Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli EINAR G. Pétursson, fræðimaður á Stofnun Arna Magnússonar. Hami neitar því að rit sitt sé málsvöm fyrir Jón lærða. „Maður á alltaf að reyna að vera hlutlægur í sagnfræðiskrifum og temja sér fremur hlutverk dómarans en málafærslumannsins," segir hann. ÞETTA er orðinn þungur róður / þolinmæðin dró í naust.“ Þessi vísuorð hefðu átt vel við þegar Einar G. Pétursson setti loks punktinn við sitt mikla verk, Eddurit Jóns Guðmundssomir lærða, sem út kom hjá Stofnun Ama Magnússonar í sumar. Þetta er doktorsritgerð Ein- ars og er útgáfa hennar helguð minn- ingu lærifóður hans, séra Þorgríms V. Sigurðssonar prófasts á Staðastað. Það eru nú um þrjátíu ár síðan Einar hóf fyrst að glíma við Jón lærða, en þá skrifaði hann um Jón til lokaprófs í íslenskum fi’æðum. A doktorsrit- gerðinni byrjaði Einar fyrir u.þ.b. tuttugu árum. Oft lá verkið í salti og um fímm ára skeið gat Einar ekkert unnið í ritgerðinni meðan hann var deildarstjóri þjóðdeildar Landsbóka- safns. Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða er í tveimur hlutum. Fyrra bindið er fræðilegur inngangur um umhveríi, ævi og ritstörf Jóns lærða, á sjötta hundrað bls. Þar er einnig gerð grein fyrir heimildum Eddurit- anna og flóldnni varðveislu þeirra. Seinna bindið er stafrétt textaútgáfa á riti Jóns Samantektir um skilning á Eddu en með fylgir ritlingurinn Rist- ingar sem heitir fullu nafni Að fomu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi. Það er víða gaman að grípa niður í þessi rit, þótt hin stafrétta gerð geri textann á köfl- um seinlesinn, sbr. þau brot úr Sam- antektum sem hér fylgja í ramma. Samantektir eru uppskrift á köfl- um úr Snorra-Eddu með skýringum og margvíslegum viðbótum Jóns, en Ristingar eru skýringar hans á Brynhildarljóðum úr Völsunga sögu. Einar sýnir fram á að Samantektir eru byggðar á texta Snorra-Eddu sem ekki hefur varðveist annars staðar og ennfremur að Jón hafí við samningu Ristinga stuðst við handrit Eddukvæða sem nú er glatað. í fyrra bindinu fjallar Einar um fræðaiðkan á 17. öld og varpar nýju ljósi á uppruna, aðdrætti og gildi margra rita frá þeirri tíð. Einar lýsir þeirri miklu grósku sem hljóp í ís- lensk fræði að tilstuðlan biskupanna Þorláks Skúlasonar á Hólum og Brynjólfs Sveinssonar í Skálholti. Uppskriftir miðaldabókmennta höfðu göldrum og flótto undan réttvísinni Sautjóndo öldin hefur löngum heillað skald og rithöfunda, sam- anber Islandsklukku Loxness 09 Skálholt Kambans. Jón lærði er einn merkilegur sautjóndu aldar maður sem sýnist filvalið skóld- söguefni. Honn var gófaður alþýöumabur, listoskrifari, teiknaði, mólaði og smíðaði, gerðíst snemma fróður í fornum fræðum, varð rúnameistari mikill og fjölkunnugur, komst í kast við lögin fyrir hvítagaldur og var ó hrakningi mestan part ævinnar og sektaður fyrir hórdómsbrot ó gamals aldri. I nýrri bók segir Einar G. Pétursson, sérfræðingur ó Arnastofnun, sögu þesso manns og gefur jafnframt ót tvö rita hans. Jgkob F. Ásgeirsson ræddi við Einar um Jón lærða og fræðimennsku hans. SAMANTEKTIR UM SKILNING Á EDDU EFTIR JÓN GUÐMUNDSSON UERÐA BROT UM píslarvottinn Þórð Jónsson góða mann sem höggvinn