Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 80

Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KYIKMYNDIR/Bíóborgin og Borgarbíó á Akureyri sýna gamanmyndina Holy Man með Eddie Murphy, Jeff Goldblum og Kelly Preston í aðalhlutverkum. Heilagur sölumaður af guðs náð Frumsýning RICKY Hayman (Jeff Gold- blum) lítur út fyrir að lifa lífi sem gerir flesta aðra menn græna af öfund. Hann er háttsettur starfsmaður hjá sjónvarpsstöð sem sérhæflr sig í rekstri sjónvarps- markaðar þar sem allt milli himins og jarðar er boðið til sölu. Hann býr í glæsilegri íbúð í Miami, keyrir um á flottum sportbíl, klæðist klæðskera- samuðum fötum og á stefnumót við glæsilegar konur á hverju kvöldi en þó aldrei þá sömu. Það virðist því allt leika í lyndi hjá Ricky en það er þó aðeins á yflrborðinu. Ógreiddir reikningar hlaðast upp hjá honum og hann er kominn með magasár af allri streitunni sem fylgir lifnaðarháttum hans. Síðan virðist allt ætla að hrynja til grunna þegar nýr eigandi sjónvarpsstöðvarinnar, McBain- bridge (Robert Loggia), birtist skyndilega með fjölmiðlafræðinginn Kate Neweil (Kelly Preston) til að takast á við hallann rekstri sjónvarps- stöðvarinnar. Ricky gerir ljóst að þetta gæti leitt tfl þess að hann missi vinnuna og því þarf hann nauðsynlega að halda á ein- hvei-ri góðri hugmynd til að hleypa lífi í söluna í gegnum sjónvarps- markaðinn. Þá kemur til sögunnar hinn heilagi G sem er á sífelldu flakki við að boða andlegan og mjög svo persónulegan boðskap sinn. Þeg- ar Ricky hittir G fyrir tilviljun kvikn- ar á perunni hjá honum og honum dettur í hug það snjallræði að láta G fá eigin sjónvarpsþátt og gera sjón- vapsverslunina þannig að trúarlegri athöfn. Hugmyndina að Holy Man á hand- ritshöfundurinn Tom Schulman sem gerði handritið að Dead Poets Soci- ety. Þegar hann hafði lokið við að fullgera hugmyndina í samvinnu við RICKY Hayman (Jeff Goldblum) er kominn með magasár af öllu stressinu sem fylgir lifnaðarháttum hans. KELLY Preston leikur fjöl- miðlafræðinginn Kate framleiðendurna Roger Birnbaum og Joe Roth var Eddie Murphy sent fyrstu ovart að hann vildi leika í myndinni. Það sem hins vegar kom þeim á óvart var að hann hafði ekki áhuga á að leika Ricky í mynd- inni heldur heilaga manninn G. Að- standendur mynd- aririnar voru ekki LEIKSTJÓRINN Stephen Harek við tökur á Holy Man. ► HINN heilagi G (Eddie Murphy) á að koma sjónvarpsmarkað- inum á rétt ról. lengi að ímynda sér hann í því hlutverki og sáu að þar hafði leikarinn tekið rétta ákvörðun. Það var svo hugmynd þeirra Murphys og Birnbaums að fá Stephen Harek til að leikstýra myndinni, en hann hafði slegið í ign með myndunum Ir. Holland’s Opus og 01 Dalmatians. Jeff Joldblum var svo fenginn til að leika Ricky og Kelly Preston til að leika Kate. Goldblum hefur leikið í þremur af vinsæl- ustu myndum allra tíma, en það eru Jurassic Park, Independence Day og Jurassic Park: The Lost World. Meðal annarra mynda sem hann hefur leikið í eru The Fly, The Big Chill, Silverado og Deep Cover. Kelly Preston vakti fyrst verulega athygli þegar hún lék í JeiTy Maguire með Tom Cruise ár- ið 1996, en áður hafði hún m.a. leikið í Twins með þeim Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito. Aðrar myndir sem hún hefur leikið í eru m.a. Nothing to Lose, Addicted to Love og