Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 64
www.varda.is
w.iandsbanki.is
taJ
Aivöru þjónusta
fyrir alvöru fólk
Landsbankinn
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Árni Sæberg
OKUFERÐIN endaði við Karlagötu, á steinvegg sem lagðist niður á
sex metra kafla. Skemmdir urðu á trjágróðri í garðinum.
% Slóð eyðileggingar
eftir drukkinn mann
Landsvirkjun og Hitaveita Suðurnesja ganga til samninga
Landsvirkjun kaup-
ir raforku af HS
LANDSVIRKJUN og Hitaveita
Suðumesja sömdu um grundvöll
fyrir samrekstrarsamningi hinn 30.
desember sl. Með samkomulaginu
var samið um helstu ágreiningsefni
sem hingað til hafa ríkt milli fyi-ir-
tækjanna varðandi samrekstrar-
samning þeirra.
Hitaveita Suðurnesja hefur fram-
leitt raforku sem samsvarar 16,4
MW ástimpluðu afli. Þá hefur íyrir-
tækið keypt 30 MW hverfil og sótt
um virkjanaleyfi til iðnað-
arráðherra.
Að sögn Júlíusar Jónssonar, for-
stjóra Hitaveitu Suðurnesja, er
samningurinn stórt skref í rétta átt,
meðal annars til þess að Hitaveita
Suðurnesja fái virkjunarieyfi fyi'ir
Svartsengisvirkjun.
„Samningurinn er samkomulag
um helstu lykilatriði í samrekstrar-
samningnum og var samið um það
hvernig virkjunin verður nýtt, sem
hingað til hefur verið helsta ágrein-
ingsatriðið. Samkomulagið felst í
því að Landsvirkjun kaupir nánast
alla raforkuframleiðsluna í upphafí,
sem síðan fer minnkandi með árun-
um, þegar stærri huti fer á markað
á Suðurnesjum.“
Að sögn Júlíusar er samrekstrar-
samningur Hitaveitu Suðurnesja
við Landsvirkjun forsenda fyrir því
að ráðherra gefi virkjunarleyfi fyrir
Svartsengisvirkjun. Segist hann
vænta þess að samrekstrarsamn-
ingurinn verði gerður á næstu vik-
um. Með honum verði nánar samið
um tæknilegar útfærslur en hann
segist líta svo á að búið sé að ná
samkomulagi um pólitísku atriðin.
_ Morgunblaðið/Árni Sæberg
JONAS Ingimundarson við flygilinn áður en gestir ganga í salinn. Hjá stendur Vigdís Esradáttir.
Tal hf. hefur símaþjónustu til útlanda fyrir almenna neytendur
20% lægra verð á
símtölum til útlanda
Fjölmenni viðstatt opnunarhátíð
Tónlistarhúss Kópavogs
Fyrsta sérhannaða
tónlistarhús landsins
GLÆF RAAKSTUR drukkins bfl-
stjóra skildi eftir sig slóð eyðilegg-
ingar á 180 metra löngum kafla á
Snorrabraut á nýárskvöld. Um tals-
vert eignatjón var að ræða.
Okumaðurinn ók bifreið sinni af
gerðinni Cadillac utan í fjórar kyrr-
stæðar bifreiðar, ók einnig niður
vegrið á miðeyju á móts við
■~*‘Bergþórugötu á 3-4 metra kafla og
flæktist vegriðið í bflnum. Öku-
ferðin endaði á móts við Karlagötu,
á steinvegg sem lagðist niður á 6
metra löngum kafla, og eyðilögðust
tré í húsagarði.
Lögregla var kvödd til skömmu
eftir klukkan 23 og náði hún öku-
manninum við Bíóborgina en hann
hafði reynt að forða sér á hlaupum.
Hann var ómeiddur. Að sögn aðal-
varðstjóra lögreglunnar í Reykjavík
mældist áfengi yfir mörkum og var
hann sviptur ökuleyfi til bráða-
birgða.
Ók inn í verslun
Þá var bifreið ekið inn um glugga
t «i‘eikfangaverslunar við Faxafen í
Reykjavík laust eftir klukkan eitt
aðfaranótt laugardags. Bifreiðin
lenti á ofni sem losnaði úr festing-
um sínum með þeim afleiðingum að
vatn flæddi um og olli nokkrum
PÓST- og fjarskiptastofnun kvað
upp úrskurð á gamlársdag,
varðandi beiðni Tals hf. um að
símtöl til útlanda í gegnum for-
valsnúmerið 1010 verði innheimt
með símreikningum landsmanna
eins og önnur útlandasímtöl sem
hringd eru með forvalsnúmerinu
00.
Að sögn Arnþórs Halldórssonar,
framkvæmdastjóra sölu- og
£ ^markaðssviðs Tals hf. markar úr-
skurðurinn tímamót í samkeppni á
fjarskiptamarkaði. Hann sé stað-
festing á því af hálfu stjómvalda að
almenna símakerfið skuli vera opið,
bæði hvað varðar neytendur og
einnig möguleika nýrra samkeppn-
isaðila á markaðnum.