var 1385 í Krosshólum, þar sem landnámskonan Auður djúpauðga hafði bænahald sitt, - „eina kunna dæmið um að íslendingar hafi farið að heita á og dýrka aðra landsmenn sína en þá þrjá dýrlinga, Jón, Þorlák og Guðmund, sem alkunnir eru,“ segi Einar G. Pétursson í riti sínu: í>at vitna Jslandz sogr at þar sem Þor eðr cinhveriom Guðum voru helgut fell eðr hæðir, þa truðu heiðnir menn at þeir mundu þangat deya, Exempl: Pegar bondi eim dmknadi *á Hoskulldzeyiar sundi fyrir Helgafellz svcit scm blotaði Þoa, þottuz menn hcyra inn i fellit Hellgafell, kastat mioc hurðum oc konnu Lokum, sem buiz við gestum oc veitslu, þvi þcir mcintu oc truðu at þeir Guðir mundi þar við þeim taka oc inni bua sem þeim var helgat oc eignat, Lika sem þeir trublendingar undir menn Auðar Diuparðgu sem nam Dala svcitir œ bio i Hvamme i Hvams sveit, hon var kristinn oc hafþi bænahalld sitt a Krossholum niðr oc ut fra Skierðingsstoðum, þa sogðu hennar menn oc truðu at hon munde vilia deyia þangat i holana til krossanna, oc gott mundi þat vera, Enn Þa hon do Let hon grafa sic i sand þar sem flæðr gcck yfir þar sem ongvar voru vigðar molder. A þcssu Krosshola Platze, eí Langt fra Læk einum, var Liflatinn sa pislar vottr Goði maðrin Þorðr, eptir allar kvalir oc pisler *so margar oc mynneligar, fra þvi eptir jol er hann var fangaðr til pisla. Orðsokinn var oc tílcfnit, at hann hafði borit | bana tilræðis hoG af broðr sinom, bar undir hoGÍt enn slo ongvann, urðu morg teikn eptir að mestu legið niðri eftir siðaskipti og fram undir 1630 ef undan eru skil- in lög og rímur. Einar telur að Brynjólfur biskup hafí gegnt mikil- vægu hlutverki í fræðimennsku Jóns lærða. Hann leiðir rök að því að Brynjólfur hafí haft í smíðum mikið rit um fornan norrænan átrúnað og hafi fengið menn til að semja ritgerð- ir um aðskiljanleg efni til að hafa sem bestar heimiidh’ að riti sínu. Einn af þeim var hrakningsmaðurinn Jón. Einar rekur ævi Jóns ítarlega og fjölbreytileg ritstörf hans, en meðal þeirra má nefna, auk ofangreindra rita, Grænlands annál, Um íslands aðskiljanlegar náttúrur, Tíðfordríf og margháttaðan kveðskap. Rann- sóknir fræðimanna undanfarna ára- tugi hafa leitt í Ijós að sumt sem áður var eignað öðrum var í raun verk Jóns lærða, þ.á m. Ristingar sem áð- ur voru eignaðar Birni Jónssyni á Skarðsá. Einar vinnur nú að útgáfu á Tíðfordrífí og fleiri verkum Jóns. Ég hitti Einar að máli í skrifstofu hans í UM bókabrennu á Helgafelli - einstök frásögn uni slíka meðferð á bókum á Islandi: Rannveig a slíyrska. bar oc *sijn bruna 6r sina daga sem Leidd var a dogum Guðmundar biskups fyRe enn hann tok biskupsdom Vm soddann teik<n> oc tilburðe gora scr margir getr enn surnir þrætr oc komaz þo ecki ut með<.> Enn aðr cnn Helgafellz bækr voru brendar samt þvi oðru gomlu kyrkio rusli a tveimr storum eðr þrimr elldum, fyR enn sa same prestr forst i vatninu, þa mattu (einkum hveR Latinu skilde) menn þar margt faheyrt finna, oc fræði gomul sia Sa gamli sera Christian danski sem þar var Lengi þotti obernskr<,> enn nu er allt i aleyðing komit, oc eima | hellz, þat sem nockut hnygr at þvi sem þyckir gamalkient
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.