Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 23
Gallup
mælir aukið
fylgi við sam-
fylkinguna
FYLGI við samfylkinguna, sameig-
inlegt framboð A-flokkanna og
Samtaka um kvennalista, eykst aft-
ur eftir nokkra niðursveiflu í
nóvember, samkvæmt skoðana-
könnun sem Gallup gerði dagana 3.
til 29. desember sl.
Samkvæmt henni kváðust 18,9%
myndu styðja samfylkinguna en í
skoðanakönnun Gallups sem gerð
var í nóvember sl. kváðust 16,5%
myndu styðja samfylkinguna. At-
hygli vekur hve hátt hlutfall svar-
enda er óákveðið en tæplega 22%
segjast ekki vita hvað þau ætla að
kjósa eða neita að svara og tæplega
10% segjast myndu skila auða eða
ekki kjósa. Samtals er hlutfall þess-
ara tveggja hópa um 31% en í síð-
ustu skoðanakönnunum Gallups
hefur þetta hlutfall yfirleitt verið í
kringum 25%. Eins og í nóvember
er hærra hlutfall kvenna en karla
óákveðið eða tæplega 26% kvenna
og næstum 18% karla.
Sé litið á fylgi einstakra flokka
kemur í ljós að fylgi Alþýðuflokks
er 4%, fylgi Alþýðubandalags er
2,4% og fylgi Samtaka um kvenna-
lista 0,5%. Samanlagt er fylgi þess-
ara aðila sem standa að samfylking-
unni um 7%. Þá kemur í ljós að fylgi
Framsóknarflokksins hefur aukist
miðað við skoðanakönnun Gallups
frá því í nóvember sl. Nú er hann
með 21,3% fylgi en var með 20,6%. í
alþingiskosningunum í aprfl 1995
var fylgi flokksins hins vegar 23,3%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins virðist
hins vegar aðeins hafa dalað frá
könnun Gallups í nóvember sl. Nú
er hann með 46,9% fylgi en var með
48,6%. í kosningunum 1995 fékk
Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar
37,1% fylgi.
Meirihlutinn styður
ríkisstjórnina
Fylgi Frjálslynda flokksins er
samkvæmt könnun Gallups 3,7% og
fylgi Vinstri hreyfingarinnar-græns
framboðs 1,3%. Aðrir flokkar fá
minna. I skoðanakönnuninni var
einnig spurt um stuðning við ríkis-
stjórnina og kemur í Ijós að fylgi við
hana hefur minnkað annan mán-
uðinn í röð, þó hún hafi enn drjúgan
meirihlutastuðning. 63,6% kváðust
styðja ríkisstjórnina í desember-
könnuninni en 67,1% kváðust styðja
hana í nóvember-könnuninni.
Könnun Gallups var gerð með
símaviðtölum frá 3. til 29. desember
sl., en fylgi flokkanna breyttist ekki
á milli fyrri og seinni hluta mánað-
arins, að því er fram kemur í niður-
stöðum könnunarinnar. Úrtakið var
1.165 menn af öllu landinu á aldrin-
um 18 til 75 ára sem valdir voru
með tilviljun úr þjóðskrá. Af þeim
svöruðu 70,8%. Skekkjumörk í
könnuninni eru á bilinu 1 til 4%.
...njóta lífsins...ganga rösklega
o Esjuna og hlæja á toppnum...
standa á höndum áti í garSi, í
sundfötum.. .spila fótbolta meS
börnunum í þrjá klukkutíma,
synda 500 metra á eftir...sleppa
lyftunni, sér til ánægju... kaupa
svarta, stutta, ermalausa kjólinn
...fara í stuttbuxur, því þær eru
þægilegar... hjála í vinnuna...
fara létt meS innkaupa-
pokana.. .hafa næga orku í
lok dagsins til aS elda
hollan og gáSan kvöld-
verS...og hugsa:
Þetta er allt annar
handleggur!
11. januar hefjast ny 8-vikna nómskeið.
Markmiðið er að byrja nýjan lífsstíl sem
felst í meiri hreyfingu og betra mataræði.
LIFSSTI
Lokuð kvenna- oc karlanamskeið
Namskeiðin eru fjölbreytt og mjög
óhrifarfk þar sem hver og einn fær
mikið aðhald. Með nýrri og betri
aðstöðu getum við boðið upp á
ýmislegt nýtt og spennandi!
Leitaðu upplýsinga í síma eða fóðu
upplýsingablað í afgreiðslunni.
Við hlökkum til að sjó þig!
HretffÍMg
vm
2Í
ií
*
-<
$
fft fft f;7 T,7 7{7 T,7 TjV T{7 T,7 7,7 7{7 7{7 7,7 7{7 7}7 7f7 7{7 7fC T,7 7i? 7i7 7,7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7,7 7(7