Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ' FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór RÍKISRÁÐ á fundi á Bessastöðum að morgni gamlársdags. Lög staðfest á fundi ríkisráðs á gamlársdag Á FUNDI ríkisráðs á gamlársdag staðfesti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, fjárlög fyrir árið 1999, fjáraukalög, lög um afnám laga um húsaleigu, sem fylgir breytingum vísitölu húsnæðiskostnaðar, breyt- ingu á lögum um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, breytingu á lögum um Náttúrufræðistofnun íslands og lagaheimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé íslands í Noiræna fjár- festingarbankanum o.fl. Á ríkisráðs- fundinum voru einnig staðfestii- nokkrir milliríkja- og fjölþjóðasamn- ingar. Þar var um að ræða samning um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum á árinu 1999, ýmsar breytingar á viðaukum og bókunum EES-samningsins, og fullgilding samnings milli Danmerkur, Finn- lands, íslands, Noregs og Svíþjóðar umNorræna fjárfestingarbankann. Á fundi ríkisráðs voru endur- skipuð í orðunefnd þau Ásgeir Pét- ursson, fyrrv. bæjarfógeti, sem er formaður, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur til 11. september 2004 og sem varamaður Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari til 11. september 2001. Aðalverktakar Boðið hlutafé seld- ist ekki allt ÚTBOÐI á hlutabréfum íslenskra aðalverktaka hf. í eigu íslenska rík- isins og Hamla hf. lauk á miðviku- dag. Bréfín voru seld með áskriftar- fyrirkomulagi til starfsmanna og í tilboðssölu. Samtals var hlutafé að nafnvirði 350 milljónir boðið til kaups, en aðeins seldist hlutafé að nafnvirði um 251 milljón. Starfsmönnum bauðst að kaupa hlutafé allt að 140 milljónir að nafn- virði á genginu 1,75. AIls seldust bréf til starfsmanna að fjárhæð 87,7 milljónir að nafnverði eða 153,4 milljónir að kaupverði. Af 358 starfsmönnum sem höfðu heimild til að kaupa hlutabréf nýttu 219 sér heimildina. Þá var 210 milljóna króna hluta- bréf boðið í tilboðssölu þar sem lág- marksgengi var 1,75. Þar seldust bréf að fjárhæð 163,2 milljónir að nafnverði eða 293,1 milljón að kaup- verði. Hæsta tilboð sem barst var 2,10 en lægsta tilboð 1,75. Meðal- gengi tilboða var 1,80. Fjöldi tilboða var 124. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Forstjóraskipti í Landsvirkjun FRIÐRIK Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og alþingismað- ur, tók við staríl forstjóra Lands- virkjunar að morgni gamlársdags. Tók hann við lyklum fyrirtækisins úr hendi Halldórs Jónatanssonar, fráfarandi forstjóra, sem gegnt hefur starfínu frá 1983. Samkeppni um gerð drykkjarfonta í Reykjavík Settir upp á fjölförn- um stöðum í borginni VATNSVEITA Reykjavíkur hefur í samráði við Myndhöggvarafélagið í Reykjavík efnt til hugmyndasam- keppni um gerð drykkjarfonta eða svonefndra vatnspósta í Reykjavík. Tilefni keppninnar er níutíu ára af- mæli Vatsveitunnar á þessu ári og til- gangurinn sá að stuðla að auknu að- gengi almennings að drykkjarvatni. Stefnt er að því að koma nokkrum af bestu vatnspóstunum fyrir á fjölfórnum stöðum í Reykja- vík, svo sem á Laugavegi eða Skóla- vörðuholti, sem og á göngu- eða skokkleiðum, til dæmis á Ægissíðu eða Sæbraut. Einnig er óskað eftir hugmyndum að gerð vatnspósts innanhúss, sem til greina kæmi að koma fyrir í einhverjum af stofnun- um borgarinnar. Miðað er við að fyrsti vatnspósturinn verði vígður á afmælisdegi Vatnsveitunnar hinn 16. júní nk. Hugmyndasamkeppnin er kynnt í nýju fréttabréfí Vatnsveitunnar í Reykjavík, Vatnspóstinum, og segir þar m.a. að í keppninni verði stuðst við samkeppnisreglur Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. Hún verður öllum opin og skal hugmynd- um skilað á skrifstofu Vatnsveit- unnar í Reykjavík fyrir klukkan fjögur hinn 15. febrúar nk. Dóm- nefnd verður skipuð fimm mönnum og tekur hún við val sitt m.a. tilliti til listrænnar sköpunar, notagildis og hagkvæmnis. Endanlegt val dómnefndarinnar liggur fyrir fóstu- daginn 2. apríl nk. og mun þá Vatnsveita Reykjavíkur ganga til samninga við þann höfund eða höfunda um kaup á notkunarréttin- um. Endanleg staðsetning vatns- póstanna verður ekki ákveðin fyi-r en í mars nk. Orkuveita Reykjavíkur tekur til starfa Verði sannarlega nýtt íslenskt afl Guðmundur Þóroddsson NÚ UM áramót tók til starfa hin nýja Orkuveita Reykjavíkur, en hún