Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Framtíð forseta- frúarinnar Þrátt fyrir hina pólitísku erfiðleika Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, að undanförnu nýtur eiginkona hans, Hillary Clinton, vinsælda sem aldrei fyrr. Björn Malmquist segir að eftir vasklega frammistöðu hennar í barátt- unni fyrir þingkosningarnar í nóvember séu fréttaskýrendur farnir að velta fyrir sér pólitískri framtíð hennar. HILLARY á alþjóðavettvangi. Með börnum í skólaheimsókn í Uruguay. Reuters Á FORSÍÐU Vouge. EGAR Hillary Clinton stóð á sviði með mörgum af helstu frambjóðendum demókrata fyrir þing- kosningamar í nóvember síðast- liðnum, leit hún ekki út fyrir að vera mædd af vandræðum eigin- manns síns, og reyndar þótti frambjóðendum fremur akkur í að fá hana í heimsókn - án húsbónd- ans. Á síðustu dögunum fyrir kosningamar ferðaðist hún um tíu ríki Bandaríkjanna, hélt stuðn- ingsræður fyrir frambjóðendur, halaði inn milljónir dollara til styrktar flokknum og vakti gríðar- lega athygli. Reyndar sigruðu ekki allir frambjóðendur sem hún heimsótti. Öldungadeildarþingkonan Carol Moseley-Braun frá Illinois tapaði sínum kosningum, þrátt fyrir margar heimsóknir forsetafráar- innar. Hillary er hins vegar talin hafa lagt mikilvæg lóð á vogar- skálarnar fyrii- frambjóðendur á borð við Charles Schumer, sem vann hinn gamalreynda öldunga- deildarþingmann Alfonse D’Amato í New York, og Barböra Boxer frá Kaliforníu, sem lenti í harðri baráttu fyrir sæti sínu á þinginu. Bandaríska vikuritið Time sagði í fréttapistli á dögun- um að „...við höfðum rétt fyrir okkur, þegar við spáðum því að ástvinur forsetans myndi hafa mikil áhrif á kosningamar. Okkar mistök vora að halda að það yrði Monica." Forsíðuviðtal Vogue Eftir kosningarnar, þar sem demókratar unnu óvænta sigra, hefur Hillary notið gríðarlegrar athygli - ekki aðeins vegna vandamála í hjónabandi sínu, heldur sem kona sem margir telja að eigi glæsta framtíð fyrir hönd- um í opinbera lífí. I jólahefti tískutímaritsins Vogue er fjallað um hana í forsíðugrein; í fyrsta skipti sem forsetafrá Bandaríkj- anna prýðir forsíðu þessa út- breidda tímarits. Blaðakona Vogue, sagnfræðingurinn Ann Douglas, fylgdi forsetafránni eftir á ferð hennar á milli sögulegra staða á austurströnd Bandaríkj- anna, og fer um Hillary fögrum orðum. I greininni segir m.a. að Hillary sé „fyrsta forsetafrúin sem er menntakona, sem hefur rannsakað markmið sín vel, getur varið smæstu atriði þeirra ... og tekur óhikað þátt í umræðum um hvaða opinberu stefnu sem er. Hún er einfaldlega gáfaðri en hvaða blaðamaður sem við hana talar; reynsla sem blaðamenn í Was- hington verða ekki oft fyrir.“ Greininni í Vogue fylgdu einnig glæsilegar myndir eins af frægustu ljós- mynduram í Band- aríkjunum, Annie Leibovitz. Hillary Clinton hef- ur einnig verið áber- andi í öðrum band- arískum fjölmiðlum undanfarið - einmitt vegna þess hve vel hún þótti hafa staðið sig í kosningabaráttr unni í nóvember. Fyr- ir skemmstu kom hún til New York, þar sem hún meðal annars kveikti á jólaskreyt- ingum við Rockefeller Center, fór á frumsýn- ingu myndarinnar „Shakespeare in Love“ með aðal- leikkonunni, Gwyneth Paltrow, og hitti full- tráa margra helstu fjölmiðla landsins. „Hún hefur undan- farið verið að gera sér grein fyrir að þjóðin er búin að gera hana að eins konar táknmynd fyrir von- ir sínar og vonbrigði," sagði Carl Sferrazza Anthony í samtali við New York Times, en Anthony hef- ur skrifað ævisögur margra for- setafráa Bandaríkjanna. „Hún hefur sætt sig við þetta og er þess vegna farin að leyfa fjölmiðlaum- fjöllun á borð við þá sem Vogue birti.