Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 AÐSENPAR GREINAR Opið bréf til Egils Eðvarðssonar FORNKUNNINGI Egill. Sjónvarpsleikrit þitt, Dómsdagur, sem sýnt var í Ríkissjón- varpinu á annan dag jóla, gekk svo fram af mér að ég finn mig knúinn til að senda þér þessar línur. Af einhverjum hvöt- um velur þú þér það hlutverk að beita öfl- ugasta miðli nútímans til að svívirða minn- ingu látinna heiðurs- hjóna, sem þú nafn- greinir og birtir myndir af, með því að slá fram órökstuddum fullyrðing- um um að húsfreyjan hafi verið morðingi og að húsbóndinn hafi verið drykkfelldur flagari, sem reynir að fá aðra til að bera ljúg- vitni fyrir rétti, en er sjálfur svo kófdrukkinn að hann getur ekki borið vitni. Mér finnst með hreinum ólíkind- um að Ríkisútvarpið skuli velja annan dag jóla til sýningar á þess- ari afurð þinni og að Menningar- sjóður útvarpsstöðva skuli hafa veitt þér styi'k til þessarar iðju þinnar. Er það hugsanlegt að sú stað- Mér fínnst lítið fara fyrir því að siðferðileg lögmál séu látin ríkja, segir Davíð Sch. Thor- steinsson, þegar fjallað er um nafngreinda ein- staklinga, kjarna al- þekktrar sorgarsögu er snúið á hvolf frá því sem best er vitað. reynd að sjálfur Einar Benedikt- son tengdist málinu hafi liðkað fyr- ir styrkveitingu til þín og að þú hafir þess vegna kosið að fjalla um þá sorgaratburði, sem áttu sér stað á Svalþarði fyrir rúmri öld? Má ég spyrja hvers vegna þú lýstir ekki Einar Benediktsson morðingjann? Það er ekkert fjarstæðukennd- ara en að lýsa húsfreyjuna morð- ingjann og þú gefur jú sífellt í skyn að Sólborg heitin hafi fylgt Einari alla tíð og þú lætur hann varðveita dagbók sína um Sólborgarmálið sér við hjartastað allt fram í and- látið. Þú hefðir kannski getað fengið meiri styrk, ef þú hefðir haft þann háttinn á. Eg þykist sjá að þú hefur lesið þátt Tómasar Guðmundsssonar skálds í bókinni Undir hauststjörn- um um Sólborgu, þar sem þú notar hluta af skrifum hans sem uppi- stöðu í það, sem satt er í leikriti þínu. Það sem Tómas skrifaði um prestshjónin virðist hinsvegar hafa farið fram hjá þér og því tel ég rétt að birta hér hluta af því, sem hann skrifaði um þau: „Um þessar mundh- sat að Svalbarði í Þistil- fh'ði sr. Ólafur Peter- sen, hinn gáfaðasti ágætismaður. Hann hafði útskrifast úr prestaskólanum árið 1887, aðeins tuttugu og tveggja ára gamall, og vígðist tveim árum seinna. Hann var skóla- bróðir Einars Bene- diktssonar úr Latínu- skólanum og hafði þeim orðið vel til vina. Kvæntur var hann Astríði, dóttur Stefáns prófasts Stephensens í Vatnsfirði, og voru þau hjón rómuð íyrir prúðmennsku og góðvild, en prestskapur sr. Ólafs var skemmri en vonir stóðu til, því að hann andaðist árið 1898, aðeins 32 ára gamall.“ Þegar Tómas lýsir réttarhöldun- um, sem stóðu aðeins einn dag, segir hann: „Það er presturinn sjálfur, sem er meðal síðustu vitnanna í þessu þinghaldi og framburður hans hef- ur einnig á sér allan blæ varúðar og nærgætni.“ Dæmi hver fyrir sig hvorum er betur treystandi Tómasi eða þér, en með hæfilegri virðingu fýrir þér tek ég persónulega meira mark á því, sem Tómas skrifaði en því sem þú lætur frá þér fara. Þú reynir að forða þér frá því að þurfa að standa ábyrgur orða þinna og gjörða með því að skrifa, eftir að hafa þakkað þeim sem styrktu þig til verksins, að: „Mynd þessi geymir að nokkru leyti vísan til raunverulegra at- burða. Verkið í heild er þó fyrst og fremst skáldverk þar sem skáld- skaparlögmál eru látin ríkja.“ Mér finnst satt að segja lítið fara fyrir því að siðferðileg lögmál séu látin ríkja þegar fjallað er um nafn- greinda einstaklinga, kjarna al- þekktrar sorgarsögu er snúið á hvolf frá því sem best er vitað, sjálfsmorði breytt í morð og sóma- kona, sem margir núlifandi menn höfðu persónuleg kynni af, er gerð að morðingja. Það er skoðun mín að það sé ekki á færi annarra en smekkvísra afburðamanna að nota alþekkta at- burði sem stofn í nýjar sögur þar sem bætt er við eigin hugleiðing- um, enda breyta slíkir höfundar oft bæði nöfnum og málsatvikum, því ella er augljóslega hætta á að fólk geti ekki gert sér grein fyrir hvað er sannleikur og hvað er skáld- skapur. Eg tel ekki að vísan til „skáld- skaparlögmála“ réttlæti róg og níð um nokkurt fólk, hvað þá látið fólk, sem á þess ekki kost að bera hönd fyrir höfuð sér, enda ætla ég að afsakanir þínar um „skáldskap- arlögmál" muni ekki vega þungt, þegar þú kemur fyrir þann dóm, sem æðri er dómstólum þessa lands. Höfundur er verkefnisstjóri. Davíð Sch. Thorsteinsson Til viöskiptavina Búnaðarbankans Útibú Búnaöarbankans verða lokuð mánudaginn 4. janúar 1999. Upplýsingar um víxla sem falla í eindaga um jól og áramót liggja frammi í útibúum. ® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF VILTU KOMA ÞER Æ Æ UPP ODYRRI m n VINNUAÐSTOÐU? . , V' ýr ^ *v : / !;i2 754.216 kr. óhvsk. HyUNDAI ATOS Rekstrarleigusamningur Fjármögnunarleiga Engin útborgun Útborgun 188.554 Ur. 22.31 lkr. á mánuði 12.129 kr. á mánuði 799.196 kr. ánvsK. HyUNDAI ACCENT Rekstrarleigusamningur Fjármögnunarleiga Engin útborgun Útborgun 199.799 kr. 23.752 kr. ámánuði 12.827 kr. ámánuði ánVSK. s? ■ i§ • ’ v„v HyUNDAI H-1 stuttur | Rekstrarleigusamningur Fjármögnunarleiga Engin útborgun Útborgun 312.450 kr. 36. 140 kr. á mánuði 19.797 kr. ámánuði Rekstrarleiga er miSuð er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 60 mánuði og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBILAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Ármúli 13 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 HYunoni 6 0 T T FÓIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.