Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 11 * l íýíoi sfoíva <5 e*tr*u ) W8 HÆðvttn* _____*.»>* m WtXWm 0-108m iisfcie»í»t«me>«S!> «w *»*uiS Qð mtíMdwOrKSltun ÍW«(r« Landssíminn með 47 nýjar GSM-stöðvar í fyrra LANDSSÍMINN tók í notkun 47 nýjar GSM-stöðvai' og -senda á ár- inu 1998, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Víða hafa stöðvar og sendar verið sett upp til að bæta samband þar sem það var lélegt, t.d. á svonefnd- um „skuggum“ innan höfuðborgar- svæðisins. Einnig hafa bæst við á ár- inu 13 staðir úti á landi þar sem ekk- ert GSM-samband var áður. Þar er um að ræða Raufarhöfn, Þórshöfn, Sámsstaði í Eyjafirði, Hvalfjarðargöngin, Búðardal, Hólmavík, Þingeyri, Tálknafjörð, Bíldudal, Súðavik, Suðureyri, Vaðla- heiði og Breiðdalsvík. Eins og meðfylgjandi kort ber með sér er nú GSM-senda frá Landssímanum að finna á flestum þéttbýlisstöðum á landinu. Að sögn Ólafs Þ. Stephensen, tals- manns Landssímans, stefnir fyrir- tækið að því að halda áfram uppbygg- ingu kerfisins í þéttbýli um afit land og er markmiðið að menn geti verið í GSM-sambandi allan hringveginn. Yfirlit Veðurstofunnar um tíðarfarið árið 1998 Gott sumar sunnanlands SAMKVÆMT bráðabirgðayfirliti Veðurstofu Islands um tíðarfarið á árinu 1998 kemur fram að hiti í Reykjavík og á Akureyri var ná- lægt meðallagi áranna 1961-1990. Febrúar, mars og apríl voru nolck- uð kaldir um land allt og auk þess var kalt í júní og júh um norðaust- an- og austanvert landið. I Reykja- vík var ágúst hinn hlýjasti um nærri 30 ára skeið, en sólskins- stundir voru þá reyndar langt und- ir meðallagi. I Reykjavík og á Akureyri voru ekki veruleg frávik í úrkomu, en apríl og september skáru sig úr í úrkomu í Reykjavík þar sem úr- koma var aðeins um þriðjungur af meðalúrkomu. Mjög þurrt var á Akureyri í maí og júní og mældist úrkoma í þessum tveim mánuðum aðeins 15 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust aOs 1401 og er það 133 stundum umfram meðallag. A Akureyri mældist sólskin í 1003 klukkustundir eða aðeins minna en í meðalári. Snjólétt var um mest allt land og veður lengst af hæglátt. Verulegt kuldakast gerði síðari hluta febr- úar og fyrri hluta mars. Frostið komst í 35 stig við Mývatn og sums staðar norðaustanlands mældist meira frost en um nokkurra ára- tuga skeið. Sumarið þótti gott sunnanlands, sérstaklega framan af og aftur í lokin. Um stóran hluta Norðaust- ur- og Austm-lands var sumarið kalt og dauft. Haustveðráttan var meinlítil, en fremur kalt var í október og rysjótt tíð um skeið um norðanvert landið. tíðin í nóvember og desember hef- ur verið hagstæð og snjólítil. Erfítt að uppræta lús í einstaka tilfellum Mikilvægt að for- eldrar fari eftir leiðbeiningum HARLUS uppgötvast í nær öllum grunnskólum landsins á hverju hausti, en svo virðist sem erfiðlega gangi að uppræta hana í einstaka tilfellum. í sumum skólum skýtur hún því upp kollinum aftur og aftur. Ásdís Sæmundsdóttir skólahjúkr- unarfræðingur í Mosfellsbæ segir að þegar lúsar verði vart í skólum sé yfirleitt sá háttur hafður á að for- eldrum eða forráðamönnum bama séu sendir leiðbeiningarbæklingar um það hvernig leita eigi að lús og eyða henni. Hún segir mikilvægt að foreldrar fari eftir þeim leiðbeining- um og leiti að lús í hári bamsins eða bamanna með lúsakambi en að einnig þui-fi að kemba hár hvers og eins á heimilinu og þá sem barnið hafi umgengist. Eftirgrennslan hafi hins vegar allt of oft leitt í ljós að foreldrar fari ekki eftir þessum leið- beiningum og segir hún að það eigi sinn þátt í því hve erfitt sé að út- rýma lúsinni. Asdís bendir á að sérstakir lúsa- kambar fáist í flestum apótekum og sömuleiðis fáist þar lúsasjampó með nákvæmum leiðbeiningum. Hún segir að sé kamburinn notaður ætti lúsin að sjást mjög greinilega en tekur fram að óþarfi sé að nota sjampó ef engin er lúsin. Komi hins vegar í Ijós að einhver á heimilinu hafi lús verður