“ Fall og endur- reisn Hillary Eftir að Bill Clinton vann for- setakosningarnar 1992 talaði hann um að þjóðin hefði fengið „tvo fyr- ir einn“, í merkingunni að kona hans myndi taka fullan þátt í stefnumótun og starfí forseta- embættisins. Prátt fyrir að hafa stutt eiginmann slnn í fjölmörgum kosningum í Arkansas hafði hún einnig sinnt starfí sínu sem lög- fræðingur og þótti reyndar hafa gefíð frá sér möguleikana á glæst- um ferli á því sviði, þegar hún gift- ist Bill Clinton árið 1974. Skömmu eftir að Clinton-hjónin komu til Washington fór að bera mjög á Hillary sem áhrifavaldi í Hvíta húsinu. Hún þykir hafa átt ríkan þátt í að móta stefnu eigin- manns síns og var valin sem odd- viti þegar ríkisstjómin ákvað að berjast fyrir endurbótum á band- aríska heilbrigðiskerfinu. Þegar sú orrusta var töpuð, og demókratar glötuðu meirihluta sínum í báðum deildum þingsins 1994, dró Hillai'y sig í hlé frá stjómmálastarfi, enda var henni að hluta til kennt um hrakfarir flokksins í kosningunum. Áber- andi staða hennar var einnig auðvelt skotmark fyrir repúblik- ana, sem bentu á að hér væri á ferð áhrifamikil persóna sem eng- inn hefði kosið og ekki væri hægt að koma úr embætti. Eftir þetta bar minna á opin- beram verkum Hillary; hún ein- beitti sér að mýkri málefnum á borð við bamauppeldi, eins og hefðbundnari forsetafrúr hafá gert í gegnum tíðina, og átti að auki fullt í fangi með að svara ásökunum um ýmis konar spill- ingu - þar á meðal Whitewater- viðskiptin og uppsagnir á ferða- skrifstofu Hvíta hússins. í fram- haldi af þeim málum varð Hillary fyrsta forsetafrúin sem boðuð var í yfirheyrslu fyi'ir rannsóknar- kviðdómi, þegar sérstakur saksóknari Whitewater-málsins, Kenneth Starr, skipaði henni að svara spurnmgum um ferðaslú’ifstofu- hneykslið og hvarfið á skýrslum lögfræði- stofunnar þar sem Hillary vann í Arkansas. í fararbroddi á ný Þegar Lewinsky- málið blossaði upp, snemma á þessu ári, sýndi Hillary enn og aftur að þegar öll spjót standa á eigin- manni hennar, þá er það hún sem leiðir baráttuna. Hún var í fararbroddi þeirra sem héldu uppi vörnum fyrir forset- ann og vakti gríðar- lega athygli þegar hún mætti í viðtal í vinsælasta morgun- þættinum í band- arísku sjónvarpi, „Today Show“ á NBC, og sagði að í gangi væri „víðtækt samsæri hægri- rnanna" um að sverta mannorð for- setans. Skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að almenningur hafði samúð með Hillary, og sú samúð jókst enn frekar, eftir að í ljós kom að eigin- maður hennar hafði logið og blekkt hana. Gríðarleg umfjöllun fjölmiðla um framhjáhald forset- ans og einkalíf fjölskyldunnar hef- ur einnig leitt til að Hillai-y hefur tekið einarða afstöðu í þá veru að hleypa ekki fjölniiðlum inn fyrir dyr fjölskyldulífsins. „Á þessum opinskáu tímum Oprah Winfrey og Jerry Springer hefur Hillary Ciinton hafíð hetjulega baráttu fyrir því að endurreisa þá markalínu milli opinbers lífs og einkalífs, sem fjölmiðlar hafa verið að eyða á undanförnum árum,“ skrifar Ann Douglas í greininni í Vogue. - "Það .yiráist forsetafcúpni hafa tekist að einhverju leyti. Þrátt fyr- ir inikinn þrýsting um að deila með þjóðinni vandræðum sínum í hjónabandinu, hefur hún sagt afar fátt um þau mál, annað en að lýsa yfir stuðningi við eiginmann sinn. I leiðinni hefur Hillary einnig tek-' ist að halda virðingu sinni meðal bandarísks almennings og undan- farna mánuði