Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR UM ÞESSI áramót tóku ellefu Evrópuþjóðir upp sameigin- lega mynt. Þótt almenningur í þessum löndum muni ekki hafa seðla undir höndum því til stað- festingar fyrr en á árinu 2002 mun hinn sameiginlegi gjaldmið- ill verða notaður með niargvís- legum hætti nú þegar. Ohætt er að fullyrða, að hér er um að ræða einn merkilegasta viðburð í allri sögu þjóða Evrópu. Þessi þátta- skil eiga eftir að hafa gífurleg áhrif á líf allra Evrópubúa, þ. á m. okkar Islendinga, um alla framtíð. Margir voru vantrúaðir á, að sameiginlegur gjaldmiðill yrði að veruleika. Einn þeirra stjórn- málaleiðtoga Evrópu, sem átt hafa hvað mestan þátt í því að svo er orðið, er Helmut Kohl fyrrverandi kanslari Þýzkalands. Kohl hefur markað djúp spor í sögu Evrópu með tveimur grund- vallarákvörðunum, sem hann tók og stóð við hvað sem á gekk. Annars vegar með sameiningu Þýzkalands og hins vegar með því að standa fast á því, að sam- eiginlegur gjaldmiðill yrði að veruleika, þótt andstaðan innan Þýzkalands við það að leggja nið- ur þýzka markið væri mjög mikil. Nokkur aðildarríki Evrópu- sambandsins tóku ákvörðun um að standa utan við hið sameigin- lega gjaldmiðilssvæði. Þar eru Bretar fremstir í flokki og innan Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bretlands er djúpstæður ágrein- ingur um málið. Líkurnar á því, að evran verði þeim þjóðum mjög til framdráttar, sem hafa tekið hana upp nú, eru yfírgnæfandi. Flest bendir til, að þær muni ná ákveðnu forskoti fram yfir þær þjóðir, sem utan við standa. Þess vegna er ekki ólíklegt að þau ríki ESB, sem eiga ekki aðild að evr- unni, muni innan fárra ára taka ákvörðun um að gerast aðilar. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill eykur samkeppnishæfni atvinnu- fyrirtækja á evrusvæðinu. Nú verður auðveldara fyi'ir fólk að bera saman verð á vörum og þjónustu svo og launakjör. Fram að þessu hafa það verið augljósir hagsmunir okkar ís- lendinga að standa utan Evrópu- sambandsins og enn hefur ekkert gerzt í sjávarútvegsmálum innan ESB, sem breytir þeirri afstöðu. Það kann hins vegar að vera álitamál, hversu lengi við getum staðið utan evrusvæðisins, ekki sízt ef og þegar helztu viðskipta- lönd okkar eins og Bretland og bæði Danir og Svíar hafa gerzt aðilar að evrunni. En hvað sem líður okkar hags- munum í þessum efnum fer ekki á milli mála, að Evrópuþjóðirnar hafa tekið risaskref fram á við nú þegar evran er orðin að veruleika og viðskipti hefjast að hluta til á grundvelli hins nýja gjaldmiðils strax á fyrstu dögum þessa árs. LÆKKUN TEKJU- SKATTS NÚ UM áramótin lækkar tekju- skattur þriðja árið í röð. Skattalækkunin er staðfesting á því, að góðærið skilar sér beint til skattgreiðenda. Þegar efnahag- skreppan var sem dýpst snemma á þessum áratug var 1 tekjuskattur hækkaður og tekinn upp sérstakur hátekjuskattur. Rökin fyrir þess- um skattahækkunum voru þau, að óhjákvæmilegt væri að hækka skatta eins og á stóð. Skattgreið- endur tóku þeim skattahækkunum með jafnaðargeði. Það var hins vegar afar mikil- vægt að við það yrði staðið, að skattar yrðu lækkaðir, þegar betur áraði. Lækkun tekjuskatts þrjú ár í röð er staðfesting á því. Ríkis- stjómin þarf að halda áfram á sömu braut. LÍFEYRIS- SPARNAÐUR NÚ UM áramótin opnast nýir möguleikar í lífeyrissparnaði