samanstendur af Hita- veitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Rafmagnsveita Reykjavíkui: var stofnuð árið 1921 en Hitaveita Reykjavíkur á sér skemmri sögu. - Guðmundur Pór- oddsson, fyrrverandi vatnsveitustjóri, er for- stjóri hins nýja fyrirtæk- is, hvert verður hans fyrsta verk í nýju starf? Það verður að fara á milli deilda hins nýja fyr- irtækis og heilsa upp á starfsmennina, heyra þeirra skoðanir og kynna mig fyrir þeim. -Hvernig hugsar þú þér að standa að þessari sameiningu? Það verður unnið fljótt og örugglega en samt án nokkurs asa og reynt að fá framlag frá sem flestum starfsmönnum til þess að endurskipuleggja og sameina vinnuferla fyrirtækis- ins. Það verður að horfa nokkuð róttækt á fyrirtækið og grand- skoða það hvort ný tækni og nýjar hugmyndir gera það að verkum að hægt verði að bæta þjónustu og eða lækka kostnað með nýjum vinnubrögðum. -Hvað telur þú svona fyrir- fram að verði erfiðast í þessari sameiningu? Það verður hinn mannlegi þáttur, að telja alla á að leggjast á eitt til þess að gera hið sam- einaða fyrirtæki að einu fyrir- tæki. Óskastaðan er sú að allir líti á sig sem starfsmenn Orku- veitunnar en ekki sem starfs- menn Hitaveitu eða Rafmagns- veitu. - Telur þú að miklar breyting- ar séu nauðsynlegar? Bæði Hitaveitan og Raf- magnsveitan eru stöndug og vel rekin fyrirtæki sem hefðu auðveldlega getað starfað áfram. En til að sameiningin skili tilætluðum árangri verður nauðsynlegt að hreyfa við og breyta nánast allri núverandi starfsemi fyrirtækjanna - gera þau sannanlega að því nýja ís- lenska afli sem að er stefnt. - Um þessa sameiningu hefur talsvert verið fjaHað, ekki síst um niðurfærslu eiginfjár sem mikið var deilt um í borgar- stjórn, hvernig horfir þetta mál við þér? Það, hversu mikið eiginfé fyr- irtækið leggur upp með er pólitísk ákvörðun. Við vinnum úr því sem við höfum milli hand- anna. -Mun starfsmönn- um fækka í kjölfar sameiningar? Það er yfirlýst stefna borgaryfír- valda að engum verð- ur sagt upp né heldur munu kjör hans versna vegna sameiningarinnar. Hins vegar eru fyrstu hugmyndir manna að hægt sé að starfrækja fyrir- tækið með talsvert færri starfsmönnum en því markmiði verði náð með eðlilegri fækkun, ýmist þannig að menn hverfi til annarra starfa að eigin frum- kvæði eða hætti vegna aldurs á næstu fjórum til fímm árum. Einnig verður starfsmönnum ► Guðmundur Þóroddsson er fæddur 20 desember 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1978 og varð vélaverkfræðing- ur frá Háskóla fslands 1983. Hann tók mastersgráðu í véla- verkfræði frá BtH-skólanum í Kaupmannahöfn 1985. Hann tók því næst MBA frá Uni- versitet í Madison árið 1992. Hann hóf störf hjá Rannsókn- arstöð fiskiðnaðarins árið 1985 og starfaði þar til 1990 og kenndi á sama tíma við Háskóla Islands og Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna. Árin 1992 og 93 vann hann hjá Verkfræðistofunni Verkvís og frá 1993 hefur hann verið Vatnsveitusljóri. Um áramót tók hann við starfi forstjóra hinnar nýju Orkuveitu Reykja- víkur. Hann er kvæntur Hall- dóru Björnsdóttur hjartalækni og eiga þau tvö börn. hjálpað til að þjálfa sig og mennta til annarra starfa innan fyrirtækisins þegar þörf er fyrir slíkt. - Er í sjónmáli ný tækniþekk- ing sem muni breyta starfsemi fyrirtækisins? Stöðugt er ný tækni að koma fram á sjónarsviðið sem breytir vinnubrögðum og einfaldar feril- inn. Jarðstrengir eru t.d. orðnir ódýrari en áður var og stý- ritækni verður sífellt öflugri. Upplýsingatækni, svo sem gagnagrunnar, alnet og innra net, eru líka að gjörbreyta vinn- urferlinu í þessu fyrirtæki eins og öðrum. - Hversu fljótt má gera ráð fyrir að þessi sameining gangi? Fyrst í stað munu fyrirtækin starfa eins og verið hefur, sitt í hvoru lagi. En fljótlega verða samt afgreiðslur og samskipti við við- skiptavini sameinuð. Svo má búast við að sameiningin verði að mestu leyti komin á eftir eitt til tvö ár. -Má fólk búast við hækkun eða lækkun á verði þjónustu í kjölfar þessarar sameiningar? Menn telja að sameiningin muni leiða til lækkunar á rekstr- arkostnaði þegar fram í sækir og því er eðlilegt að reikna með að gjaldskrá muni lækka. Einnig er ætlunin að gjaldskrár verði sveigjanlegri þannig að þær geti sinnt ákveðnum sérþörfum bet- ur en verið hefur. „Eðlilegt að reikna með að gjaldskrá muni lækka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.