hafa vinsældir Hill- ary verið með því mesta sem mælst hefur í skoðanakönnunum síðan Clinton- hjónin komu í Hvíta húsið. Baráttuandi hennar í nýaf- stöðnum kosningum til þingsins hefur fengið marga til að spá því að hún eigi eftir að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í fram- tíðinni. I heimaríki sínu, Illinois, naut Hillary mikilla vinsælda í kosn- ingabaráttunni fyrr í vetur og það hefur einnig gefið getgátum um pólitíska framtíð hennar byr undir báða vængi. Einn þekktasti sjón- varpsfréttamaður Bandaríkjanna, Dan Rather, sagði reyndar nýver- ið að það kæmi honum ekki á óvart, ef hún byði sig fram til for- seta á aldamótaárinu. Fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, Geraldine Ferraro, spáir því hins vegar að Hillary muni bjóða sig fram á heimaslóð- um til setu í öldungadeild Band- aríkjaþings. „Þáð íriýndi verða skemmtileg barátta," sagði Ferr- aro í samtali við Washington Post á dögunum. „Sá er sigraði nú í 111- inois, repúblikaninn Peter Fitz- gerald, náði kjöri vegna þess að öldungadeildarþingkonan sem var fyrir, átti við ákveðin vandamál að stríða. Fitzgerald yrði því sennilega auðveld bráð fyrir Hillary árið 2004,“ sagði Ferraro. „Líklega höfum við orðið vitni að fyi-stu skrefum Hillary að sjálf- stæðri tilvera eftir að öllu þessu lýkur,“ sagði sagnfræðingurinn Doris Kearns Goodwin í samtali við New York Times. „Hún hefur sýnt mikinn styrk á þessum átakatímum og getu til að viðhalda sinni opinberu ímynd tignarlegri og sterkri, á meðan fárviðrið geisaði í kringum hana. Þetta eru hæfileikar sem nauðsynlegir eru í opinberu lífí. Kannski kemur röðin að henni næst.“ Aðrir gera minna úr líkunum á því að Hillary bjóði sig fram til þings. Orðrómur var lengi vel um að tímaritið Time hygðist útnefna hana sem „mann ársins“. Niður- staðan varð hins vegar sú að þeirri vegsemd deildu þeir Bill Clinton og Kenneth Starr. í tímaritinu er hins vegar einnig að finna ítarlega grein um Hillary, sem ber yfir- skriftina „Betri helmingurinn". Þar er haft eftir vinum hennar að hverfandi líkur séu á því að hún fari í framboð. Hún myndi líta á slíkt sem skref niður á við auk þess sem þingmennska myndi binda hana við höfuðborgina Was- hington, sem hún er sögð „hata“. Meiri líkur séu á að hún muni veita samtökum er vinna að málefnum barna forstöðu, vinna að hugmyndafræðilegri vinnu, hugsanlega í tengslum við vænt- anlegt bókasafn forsetans, sem sett verður á laggirnar í Arkansas, eða starfa áfram á alþjóðlegum vettvangi, t.d. sem sérlegur sendi- herra Sameinuðu þjóðanna eða í forsvari fyrir mikilvæg alþjóða- samtök. Kaldhæðni örlaganna Hvað sem líður umræðu um framtíðarstörf Hillary Clintons er ljóst að framundan eru erfitt tíma- bil í Hvíta húsinu. Nú nýverið ákvað fulltráadeild Band- aríkjaþings að leggja fram ákæra á hendur eiginmanni hennar til embættismissis og á komandi vik- um mun sennilega ráðast hvaða framgang málið hlýtur í öldunga- deildinni. Fyrir aldarfjórðungi, þegar Hillary Rodham giftist Bill Clint- on, var talað um að hún hefði fórnað starfsframanum fyrir eig- inmanninn. Eitt af fyrstu verkum hennar, eftir að hún útskrifaðist frá lögfræðideild Yale-háskólans, var að vinna fyrir fulltráadeild Bandaríkjaþings, á meðan deildin var að rannsaka meint embættis- afglöp Richards Nixons - kald- hæðni örlaganna sá fyrir því að hún tók þátt í að móta reglur og ferli sem gætu verið notaðar á næstu mánuðum, í þetta skiptið gegn eiginmanni hennai-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.