fólks. Launþegar geta nú varið 2% af heildartekjum sínum í viðbótar- lífeyrissparnað. Af hálfu atvinnu- rekenda kemur 0,2% viðbótarfram- lag. Framlag launþega er dregið frá tekjuskattsstofni og sparnaður- inn verður séreign launþegans. Ástæða er til að hvetja fólk til að nýta sér þessa möguleika. Það verð- ur stöðugt mikilvægara að fólk tryggi sér meiri lífeyri en þann, sem fæst með spamaði í hinum svo- nefndu sameignarsjóðum. Efth' sem áður em þeir og verða mikilvægasti þátturínn í lífeyrisspamaði almenn- ings. Fólk á nú margra kosta völ í sam- bandi við h'feyrisspamað. Auk fram- lags í sameignarsjóði má nefna sér- eignarsjóðina, hina nýju spamaðar- leið, sem tekur gildi um þessi ára- mót og kaup á hfeyristryggingu, sem í sumum tilvikum er tengd líf- tiyggingu. Aukinn spamaður af þessu tagi er ekki bara mikilvægur íyrir einstakhnga og fjölskyldur heldur þjóðarbúskapinn í heild. Það er þýðingarmikið að auka spamað almennt og aukinn lífeyrissparnað- ur er bezta leiðin til þess. SAMEIGINLEGUR GJ ALDMIÐILL HELGI spjall s Island kvatt Pað verður nú héðan af útgjört urn Island. Skúli fógeti. Þú hvarfst mér sjónum. Úfnar öldur risu og augum döprum störðu á föla brá, er heitir sandar hlógu við mér einum og hvítum má. Þú söngst mig burt. Og öldur kysstu kletta og kmpu hljótt við þang og salta borg. Og nóttin vafði bros þitt bláum örmum og bleikri sorg. Og dagar liðu. Úfnar öldur risu við yzta haf og féllu í mjúka sæng og nóttin kyssti hljóð í hinzta sinni þinn hvíta væng. M. Úr ljóðabókinni Borgin hló 1958/1998. Morgunblaðið/RAX Inýársávarpi sínu frá Bessastöð- um sagði forseti íslands, hema Ólafur Ragnar Grímsson, m.a.: „Við þurfum í sameiningu að finna leiðir, sem færa þjóðinni 1. desember á ný, gera daginn að virðingardegi Islendinga og uppsprettu sífellt nýrrar túlk- unar á hlutverki okkar og stöðu. Þótt skólahald yrði í heiðri haft mætti helga daginn umræðum og umfjöllun á þeim vettvangi með framlagi nemenda og heim- sóknum listafólks, vísindamanna og for- ystusveitar úr landsmálum og atvinnulífi. I fjölmiðlum yrði tilefni til umræðna um þró- un fullveldis á umbrotatímum og þau verð- mæti, sem skapa sérstöðu Islendinga í sí- breytilegum heimi, um það hvernig um- skapa ber fullveldið í anda hverrar tíðar.“ Aður hafði forsetinn sagt: „Árið 1918 var vissulega þrautaár; hörmungar, armæða og örvænting voru á stundum það eina, sem hugann gi-eip. Kannski hefur sú um- gjörð atburðanna orðið til að draga úr þeim fagnaðarsessi, sem 1. desember ber í sjálf- stæðisvitund og sögu þjóðarinnar. Hann er þó sannkallaður sigurdagur, sem færði ís- lendingum í senn algildan þjóðarrétt og með sambandslögum tækifæri til lýðveldis- stofnunar að aldarfjórðungi liðnum. Slíkan dag ber að varðveita. Það væri missir að týna honum í önn hversdagsins og glata þannig sterkum streng í sjálfstæðisvitund Islendinga. Margar aðrar þjóðir mundu fagna því að eiga slíka stund vígða fullveldi og þjóðfána." Ástæða er til að fagna þessum ummæl- um forseta Islands og taka undir þau. Full- veldisdagurinn hefur smátt og smátt vikið til hliðar í huga þjóðarinnar. Stúdentar hafa áratugum saman séð um hátíðahöldin 1. desember og lengi framan af skipaði hann sérstakan sess. Eftir því var tekið hvem stúdentar völdu sem aðalræðumann dagsins. Um það voru lengi hörð pólitísk