Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 23 Gallup mælir aukið fylgi við sam- fylkinguna FYLGI við samfylkinguna, sameig- inlegt framboð A-flokkanna og Samtaka um kvennalista, eykst aft- ur eftir nokkra niðursveiflu í nóvember, samkvæmt skoðana- könnun sem Gallup gerði dagana 3. til 29. desember sl. Samkvæmt henni kváðust 18,9% myndu styðja samfylkinguna en í skoðanakönnun Gallups sem gerð var í nóvember sl. kváðust 16,5% myndu styðja samfylkinguna. At- hygli vekur hve hátt hlutfall svar- enda er óákveðið en tæplega 22% segjast ekki vita hvað þau ætla að kjósa eða neita að svara og tæplega 10% segjast myndu skila auða eða ekki kjósa. Samtals er hlutfall þess- ara tveggja hópa um 31% en í síð- ustu skoðanakönnunum Gallups hefur þetta hlutfall yfirleitt verið í kringum 25%. Eins og í nóvember er hærra hlutfall kvenna en karla óákveðið eða tæplega 26% kvenna og næstum 18% karla. Sé litið á fylgi einstakra flokka kemur í ljós að fylgi Alþýðuflokks er 4%, fylgi Alþýðubandalags er 2,4% og fylgi Samtaka um kvenna- lista 0,5%. Samanlagt er fylgi þess- ara aðila sem standa að samfylking- unni um 7%. Þá kemur í ljós að fylgi Framsóknarflokksins hefur aukist miðað við skoðanakönnun Gallups frá því í nóvember sl. Nú er hann með 21,3% fylgi en var með 20,6%. í alþingiskosningunum í aprfl 1995 var fylgi flokksins hins vegar 23,3%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar aðeins hafa dalað frá könnun Gallups í nóvember sl. Nú er hann með 46,9% fylgi en var með 48,6%. í kosningunum 1995 fékk Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar 37,1% fylgi. Meirihlutinn styður ríkisstjórnina Fylgi Frjálslynda flokksins er samkvæmt könnun Gallups 3,7% og fylgi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs 1,3%. Aðrir flokkar fá minna. I skoðanakönnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkis- stjórnina og kemur í Ijós að fylgi við hana hefur minnkað annan mán- uðinn í röð, þó hún hafi enn drjúgan meirihlutastuðning. 63,6% kváðust styðja ríkisstjórnina í desember- könnuninni en 67,1% kváðust styðja hana í nóvember-könnuninni. Könnun Gallups var gerð með símaviðtölum frá 3. til 29. desember sl., en fylgi flokkanna breyttist ekki á milli fyrri og seinni hluta mánað- arins, að því er fram kemur í niður- stöðum könnunarinnar. Úrtakið var 1.165 menn af öllu landinu á aldrin- um 18 til 75 ára sem valdir voru með tilviljun úr þjóðskrá. Af þeim svöruðu 70,8%. Skekkjumörk í könnuninni eru á bilinu 1 til 4%. ...njóta lífsins...ganga rösklega o Esjuna og hlæja á toppnum... standa á höndum áti í garSi, í sundfötum.. .spila fótbolta meS börnunum í þrjá klukkutíma, synda 500 metra á eftir...sleppa lyftunni, sér til ánægju... kaupa svarta, stutta, ermalausa kjólinn ...fara í stuttbuxur, því þær eru þægilegar... hjála í vinnuna... fara létt meS innkaupa- pokana.. .hafa næga orku í lok dagsins til aS elda hollan og gáSan kvöld- verS...og hugsa: Þetta er allt annar handleggur! 11. januar hefjast ny 8-vikna nómskeið. Markmiðið er að byrja nýjan lífsstíl sem felst í meiri hreyfingu og betra mataræði. LIFSSTI Lokuð kvenna- oc karlanamskeið Namskeiðin eru fjölbreytt og mjög óhrifarfk þar sem hver og einn fær mikið aðhald. Með nýrri og betri aðstöðu getum við boðið upp á ýmislegt nýtt og spennandi! Leitaðu upplýsinga í síma eða fóðu upplýsingablað í afgreiðslunni. Við hlökkum til að sjó þig! HretffÍMg vm 2Í ií * -< $ fft fft f;7 T,7 7{7 T,7 TjV T{7 T,7 7,7 7{7 7{7 7,7 7{7 7}7 7f7 7{7 7fC T,7 7i? 7i7 7,7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7(7 7,7 7(7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.