Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Misheppnað jólaspaug Frá Ragnari Geir Brynjólfssyni: SPAUGSTOFUFLOKKURINN hittir yfírleitt í mark þegar um er að ræða spaugilegar hliðar landans samanber „óráðsíuna", „laufa- brauðsmynstrið" og „trashaway bréfalúguna" svo nýleg vel heppnuð dæmi séu nefnd en spaugstofuþátt- urinn sem ríkissjónvarpið sendi út 19. des. sl. staðfestir þann grun minn að þeim fellur illa að draga fram spaugilegar hliðar á því sem -« tengist trúmálum. Þáttur hins svo- kallaða „slapstick" skops hefur farið vaxandi í atriðum spaugstofunnar á þessum vetri, eflaust við lítinn fógn- uð landans og jólasagan í umrædd- um þætti í „slapstick“ búningi var því miður gersneydd spaugi, að mínu mati. Þegar kemur að þessari tegund skops gætu spaugstofumenn lært af þáttum Dave Allen sem sýndir voru við miklar vinsældir á 8. áratugnum í ríkissjónvarpinu en ein af hans sterku hliðum var einmitt sú að kalla fram spaugilegar hliðar trí mála. Mörgum eru eflaust minn- isstæð enn í dag fyndin atriði og orðtæki Allen. Ekki minnist ég þess að spaug Allen hafi valdið jafn miklu róti og hliðstæðir tilburðir spaugstofuflokksins í þessa veru á liðnum árum. Þeim sem vilja gera jólin eftir- minnileg börnum sínum er enginn gi-eiði gerður með því að draga helgi jólasögunnar á jafn átakanleg- an hátt í svaðið eins og gert var með þessu misheppnaða spaugi. Þetta leiðir hugann að því að efni á borð við þetta væri sennilega óhugsandi á einhverri annarri stöð því þar hafa áskrifendur þann valkost að geta sagt upp áskrift að stöðinni ef þeim ofbýður og sýnir þetta svo ekki verður um villst að sterkustu rökin með skylduáskrift að ríkisútvarp- inu-sjónvarpi, nefnilega þau að vit þurfi að hafa fyrir fólkinu í landinu í menningarlegum efnum hafa enga merkingu. Eg er kominn á þá skoð- un að einkavæða þurfi ríkisútvarpið sem ailra fyrst svo það geti brugðist við sjálfsögðum og eðlilegum kröf- um neytenda sinna að mega segja upp eða panta áskrift að því. RAGNAR GEIR BRYNJÓLFSSON, Baugstjörn 33, Selfossi. Dauðans alvara Frá Samúel Inga Jónssyni: NEYSLA barna á fíkniefnum verð- ur mun algengari og eykst sá vandi hröðum skrefum. Það má líkja því við sprengingu, afleiðingarnar eru skelfilegar og eiga eftir að versna mikið. Þetta byrjar oft á sakleysis- legan hátt, reykingar eru oftast það fyrsta og eru þær kallaðar „Gate way, leiðin inn um hliðið". Síðan áfengisneysla og þaðan í fíkniefna- neyslu, hass og sterkari efni. Þetta er að sjálfsögðu ekki einhlítt en al- ge.ig leið. Börnum, sem verða að virkum neytendum á aldrinum 12 ára til 18 ára „undir sjálfræðis- alc!ri“, er sérstök hætta búin. Þau eri mjög móttækileg og auðvelt að hafa áhrif á þau, fá þau til að trúa og gera það sem er ekki rétt. Börn á þessum aldri falla auðveldlega og geta á mjög skömmum tíma orðið að hörðum neytendum. Sálræn áhrif láta þá ekki á sér standa, svo sem ofsóknarkennd, kvíði, ótti, reiði, þunglyndi, sinnuleysi, sjálfseyðingarhvöt og jafnvel ein- kenni um geðklofa. Ekkert þeirra barna sem verða virkir fíklar ætl- uða sér að lenda svo. Þessi börn eru auðveld skotmörk fíkniefnasalanna, þau eru notuð til að flytja fíkniefni fyrir sölumennina til annarra neyt- enda og jafnvel að sjá um sölu. Mörg leiðast fljótt út í afbrot, þjófn- að, ofbeldi og vændi. Heimur þeirra er ekkert miskunnsamari en þeiira sem eldri eru nema síður sé og jafn- vel mun verri þar sem þau missa alla stjórn mjög fljótt vegna þroska- leysis. Ofbeldi og hótanir eru daglegt brauð hjá þessum börnum, bæði það sem þau nota hvert á annað og einnig það sem notað er á þau af þeim sem eldri eru. Ekki er óal- gengt að þau séu misnotuð kynferð- islega, þá í formi vændis og nauð- gana sem aldrei eru kærðar þar sem börnin þora því ekki. Og einnig að eldri aðilar nota þau og halda þeim úti á efnum í staðinn. Afleið- ingarnar af þessu eru sjálfshatur, sjálfsfyrirlitning og sjálfsvíg þar sem börnin eru fóst og komast hvergi, uppgjöfm verður algjör. SAMÚEL INGI JÓNSSON, Hlíðarsmára 5, Kópavogi. Ásmundur Danlel Bergmann Efni: Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 7. jan. Yoga - breyttur Iffsstfll 7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann. Mán. og mið. kl. 20-21.30. Hefst 6. jan. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að tækja- sal og opnum jógatímum fylgir meðan á nám- skeiðinu stendur. * jógaleikfimi (asana) * mataræði og lífsstíll * öndunaræfingar * slökun YOGA^ STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. ★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. í DAG VELVAKANDl Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Áheitasjóður Þorláks biskups helga GEGNUM tíðina hafa ýmsir heitið á Strandar- kirkju og gefist nokkuð vel. En ekki er verra að heita á Þorlák biskup helga, sem einu sinni var klerkur í Odda og síðar biskup í Skálholti. Hann var fæddur að Hlíðarenda árið 1133. Þeim sem hafa við ein- hver vandamál að stríða eða óska sér einhverra hagsbóta er bent á að heita á Þorlák. Til er Áheitasjóður Þor- láks helga sem ávaxtaður er í Búnaðarbankanum á Hellu. Með stjórn hans fara bankastjóri Búnaðar- bankans á Hellu, sóknar- presturinn í Odda og sýslumaður Rangæingja á Hvolsvelli. Fjármagn sem sjóðnum kann að berast verður not- að til lagfæringar á mann- gerðum hellum í Rangár- þingi. Sá sem þetta ritar, hefur af og til heitið á Þorlák helga, og fengið óskir sínar uppfylltar. Auðvitað geta menn um það deilt hvort það sé að þakka hinum forna Skálholtsbiskupi eða öðrum góðum öflum. En ekki skaðar að heita á Þor- lák, bara að prófa það. Eyjólfur Guðmundsson. Lokaðir póstkassar VELVAKANDA barst eftirfarandi: Ég þurfti fyrir áramót að koma bréfi í póst og ætlaði að setja það í póstkassa sem er á Laugavegi en þegar setja átti bréfið í kassann kom í ljós að hann var læstur, þ.e. ekki var hægt að setja bréf i hann. Gekk ég þá niður í aðal- pósthús í Pósthússtræti en þar voru einnig báðir póst- kassarnir lokaðir. Þetta var eftir kl. 17 og búið að loka öllum pósthúsum. Hr- ingdi ég daginn eftir í póstinn til að fá upplýsing- ar um hvers vegna póst- kössunum væri lokað. Var mér þá sagt að það væri vegna sprengjufaraldurs um áramótin. Er svo kom- ið í þjóðfélaginu að þetta þurfi að gera? Hvað með ferðamenn sem þurfa að koma pósti í póstkassa? Ekki er þetta góð auglýs- ing fyrir Reykjavík sem menningarborg. Vegfarandi. Dýrahald Persneskur köttur í óskilum LJÓSGRÁR persneskur köttur hefur verið í óskil- um í Hafnarfirði í rúman mánuð. Merktur inni í eyra með bláu. Upplýsing- ar í síma 555 1899 og 565 5701. Kettlingur óskast ÓSKA eftir þrifnum, gul- um og hvítflekkóttum kett- lingi, fressi. Upplýsingar í síma 566 6036. Tapað/fundið Jólagjafir í óskilum FÓRUM í Grafarvogs- kii'kju á aðfangadag. Fundum plastpoka með 3 litlum jólagjöfum. Þeir sem kannast við þetta hafi samband í síma 553 2999. SKÁK Hnisjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í opnum flokki á skákmóti í Gron- ingen í Hollandi fyrir ára- mótin. Aviv Friedman (2.370), ísrael, var með hvítt, en Bartosz Socko (2.475), Póllandi, hafði svai't og átti leik. 24. _ Bxh3! 25. gxh3 Rxh3+ 26. Kg2 _ Rf4+ (Enn sterkai'a var 26. _ Rg4! sem er líka meira fyrir augað) 27.Kfl _ Rg4 28. He4 _ Dh6 29. Kel _ Dh3 30. Dd2 _ Dg2 31. Bdl _ Rd3+ og hvítui' gafst upp. Taflfélagið Hellir heldur fyrsta atkvöld ái'sins mánu- daginn 4. janúar 1999 og hefst mótið kl. 20 í félags- heimilinu Þönglabakka 1 í Mjódd (hjá Bridgesamband- inu). Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefiir 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þijár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigm'- vegaiinn fær verðlaun, kvöldverð fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizza- húsinu. Þar eiga aliii' jafna möguleika, án tillits tÚ ár- angurs á mótinu. Þátttökugjald eru 300 kr. fyrir félagsmenn (200 kr. iyrir 15 ára og yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og yngri). SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... ISLAND hefur vaxandi aðdrátt- arafl á erlenda ferðamenn. Það er ekki út í hött að segja að ferða- þjónustan sé vaxtarbroddurinn í ís- lenzku atvinnulífi, með og ásamt orkufrekum iðnaði. Flestir nytja- stofnar á Islandsmiðum eru þegar fullnýttir, sumir ofnýttir. Búvörur eru þegar framleiddar umfram inn- lenda eftirspurn. Vaxandi þjóð, sem skilar hundruðum nýrra einstak- linga út á vinnumarkaðinn ár hvert, hefur ekki í mörg horn að líta með ný störf fyrir nýtt fólk á vinnumark- aði, nýja verðmætasköpun til að bera uppi batnandi lífskjör - og sjálft velferðarkerfíð. Sitt hvað atvinnugefandi hefur þó rekið á fjörur samtímans og sumt meiri háttar: hugbúnað margs kon- ar, lífefnaiðnað, ferðaþjónustu, orkuiðnað o.fl. Það er hægt, ef hyggindi ráða meiru en öfgar, að samræma sjónarmið þeirra sem vilja breyta óbeizlaðri orku fall- vatna og jarðvarma í störf, verð- mæti og lífskjör - og hinna, sem vai'ðveita vilja víðerni landsins og náttúruperlur. Við verðum i senn að lifa í sátt við landið og umhverfi okkar og á auðlindum láðs og lagar. En höfum það í huga að sérhver góður málstaður á sér varhugaverð- ustu „óvinina“ í öfgafyllstu stuðn- ingsmönnunum! Þjóðhagsstofnun ætlar að um 127 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á nýliðnu ári, sem er um 15% aukning frá árinu á undan. Hagvísar Þjóðhagsstofnunar segja orðrétt: „Þetta er meiri aukning en hefur verið undanfarin ár, en á þessum áratug hefur aukningin verið að meðaltali 5% til 6% á ári. Þjóðhags- stofnun áætlar... að útgjöld þeirra [erlendra ferðamanna] hér innan- lands nemi rúmlega 14 milljörðum króna.“ Ferðaþjónusta er sýnilega „mat- arhola", sem leggja verður rækt við. Hún er hinsvegar vaxandi atvinnu- grein hvarvetna á jarðarkringlunni. Samkeppnin er því hörð og fer harðnandi. xxx NYTT ÁR er hafið og ný öld í nánd. Á slíkum tímamótum horfa menn bæði um öxl og fram á veg. Það liðna liggur í grófum drátt- um ljóst fyrir í heimildum og minni manna. Myndin, sem við blasir þeg- ar horft um öxl, er þó síður en svo ein og söm hjá öllum. Sitt hvað veld- ur, margs konar og mismunandi lífsreynsla, mismunandi menntun og sérhæfing, sem og ólík viðhorf til lífsins og tilverunnar. Menn horfa m.ö.o. ekki um öxl af sama sjónar- hólnum. Sýnin sem við blasir þegar horft er til framtíðar, nýrrar aldar, er þó trúlega enn margbreytilegri. Eng- inn sér að vísu framtíðinna fyrir, ekki einu sinni morgundaginn. Sumir eiga jafnvel engan morgun- dag. Reynslan og þekkingin gera okkur samt sem áður kleift að leiða líkur að framvindunni næstu mán- uði, jafvel næstu ár. Þar að auki verður ekki fram hjá því komizt að við erum sjálf, að drjúgum hluta, smiðir eigin framtíðar, bæði sem heild og einstaklingar. XXX HVER er sinnar gæfu smiður, segir máltækið. Fleira kemur þó til. Það er ekki sama inn í hvers konar samfélag böm fæðast. Meðal- ævi Islendinga er mörgum áratug- um lengri en fólks í þróunarlöndum - og mörgum áratugum lengri en áa okkar íyn' á tíð. Aðstaða fólks í ver- öldinni er og gjörólík hvað varðar menntunarmöguleika, en menntun og þekking eru lyklar að hagsæld og velferð. Það er heldur ekki sama inn í hvers konar fjölskyldu barn fæðist. Það getur skipt öllu máli fyrir fram- tíð þess og velferð, hvert fjölskyldu- umhverfi þess er, hvers konar upp- eldi það fær, en þar skipta hlýja og hóflegur agi miklu máli. Það er drjúgur sannleikur fólginn í spakmælinu: Hver er sinnar gæfu smiður, en ytri aðstæður ráða og meiru en margur hyggur. Þau vopn sem bezt bíta í lífsbaráttu næstu framtíðar eru menntun og þekking, bæði almenn og sérhæfð, agað líf- erni og jákvætt lífsviðhorf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.