að nota tilætlað lúsasjampó en haida áfram að kemba hárið næstu tíu daga á eftir til þess að fylgjast með því að nit lúsarinnar hafi drepist. Að öðrum kosti klekst hún út og fleiri lúsa verður vart. Þá segir hún að lúsin geti lifað í húfum og fótum í um þrjátíu til fimmtíu klukkutíma og því væri gott að setja húfur í frysti til að drepa hugsanlega lús eða nit. Einnig væri gott að þvo sængurfót og annan fatnað. „Til þess að upp- ræta lús er þó mikilvægast að kemba og kemba og ætti lúsakamb- ur að vera til á hverju heimili því lúsin fer ekki í manngreinarálit," segir hún og leggur áherslu á ábyrgð foreldranna í þessu sam- bandi. Skólahjúkrunarfræðingar séu einungis til þess að leiðbeina og hjálpa. Frekara mat á umhverfís- áhrifum Vatnsfellsvirkjunar Virkjanir á Þjj uiígnáársvæði UaténttsaisUmelta Sauðafellslón I + 60 MW ■ Vlrkjun k Stífla — Skurður — Göng HAFIÐ er frekara mat á umhverf- isáhrifum Vatnsfellsvirkjunar, sem fyrirhugað er að reisa ofan Sigöldu- virkjunar. Umhverfisráðherra úr- skurðaði 31. ágúst sl. að fram skyldi fara frekara mat á umhverfisáhrif- um framkvæmdarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir vatnsmiðlun um Norðlingaölduveitu, eins og frummatsskýrsla gerði ráð fyrir. Skýrsla um frekara mat á um- hverfisáhrifum virkjunarinnar er í meginatriðum samhljóða frum- matsskýrslunni, segir í fréttatil- kynningu frá Skipulagsstofnun, en helstu breytingarnar felast í því að gert er ráð fyrir minna afli vh'kjun- arinnar, allt að 110 MW í stað allt að 140 MW eins og gert var ráð fyr- ir í frummatsskýrslu. Ný vegtenging og 220 kV háspennulína Niðurstaða frekara mats á um- hverfisáhrifum er samkvæmt matsskýrslu sú sama og frum- matsins, þ.e. að umhverfisáhrif á framkvæmdatíma verði fólgin í raski samfara efnisnámi í stíflur og af völdum efnisflutninga innan virkjunarsvæðis. Helstu breyting- ar á svæðinu verða vegna lands sem fer undir lón, 220 kV raflínu milli Vatnsfells og Sigöldu og vegagerðar að virkjuninni og veg- tengingu inn í Veiðivötn. Talið er að litlar breytingar verði á vatns- streymi þar sem vatnið mun eftir sem áður renna í farvegi Vatns- fellsskurðar, en hann mun verða dýpkaður neðan stöðvarhúss. Helstu breytingar á yfirborðsvatni og grunnvatni verða hins vegar af völdum fyrirhugaðs lóns við virkj- unina. Helstu mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa framkvæmdarinn- ar verða fólgnar í hönnun mann- virkja og landmótun í lok fram- kvæmdar. Stöðvarhús verður lítt áberandi í umhverfinu, segir í skýrslunni, þar sem það verður grafið niður að stórum hluta og há- spennulínan lögð að mestu samsíða núverandi 11 kV línu þannig að ekki verði farið yfir ósnortið land. Matsskýrslan liggur frammi frá 30. desember 1998 til 3. febrúar 1999 á skrifstofum Asahrepps, Djúpárhrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykja- vík. Almenningi gefast fimm vikur til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir, sem skulu berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 3. febrúar 1999. Uthlutað úr minningar- sjóði Karls Sighvatssonar ÁRLEG úthlutun úr niinningar- sjóði Karls J. Sighvatssonar fór fram á Hótel Borg á miðvikudag- inn og hlaut Agnar Már Magnús- son námsstyrkinn að þessu sinni. Tónlistarferill Agnars Más hófst í Tónlistarskóla Hafnar- Qarðar þegar hann var 7 ára gamall. Fimmtán ára flutti hann sig yfír í Tónlistarskóla FÍH og Iauk þaðan námi með ágætisein- kunn vorið 1995. Hann hélt utan til náms í Hollandi haustið 1995 og mun útskrifast þaðan í vor. Minningarsjóðurinn hefur und- anfarin ár styrkt unga tónlistar- menn í orgel- og kirkjutónlistar- námi eða hljómborðsleik. Styrks- upphæðin hækkaði að þessu sinni úr 200 þúsund krónum í 250 þús- und krónur en sjóðurinn var upp- haflega fjármagnaður með tón- leikahaldi, plötuútgáfu og fram- lögum velunnara Karls J. Sig- hvatssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.