átök meðal æskufólksins, sem stundaði nám við Háskóla íslands. Um skeið mátti jafnvel segja, að stjómmálaflokkarnir blönduðu sér í þá baráttu til þess að geta nýtt sér daginn j þágu síns málstaðar. Þessi pólitísku átök um 1. desember voru ekki sízt hörð þegar kalda stríðið stóð sem hæst og allt skipti máli. En smátt og smátt hefur dofnað yfir há- tíðahöldunum 1. desember. Um leið og þau hættu að endurspegla hin pólitísku átök í kalda stríðinu misstu fjölmiðlar áhuga á hátíðahöldunum eða þá, að dagski'áin 1. desember bjó ekki yfir sama krafti og áð- ur. Alla vega hefur niðui’staðan orðið sú, að hátíðahöldin 1. desember hafa ekki verið svipur hjá sjón hin síðari ár, miðað við það sem áður var. Það er hins vegar ríkt tilefni til að breyta þessu. Framundan er 100 ára af- mæli fullveldisins eftir einungis tvo áratugi og 100 ára afmæli heimastjórnar eftir örfá ár. Þau tímamót gefa tilefni tO vandlegs undirbúnings. Þótt stjórnmálabaráttu aldamótaái'anna, sem leiddi til sambands- lagasamningsins við Danmörku árið 1918 hafi verið gerð ítarleg skil í ævisögum og öðrum bókum, sem skrifaðar hafa vei’ið um þetta tímabil, er margt ógert og ósagt í þeim efnum. Enn er góður tími til að undir- búa þessi tímamót í sögu þjóðarinnar með glæsibrag. Ljúka þarf ritun Sögu íslands, sem ákvörðun var tekin um á 1100 ái'a af- mæli Islandsbyggðar og nokkur hefti hafa komið út af. En jafnframt þarf að gefa heildarmynd af sjálfstæðisbaráttunni í lok síðustu aldar og fram að 1. desember 1918 og þeim einstaklingum, sem þar komu mest við sögu. Nú á dögum kvikmynda og sjónvai'ps- mynda er spurning, hvort tilefni sé til að gerð verði íslenzk stórmynd um þessa at- burði og ættu tveir áratugir að duga til þess að undii'búa og gera slíka kvikmynd. Þessi saga öll er líka tilefni til gerðar margmiðlunardisks, sem geri nýjum kyn- slóðum Islendinga kleift að kynna sér hana með aðstoð tölvutækninnar. Með bókum, kvikmynd eða sjónvarpsþáttum og tölvu- tækni eigum við að rifja upp fyrir komandi kynslóðir þá merkilegu atburði, sem leiddu til fullveldis íslands 1. desember árið 1918. En jafnframt er ástæða til að foiystu- menn stúdenta taki forseta Islands á orð- inu og hefji umræður um, hvernig unnt er að hefja 1. desember til vegs í þjóðlífi okk- ar á nýjan leik. Sambandslagasamningur við Dani og fullveldið eru þessi virði og slíkur lykilþáttur í okkar sögu að okkur ber skylda til að halda þessum þætti sög- unnar á lofti og minna nýjar og nýjar kyn- slóðir á mikilvægi þessara atburða, sem mai'gt bendir nú til að eigi efth’ að verða fordæmi fyrir því, hvernig Færeyingar standa að því að stofna sjálfstætt ríki í Færeyjum. Umræður og átök I ARAMOTA- ávarpi sínu á gamlárskvöld sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra m.a.: „...umræða, þótt hörð sé er ekki aðeins þol- anleg og gagnleg, heldur oftar en ekki bráðnauðsynleg, svo tryggt sé að mál fái í'ækilega skoðun og of einsleit sjónarmið ráði ekki för. Jafnvel má halda því fram, að harðsnúnar deilur geti beinlínis verið holl- ar þjóðfélaginu, herði það og stæli og geri í'íkari kröfur til þess að vel sé að málum staðið. Og hver segir að menn, sem standa fast á sínum málstað í stórhríðum líðandi stundar, þurfi að vera andstæðingar að öðru leyti?