Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 25 0, 0 „Reynslur og örlög I Daníelsbók - Biblían er auðskilúari en þig grunar! 'oðunarkirkjan mm 0, Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson, sem hefur staðið fyrir slíkum námskeiðum áratugum saman á íslandi og erlendis. Við höfum ánægju af því að hjálpa ^ Miðvikudagar kl. 20.00. fóiki að kynnast Biblíunni betur og Sýna HiUumst einu sinni í viku!- Við byrjum 13. janúar. hvað hún hefur að seoia um spurningar, Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður, er skynsamlegt að spm Ipita á frtlk innritast sem fyrst. Meö einu sfmtali tryggir þú þér þátttöku. sciii icna a luin. Þátttaka og litprentuð námsgögn í möppu, ókeypis. Innritun og nánari uppiýsingar alla daga í símum 554 6850,421 4474 og 861 5371. VIKURSKAFLAR við Eystri-Rangá ofan byggðar. EINAR gefur seiðum í aðaltjörninni á svæði 9, þ.e.a.s. við Fiská. andi. Það er m.a. vegna stóraukins fjölda gönguseiða. En það er ekki eina skýringin, því gönguseiði þarf að meðhöndla á réttan hátt ef þau eiga nokkru sinni að eiga mögu- leika á að lifa af og skila sér aftur í ána. En hvað skyldi þurfa til að tryggja góðar heimtur úr slepp- ingu gönguseiða? Einar segir ekkert eitt svar til reiðu. Á margt sé að h'ta. Eitt sem aldrei megi gleyma er, að seiðin eru alin í eldi fram undir sjógöngu- þroska og því hefur náttúruval ekki grisjað hópinn líkt og ef um náttúrulegan laxastofn væri að ræða. Þetta geri þau viðkvæmari en ella og því verði meðhöndlunin að vera markviss. „Eitt af því fyrsta sem menn verða að gæta að, og það er nokkuð sem langt er frá því að tekið sé nægilega vel á við Rangárnar og Þverá, og það er afrán máfa. Það er óskapleg mergð af máfum og ég hef ekki verið ánægður að sjá hvað þeir fá mikinn frið til að athafna sig. Ég fór t.d. niður að ósum Hólsár í vor og þar eru varpstöðvar hundruða para. Mér er sérstaklega í nöp við sílamáfinn og það er líka langmest af honum. Hettumáfurinn er líka að reyna en ég held að hann geri ekki mikinn usla. En víða á svæðinu, ekki síst þar sem Eystri-Rangá og Þverá renna sameiginlega saman við Ytri-Rangá, eru breiður og grynningar sem seiðin þurfa að komast fram hjá á leið sinni. Þar eru máfarnir óáreittir að háma seiðin í sig. Ef gert yrði átak í að stugga sílamáfnum frá myndi það skila sér strax í aukinni veiði. Það eru fleiri afræningjar, t.d. skarfar og súlur í ósnum og fiskiendur, en sílamáfurinn er í sérflokki. Varðandi göngu seiðanna til sjávar, þá væri það dýrmætara en orð fá lýst ef það væri hægt að tryggja að þau færu þegar áin er skoluð. Eystri-Rangá er ýmist skoluð eða tær, eftir veðri og ár- ferði. Skolað vatn myndi verja seið- in fyrir afræningjunum, en á þetta er ekkert treystandi. Þetta snýst sem sagt allt um það hvemig eigi að draga úr affóllunum og það er vandasamt þegar verið er að breyta eldislaxi í villtan lax, senda hann niður úr ánni og til sjávar. Ég hef grun um að við þær kringum- stæður sem eru við Rangámar séu 30 til 40% seiða einfaldlega étin á leið til sjávar. Ef seiðin gætu geng- ið út í graggugu vatni í Eystri- Rangá held ég að það myndi skila 50% fleiri seiðum til sjávar. En vegna þess að ekki er á það treystandi þarf að halda máfi niðri. Annar möguleiki væri að þrengja farveg Hólsár og neðrihluta Þverár eins og gert hefur verið við efri hluta Þverár. Þá er ekki sama hvernig tjam- irnar era búnar. Það er kostur að hafa djúpar tjamir, sérstaklega í Eystri-Rangá þar sem flóð geta orðið. Þá geta