Mischief. Næsta mynd hennar er Frost þai' sem hún leikur á móti Michael Keaton og eftir ára- mótin byrjar hún að vinna við gerð myndarinnar The Shipping News, en í henni mun hún leika á móti John Travolta. Úrslit í leikritasamkeppni Hádegisleikhússins Leikrit og súpa dagsins AÐ LOKINNI hátíðarsýningu á Rommí í fyrrakvöld voru til- kynnt úrslit í leikritasamkeppni sem efnt var til þegar Iðnó var opnað á ný síðastliðið vor. Verðlaunaverkin þrjú verða öll sýnd í Hádegisleikhúsi Iðnó sem hleypt verður af stokkun- um innan skamms. Gífurleg þátttaka var í sam- keppninni, en alls bárust 56 leikrit eftir 42 höfunda í keppn- ina og urðu úrslit sem hér seg- ir: í fyrsta sæti var Leitum að ungri stúlku eftir Ki-istján Þórð Hrafnsson. Kristján er bók- menntafræðingur að mennt og hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur. Krist- ján fær að launum 100.000 krónur, helgarferð til London og úrval rit- verka Halldórs Laxness. í öðru sæti var Þúsund eyja sósa eftir Hallgrím Helgason. HaUgiímur hefur sent frá sér tvær skáldsögur og eina ljóða- bók. Hann fær að launum 50.000 ki'ónur og úrval ritverka Halldórs Laxness. Sameiginlegm' vinur eftir Bjarna Bjarnason var í þriðja sæti. Bjarni hefur sent frá sér tvær skáld- sögur. Hann fær að launum 50.000 krónur og úrval ritverka Halldórs Laxness. Dómnefnd skipuðu þau Halldóra Morgunblaðið/Jón Svavarsson MAGNUS Geir klappar vinningshöfunum lof í lófa, en næst hon- um stendur Kristján Þórður Hrafnsson, Hallgrímur Helgason og lengst til hægri er Bjarni Bjarnason. GUÐRÚNU Ásmundsdóttur og Erlingi Gfsla- syni voru færðir blómvendir í tilefni 30. sýn- ingar leikritsins Rommý. Geirharðsdóttir leikkona, Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi hjá Bjarti og Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Iðnó, en hann var for- maður dómnefndar. Hádegisleikhús Iðnó er nýjung í starfsemi hússins og stendur til að hleypa því af stokkunum í byrjun febrúar nk. Þá snæða gestir léttan hádegisverð meðan þeh' njóta stuttr- ar leiksýningar. „Við hugsum leik- húsið sem skemmtilega viðbót við leikhúsflóruna,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Iðnó. „Leik- húsin eru full hér flest kvöld og okk- ur langar til að færa út kvíarnar með því að taka upp sýningar í hádeginu á virkum dögum. Fólk sem vinnur hér í nágrenninu getur keypt sér léttan rétt og horft á leik- sýningu á meðan, nært andann um leið og holdið. Leikritin eru 20-30 mínútur að lengd og fólk á að geta notið sýningar og matar í sínu hádegisverðarhléi." Magnús segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hádegisleikhús verður að veruleika á Islandi. „Það var reynd- ar sýning fyrir nokkrum árum, Tígrisdýr í Kongó, sem var flutt í há- deginu. En það var með allt öðrum hætti, því sýningin var í fullri lengd og ekkert um það að ræða að fólk gæti skotist úr vinnu til að sjá sýn- inguna. En við höfum hugsað okkur að sýna á hverjum degi svo fólk geti gengið út frá því sem vísu að hægt sé að fá þessa upplyftingu í hádeginu." Magnús Geir segir að hádegis- verðarleikhús hafi notið mikilla vin- sælda í London, Stokkhólmi og víðar erlendis. „Ég skoðaði hádegisleikhús í London og það var mjög gaman að fylgjast með leikhúsi sem var stað- sett inni í miðju bankakerfinu. Tíu mínútum áður en sýningin hófst streymdu