Morgunblaðið - 29.12.1998, Síða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
nata-pú-dA! (
£<s wTPfrt mer/AMn
í rmm/ ez i bhca/z/-
F£>A /HÁLHAl ruæ'
Grettir
Hundalíf
'O/ 'Risastomr mQnnxéx/.
j&ninura/Uum kringj
( StiUiu þíg V AMbbc !þetfa var' ^e/ouojis c/raumur, O þcúb cru eJdcb tib neinarmannxtu^ '—
ÍÉlSfe
Vaknaðu! Jólasveinninn kom í gærkvöldi Aprílgabb!
og skildi ekkert eftir handa þér!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Glaðningurinn
Frá Sofusi Berthelsen:
VIÐ hjónin erum á níræðisaldrí,
ævilokin nálgast, við höfum átt far-
sæla ævi, en stundað erfiðisvinnu og
illa borgaða, þannig að það hefur
sjaldan verið afgangur af laununum,
en bjai’gast með nýtni þó. I rúm 60
ár höfum við greitt skatta í ríkissjóð
af launum okkar, eflaust nokkrar
milljónir í gegnum tíðina, þannig
höfum við átt þátt í að byggja upp
þetta þjóðfélag til betri hagsældar.
Við hjónin höfum verið mjög kynsæl,
eigum 77 afkomendur og sá hópur
fer sífellt stækkandi. Af þessum
stóra hópi eru 43 langafa- og
langömmubörn. Það hefur verið okk-
ur einstök ánægja að geta rétt þeim
yngstu í þeim stóra hópi smájólagjöf,
en eftir því sem hópurinn stækkar
hefur það orðið erfiðara að eiga íyrir
jólapökkunum, hversu spart sem við
förum með ellilaunin og við veltum
vöngum yfir hvort nokkur afgangur
verði til að kaupa smájólagjafir
handa yngstu afkomendunum þessi
jól. En svo glaðnaði yfir okkur er við
fréttum að ríkisstjórnin ætlaði að
greiða desemberuppbót á ellilaun
okkar, kannski mundi jólapökkunum
þarna verða bjargað. Og svo barst
okkur ellilaunaseðillinn 1. des. - jújú,
mikil ósköp, uppbótin reyndist vera
kr. 25.545 hjá okkur samanlagt, það
væri kannski hægt að kaupa nokkuð
af ódýrum leikföngum. En ænei,
þegar ég athugaði ellilaunaseðilinn
nánar sá ég að það var tekinn skatt-
ur af þessari uppbót. Sameiginlegm-
skattur hjá okkur er kr. 15.365. Þá
er eftir af þessari margnefndu upp-
bót kr. 10.180. Það fæst víst ekki
mikið af leikföngum fyrh- þá upp-
hæð, eða hvað?
Erum við hjónin ekki búin að
greiða nóg af sköttum á okkar löngu
ævi? Er ekki í lagi að gefa okkur frí
frá skattgreiðslu þessi fáu ár sem við
eigum eftir að tóra? Er ekki óhætt
að taka aðeins meira af sægreifunum
og þeim fjármagnseigendum sem
eru að kaupa ríkiseignir, og sleppa
ellilífeyrisþegum í staðinn?
Núverandi ríkisstjórn og einkum
forsætisráðherra er að guma af góð-
æri, rétt eins og góðærið sé þeim að
þakka. Reyndar hef ég ekki orðið
var við þetta blessaða góðæri, en ef
það er til staðar er það ekki neinum
mannlegum mætti að þakka heldur
hefur forsjónin séð um góð aflabrögð
á ýmsum fisktegundum og góðri sölu
ásamt góðu verði. Eins hefur járn-
blendið og álið skapað gott árferði
sem við ellilífeyrisþegar og öryrkjar
verðum ekki varir við. En það vantar
ekki umhyggjutalið hjá öllum stjórn-
málaflokkum og úrbætur okkur til
handa, en minna verður um efndir.
En þegar rennur af mér móður
má ég ekki gleyma því
þér að þakka Davíð góður
að þessum krónum ég lengi bý.
SOPUS BERTHELSEN, eldri,
Hjallabraut 33, Hafnarfii'ði.
Má þmgmaður haga
sér eins og hænsni?
Frá Baldri Gunnarssyni:
Á SVIÐINU standa listamenn og
bera fram allt það besta sem þeir
eiga. Einum þeirra fatast flugið og
hann hallar sér að elskhuga sínum
sem hughreystir hann og kyssir. Er
það ekki allt í lagi?
Ekki finnst Árna Johnsen það.
Ekki á þjóðhátíð. Þess vegna storm-
ar hann á sviðið og meðreiðarsveinar
hans stía elskendunum sundur með
valdi og annar þeirra er leiddur á
brott eins og bandingi. Af hverju? Af
því elskendurnir eru tveir karlmenn.
Ég held að fæstum finnist auðvelt
að horfa á karlmenn sýna hvor öðr-
um ástarhót. Flestir gera sér hins-
vegar gi'ein fyiir því að þetta er
þeirra eigið vandamál og forðast að
yfirfæra það á viðkomandi elskendur.
En ekki Arni Johnsen. Hann hefur
forgöngu um að varpa mönnum á
dyr af því þeir eru öðruvísi en hann
sjálfur. Hann útskúfar fólki af því að
það lætur í ljós tilfinningar sem hon-
um eru ekki þóknanlegar.
Þetta lýsh' þvílíkum sjálfbirgingi
að það væri hlægilegt ef það væri
ekki svona skítt. Einkum fyi'h' þá
sem þurfa að gjalda þess.
Sagt er um alþekkt fiðurfé að ef
einhver á meðal þess skeri sig úr
hópnum þá ráðist aðrir að honum og
gangi af honum dauðum. Þegar svo-
leiðis fuglar halda að þeir séu fallnir
til forystu í lýðræðisþjóðfélagi þá
segi ég nei. Ég ætlast til að stjórn-
málamenn hagi sér betur en hænsni.
BALDUR GUNNARSSON,
rithöfundur.
Arðbærasta
fjárfesting'in
Frá Sveini Indriðasyni:
Á ÞESSUM síðustu og bestu tímum
er mikið rætt um góða fjárfestingu
og hámat'ksávöxtun.
Þeir sem fjalla um heilsuhagfræði,
hafa lengi vitað, að arðbærasta fjár-
festingin, fyrir þjóðfélagið, er í end-
urhæfingu og forvörnum gegn sjúk-
dómum og slysum. Dæmi eru um, að
slík fjárfesting skili sér 20-40 sinn-
um aftur til þjóðfélagsins.
Reykjalundur er eitt besta dæmið
um slíka fjárfestingu, hérlendis og
þó víðar væri leitað. Þetta kann þjóð-
in að meta, eins og kom best í Ijós í
þátttöku í landssöfnuninni síðastliðið
haust. Sú söfnun er enn í gangi, svo
ennþá er hægt að fjárfesta þar.
Happdrætti SIBS hefrn' staðið
undir uppbyggingunni á Reykjalundi
í 50 ár. Með kaupum happdaættis-
miða, styðja landsmenn enn frekai’
byggingu sundlaugar- og þjálfunar-
húss, sem fyrirhugað er.
Varla mun sú fjölskylda til í land-
inu, að hún hafi ekki notið Reykja-
lundar, beint eða óbeint.
Þjóðin þarf að sjá til þess að
Reykjalundur verði hér eftir sem
hingað til endurhæfingarstofnun á
heimsmælikvarða.
SVEINN INDRIÐASON,
Árskógum 8, Reykjavík.
Allt efni sem birtist 1 Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.