Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR FORSETI íslands með þeim 11 einstaklingum sem sæmdir voru fálkaorðunni á nýársdag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forseti sæmir 11 manns fálkaorðunni VIÐ athöfn á Bessastöðum 1. janúar sæmdi forseti Islands eftirtalda Islendinga heiðurs- merkjum hinnar íslensku fálka- orðu: Einar Egilsson, Köpavogi, riddarakrossi fyrir fræðslu um náttúru Iandsins. Gerði G. Óskarsdóttur fræðslu- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að fræðslu- og skóia- málum. Dr. Guðmund Guðmundsson verkfræðing, Akranesi, riddara- krossi fyrir rannsóknar- og þró- unarstörf í þágu sementsiðnaðar. Harald Ásgeirsson verkfræð- ing, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir rannsóknar- og þróunar- störf í þágu byggingariðnaðar. Helgu Ogmundsdóttur lækni, Reykjavík, riddarakrossi fyrir vísindastörf. Ingvar Helgason forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að atvinnu- og líknarmál- um; Ólaf Ólafsson, fv. landlækni, Reykjavík, stórriddarakrossi fyr- ir læknisstörf. Dr. Pál Skúlason háskólarekt- or, Reykjavík, riddarakrossi fyr- ir fræðistörf. Sigrúnu Gísladóttur skóla- stjóra, Garðabæ, riddarakrossi fyrir störf að málefnum grunn- skóla. Svanhildi Hermannsdóttur skólastjóra, Barnaskóla Bárð- dæla, Stóru Völlum, riddara- krossi fyrir störf að æskulýðs- og menningarmálum í dreifbýli. Þórunni Pálsdóttur hjúkrunar- forstjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í þágu geðfatl- aðra. Orkuveita Reykjavíkur MERKI Orkuveitu Reykjavíkur. Nýtt merki Orkuveitu Reykjavíkur UM ÁRAMÓTIN sameinuðust Rafmagnsveita Reykjavíkur og Hitaveita Reykjavíkur í nýtt fyrir- tæki, Orkuveitu Reykjavíkur. Tók hið nýja íyrirtæki við öllum skuld- bindingum hinna fyrirtækjanna bæði gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum. Höfuðstöðvar fyrir- tækisins verða á Suðurlandsbraut 34. Forstjóri fyrirtækisins er Guð- mundur Þóroddsson. Enn um sinn verður afgreiðsla heita vatnsins á Grensásvegi 1, og rafmagnsins á Suðurlandsbraut 34, eða eins og verið hefur. Um leið og Orkuveita Reykjavíkur hefur starf- semi verður tekið í notkun nýtt auðkennismerki fyrirtækisins. Efnt var til lokaðrar samkeppni teiknara undir stjórn Gísla B. Bjömssonar og valdi dómnefnd, sem skipuð var fulltrúum beggja fyrirtækjanna og Reykjavíkur- borgar hið nýja merki. Höfundur þess er Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, starfsmaður auglýs- ingastofunnar AUK. I merkinu er unnið með vatnsyfirborð, eldingar og bókstafinn „0“ og er viðfangs- efnið virkjun vatns og orkudreif- ing. Svarti punkturinn í miðju merkisins er útgangspunkturinn, en hringiðan út frá miðjupunktin- um á að tákna náttúruna, orku, heitt og kalt vatn. Straumiðan verður að orku sem dreifist og er táknuð með eldingum. Ríkisskatt- stjóri opnar upplýsingavef GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra opnaði upplýsingavef rík- isskattstjóra á Netinu síðastlið- inn miðvikudag. Á vefsíðunni má finna allar helstu upplýsing- ar um skattamál, s.s. um skatta- reglur, eftirlit, skattskil og framtöl einstaklinga, fyrirtækja og sjóða. Á myndinni má einnig sjá þá Garðar Valdimarsson, fráfarandi ríkisskattstjóra, og Indriða H. Þorláksson, sem tók við embætti ríkisskattstjóra nú um áramótin, fylgjast með þeg- ar íjármálaráðherra kynnti sér hina ýmsu möguleika sem upp- lýsingavefurinn býður upp á. Morgunblaðið/Þorkell Hefðbundinn erill á slysadeild SEXTÍU og þrír leituðu aðstoðar á slysadeild Borgarspítala frá mið- nætti á gamlárskvöld til klukkan átta á nýársdagsmorgun, sam- kvæmt upplýsingum frá vaktlækni á deildinni. Nákvæm tala um óhöpp af völdum flugelda liggur ekki fyrir en þau eru að jafnaði um 10 til 15 um áramót, og var fjöldi þeirra svipaður að þessu sinni. Óhöpp þessi voru