að menn í jakkafötum, horfðu á sýninguna á meðan þeir renndu niður samloku. Það var ákveðinn sjarmi yfír þessari stemmningu," segir Magnús Geir. Þegar Magnús er spurður út frá hverju hafí verið gengið við val verð- launaverkanna segir hann að dóm- nefndin hafi nú mest farið efth' því hvað þeim fannst skemmtilegast og áhugaverðast. „En þetta var að mörgu leyti erfitt val. Verkin voru mjög misjöfn og mörg mjög góð. Það er ekkert ósennilegt að fleiri leikrit en þau þrjú efstu rati hér á svið í framtíðinni." MYNPBÖNP Sígild sælustund við skjáinn Ljósaskipti (Twilight) Glafpainynil ★★★ Framleiðsla: Arlene Donovan og Scott Rudin. Leikstjórn: Robert Bent- on. Handrit: Robert Benton og Ric- hard Russo. Tónlist: Elmar Bern- stein. Aðalhlutverk: Paul Newman, Susan Sarandon, Gene Hackman og James Garner. 91 mín. Bandarísk. ClC-myndbönd, desember 1998. Bönnuð innan 12 ára. FRÁBÆR glæpasaga eftir for- skrift hreinnar Hollywood-klassík- ur. Hæg og nánast þunglyndisleg bygging þar sem leikur stórstjarna fær að njóta sin við túlkun nostursam- lega skrifaðra per- sóna í sígildri glæpasögu. Film noir-hefðin ér aug- ljós fyrirmynd „Ljósaskipta" með öllu sem skilgreinir slíkar myndir: einkaspæjurum, treg- um löggum, sögumanni, skuggalegri borg að næturþeli, morðum, svikum og síðast en ekki síst, fögru háska- kvendi. En hetjurnar eru gamlar, rétt eins og kvikmyndirnar sem not- aðar em sem fýrirmyndir og sjálf borg draumanna, Hollywood, er við- eigandi sögusvið. Það er e.t.v. galli hversu óhvikult myndin vísar í hefð- ina, því hún setur henni dálítið stirð takmörk og auðvelt er að reikna út niðurstöðu glæpasögunnar. Hins- vegar eru „Ljósaskipti" margslung- in og úthugsuð kveðja til síðustu gullaldar draumasmiðjunnar. Aug- ljóst er að valinn fagmaður er í hverju rúmi, hvort sem skoðaðar eru tæknilegar hliðar, handrit, leik- stjórn og leikur eða hlustað á dramatíska kvikmyndatónlistina. Guðmundur Ásgeirsson Bjálfí í háska Maðurinn sem vissi of lítið (The Man Who Knew too Little) Gainaiiin.ynil ★★ Framleiðsla: Arnon Milkan, Michael Nathanson og Mark Tarlov. Leik- sljórn: Jon Amiel. Handrit: Robert Farrar og Howard Franklin. Kvik- myndataka: Robert Stevens. Tónlist: Christofer Young. Aðalhlutverk: Bill Murray, Joanne Whalley og Peter Gallager. 90 mín. Bandarísk. Warner- myndir, nóvember 1998. Öllum leyfð. ÞETTA er kunnugleg kvikmynd um fávita sem flækist inn í hættu- legan heim njósna og glæpa þar sem hann spjarar sig með glans fyrir einskæran klaufa- skap og yfirgengi- lega heppni. Bleika pai'dus-serían er rót kvikmyndateg- undarinnar og íyr- irmynd þessarar að miklu og augljósu leyti. Eins vísar myndin stíft í sjónvarpsseríur á borð við „Smart spæjara", m.a. með löngu byrjunaratriði í stíl sjöunda áratugarins. Myndin er hin þokkalegasta af- þreying þegar best lætur, en rennur á köflum út í vandræðalegan vitleys- isgang, enda erfítt að halda utan um svo farsakenndan söguþráð. Það er án efa mikill vandi að búa til sam- ræmda heild úr sögu sem tilheyrir hvoru tveggja, venjulegu hversdags- lífl og ævintýralegum fáránleika, enda reynir myndin verulega á trú- girni áhorfandans. Leikurinn er í lagi þótt Bill Murray hafi oft verið fyndnari og með góðum vilja má skemmta sér yfir þvælunni. Guðmundur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.