Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 59
Dagvistarvandinn
í Reykjavík
Bergur Steinunn
Felixson Hjartardóttir
NOKKUR blaðaskrif hafa orðið
að undanfórnu um dagvistarmál í
Reykjavík - stöðu biðlista í leik-
skólum, skort á leikskólaplássum
og einnig stöðu mála hjá dagmæðr-
um, sem anna heldur ekki eftir-
spurn. Við starfsmenn á skrifstofu
Dagvistar barna verðum ríkulega
vör við vonbrigði og vandræði for-
eldra, sem hafa ekki fengið úthlut-
að plássi að hausti og fá enga við-
unandi lausn að þeirra mati. Vænt-
ingar foreldra um þjónustu fyrir
börn sín eru langt umfram það sem
þjónustu-kerfi Dagvistar barna og
dagmæðra ræður við og verður nú
gerð tilraun til að upplýsa þau mál
betur. Lög um leikskóla frá árinu
1994 setja miklar skyldur á sveitar-
félög og eru í raun af þeirri gerð
lagasetninga sem segir frá því hvað
löggjafinn telur æskilegt að gert
sé, en engum sem til þekkir dettur
í hug að hægt sé að ná markmiðum
þeirra í öllum smáatriðum. En við
reynum og sveitarfélögin hafa
staðið sig vonum framar í að upp-
fylla a.m.k. að hluta metnaðar-
fyllstu lög um menntun og uppeldi
ungi-a barna sem okkur er kunnugt
um að séu nokkurs staðar við lýði.
Staðan í Reykjavík
Á meðfylgjandi súluriti, sem
sýnir vistun eins til fimm ára barna
sést hver staðan er í Reykjavík. I
heildina eru rúm 70% barnanna í
leikskóla, langflest í 70 leikskólum
sem borgin á og rekur, en 447 börn
eru í einkareknum leikskólum sem
borgarsjóður styrkir. Ekki hefur
Væntingar foreldra um
þjónustu við börn sín,
segja þau Bergur
Felixson og Steinunn
Hjartardóttir í fyrri
grein sinni, eru langt
umfram það sem þjón-
ustukerfi Dagvistar
barna og dagmæðra
ræður við.
reynst unnt að vista öll börnin
þann tíma daglega sem foreldrar
óska eftir og á það einkum við um
tveggja ára böm.
Hjá dagmæðrum, þar sem pláss
eru niðurgreidd, eru 11,7% barn-
anna og eru því 82% allra barna á
þessum aldri ýmist í leikskólum
eða hjá dagmæðrum, flest allan
daginn. Böm yngri en eins árs era
ekki talin með í þessu dæmi, þótt
lög um leikskóla setji engin neðri
aldursmörk. Á síðustu tuttugu ár-
um hefur börnum á leikskólaaldri
(0-6 ára) í Reykjavík fjölgað um
24%. Á sama tíma hafa dvalar-
stundir barna í leikskólum Reykja-
víkur þrefaldast og fjöldi barna í
leikskólum rúmlega tvöfaldast.
Dvalarstundum hefur fjölgað mest
vegna mikillar aukningar á fram-
boði heilsdagsplássa á síðustu ár-
um. Heilsdagspláss vora 1.339 árið
1993 en hefur nú fjölgað í 3.245
pláss. Meðfylgjandi línurit sýnir
hlutfallslega fjölgun dvalarstunda
(rúm 48%) frá árinu 1993 og þar er
einnig sýnd hlutfallsleg hækkun
rekstrarkostnaðar á sama tímabili
miðað við fast verðlag. Fjölgun
barna hefur ekki orðið eins mikil
hjá dagmæðram á þessu tímabili.
Flest ár hafa þau verið 900 til
1.000. Árið 1989 vora þau t.d. 925, í
fyrra 955, en í ár hefur átt sér stað
umtalsverð fjölgun barna og era
þau nú yfir 1.100 talsins. En starf-
andi dagmæðrum hefur því miður
fækkað á sama tímabili og þar með
hefur meðalfjöldi barna hjá hverri
dagmóður aukist veralega eða sem
svarar 1-2 börnum.
Hvers vegna
lengjast biðlistar?
Þá kemur stóra spurningin:
Hvers vegna hafa biðlistarnir ekki
styst við alla þessa aukningu á
piássum og dvalarstundum?
Henni er fljótsvarað - eftir-
spurnin hefur aukist. Ástæður
mikillar eftirspurnar er útivinna
beggja foreldra, sem er nauðsynleg
til framfærslu í því samfélagi sem
við lifum í. Einnig hefur foreldram
í námi fjölgað og væntingar for-
eldra hafa stóraukist í kjölfar um-
ræðunnar og þeirra hræringa sem
gengið hafa yfir íslenkst þjóðfélag
undanfarin ár og era ósmáar.
Mamma er ekki lengur heima á
daginn og reyndar er amma flogin
út líka.
Það verður að viðurkennast að
áætlanir embættis- og stjórnmála-
manna um þessa þróun hafa verið
varkárari en raunveraleikinn.
Mönnum er nokkur vorkunn því
kannanir meðal foreldra, sem vora
spurðir um óskir um leikskóla
(1994 og 1997), sýndu minni þörf
en raun varð á. Gætir þar kannske
einhverrar ósk-
hyggju af þeirra
hálfu um að vera
meira með litlum
bömum sínum en
þeir í raun geta
vegna náms og
starfs.