flest minnihátt- ar, einna verst handarbrot manns sem hafði haldið á flugeldi þegar honum var skotið á loft. Sprakk flugeldurinn í höndum mannsins. Flestir þeirra sem leituðu til slysa- deildar höfðu áverka af völdum bar- smíða eða höfðu orðið fyrir skaða í kjölfar áfengisneyslu, og voru slys af því tagi um fimmfalt algengari en flugeldaslys. Talsverður erill var á slysadeild frá hádegi á nýársdag fram á kvöld, en nóttin var tíðinda- lítil. Féll fram af svölum Alvarlegasta slys sem kom til kasta slysadeildar um áramótin var um klukkan 13 á nýársdag, þegar unglingsstúlka féll fram af svölum íbúðar á annarri hæð við Klepps- veg. Gekkst stúlkan undir aðgerð á spítalanum og mun vera talsvert slösuð, en þó ekki í lífshættu. Símamenn f segja sig úr BSRB FÉLAG íslenskra símamanna hefur samþykkt úrsögn úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Jafn- framt hefur félagið sótt um aðild að \ Rafiðnaðarsambandi íslands. Einar Gústafsson, fórmaður FÍS, segir að | ástæðan fyiir úrsögninni sé sú að * félagsmenn séu ekki lengur ríkis- starfsmenn og eigi því ekki lengur samleið með opinberum starfs- möpnum. Á þingi FÍS í nóvember sl. var samþykkt að láta fara fram at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna um úrsögn úr BSRB. Samkvæmt lögum félagsins verður helmingur k félagsmanna eða 2/3 þátttakenda í allsherjaratkvæðagi-eiðslu að sam- í þykkja úrsögn til að hún sé lögleg. * Á kjörskrá voru 552. 350 tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 318 úrsögn eða 93,5%, en 19 lýstu andstöðu við hana eða 5,6%. Úrsögnin tók gildi um áramótin. Ekki hefur formlega verið gengið frá inngöngu FIS í Rafiðnaðarsam- bandið, en Einar segir að félagið sé búið að breyta lögum svo fátt ætti | að vera í vegi fyrir því að félagið | geti orðið aðili að Rafiðnaðarsam- | bandinu. Ganga í RSÍ „Við erum ekki lengur opinberir starfsmenn og teljum okkur því ekki eiga að vera í samtökum opin- berra starfsmanna. Ég vil taka fram að okkur hefur liðið ágætlega að tilheyra BSRB, en aðstæður eru einfaldlega breyttar og það passar | okkur ekki lengur að fylgja þeim. Við eigum meiri samleið með Raf- iðnaðarsambandinu," segir Einar. Rafiðnaðarsambandið á aðild að Alþýðusambandi íslands og öðlast símamenn því aðild að ASI um leið og þeir ganga í Rafiðnaðarsam- bandið. --------------- Prófkjör samfylking- arinnar í Reykjavík Heimir Már Pétursson í framboði HEIMIR Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, k hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarn- r ar í vor. Tilkynnti hann þessa ákvörðun sína á fréttamannafundi í gær. Samkvæmt prófkjörsreglum sem samþykktar hafa verið í stofnunum Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins verður framboðslistanum skipt í hólf á milli flokkanna og seg- ist Heimir Már stefna á eitt af i þremur efstu sætunum í hólfi Al- þýðubandalagsins í prófkjörinu. Heimir Már mun ekki gegna ® starfi framkvæmdastjóra Alþýðu- bandalagsins næstu sex vikurnar samkvæmt samkomulagi sem hann hefur gert við Margréti Frímanns- dóttur, formann flokksins. Heimir Már er fæddur á ísafirði 20. maí 1962. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum við Áimúla 1985 og BA-prófi í stjórn- k málafræði og fjölmiðlafræði frá Há- skóla íslands 1989. Heimir Már var fulltrúi vinstrimanna í stúdentaráði * 1987-1989. Hann var blaðamaður á Þjóðviljanum 1988-1990, ritstjóri Norðurlands á Akureyri 1990-1991 og fréttamaður á Stöð 2 og Bylgj- unni 1991-1996. Heimir Már er í staðfestri samvist með Jóni Árna Jóhannessyni framreiðslumanni og hafa þeir búið saman í níu ár. Heim- ir Már hefur gefið út þrjár ljóða- | bækur og eitt ljóðablað. Þá hefur hann samið texta við lög bróður f síns, Rúnars Þórs, á um tíu hljóm- plötur. . i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.