;ji Tal hf. mun í kjölfar úrskm-ðar-
ins heíja símaþjónustu til útlanda
skemmdum. Ökumanninum tókst að
bakka bflnum út úr versluninni aft-
ur og forða sér en grillið af bflnum
varð eftir. Samkvæmt því er bíllinn
af tegundinni Mazda 323. Hans og
ökumanns er nú leitað. Slökkvilið
var kallað til svo hreinsa mætti upp
vatnið og tæknideild til að byrgja
gluggann.
5500 manns
voru í
miðbænum
UM 5500 manns voru í miðbæ
Reykjavíkur á nýársnótt, að
mati lögreglu, þegar mest var
og tæmdist bærinn ekki að
fullu fyrr en um klukkan
hálftíu á nýársdagsmorgun.
Erilssamt var hjá lögreglunni
en fátt stórra tíðinda.
Lögreglan var tvívegis
kölluð á heimili þar sem menn
voru sagðir hafa ógnað fólki
með haglabyssum. Byssurnar
reyndust óhlaðnar í bæði
skiptin en vissara þótti að gera
þær upptækar.
fyrir almenna neytendur, fyrir 15.
janúar nk. Að sögn Arnþórs verður
gjaldskrá Tals að jafnaði 20% lægri
en núverandi gjaldskrá Lands-
símans.
350 milljóna króna sparnaður
„20% lækkun á útlandasímtölum
landsmanna þýðir 350 milljóna
króna spamað á ársgrundvelli
miðað við núverandi magn símtala,
en fram hefur komið hjá for-
svarsmönnum Landssímans að ís-
lendingar tala að jafnaði 3,7 milljón
mínútur á mánuði til útlanda. Óft-
ast er það þannig að verðlækkun
leiðir til aukinnar neyslu þannig að
reikna má með að sparrtaðurinn
nemi 350 milljónum króna, ef ekki
meira,“ segir Arnþór. Utreikning-
ar hans miðast við að verð á
mínútu að meðaltali sé um 40 krón-
ur sem samtals geri símreikning
landsmanna á útlandasímtölum 1,8
milljarða króna á ári. 20% lækkun
á þeirri tölu nemi 350 milljónum.
I úrskurði Póst- og fjarskipta-
stofnunar segir: „Til þess að gætt
verði jafnræðis á íslenskum
markaði fyrir útlandaþjónustu,
skal samningur milli Tals hf. og
Landssíma Islands hf. um sam-
tengingu hins almenna talsímanets
Landssíma íslands hf. við net Tals
hf. sem unnið hefur verið eftir
einnig gilda fyrir útlandasímaþjón-
ustu Tals hf. Landssími Islands
skal ekki opna fyrir nýja þjónustu
til útlanda eða gera breytingar á
núverandi útlandasímþjónustu
sinni fyrr en þessi ákvörðun hefur
komið til famkvæmda.“
FYRSTA sérhannaða tónlistar-
hús landsins, Tónlistarhús
Kópavogs, var tekið í notkun
við hátíðlega athöfn á þriðja
tímanum í gær. Fjölmenni var
viðstatt opnunarhátíðina sem
hófst ineð húsblessun herra
Sigurbjörns Einarssonar bisk-
ups. Að því búnu flutti Skóla-
hljómsveit Kópavogs tvö verk í
sal hússins undir stjórn Össur-
ar Geirssonar og formaður
stjórnar Tónlistarhússins,
Gunnar I. Birgisson, flutti
ávarp.
Fyrsta skóflustungan að tón-
listarhúsinu var tekin í júní
1997 og hefur við byggingu
þess verið lögð áhersla á að
nota íslenskan efnivið, bæði ut-
anhúss og innan. Húsið stendur
austan Listasafns Kópavogs,
Gerðarsafns, í jaðri Borgar-
holtsins. Salur tónlistarhússins
tekur 300 manns í sæti og eru
þeir tónlistarmenn sem prófað
hafa hljómburðinn sammála um
að hann sé eins og best verður
á kosið. Þá telja þeir að tilkoma
tónlistarhússins í Kópavogi
marki tímamót í íslensku tón-
listarlífi. Talið er að byggingar-
kostnaður nemi nær 400 millj-
ónum króna.
Fjölmargir tónlistarmenn
komu fram við opnunarhátíð
hússins og Sigurður Geirdal
bæjarstjóri og Björn Bjarnason
menntamálaráðherra fluttu
ávörp auk Gunnars. Síðar um
daginn eða frá kl. 18 til 23 var
stefnt að því að halda tónleika á
klukkutima fresti þar sem fram
kæmi fjöldi tónlistarmanna. AII-
ir gáfu þeir vinnu sína í tilefni
dagsins.