“ Undir þessi orð forsætisráðheri'a er ástæða til að taka. Menn eiga ekki að vera hræddir við umræður. Lífleg skoðanaskipti eru lýðræðisleg leið til þess að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Þótt ágreiningur sé um eitt málefni getur verið sterk sam- staða um önnur. Það er grundvallarmis- skilningur, að skiptar skoðanir um einstök málefni leiði til allsherjar ági'einings um öll mál. Skoðanamunur um málefni er eitt, persónuleg tengsl manna á milli eru annað. En mörgum hættir til að rugla þessu sam- an. Hin höi'ðu átök um gagnagrunnslögin, sem fram fóru á liðnu ári eru skýrt dæmi REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 2. janúar um þetta. Að þeim vék Davíð Oddsson í áramótagrein sinni hér í Morgunblaðinu er hann sagði: „Ekki eru til mörg dæmi um að frumvörp, sem svo mikill þing- meirihluti var fyrir, hafi fengið jafn ríku- legan tíma í umræður, jafnt innan Alþing- is og utan. Þótti ýmsum þó ekki nóg talað, þótt vandséð hljóti að vera hvað ósagt var málinu til framdráttar eða gegn því... margar verðugar og nauðsynlegar athugasemdir og rök voru sett fram af hálfu þeii'ra, sem voru andsnúnir málinu eða höfðu á því fyriivara. Þeir sem fylgdu málinu geta ekki af nokkurri sanngirni neitað því, að álitaefnin voru mörg og um sumt var ekki hægt að gefa óyggjandi og „skotheld“ svör.“ Umræðurnar um gagnagrunninn eru glöggt dæmi um það, hvað opnar og harð- ar umræður geta verið gagnlegar. Eins og áður hefur verið vikið að hér í Reykjavík- urbréfi má færa fyrir því sterk rök, þegar horft er til hins upphaflega frumvarps, sem lagt var fram á Alþingi vorið 1998, að endanlega niðurstaða þingsins hafi tekið mjög mið af röksemdum gagnrýnenda þess. Annað mál, sem harðar umræður hafa staðið um, ekki bara á liðnu ári, heldur í rúman áratug eru lögin um fiskveiðistjórn- un. Að þeim vék forsætisráðherra í ára- mótagrein sinni hér í blaðinu og sagði: „Mér er engin launung á því, að með mér höfðu vaknað vonir um að sú stund væri að nálgast að menn næðu í senn áttum og sáttum. Svo kom dómur Hæstaréttar landsins... Við verðum að vona, að sú ganga, sem hafin var í samkomulagsátt í sjávarútvegsmálum, hægum en öruggum skrefum, megi hefjast á ný.“ Morgunblaðið hefur gi-eint á við ríkis- stjói'n og meirihluta Alþingis um það, hvernig túlka skuli niðurstöður Hæstarétt- ar. Sá ágreiningur skiptir ekki meginmáli. Ganga má út frá því sem vísu, að Hæsti- réttur fái þetta mál til umfjöllunar á ný og þá á þann veg, að óskað verði eftir niðui'- stöðu í'éttarins um 7. gi’ein laganna. Þegar sú niðui'staða liggur fyrir þarf ekki lengur VIÐ ÁRAMÓTABRENNU að deila um afstöðu Hæstaréttar, hver sem hún verður. Dómsniðurstaða Hæstaréttar á hins vegar engu að bi'eyta um nauðsyn þess að ná sáttum og komast að niðurstöðu í þessu mikla deilumáli, sem mótað hefur íslenzkar stjómmálaumræður svo mjög á þessum áratug. Þess vegna er ekki ástæða til að ætla annað en „sú ganga, sem hafin var í samkomulagsátt í sjávarútvegsmálum", eins og forsætisráðherra komst að orði, haldi áft-am og fremur ástæða til að hraða henni úr því sem komið er. Það er svo ann- að mál, að ekki er ólíklegt, að þær vísbend- ingar, sem fram koma í dómi Hæstaréttar, geti haft áhríf á hvaða leiðir menn telji færar í þeim efnum. HHBIB í NÝÁRSÁVARPI Að hamla sínu fjallaði, bisk- upinn yfii- Islandi, oco“ . . herra Karl Sigur- græðginm