrir hönd okkar KR-inganna
sem ólust upp undir handleiðslu
hans þá virðum við hann fyrir hans
ómetanlegu störf. Fyrir okkur var
Bogi heimsmaðurinn, hvort sem
hann kom fram fyrir hönd íslands á
erlendri grund, eða í samskiptum
við okkur sem leikmenn. Við mun-
um minnast Boga sem mikils heið-
urspanns.
Eg get ekki látið hjá líða að senda
nánasta vini hans, Inga Gunnars-
syni og konu hans, sem hafa reynst
honum ómetalegur styrkur í veik-
indum hans samúðarkveðjur.
Fyrir hönd eldri KR-inga,
Kolbeinn Pálsson.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ALBERTJÓHANNSSON,
Skógum,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi föstu-
dagsins 26. desember.
Erla Þorbergsdóttir,
Eyvindur Atbertsson, Margrét Friðriksdóttir,
Anna Guðlaug Albertsdóttir, Sigurður Einarsson,
Jóhann Albertsson, Sigríður Lárusdóttir,
Þorbergur Albertsson, Anna Guðrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
BOGI
ÞORSTEINSSON
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
BJARNI BJARNASON
frá Hoffelli,
Vestmannaeyjum,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði á annan dag jóla.
Jónína Bjarnadóttir,
Magnús Karlsson,
Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson,
Einar Bjarnason, Ester Ólafsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
INGVARÞÓRÐARSON,
Neðstaleiti 4,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 27. desember.
Ingibjörg Svava Helgadóttir,
Dóra Ingvarsdóttir, Ólafur Oddgeirsson,
Helgi Ingvarsson, Bára Sóimundsdóttir,
Bragi Hannibalsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HANNES INGÓLFUR GUÐMUNDSSON,
áður Ránargötu 6, Reykjavík,
til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudáginn
27. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Anna Hannesdóttir,
Inga Hanna Hannesdóttir, Ómar Jóhannesson,
Hafdís Hannesdóttir, Jóhann Örn Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BIRGIR BREIÐFJÖRÐ PÉTURSSON,
Egilsgötu 18,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag,
þriðjudaginn 29. desember, kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast
bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Erla Gísladóttir
Lovísa Birgisdóttir,
Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Guðmundur Jónasson,
Pétur Birgisson, María Aðatbjarnardóttir,
Gísli Kristján Birgisson, Anna Kristín Kristinsdóttir,
Ágústa Hera Birgisdóttir, Haukur Sigurðsson,
Hiynur Freyr Birgisson, Stefanía Arnardóttir
og barnabörn.
*
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi,
MAGNÚS GUÐLAUGSSON
húsasmiður,
Frostafold 30,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 22. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 30. desember kl. 15.00.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Örn Magnússon, Guðlaug Guðsteinsdóttir,
Svanhvít Magnúsdóttir, Skúli Jónsson,
Hrafnhildur Magnúsdóttir, Svavar Baldursson,
Magnús Magnússon, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Kristín Magnúsdóttir, Jón K. Arnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
•*
Jt