Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 73

Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 73 ATVINNUAUGLÝSINGAR Trésmiðir Álftárós ehf. óskar eftir að ráða trésmiði í uppmælingu. Um er að ræða framtíðarstörf í Hafnarfirði, Reykjavík og Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 566 8900. Netfang: www.alftaros.is ^ Á I f t á r ó s Starfskrafta vantar við framreiðslustörf. Dagvinna. Góð laun. Upplýsingar á staðnum, ekki í síma. Café Mílanó, Faxafeni 11. íþróttamiðstöð Seltjarnarness Óskum eftir starfskrafti til að sjá m.a. um gæslu búningsherbergja pilta í íþróttahúsi á skóla- tíma. Umsóknir skilist inn til afgreiðslu Mbl. eigi síð- ar en 8. janúar nk., merktar: „íþróttir — 7131". „Au pair" í USA íslensk fjölskylda með tvo drengi, tveggja og fimm ára, óskar eftir aðstoð frá miðjum janúar fram á vor. Viðkomandi þarf að vera 18 ára eða eldri og með bílpróf. Við verðum á landinu yfir jólin og veitum viðtöl og nánari upplýsingar í síma 567 5668. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Starfsfólk óskast! Óskað er eftir þroskaþjálfum og/eða ófaglærðu starfsfólki í 40—100% störf á sambýlum fyrir fatlaða í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Um er að ræða vaktavinnu, aðallega kvöld-, nætur- og helgarvinnu. Allt nýtt starfsfólk Svæðisskrifstofu fær vand- aðan stuðning og leiðsögn. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði. Laun skv. gildandi kjarasamningum. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Kristjáns- dóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 564 1822. Umsóknareyðublöð á Svæðisskrifstofunni, Digranesvegi 5 í Kópavogi og á netslóð http://www.smfr.is KENNSLA Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa, byrjendur/framhald. Námskeiðatími: 10. jan, —5. mars og 7. mars—7. maí. Óska nemendum mínum gleðilegrar hátíðar! Esther Helga Guðmundsdóttir, söngkennari. Símar 561 5727 og 699 2676. TILBDÐ/ÚTBOÐ 0 Ð »> Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * IMýtt í auglýsingu 11228 Ómsjártæki fyrir St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Opnun 6. janúar 1999 kl. 11.00. 11247 Lúpínuplöntur fyrir Landgræðslu ríkisins. Opnun 7. janúar 1999 kl. 11.00. 11259 Stálrör (multiple plate, Arch) fyrir Vegagerðina. Um er að ræða 2 stk. 54,4 m og 59,7 m að lengd, sem nota á sem undirgöng undir Reykjanesbraut. Opnun 7. janúar 1999 kl. 14.00. 11251 Lögreglustöð og sýsluskrifstofa Stykkishólmi — nýbygging. Opnun 12. janúar 1999 kl. 11.00. 11080 Forval — hjúkrunarheimili í Reykja- vík — einkaframkvæmd. Bygging, reksturog fjármögnun hjúkrunarheimilis. Opnun 20. janúar 1999 kl. 14.00. 11244 Ræsarör fyrir Vegagerðina. Opnun 21. janúar 1999 kl. 11.00. * 11254 Amín (íblöndunarefni fyrir asfalt) fyrir Vegagerðina. Opnun 9. febrúar 1999 kl. 11.00. * 11248 Ýmsar frætegundir fyrir Land- græðslu ríkisins og Vegagerðina. Opnun 11. febrúar 1999 kl. 11.00. Gögn seld á kr. 1.500 nema annað sé tekið fram. Viðskiptavinir, athugið ný síma- og fax- númer Ríkiskaupa: Sími 530 1400, fax 530 1414. Útboðsauglýsingar á vefnum http://www.rikiskaup.is/auglutbod.htm Ú t b o ð s k i l a á r a n g r i! Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414 Veffang: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is RÍKISKAUP Kirkjubekkir Fríkirkjunnar í Reykjavík eru til sölu. Um er að ræða ca 400 sæti. Grindir úr járni, setur og bök eru klædd með tauáklæði. Setur eru lyftanlegar og armar eru á milli sæta. Bekkirnir eru í ágætu ásigkomulagi. Einnig er gólf kirkjunnar til sölu en þar er um að ræða allmikið magn af nótuðum gólfborðum. Kirkju- vörður sýnir bekkina og gólfið en unnt er að mæla sér mót við ha'nn í síma 551 8208. Væntanlegur kaupandi þarfaðvera reiðubúinn að taka við hinu selda í annarri viku janúar (seljandi sér um að losa bekkina og taka upp gólfið). Tilboð leggist í pósthólf 8635, 121 Reykjavík, fyrir föstudaginn 8. janúar nk. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju 1999 Efling Stykkishólms auglýsir eftir tónlistar- mönnum, sem áhuga hafa á að koma fram á tónleikum í Stykkishólmskirkju sumarið 1999. Haldnir verða tvennir tónleikar í mánuði á sunnudögum kl. 17.00 dagana 13. og 27. júní, 11. og 25. júlí og 8. og 22. ágúst. Upplýsingar gefa Jóhanna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, í símum 438 1750 og 438 1322, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, skóla- stjóri Tónlistarskólans, í símum 438 1661 og 438 1456 og Sigrún Jónsdóttir, organisti Stykk- ishólmskirkju, í síma 438 1308. Efling Stykkishólms. FUNDIR/ MANNFAGNAOUR Fundarboð Boðað er til almenns félagsfundar í Framsókn- arfélagi Reykjavíkur þriðjudaginn 5. janúar nk. kl 17.00 á Hverfisgötu 33, 3. hæð. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Önnur mál. Stjórn FR. Aðalfundur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn í veitingahúsinu Sexbaujunni við Eiðistorg, Seltjarnarnesi, 30. desember kl. 17.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin. Tilboð óskast ATVINNUHÚSNÆÐI Nýtt fiskverkunarhús sem er 1000 fm, með skrifstofu- og starfsmanna- rými á hafnarsvæðinu í Sandgerði, ertil leigu. Húsið er með kæli, frysti og leyfi til fiskverkunar og var notað fyrir fiskmarkað áður. Það verður einungis leigt allt og mögulegt er að fá 350 fm til viðbótar. Frábær staðsetning. Upplýsingar eru veittar hjá Fiskmarkaði Suður- nesja hf., sími 420 2010 (Ólafur) eða 892 5485. TIL. SÖLU Takið eftir — takið eftir ræðum og/eða þögn forystumanna lýðveldis- ins um viðkvæm opinber mál, svo sem rann- sóknir á ástæðum slysa- og mistakamála og upplýsingu þeirra. Skýrsla um samfélag, sem upplýsir um stjórnarhætti, fæst í Leshúsi, Reykjavík. Einstakt tækifæri Til sölu er vel þekkt fasteignasala með áratuga reynslu. Sérstakir möguleikar á fram- tíðarrekstri. Gott verð. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. janúar fyrir kl. 17.00, merkt: „Trúnaðarmál — 7091". Byggingaverktakar! Til sölu og afgreiðslu strax eftirfarandi tæki: Byggingakranar: Peiner 205, árgerð 1993, bóma 33 m/1000 kg með þráðlausri fjarstýringu. Verð kr. 3.900.000 auk vsk. CIBIN S 30, árgerð 1993, bóma 22 m/600 kg með hjólastelli, galv., tekur 30 mín. að reisa. Verð kr. 2.050.000 auk vsk. Hægt er að fá þráðlausa fjarstýringu fyrir CIBIN með stuttum fyrirvara. Eigum einnig til 500 og 750 lítra ný steypusíló. Járnabeygivél: OSCAN, ný, tölvustýrð, tekur 25 mm járn. Verð kr. 440.000 auk vsk. Jarðvegsþjöppur: Weber, árgerð 1993, 300 kg, dísel, með fram- og afturkeyrslubúnaði, verð kr. 230.000 auk vsk. Ammann DVH 6010, árgerð 1993, 600 kg, dísel, með fram- og afturkeyrslubúnaði. Verð kr. 350.000 auk vsk. Beltagrafa: Samsung SE 210 LC, árgerð 1993, 22 tonn, 3300 vinnustundir, með vökvatengi fyrir ham- ar, útlit og ástand mjög gott. Verð kr. 3.800.000 auk vsk. Mót heildverslun, Sóltúni 24, 105 Reykjavík, sími 511 2300 og 892 9249.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.