björnsson, m.a. um siðgæði og sagði: „Hvað mótar fyrst og fi'emst siðgæðið? Hefurðu gert þér grein fyrir því, að sjö ái'a bam í Vestur-Evrópu hefur hoi-ft að með- altali á 20.000 sjónvai-psauglýsingar sem gefa ein og aðeins ein skilaboð, sem sé: þú ert neytandi. Lausnin á öllum vanda er fólgin í því sem hægt er að kaupa sér. Hvað megnar að hamla gegn því gífurlega afli sem leitast við að móta líf okkar og gera að sálarvana neytendum og hugsun- ai'lausum áhorfendum á markaðstoi'gi lífs- ins þar sem græðgin ein ræður för? Þar sem allt er metið til markaðsverðs og út frá fjárhagslegum forsendum, þar lýtur hið veika og vanmegna og ungviðið í lægi-a haldi. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa, skelfilegar fýrir umhverfið og náttúruna, menningu og félagslega velferð. Ótal dæmi staðfesta það.“ Og síðar í ræðu sinni sagði biskupinn: „Svo virðist sem nútíminn varpi fyrir róða ýmsum lífsgildum, sem fyrri kynslóðir töldu mestu varða. Nægjusemi þar á með- al. En jafnframt reka æ fleirí sig á þá gömlu staðreynd, að eignir og auðævi er engin greið leið til gæfunnar heldur láta oft eftir tómleika og eymd... Iðulega lýtur hinn minni máttar í lægra haldi og er sífellt þokað neðar á forgangslistanum. Fátæktin vex og aukinn fjöldi fólks lendir í öngstræti örbirgðarinnar, jafnvel hér. Á 3. þúsund einstaklingar þurftu að þiggja aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar fyi'ir nýliðin jól og það í mesta góðæri Islandssögunnar. Þetta fólk er flest öryrkjar, sem ættu sam- kvæmt viðurkenndum gi'undvallai'siðgild- um okkar þjóðar að njóta velferðar og stuðnings samfélagsins. Eitthvað er nú að.“ Þessi orð hins nýja biskups ættu að vekja okkur til umhugsunar ekki bara um þessi áramót heldur til frambúðar. Æðið, sem grípur um sig í jólamánuðinum er ótrúlegt. Svo virðist sem það sé þjóðinni sérstakt kappsmál að eyða sem mestu. Hvers vegna? Til hvers? Um hvað snýst þessi hamagangur? Það er a.m.k. alveg ljóst að hann snýst um eitthvað annað en það, sem er tilefni jólahaldsins. Biskupinn segir að það sé „eitt allra mik- ilvægasta verkefni kirkju og uppeldisstofn- ana að hamla gegn eigingii’ninni og græðginni". Þetta eru orð að sönnu. Stund- um er talað um, að það verði breyting á tíð- ai-anda. Viðhorf fólks gjörbreytist af ein- hverjum ástæðum, sem ekki blasa alltaf við. Það væi'i eftirsóknarvert, ef hægt væri að breyta tíðarandanum á Islandi að þessu leyti. Góðæri og batnandi kjör skipta okk- ur máli. En ekki er þar með sagt að góðær- inu eigi endilega að beina í almenna eyðslu, neyzlu og sóun. Það er athyglisvert, að þeim stjómmála- mönnum á Vestui’löndum fer fækkandi, sem telja ástæðu til að fjalla sérstaklega um vanda hinna minni máttar. Um þetta fyi'irbæri hefur m.a. verið fjallað í fræði- bókum og þá á þann veg, að almenn vel- megun hafi leitt til þess að hinum minni máttar hafi fækkað svo mjög, að þeir séu ekki lengur sama afl og áður. Þeir, sem hafa það gott, taki ekki eftir þeim, sem eiga bágt, og láti sig hlutskipti þeirra engu varða. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Með bókum, kvikmynd eða sjónvarpsþáttum og tölvutækni eig- um við að rifja upp fyrir komandi kynslóðir þá merkilegu at- burði, sem leiddu til fullveldis fs- lands 1. desember árið 1918.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.