Þá má og nefna að
þjónusta sú sem
Dagvist barna býður
hugnast foreldram
mjög vel. I könnun
meðal foreldra í sum-
ar kom í ljós að nær
allir sem tóku þátt í
henni töldu bömin
hafa mikið gagn af
dvöl sinni í leikskól-
um og voru mjög öraggir um böm-
in þar. Það vakti athygli að ánægja
foreldra jókst í takt við aukin við-
skipti við leikskólann, hvort sem
viðkomandi átti fleiri böm eða
dvalartími barnsins hafði lengst.
Einnig kom fram nokkuð almenn
ánægja með þjónustu dagmæðra
hjá þeim sem höfðu notað hana,
sérstaklega fyrir yngstu börnin.
Hindranir í veginum
Nú hefur sem sé komið á daginn
að mun meiri eftirspurn er eftir
heilsdagsvistun fyrir börn og því
gengur ennþá hægar að fullnægja
þörfinni fyrir leikskólapláss og
biðlistarnir lengjast frekar en hitt.
En hvaða ljón era þá í veginum, ef
vilji stendur til þess að veita þá
þjónustu sem foreldrar óska eftir?
Svarið við því er að okkar mati þrí-
þætt. I fyrsta lagi fjárhagslegar
ástæður, en kostnaður við bygg-
ingu og rekstur leikskóla kemur
veralega við borgarsjóð. í öðra lagi
era ekki nægilega margar dag-
mæður til að brúa bilið fyrir for-
eldra sem margir hverjir vilja ekki
leikskólapláss fyrir 'oörn sín fyrr
en eftir 2ja ára aldur. í þriðja lagi
verður að nefna til starfsmanna-
hald, en erfitt hefur reynst að full-
manna leikskólana.
Það er staðreynd að nokkuð hef-
ur verið hægt á uppbyggingu leik-
Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vöruhús sem minni
lagera. Aðeins vönduð vara úr gæðastáli á mjög góðu verði.
Einnig færðu lyftitæki og trillur hjá okkur.
Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma.
Lagerlausnir eru okkar sérgrein
MECALUX
- gæði fyrir gott verð
UMBOÐS- OC HEILDVERSLUN
mtueá
SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300
hfj
Samanburður á hækkun rekstrarkostnaðar
leikskóla og fjölgun dvalarstunda barna
Dagvist barna í Reykjavík: Vistun barna á aldrinum 1 -5 ára
H Leikskólar borgarinnar
E3 Einkareknir leikskólar
□ Dagmæður
□ Utan dagvistar
1993 1994 1995 1996 1997
Fæðingarár barna
*
skóla síðustu tvö árin. Eftir könn-
un meðal foreldra barna undir
tveggja og hálfs árs aldri, sem
Dagvist bama lét gera árið 1997,
þótti það verjanlegt. Það hefur
aukið á vandann að sjúkrahús hafa
hætt starfsemi nokkurra leikskóla.
Borgin hefur tekið yfir starfsemi
tveggja leikskóla frá ríkisspítölum
með tilsvarandi kostnaðarauka fyr-
ir borgarsjóð. Eins og fram kemur
á línuriti hefur kostnaður við rekst-
ur leikskóla þó engan veginn aukist
í hlutfalli við næstum 50% aukn-
ingu á dvalartímum barna á tíma-
bilinu 1993 til 1998. Þetta sýnir að
vel hefur verið haldið á spilunum í
allri fjármálastjómun stofnunar-
innar.
En þrátt fyrir það hefur kostn-
aður við byggingu og rekstur vax-
ið mikið á síðustu árum og leggur
borgarsjóður 2.318 milljónir
króna til Dagvistar barna árið
1999, aðallega í rekstur og bygg-
ingu leikskóla. Þar af fer til
rekstrar 2.051 milljón króna sem
jafngildir 13,6% af rekstrar-
gjaldalið borgarsjóðs.
Það er hlutverk stjórnmála-
mannanna að ákveða forgangsröð-
un verkefna og verkefni Dagvistar
barna era í samkeppni við önnur ' —
fjárfrek og mikilvæg verkefni, svo
sem einsetningu grannskóla, og
staðreyndin er að sveitarfélög
hafa tekið að sér svo viðamikil
verkefni, að vandséð er að þau
ráði við þau með núverandi tekju-
öflun. Og hver vill taka lán og láta
komandi kynslóðir borga fyrir
neyslu okkar?
Bergur er forstöðumaður og Stein-
unn þjónuslustjóri Dagvistar buma
í Reykjavík.
RÉTTARHÁLS 4, REYKJAVÍK
Sala — Leiga
• Vandað steinhús á tveimur hæðum.
• Mikil lofthæð, 5 m á neðri hæð og 9 m á efri hæð,
möguleiki á millilofti á efri hæð.
• Óvenju stór lóð um 12.200 m2 og gott athafnasvæði.
• Háar innkeyrsludyr.
• Frábær og stöðugt vaxandi staðsetning.
• Auðvelt er að skipta húsnæðinu í einingar.
• Grunnflötur hvorrar hæðar er um 2.700 m2.
• Afhending í júní/júlí 1999.
Byggingaraðili Eykt ehf.,
Borgartúni 21, Reykjavík.
Einkasöluaðili
Sími 533 4040 Fax 588 8366
Armúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
<
5L