seiði betur varið sig og þau hafa líka lengri tíma til að ná fóðrinu áður en það sekkur til botns. Einn og hálfur til tveir metrar er ágætt. Síðan er vatns- borðið lækkað þegar seiðin eiga að ganga til sjávar. Komist minkur í tjörnina er það líka kostur að hafa hana djúpa því það gerir dýrinu erfiðara um vik. Það er auk þessa nauðsynlegt að geta veitt vatni af réttu hitastigi í tjarnimar og ef það er ekki til stað- ar virkar það einnig vel að útbúa hitunarlón, þ.e.a.s. að taka kalt vatn í lón og láta lofthitann hita það. Slík lón verða þó að vera grunn. Allt skiptir þetta geysilega miklu máli því einhverra hluta vegna hafa heimtur úr hafbeit minnkað mjög seinustu árin. Á velmegunartíma hafbeitarinnar á íslandi náðust 6% heimtur, en sú tala hefur hríðlækk- að síðustu ár þannig að menn hafa verið að fá um 1% heimtur í hafbeit tvö síðustu ár. I Eystri-Rangá vora heimtur um 1,3% í sumar og heild- arheimtur að minnsta kosti 2%. Þó verður ekki alltaf fullyrt endanlega um heimtur hér í Rangánum. I venjulegum hafbeitarstöðvum hef- ur allur afli verið tekinn, en það verður alltaf mikið eftir af laxi í án- um héma. Slagurinn á toppinum Er þetta eilífðarlærdómur eða ertu orðinn fullnuma sem sjálf- menntaður fiskræktarmaður? „Ætli maður verði nokkra sinni fullnuma í þessu. Það efast ég um. Hins vegar lærist manni margt með reynslunni og árin með pabba vora mjög dýrmæt. Ymis grand- vallaratriði sldpta sköpum eins og við höfum farið í gegnum. Það hef- ur þó kannski farið minnst fyrir því sem mestu máli skiptir og það er að seiðin séu góð. Þessi fisk- ræktarmál í Rangárþingi era nú komin á svo góðan skrið að ég sé ekki að það sé nokkuð því til fyrir- stöðu að Eystri-Rangá og raunar Rangárnar báðar, verði framvegis í fremstu röð íslenskra laxveiðiáa og taki þátt í slagnum á toppnum á hverju sumri,“ segir Einar Lúð- víksson. Shanti Yoga kennarahiálfun Yoga Studio sf. f samvinnu viö Shanti Yoga Institute N.J. i Bandaríkjunum mun halda jógakennaraþjálfun árið 1999. Kennarar eru Ásmundur Gunnlaugsson, eig- andi Yoga Studio sf., þekktur fyrir námskeiðið „jóga gegn kvíða“, og Yogi Shanti Desai, sem er jógameistari með yfir 45 ára reynslu af ástundun og kennslu Hatha 5 Yoga. Þjálfunin er haldin í fjórða sinn á íslandi og er fyllilega sambærileg við það 5 besta sem í boði er erlendis, auk þess tækifæri til að nema af kennurum með mikla reynslu. Þjálfunin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja gerast jógakennarar heldur einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af yoga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvall- arþekking á yoga er þó æskileg. Kynningarfundur verður föstudaginn 8. janúar ki. 20.00. Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga frá greiðslu er föstudagurinn 15. janúar. Ásmundur Y06A# Þjálfunin er alls 6 helgar auk skyldumætingar í jógatíma sem hér segir: Fyrsti áfangi: 22.—24. janúar, 29.—31. janúar og 5.—7. febrúar. Annar áfangi: 5.-7. mars, 12.—14. mars, 19.—21. mars. Kennt er föstud. kl. 20—22, laugardaga og sunnudaga kl. 9—16. STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. Raðgreiðslur til 24 mánaða. Innritun í símum 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Skírteini afhent í Bolholti 6 sunnudaginn 10. jan. kl. 13 -1? Kennsla hefst mánudaginn 11. jan. DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru Bolholti 6,105 Reykjavík, sími 553 6645/568 5045, fax 568 3545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.